Þjóðviljinn - 21.08.1982, Side 21

Þjóðviljinn - 21.08.1982, Side 21
Helgin 21.-22. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Haldiöykkur fast, já verulega fast. Fyrirhugaö er að halda meiri háttar rokkhátið um næstu helgi á Melavellinum. Hátiöin mun hefjast kl. 14 á laugardaginn og standa til kl. 23.30 Alls munu um 20 hljómsveitir koma fram og hefur aldrei fyrr né siðar jafn mörgum hljóm- sveitum verið safnað saman á einn stað. Hér er um aldeilis frábært framtak að ræða og óvist að annað slikt liti dagsins ljós á komandi árum. Hver veit? Þetta gæti jafnvel verið upphafið að einhverslags rokk- hátið sem yrði haldin segjum annað hvert ár. Flestar okkar bestu hljóm- sveitir munu koma fram auk fjölda óþekktra hljómsveita sem litið hefur heyrst i. Af stærri hljómsveitum sem koma fram og óþarfi er aö kynna eru: BARA-Flokkurinn, Grýlurnar, Fræbbblarnir, Purrkur Pillnikk, Þrumuvagn- inn, Vonbrigði, Tappi Tikar- rass, Q-4-U og Þeyr. Af öðrum hljómsveitum má nefna Pungó og Daisy sem er reykvisk hljómsveit, KOS sem er ársgömul hljómsveit og hefur alið mestan sinn aldur i Sviþjóð. Ekki, sem er alveg splunku-ný hljómsveit. Bandóðir, sem leikur einhverslags nýbylgju funk. Hljómsveitina skipa þeir Her- bert Guðmundsson gamal- reyndur poppari, þá Bodies menn, Rúnar Guðmundsson, Mike Pollock og Asgeir tromm- ara úr Purrkinum. En þeir þrir siðast nefndu eru þessa dagana að vinna að sólóplötu Herberts. DeThorvaldsensTrio Band sem ku vist vera einhver leyni hljómsveit. Stockfield Big Nose Band og Reflex. Lóla, en það er stjörnuhljómsveit úr Atlavik, eins mun önnur hljómsveit sem gerði það gott i Atlavik nú um Verslunarmannahelgina mæta og er það hljómsveitin Kvöld- verður á Nesi frá Neskaupstað. Sonus Futura og ef til vill 1—3 hljómsveitir frá Isafirði. Er gjarnan nefnt nafn kvenna- hljómsveitarinnar Sokka- bandið. Nokkrar óvæntar uppákomur verða og eins plötukynnar á óút- komnu islensku efni og nýlegu erlendu efni. Heljarmikið svið verður reist yfir hljómsveitirnar og eins verður hljóðklefi hannaður en hljóðmaður á þessari hátið verður Gunnar Smári. Miöinn kostar 200 kr. og er innifalinn i honum happdrættis- miði, einnig ætlar hljóðfæra- verslun Þorsteins Danielssonar að verðlauna einn gest með veg- legum hljómflutningstækjum. Það sem hleypir miðaverðinu upp er það að völlurinn tekur 23% af verði hvers aðgöngu- miða. Þessi prósentutala er alveg fáránleg, 23% fyrir Mela- völlinn! Hvenær heimta þeir gjald fyrir aö horfa á Esjuna? Ef allt tekst vel og upptökur verða góðar er ætlunin að gefa efni tónleikanna út á plötu og er talaö um tvöfalt albúm, mætti þess vegna vera þrefalt, ekki vantar hráefnið. Ef veðurguðirnir verða óþægir er vissara að mæta vel klæddur til leiks. Taka fram vetrarfötin og rigningar-gallann en við skulum vona að veður- guðirnir verði hátiöinni hlið- hollir og láti okkur njóta sólar og bliðu þennan laugardag. Fyrir þá sem vilja vera séðir er ágætt að nesta sig að heiman en annars verður veitingasala á svæðinu fyrir þá sem það vilja. Nú situr enginn eftir heima og lýsir frati á veðurguöana ef þvi er að skipta og leggur sitt að mörkum til að þessi hátið megi fara sem allra best fram og verða okkur öllum sem ánægju- legust. Dagskrá hátiðarinnar verður birt um næstu helgi en ekki var búið að ganga frá henni þegar þetta er skrifað. Skrýtið og skondið „Nýtt er mér þetta”, kvað karl einn, ,,að mér sé borin óráðvendni til handanna. Það var, ef ég man rétt, einu sinni i fyrra, tvisvar árið áður, þrisvar hitt árið, einu sinni enn, og svo núna; — og nýtt er mér þetta”. Kerling lá veik og sendi eftir presti að þjónusta sig. Prestur kom og er þá kerling i rúmi sinu, vel málhress og eigi þungt haldin. Vill hún þó fyrir hvern mun fá þjónustuna, og fór það fram. Prestur tekur að skrifta henni með áhrifamiklu orðfæri, svo sem honum var lagið, og setur hann henni ljóslega fyrir sjónir, að með þvi einu móti megi hún vænta náðarinnar, að hún iðrist synda sinna og biðji fyrirgefningar á þeim o.s.frv. Og er kerling heyrir slikt, þykir henni það hörð kenning, byltir sér til i rúminu og segir: ,,Ég sný mér þá uppi horn, ef þú ferð að jaga mig”. Kerling nokkur, er mest ævi sinnar hafði dvalist i sveitum, fluttist út á Snæfellsnes. Hún undi þar illa hag sinum og sakn- aði margs úr sveitinni. Ein- hverju sinni um kvöldtima kemur hún út og sér tunglið. Það var þá fárra nótta og var mánabert. Verður henni þá að orðum: „Allt er eins hérna undir Jökli, tunglið sem annað. Það er þó munur á að sjá sveita- tunglið, hvað það er feitt og bústið, eöa aumingjann þann arna, sem er skinhoraður. Það er lika náttúrlegt, þvi að það er munur á að lifa á mjólkinni og kjötinu i sveitinni eða á sjóslöp- unum hérna”. Hjá Ólafi prófasti Sigurðssyni i Flatey var eitt sinn kerling, er Helga hét. Hún var hölt af gigt i lærinu og átti erfitt með hreyf- ingar. Einu sinni var hún að fara ofan stigann af baðstofu- loftinu, og tók hana sárt i mjöðmina, svo að hún æjaði hátt ogmælti: „Æ, æ! Enginn kennir i brjósti um mig. En það grunar mig þó, að eitthvað mundi heyr- ast i hátigninni sjálfri, væri henni eins illt I mjöðminni og mér”. Karl einn missti konu sina, er Guðrún hét. Hafði lengi fallið stirt á með þeim. En er hann kom heim frá jarðarför hennar og háttaöi i rúmi sinu, mælti hann: „Nú vantar mig hana Gunnu mína til þess aö jagast við”. Kerling nokkur bar sig upp fyrir presti sinum eftir embætti um það, að hann hefði gleymt að útdeila sér brauðinu. Prestur mundi að sönnu ekki til, að svo hefði verið. En til þess að friða kerlingu, er stóð á þvi fastara en fótunum, að honum hefði hlaup- ist yfir sig, kvaðst hann skyldi bæta henni það, og skyldi hún koma inn til sin. Fór hún þá inn með presti o'g gaf prestur henni væna svartabrauðsköku, og spurði hvort hún væri nú ekki vel i haldin og ánægö. Kerling svaraði: „Ó, jú! blessaðir verið þér! Langt fram yfir það. Eg vildi að þér gleymduð þvi allt- af”. Síríus sækir á brattann!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.