Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 1
Fimm íslensk leikrit verða frumflutt í Þjóðleikhúsinu í vetur. Sjá 3. september 1982 fimrrítudagur 199. tölublað 47. árgangur Endurskoðendur um ársreikning 1981: Tekjur ISALS vantaldar um 1,5 miljón dollara Samið viö BSRB I fyrrinótt tókust samningar milli BSRB og ríkisins um nýjan aðal- kjarasamning, sem gilda mun frá fyrsta ágúst. Er hann mjög hlið- stæður samningi þeim sem ASI ger- ði fyrr í sumar við atvinnurek- endur. Samningurinn var samþykktur meö 39 atkvæðum í samninga- nefnd, mótatkvæöalaust, en meöal þeirra sem sátu hjá var formaður BSRB, Kristján Thorlacius. Auk kauphækkunar í aðalkjara- samningi og lengingar orlofs hafa náðst sérkjarasamningar við öll fé- lög nema lögreglumenn, og fela þeir í sér ýmsar kjarabætur. Sjá 16. 11 Aldrei boðið upp á 20% hækkun" — og hefði ekki samþykkt hana, segir Kristján Ragnarsson „Sjávarútvegsráðherra lét í Ijós í viðtali við mig að hann vildi fá fram 18 - 20% fískverðshækkun. Sá vilji ráðherra birtist hins vegar aldrei í yilrnefnd og þó svo hcfði verið þá hefði ég aldrci samþykkt þá hækkun. Hún leysir ekki vand- ann", sagði Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ í gær. Útgerðarmenn hafa lýst mikilli andúð á ákvörðun verðlagsráös frá í fyrradag að hækka fiskverð um 16%. Stjórn og trúnaðarmannaráð LÍÚ hefur verið boðað til fundar í dag þar sem tekin verður afstaða til mótaðgerða en útgerðarmenn hafa m.a. hótaðþvíað leggja togaraflot- anum. ,.Ég vil ekkert segja um hvað verður úr en það er alveg ljóst að allir útgerðarmenn eru komnir á heljarþröm. sama við hvaða rekstr- arform þeir búa." Sýning á verkum Bertels Thorvaldsen verftur formlega opnuö að KjaVvalsstööum á morgun. 78 verk þessa Islensk-ættaöa listamanns verða á sýningunni sem stendur til októberloka. Sýning þessi markar á vissan hátt tlmamót, þvl þetta er I fyrsta sinn I 134 ára sögu Thorvald- senssafnsins sem sýning á verkum hans er haldin á erlendri grund, en Thorvaldsensafnio er i Kaupmannahöfn. — Verndarar sýningarinnar aö Kjarvalsstöoum verða Dr. Kristján Eldjarn og Ingirlour ekkju- drottning. —hól Alusuisse mein- aði endurskoð- endum aðgang að bókhaldi sínu! Endurskoðendur reikn- iriga íslenska álfélagsins, Coopers og Lybrand, telja að fyrirtækið haíl vantalið tekjur sínar í fyrra um rúmlega hálfa aðra miljón bandaríkjadollara qg hef- ur ársreikningur ÍSALS verið leiðréttur í samræmi við það. Þetta lækkar hiö reikn- ingslega tap, en breytir ekki skattgreiöslum iél- agsins hér á landi. í niðurstöðum endur- skoðunarfirmans kemur fram að Alusuisse neitaði endurskoðendum um að- gang að bókhaldi sínu og dótturfélaga sinna til öfl- Unar upplýsinga og gagna um viðskiptin við ISAL. Iðnaðarráðuneytið tel- ur að með þessu hafi Alus- uisse framið skýlaust brot á aðalsamningi. 7 Djöfullinn cr ekki af baki dottinn og hcfurskotiðupp kollinum mcð cftirminnilcguin hætti hjá þvottaduftsfram- lciðanda cinum. Sjá 3. 11 Islcndingar og Hollcndingar gcrðu jafntcfli, 1-1, í lívrópukeppni landsliða í knattspyrnu á Laugardalsvcllin- umígærkvöldi. íbúar við Seljaveg ítreka kröfur sínar Starf semi Eims verði stöðvuð þegar í stað 50 íbúar í nágrenni et'naverk- smiöjanna Kulsýruhleðslunnar og Eims við Seljaveg í Reykja- vík hafa sent heilbrigðisyflr- völdum og borgarstjóranum í Reykjavík bréf' þar sem þess er krafist að rekstur Eims verði stöðvaður þegar í stað meðan málefni fyrirtækisins eru í at- hugun. Jafnf'ramt verði þannig gengið frá hnútum að Eimur flytji sína starfsemi af' lóðinni en Kolsýruhleðslunni verði strax gert að ganga sómasamlega frá húsi og umhverfl fyrirtækisins. í bréfi íbúanna til Hollustu- verndar ríkisins er bent á að efniö sem Eimur noti til vinnslu kolsýru viö olíubruna sé vökvi er nefnist mónóetanólamín en hann er mjög hættulegur vió öndun og brennir auk þess hðruncl við snertingu. lJá sé hann afar eldlimur. íbúarnir benda á að framleiðendur þessa stórhættúlega vökva fyrirskipi að hann skuli geymdur í tönkum úr ryðl'ríu stáli en Eimur geymi þetta efni hins vegar í óvorðum tunnum á lóðamörkum! 3000 lítarar af lífshættulegum eiturvökva eru geymdir í tunnum á lóð fyrirtækisins! í bréfi sínu til borgarstjóra, Dav- íðs Oddssonar lýsa íbúarnir von- brigðum sínum með að hann skyldi íengu sinna bréfi þeirra frá 14. maí í vor þar sem þeim óskum var kom- ið á framfæri að starfsemi Eims verði ekki leyfð á ióðinni og að Kolsýruhleðslunni verði gert skylt að ganga sómasamlega frá húsnæði fyrirtækisins. Ennfremur segir í bréfinu til borgarstjóra: „Okkur finnst óverjandi að borgarstjóri skyldi ekki gefa borg- arráði kost á að ræða þessi atriði o.fl. áður en lóðarsamningurinn var undirritaður 22. ágúst sl." Bréf íbúanna til Hollustuvernd- ar og borgarstjóra eru birt í heild í opnu blaðsins í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.