Þjóðviljinn - 21.08.1982, Page 15
Helgifl 21.-22. ágúst 1982 ÞJ6ÐV1LJINN — StÐA 15
alvörugagnrýnendur í ensku press-
unni eru mér nokkuð sammála.
Forsaga
njósnamáls
Glenda Jackson, Georgina Hale og Gary Oldman i hlutverkum sinum i „Summit Conference .
^r0
i|9
W
Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar, er
verða til sýnis þriðjudaginn 24. ágúst
1982 kl. 13—16 á birgðastöð Rarik, Egils-
stöðum.
Subaru4WD station..............árg. 1978
Ford Bronco.........................árg. 1974
Ford Bronco.........................árg. 1974
ARO 4WD torfærubifreið..............árg. 1980
Land Rover diesel...................árg. 1976
Land Rover diesel...................árg. 1973
UAZ 452 torfærubifreið..............árg. 1979
UAZ 452 torfærubifreið..............árg. 1979
UAZ 452 torfærubifreið..............árg. 1968
Allra besti leikurinn var þó í
„Another Country“ hjá kornung-
um leikara, Rubert Everett.
Leikritið er mjög áhugavert, fjallar
um stráka í heimavistarskóla (Eat-
on), og byggir á ævi tveggja frægra
njósnara, Guy Burgess og David
Hedley. Rubert Everett leikur
Burgess, - leikur hans er ótrúlega
blæbrigðaríkur og laus við þann
tæknilega kulda sem maður sér
stundum hjá annars ágætum bresk-
um leikurum. Það er oft eins og að
tæknin taki af þeim öll völd, þeir
fylgja ekki eftir í leik þeim hraða
sem þeir hafa á textanum og fyrir
vikið verður túlkunin dauð og ó-
spennandi. Rubert þessi er hins
vegar svo dynamiskur, að maður
gat átt von á hverju sem var og
hann hélt manni í spennu frá upp-
hafi til enda. Hlutverkið er líka
mjög spennandi, glæsilegur og gáf-
aður strákur sem verður hommi og
síðar njósnari Rússa. Besti vinur
hans Hedley, eldheitur sósíalisti
verður seinna einnig hommi og
tekur þátt í njósnunum. Verkið
hefur vakið sérstaka athygli vegna
nýrra uppljóstrana um kynhegðun
háttvirta persóna í þjónustu
drottningar og vakið miklar um-
ræður um strákaskólana, þar sem
ungum strákum er hrúgað saman,
'cúguðum af gömlum siðaboðskap
og úreltum aga. Leikmyndin í
þessu verki var hvergi samboðin
leiknum og textanum, úrelt natúr-
alísk og ljót.
Salonika
Síðasta nýja leikritið sem ég sá
var eftir kornungan höfund, Lou-
ise Page, eina af fáum konum sem
skrifa leikrit í Bretlandi. Louise
hefur verið talsvert hér á landi og
tekið miklu ástfóstri við ísland. Lou-
ise hefur nýlega fengið verðlaun
fyrir leikrit sitt „Salonika" og þykir
mjög efnilegur höfundur. Verkið
er spennandi og óvenjulegt. Það
fjallar um rosknar mæðgur, önnur
er 83 ára og hin 63. Það er erfitt að
lýsa þessu verki. Það er mjög
óvenjulegt og aðeins það að setja á
svið ástarsenur á milli tvítugs
manns og áttræðrar leikkonu kallar
á sterk viðbrögð hjá áhorfendum.
Þarna sjáum við lífsviðhorf kyn-
slóðanna í nýju ljósi og komumst
■ að raun um að frelsi og fordómar
fara ekki eftir aldri. Sýningin var
mjög vel leikin og leikmyndin á-
hrifamikil og nýstárleg.
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að
viðstöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til
að haína tilboðum, sem ekki teljast viðun-
andi.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Rafdeild
JL-hússins
auglýsir:
Nýkomin
þýsk útiljós,
eldhúsljós
og Ijósakrónur.
Ótrúlsga hagstanðir
grslðsluskilmálar á
flastum vöruflokkum.
Allt nlður í 20% út-
borgun og lánstimi allt
•ð • mánuðum.
Ath.:
Deildin er
á 2. hæð
í J.L.-húsinu.
Oplð f öllum dolldum:
mánud.
miðvikud. 9—18,
fimmtud. 9—20,
föstud. 9—22
RÍS
KÚLUR
FRÁ 29 KR.
JIS
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121
Rafdeild
Sími 10600
PLAY0F
THEYEAR
EUZABETH QUINN
ActressoftheYear
inaNewPlay
‘I was enthralled by this
unusual love story'
0 Telegisph
OALBERYTHEATRE
ST MARTIN'S LANE LONOON WC2
CAST LIST lF
Og loks
Shakespeare í
Barbican
Að lokum tókst mér að ná í miða
á hið nýja leikhús RSC, Barbican,
sem er í hinni nýju listamiðstöð í
tengslum við viðskiptastofnanir og
ýmsar aðrar stofnanir í Barbican
Centre. Það mætti skrifa langt mál
um þetta glæsilega nýja hverfi, þar
sem viðskiptastofnanir og lista-
stofnanir reyna að lífga starfsemi
hverrar annarrar. Mörgum finnst
að þarna hafi verið sóað fé að ó-
þörfu, en sú staðreynd að það er
meira fé eytt í herhljómsveitir en
leikhús í Bretlandi sýnir að þessir
peningar eru í raun smáaurar.
Þarna sá ég nýja Shakespeare
sýningu, mjög fallega og vel unna
eins og þær gerast bestar hjá RSC.
Leikritið „All is well that ends
well“ var miklu skemmtilegra en
mig minnti eftir að hafa lesið það
fyrir áratug. Sýningin var gullfal-
leg, en ekki beinlínis nýstárleg.
Tíminn var færður fram undir alda-
mót án þess að maður skilji hvers
vegna. Að öðru leyti var verkið
leikið eins og það kemur af skepn-
unni, án nokkurra breytinga eða
nýsköpunar. Peggy Ashcroft í
aðalhlutverkinu var mjög góð og
leikstjórn Trevors Nunn smekkleg
og vönduð.
Að lokum langar mig að benda
þeim sem ætla að ferðast til Bret-
lands á að vikupakkarnir svoköll-
uðu, sem mikið eru auglýstir,
reyndust mun betri en ég þorði að
vona. Ég fékk miða á hótelpláss og
lenti ekki í neinum vandræðum,
fékk inni á lúxushóteli í London
fyrir litla peninga. Það er full á-
stæða til að benda fólki á að nýta
sér þennan ágæta ferðamöguleika
sem Flugleiðir bjóða upp á.
- ÞS