Þjóðviljinn - 21.08.1982, Síða 32

Þjóðviljinn - 21.08.1982, Síða 32
DWDVHHNN Helgin 21.-22. ágúst 1982 Abalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tlma er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn hlaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 8x285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiðslu blaðsins i slma 81663. Blabaprent hefur slma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 nafn vikunnar Friðjón Guðröðarson Hinir vofeiflegu atburðir í Oræfasveit hafa borið hæst í fréttum í vikunni og þá ekki. síst nafn sýslumannsins Frið- jóns Guðröðarsonar, sem stjórnaði aðgerðum. Hafa menn ekki verið á einu máli um þær upplýsingarsem hann lét fjölmiðlum í té á mcðan á ósköpunum stóð. Margir eru ánægðir með að hann gaf jafn- óðum upplýsingar um gang mála á skýran og skilmerki- legan hátt, en aðrir telja að hann hafí vcrið allt of opinn við fjölmiðla, einkum með því að segja frá þeim áburði árás- armannsins að stúlkurnar hef- ðu verið með hass. Vilmundur Gylfason gengur svo langt í Helgarpóstinum að krefjast þcss að sýslumaðurinn sé sett- ur af af þessum sökum. Við náðum tali af Friðjóni ■ gær: ”Það var nú verið að lesa þessa grein Vilmundar fyrir mig og ég hef lítið um hana að segja. Stúlkurnar voru strax hreinsaðar af þessum hass- grun og það var tekið skýrt fram að þetta væri aðeins vitn- isburður árásarmannsins. Það er því sorglegt að menn skuli vera að velta þessu upp aftur. Ekki síst þar sem Vilmundur hefur ætíð krafist þess að embættismenn gæfu upplýs- ingar til fjölmiðla. Að öðru leyti tel ég þetta ekki æru- meiðandi fyrir mig, þar sem þetta kemur frá Vilmundi Gylfasyni.” ”En þú telur að það hafí verið rétt að skýra svo ítarlega frá málinu og gert var?“ ”Ég hef mikið velt þessu fyrir mér, bæði meðan á þessu stóð og nú á eftir. Hér voru allskyns sögur á kreiki og margir mjög aðgangsharðir við okkur. Eg reyndi að fara um þetta kurteisum höndum og dæma engan. Vissulega var manni þarna mikill vandi á höndum, en ég taldi mig ekki gefa neitt upp sem gat spillt framgangi málsins, sem hins vegar getsakir geta gert. í svona tilvikum verður maður að gera það sem manni þykir réttast.” ”Hvað með þátt mannsins sem kom að árásarmanninum og stúlkunni, sem nú cr látin. Er hann fullkannaður?” ”f*að er nú ekki lengur í mínum höndum að gefa upp- lýsingar um þetta mál, en ég get sagt það aö þetta er einn sorglegasti þáttur málsins. Ég tel ástæðu til að láta það koma fram hér að það er búið að koma því inn hjá allt of mörg- um að slasað fólk eigi aldrei áð hreyfa. Fólki sem stendur í fæturna og blæðir á alltaf að reyna að hlúa að og koma undir læknishendur, ef ekkí er hægt að fá sjúkrabíl strax á staðinn. Auk þess er vert að ítreka það við fólk, að taka mark á hjálparbeiðni slasaðs fólks, því enginn veit hvenær er verið að beita ofbeldi.” ”H vað með þær ásakanir að 'þið hatlð verið illa vopnaðir, er þið leituðuð árásarmanns- ins.“ ”Við vorum ekki í bófahas- ar. Það er það eina sem ég hef að segja”, sagði Friðjón að lokum. — þs Franskur Ijósmyndari opnar sýningu l Listasafni alþýöu Artaud 1947 Gilioli 1957 DENISE COLOMB Denise Colomb er frönsk list- kona sem fræg er fyrir I jósmyndir sínar, ekki síst myndir af lista- mönnum. Hingað cr nú komin sýning á Ijósmyndum hennar á vegum Listasafns alþýðu og menningardeildar franska send- iráðsins, og verður hún opnuð í dag, laugardag, í húsakynnum. Listasafns alþýðu á horni Grensásvegar og Fellsmúla. A sýningunni eru eingöngu myndir af frægum listamönnum, einkum myndlistarmönnum, og munu þær flestar vera teknar í París. Jafnframt ersýning á litho- grafíum eftir sömu menn. Ferill Denise Colomb hófst árið 1947. Fram að því hafði hún eingöngu tekið fjölskyldumyndir og æft sig í myrkrastofunni. Þá kom skáldið Antonin Artaud í heimsókn og sá myndir hennar og hreifst af þeim. Þjáningarfullt andlit hans afmáði alla feimni hennar og varð kveikjan að umfangsmikilli Ieit, andlitsmyndum af listamönnum. Hún leitaði að földum sannleika sem í senn var listamaðurinn sjálfur og verk hans. En hvar er þennan sannleika að finna? í augum listamannsins, spegli sál- arinnar eða í viðmótinu einu saman? Sjálf hefur hún sagt: „Túlkun og kjarni Ijósmyndar- innar er ekki „uppfinning” í eiginlegri merkingu heldur er í henni fólgið ákveðið val sem get- ur eins verið leiftursýn augna- bliksins.” Fernandez 1957 Miro 1954

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.