Þjóðviljinn - 21.08.1982, Side 25
Helgin 21.-22. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 25
um helgina
Tólf skáld lesa úr verkum
sínum á Kjarvalstöðum
t tilefni af útkomu timarits um
islenskar bókmenntir á ensku,
sem þau Siguröur A. Magnússon
og Kristjana Gunnarsdóttir gefa
út verður efnt til upplesturs á
Kjarvalsstöðum i dag, laugardag
kl 15.00. Þar verður lesið upp úr
timaritinu og auk þess koma 12 af
skáldunum sem þar eiga efni
fram og lesa úr nýlegum verkum
sinum á islensku.
Skáldin sem koma fram eru
Böðvar Guðmundsson, Einar
Bragi, Guðbergur Bergsson, Jó-
hann Hjálmarsson, Jón úr Vör,
Nina Björk Arnadóttir, Pétur
Gunnarsson, Sigurður Pálsson,
Steinunn Sigurðardóttir, Thor
Vilhjálmsson, Vésteinn Lúðviks-
son, Þórarinn Eldjárn og Þor-
steinn frá Hamri.
—GFr
Kristján Valsson opnar sýningu i Djúpinu i dag kl. 14.00. Hann sýnir 30
klippimyndir og er þetta fyrsta einkasýning hans. Sýningin verður opin
til inánaöamóta.
Dagana 19.-31. ágúst mun Hay
Cartwright vera með málverka-
sýningu i Eden i Hveragerði. Ray
er 34 ára breti fæddur og uppalinn
i London en flutti til lslands fyrir
tveimur árum og hefur tsland
haft mikil áhrif á hann sem sýnir
sig i verkum hans.
Tók hann þátt i samsýningu i
Eden i fyrra, en þetta er fyrsta
einkasýning hans, og mun hann
sýna 12 oliumálverk og 18 „scrap-
erboard”.
Roy við eitt verka sinna.
bridgc
Hart í ári hjá
bridgefólki?
Olympíumótið
í Frakklandi
Eitthvað virðist hafa harðnað á
dalnum hjá bridgefólki að undan-
förnu. Nokkur pör sem ætluðu sér
á mótið, hafa nú ákveðið að hætta
við, af ýmsu orsökum.
Jón Bald., og Valur Sig., ku ekki
ætla, hver sem ástæðan er og er þar
skarð fyrir skildi. Jakob R. Möller
og Guðmundur Hermannss., fara
ekki sem par, Sigurður Sverriss.,
og Þorgeir Eyjólfsson eru hættir
saman og fara því ekki á mótið (alla
vega ekki Sigurður), Guðmundur
Páll er kominn í vinnu (?) og kemst
af þeim sökum ekki frá í október á
móti Þórarni Sigþórssyni, sem að
sjálfsögðuervonsvikinn mjög, haf-
andi spilað á Kanarí ’74 í þessu
móti. Vonandi bætir Þórarinn úr
þessu og fær sér annan félaga í
þetta mót (kannski Jakob?). Fleiri
pör mætti telja upp, en nú ættu hin-
ir sem voru ekki ákveðnir, að drífa
í hlutunum og hafa samband við
B.Í., og kanna málin, Víst er, að
farið verður.
Sumarbridge
Nú fer að síga á seinni hlutann í
Sumarbridge að þessu sinni. Þátt-
takan hefur verið mjög jöfn og góð
allt sumarið, þetta 44-50 pör á
kvöldi.
Sl. fimmtudag var spilað í 3 ri-
ðlum á Heklu, alls 43 pör. Úrslit
urðu þessi:
Tekst Sigtryggi Sigurðssyni að
sigra i Sumarbridge?
a) Kristín Þórðardóttir - Jón Páls-
son 260
Steinunn Snorradóttir - Vig-
dís Guðjónsdóttir 244
Bergsveinn Gíslason - Óskar
Karlsson 242
Sigfús Þórðarson - Kristmann
Guðmundsson 232
b) Ragna Ólafsdóttir - Ólafur
Valgeirsson 172
Guðmundur Pétursson - Est-
her Jakobsdóttir 171
Jakob R. Möller - Jón Bald-
ursson 171
Jón Hilmarsson - Þorfinnur
Karlsson 171
c) Jón Þorvarðarson - Ásgeir P.
Ásbjörnsson 180
Ómar Jónsson - Guðni Sigur-
bjarnason 177
Sigurður Sigurjónsson
Högni Torfason 172
Friðrik Guðmundsson -
Hreinn Hreinsson 170
Meðal í A:120,
en 156 í B og C-riðlum
Og staða efstu manna er þá
þessi:
Sigtryggur Sigurðsson 14 stig
Jón Þorvarðarson 13 stig
Ásgeir P. Ásbjörnsson 11 stig
Einar Sigurðsson 10 stig.
Alls hafa nú 123 spilarar hlotið
stig í Sumarbridge, sem er mjög há
tala miðað við þátttökuhlutfall
keppenda, því margir hafa aldrei
hlotið stig.
Umsjón
Ólafur
Lárusson
Að líkindum verður síðasta
spilakvöld í Sumarbridge fimmtu-
daginn 9. sept. nk., sem þvðir að
stigakeppni lýkur fimmtudaginn 2.
sept. (þetta eru óstaðfestar dag-
setningar með fyrirvara).
Að venju verður spilað fimmtu-
daginn kemur og hefst spila-
mennska uppúr sjö. í síðasta lagi
kl. 19.30. Spilað er á Heklu.
Bikarkeppnin
Lítið hefur heyrst af Bikar-
keppninni að undanförnu. Senni-
lega verða því spilaðir í dag eða á
morgun þeir leikir sem enn eru óút-
kljáðir. Fyrirliðar eru minntir á að
hafa samband við þáttinn og til-
kynnaúrslitsemfyrst. Þaðeröllum
í hag að birta fréttir af „leynimóti
sém þessu.
Omar Stefánsson sýnir í
Gallerý Austurstrœti 8
Omar Stefánsson hefur opnað sýningu i Gallerý Austurstræti 8 og sýnir
hann þar málverk. Gallerý Austurstræti 8 er eins konar drive-in gall-
crý, þar er opið allan sólarhringinn og gestir mega koma með kaffi meö
sér ef þeir vilja. Sýningin verður opin til 27. ágúst.
Ný sýning í Nýlistasafninu
1 gær opnuðu þeir Þór Vigfússon og Birgir Andrésson, sýningu i Ný-
listasafninu, Vatnsstig 3b. Sýningin er opin daglega frá kL 18 til 22. En
henni lýkur á sunnudagskvöldið 29. ágúst.
Báðir eru þeir framaðir i listinni, bæði hér heima og erlendis. Hafa
tekið þátt i samsýningum og haldið einkasýningar hérna heima og i út-
löndum.
Frá æfingu fyrir tónleikana.
Zukofsky-tónleikar í dag
' Enski
málarinn
Roy
Cartwright
sýnir í Eden
Eins og flestum er kunnugt,
stendur nú yfir sjötta Zukofsky--
námskciðið á vegum Tónlistar-
skólans i Reykjavik.
Laugardaginn 21. ágúst verða
aðrir hljómsveitartónleikar nám-
skeiðsins haldnir. Þá verður flutt,
i fyrsta skipti hér á landi, sinfónia
nr. 5 eftir Gustav Mahler. Um 100
manns munu taka þátt i þessum
tónleikum, og tekur verkið 75
minútur i flutningi.
Flestir þátttakendur á nám-
skeiðinu eru islenskir, en auk
þess hafa um 20 manns komið er-
lendis frá. Þáttakendur eru á
aldrinum frá 12 ára.
Þessi óvenjustóra hljómsveit
hefur æft sex tima á dag i Haga-
skóla til undirbúnings þessum
tónleikum, og mun árangurinn
koma i ljós laugardaginn 21.
ágúst kl. 14.00 i Háskólabiói. Að-
gangur er ókeypis og öllum heim-
ill.
Athygli skal vakin á þvi, að enn
eru fyrirhugaðir tyennir kamm-
ertónleikar i næstu viku og loka-
hljómsveitartónleikar munu
verða laugardaginn 28. ágúst kl.
14.00 i Háskólabiói þar sem m.a.
verður flutt, i fyrsta skipti hér á
landi, Vorblót eftir Igor Stravin-
sky.