Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 11
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA U Stuttar fréttir íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Orslitaleikur í bikarkeppni kvenna Úrslitaleikurinn i bikar- keppni kvenna i knattspyrnu verður háöur á Laugardals- vellinum i kvöld kl. 18. Til úr- slita leika Breiðablik og Val- ur. Keppnin fór i fyrsta skipti fram i fyrra og þá sigraöi Breiöablik Val i úrslitaleik, 4:0. Rangæingar unnu Strandamenn Rangæingar og Stranda- menn háöu sýslukeppni i frjálsum iþróttum að Sævangi á Ströndum um siöustu helgi. Rangæingar sigruðu, hlutu 91 stig gegn 61 stigi gestgjaf- anna. Guömundur Nikulásson vann bestu afrekin á mótinu. Hann stökk 14.18 m i þristökki og hljóp 100 m á 11.0 sekúnd- um. Reykjanesmótið Reykjanesmótið i hand- knattleik hefst laugardaginn 4. september meö leikjum i meistaraflokki karla. Keppt veröur i 8 aldursflokkum, þátttakendur veröa alls um 800 og leikir veröa 124. Leikið veröur i 8 iþróttahúsum, i Sandgeröi, Keflavik, Njarö- vik, Hafnarfiröi, Garöabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellssveit. I meistara- flokki karla, en keppni þar fer fram i Iþróttahúsinu i Hafnar- firöi er leikiö i tveimur riölum. FH, Stjarnan, Afturelding, Reynir og ÍBK, i A-riöli og Breiöablik, Haukar, HK, og Grótta i B-riðli. Mótiö hefst kl. 13 á laugardag meö leik 1. deildarliöanna FH og Stjörn- unnar. Enskir knattspyrnu- menn íverkfall? Samtök atvinnuknatt- spyrnumanna á Englandi koma saman til fundar á morgun og ræöa hugmyndir sem fram hafa komið um aö gripa til verkfallsaögeröa. Fé- lög hafa dregiö mjög úr bónus- greiðslum til leikmanna vegna fjárhagsöröugleika og þeir eru greinilega ekki alls kostar ánægöir meö þá þróun mála. Ovett í Aþenu Steve Ovett, hlauparinn snjalli frá Bretlandi, hefur til- kynnt breska frjálsiþrótta- sambandinu aö hann geti tekiö þátt i Evrópu meistaramótinu i frjálsum iþróttum sem hefst i Aþenu á mánudaginn. Ovett hefur átt viö meiösli aö strlöa aö undanförnu. 11 ára dómari Um komandi helgi veröur sett athyglisvert heimsmet i spænsku knattspyrnunni. Ell- efu ára gamall drengur, Salvadoro Morez, mun dæma leik i 2. deildinni þar og er langyngsti dómari sem um getur i deildaleik atvinnu- knattspyrnumanna. Salvodoro varö á dögunum næsthæstur á miklu dómaraprófi á Spáni og skilaboð hans til leikmanna eru: „Þiö ættuö aö kynna ykk- ur knattspyrnureglurnar bet- ur, margir ykkar kunna litiö sem ekkertiþeim”. Francis nr 7 Trevor Francis, enski landsliösmaöurinn i knatt- spyrnu fékk „varmar” viötök- ur hjá aödáendum sins nýja félags Sampdoria á Italiu. Þegar Francis steig út úr flug- vélinni i Genoa, en þaðan er liöiö, þyrptust aðdáendurnir aö honum, rifu utan af honum peysuna og klæddu hann i bláu Sampdoria-peysuna númer 7. Þeir kalla hann nú þegar „konunginn” og 1. deildar- keppnin á Italiu er enn ekki hafin! Atli Eðvaldsson i baráttu við hollenskan varnarmann Mynd: —eik Evrópukeppni landsliða: ísland—Holland: OIR Man. Utd byrjar glæsflega Manchcstcr United hefur byrjað kcppnistiinabilið i 1. deild cnsku knattspyrnunnar með af- brigðum vcl. A laugardag vann liðið Birminghain 3-0 og i gærkvöldi vannst 3-0 útisigur á City Ground gegn Nottingham Forest. Ray Wilkins, Norman Whitesidc og Bryan ltobson skoruðu mörkin með stuttu milli- bili i siöari hálfleiknum. West Bromwich hakkaöi Brigh- ton i sig og sigraði 5-0. Ally Brown 2, Nicky Cross, Martin Jol og Peter Estoe skoruðu mörkin. Trevor Christie kom Notts Country yfir i Sunderland en Gary Rowell náöi aö jafna fyrir heimaliðiöá siöustu minútunni og lokatölurnar þvi 1-1. Kevin Keegan er áfram á skot- skónum hjá Newcastle i 2. deild- inni. 1 gærkvöldi vann Newcastle Blackburn 2-1 á útivelli og Keegan skoraöi annað markiö. Þá má i íramhjáhlaupi geta þess að Austurrikismenn vilja fá kjafthákinn kunna, Tommy Docherty fyrir landsliösþjálfara. Verði þeim að góöu! Elstu lið 1. deildar: Man.Utd...........22006 :0 6 Watford...........2 2 0 0 6:1 6 Man.City..........2 2 0 0 3:1 6 Sunderland .......2 1104:24 Liverpool.........2 1 10 2:04 ...og þau neðstu: Brighton..........2 0 1 1 1:6 1 South.ton ........2 0 0 2 1:5 0 A.Villa...........2002 1:80 VS Fyrsta stigið í höfn íslenska liðið náði ekki að halda forystunni nema í tvær mínútur tslenska landsliðiö i knattspyrnu náði ágætis árangri I gærkvöldi en það geröi jafntefli við Hollendinga 1:1, I Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvellinum. Leikurinn var I daufara lagi, Hollendingar sóttu öllu meira, en þegar á heildina er litið heföi ekki þurft nema smá heppni til að tsland hefði náð báöum stigunum út úr viöureigninni við þetta knattspyrnustórveldi síöasta áratugar. Fátt markvert skeöi fyrstu minúturnar en Hollendingar voru öllu ákveönari. Fyrsta hættulega færiö kom á 12 minútu þegar Wim Kieft skallaöi aö is- lenska markinu en Þorsteinn Bjarnason varöi vel. Rétt á eftir þurfti Janus Guðlaugsson sem lék sinn 25. landsleik, aö yfirgefa völlinn vegna meiösla og Gunnar Gislason kom i hans staö. A 22 min. var Kieft aftur á ferðinni en Þorsteinn varöi glæsiiega skot hans. Fyrsta verulega ógnunin viö hollenska markiö kom á 30. min. þegar van Breurlen missti knött- inn i hliöarnetiö utanvert eftir hornspyrnu Karls Þóröarsonar. Rétt á eftir varði svo Van Breuk- elen þrumuskot Karls i horn. Hol- lendingar voru ágengari undir lok hálfleiksins. Kieft skallaði yfir, Schoenaker skaut rétt yfir og Þorsteinn varöi vel frá Vanen- burg. Ekkert mark i fyrri hálf- leik. Strax á 4. minútu siöari hálf- leiks náöi Island forystunni. Arnór Guöjohnsen fékk knöttinn frá Viöari Halldórssyni, prjónaöi sig glæsilega i gegnum hollensku vörnina og gaf á Atla Eövalds sem renndi knettinum snyrtilega i netiö af 12 m færi. 1:0 fyrir Island. En aöeins tveimur minút- um siöar braut Marteinn Geirs- son klaufalega af sér úti á hægri kanti. Dæmd aukaspyrna og knötturinn sendur fyrir markiö þar sem Schoenaker skallaöi i mark. Holland haföi jafnaö 1:1. Holland sótti öllu meira og Guillet átti tvivegis hættulega skalla yfir islenska markiö. Besta færi sitt fengu þeir hollensku á 68. min. þegar rangstööuleikaöferö islenska liðsins brást gjörsam- lega. Schoenaker fékk knöttinn nánast fyrir opnu marki en skaut framhjá. Besta færi islenska liösins kom siðan á 78. min. er markvörö- urinn varöi vel hörkuskot Karls sem var kominn inn i vitateiginn hægra megin. Fjórum minútum fyrir leikslok tók svo Koolhof aukaspyrnu rétt fyrir utan is- lenska vitateiginn. Knötturinn stefndi efst i markhorniö en Þor- steinn sveif á staöinn og sló knött- inn glæsilega i horn. Þung sókn Hollands i lokin en islenska liöiö stóö fyrir sinu og hélt ööru stig- inu. I heild var leikurinn ekki mikiö fyrir augaö og helst að snilldar- taktar Arnórs Guðjohnsens gleddu augaö. Hann var yfir- buröamaöur i islenska liöinu og áttu Hollendingarnir i stökustu vandræöum meö aö hemja hann. Lárus Guðmundsson var friskur i framlinunni og skapaöi oft mikla hættu og Karl Þóröarson geröi laglega hluti. Pétur Ormslev átti einnig góða spretti. Vörnin var mjög óörugg lengst af og þar má ýmislegt lagfæra og endurnýja. Þó komust Viöar Halldórsson og Sævar Jónsson ágætlega frá leiknum. Þorsteinn var traustur i markinu og varöi þau skot sem á markiö komu af stakasta öryggi. Liöiö vinnur ekki nógu vel saman sem heild og slitnar oft illa á milli miöju og sóknar. Hollenska liöiö lék þokkalega en er aöeins skugginn af stjörnu- liöi áttunda áratugarins. Þaö er þó greinilega á réttri leiö, mikil endurnýjun hefur átt sér staö og ungu mennirnir eiga eftir aö fá festu og leikreynslu. Gamli Willy van der Kerkhof var besti maður liösins og þeir Koolhof, Gullit oe Schornaker voru ávallt hæltuleg- ir i námunda vib islenska markiö. En þeir hollensku máttu sætta sig viö jafntefli viö Island, og viö er- um þó altént komnir meö eitt stig i Evrópukeppni landsliða 1982—84. / I leikslok:_________ Jóhannes Atlason „Þaö var einhver sofandagang- ur i strákunum eftir markiö sem við gerðum”, sagði Jóhannes Atlason þjálfari islenska liðsins i samtali við Þjóöviljann eftir leik- inn I gærkvöldi. „Ef við hefðum lialdið haus I 10 minútur eftir markið er óvist aö þcir heföu náö að jafna. „Ég get ekki annab en veriö ánægöur meb úrslitin en ég er vi.’s um aö strákarnir geta betur. Hollendingarnir voru greinilega skithræddir, þeir brutu oft á okkur fyrsta hálftimann og um vanmat var ekki aö ræöa hjá þeim.. Ann- ars voru þeir alltaf ógnandi og réðu meira feröinni og þaö er stórlið i uppbyggingu hjá þeim”, sagöi Jóhannes Atlason Arnór Guðjohnsen „Það var svekkjandi að fá á sig þetta jöfnunarmark svona stuttu eftir að við höfðum tekiö foryst- una”, sagði Arnór Guðjohnsen besti leikmaður Islenska liðsins I gærkvöldi. ,, Annars er vel hægt að vera ánægður með úrslitin. Þetta var erfitt völlurinn er slæmur og oft vont að ná fótfestu. Annars er þaö oröiö ljóst, aö viö getum náö svona ilrslitum gegn hvaða þjóö sem er ef viö gerum þaö sem viö getum. Leikmenn þekkjast orðiö vel innbyröis og þetta er góöur hópur”, sagöi Arnór Guöjohnsen. —VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.