Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 'i Ákvörðun ríkisstjórnarinnar: 10 míljóiilr króna tíl að fækka sauðfé Kikisstjórnin sainþykkti á fundi sinum þann 31. ágúst ályktun varöandi erindi Framleiðsluráös landbúnaöarins um sérstaka að- stoð stjórnvalda við aðgerðir til fækkunar á sauðfé i haust. Sam- þykkti rikisstjórnin að verja til stuðnings við fyrirætlanir Fram- leiðsluráðs, allt að 10 milj.kr. á þessu ári, er greiðist i byrjun desember. Þá mun rikisstjórnin beita sér fyrir þvi að inn á fjárlög næsta árs verði tekin til viðbótar áður- nefndu framlagi fjárhæð til að tryggja þeim, sem fækka eða farga fé sinu samkvæmt frjálsu samkomulagi við Framleiðsluráð nú i haust, fullt grundvallarverð fyrir kjöt af fullorðnu fé, sem er umfram eðlilega slátrun. Endan- legar ákvarðanir um fjáröflun i þessu skyni á næsta ári verða teknar þegar fyrir liggja niður- stöður um fjármagnsþörf og and- virði seldra afurða, sem koma til lækkunar framlögum rikissjóðs. Framlög þessi eru háð þeim skilyrðum, að Framleiðsluráð færi sönnur á að þessar ráðstaf- anir leiði til raunverulegrar fækkunar sauðfjár umfram það, sem verið hefði án fjárframlaga rikisins, og að sauðfé verði ekki fjölgað að nýju á hlutaðeigandi jörðum næstu fimm árin. Hið sama gildi um fjáreigendur, sem ekki hafa ábúð á lögbýlum. Rikisstjórnin telur mikilvægt að kappkostað verði að taka tillit til landnýtingar- og landverndar- sjónarmiða við framkvæmd málsins, að höfðu samráði við Landgræðslu rikisins og Skóg- rækt rikisins. Jafnframt leggur rikisstjórnin áherslu á að niðurskurður sýktra hjarða vegna riðuveiki eða ann- arra sauðfjársjúkdóma gangi fyrir öðrum aðgerðum til fækkun- ar á sauðíé. Samþykkir rikis- stjórnin að þeir bændur, sem farga fé sinu af þessum sökum, án beinna fyrirmæla sauðfjár- sjúkdómanefndar eigi, auk fyrir- greiðslu skv. 2. og 3. mgr. kost á hálfum bótum skv. lögum 23/1956 um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma og útrýmingu þeirra, að upplylltum eftirgreind- um skilyrðum. 1. Fyrir liggi úrskurður Sauð- fjárveikivarna um riðuveiki i fénu. 2. ölluféábúinuséslátrað. 3. Sauðfjárbúskapur verði ekki tekinn upp að nýju á þvi búi án leyfis Sauöíjárveikivarna og Framleiðsluráðs næstu 3-5 ár. Bændur, sem slátruðu fé sinu vegna riðuveiki sl. haust og enn hafa ekki íengið úrskurðaðar bætur frá Sauðfjárveikivörnum, fáibótagreiöslur samkv. þvi, sem að framan greinir. Rikisstjórnin mun láta kanna hvort mögulegt sé að nýta það kjöt, sem til íellur vegna þessara aðgerða, að einhverju leyti sem framlag lslands til þróunarlanda, en einnig hvort nýtanlegir mark- aðir finnast erlendis. Að svo miklu leyti sem þetta tekst ekki, er kjötið og ráðstöfun þess á veg- um Framleiðsluráðs. Við endurskoðun reglugerðar við lög um Framleiðsluráð land- búnaðarins o.fl. munu verða rýmkaðar heimildir til verð- skerðingar á sauðljárafurðum, sem framleiddareru utan lögbýla eða af sauðljáreigendum, sem hafa lullar tekjur af öðru starfi. Sauðljárbúskapur á rikisjörðum verður tekinn lil athugunar eítir þvi sem aðstæður gefa tilefni til. Þá mun rikisstjórnin taka til at- hugunar hvort nauðsynlegt sé að breyta lagaákvæðum, sem fjalla um heimildir fyrir sveitastjórnir til að takmarka sauðfjárhald i þéttbýli. Rikisstjórnin leggur áherslu á að þessar aðgerðir sem byggjást á frjálsu samkomulagi framleið- enda og Framleiösluráðs, leiði ekki til byggðaröskunar i þeim sveitum þar sem afkoma bænda er að verulegu leyti háð sauðfjár- framleiðslu. —mhg Staða fræðslustjóra í Reykjavík: Umsögn enn ókomin Uinsögn fræðsluráðs Reykja- vikur vegna ráðningu nýs l'ræðslustjóra i Keykjavik lætur enn á sér standa. Umsóknarfrest- ur uin stöðuna, sem Kristján Gunnarsson heldur til 1. október næslkoinandi rann út 16. ágúst siðaslliðinn og scndi Mennta- inálaráðuneytið þá uinsóknirnar fræðsluráði til unisagnar. Káðið hcfur cnn ekki skilað áliti sinu. Eins og kunnugt er þá voru um- sækjendur þrir talsins, Bessi Jó- hannsdóttir kennari, Aslaug Brynjólfsdóttir yfirkennari og Sigurjón Fjeldsted skólastjóri. 1 samtali sem Þjóðviljinn átti i gær við Birgi Thorlacius ráöu- , neytisstjóra i Menntamálaráðu- neytinu, kom íram að búist væri við umsögn íræðsluráðs alveg á næstunni. —hól. sjónarhorn „Og þótt ótrúlegt sé trúum við þvi að í þjóðfélaginu sem við búum í, ríki mikið jafnræði og að stéttaskiptingin sé bara fyrir verkalýðsforingja til að tala um á hátíðisdögum verkalýðsins” Vinnuslys — aöbúnaöur — stéttaskipting A.S.I. hefur ákveðiö aö gera árið 1982 að sérstöku vinnu- verndarári. En umræða um vinnuverndarmál hefur ætíð ver- ið ofarlega á baugi í verkalýðs- hreyfingunni. Samband bygging- amanna hélt t.a.m. á árinu 1980 sérstaka vinnuverndarviku en þá voru þessi nrál rædd á vinnu- staðafundum og þótti þessi ný- breytni takast vel. í mínu verka- lýðsfélagi, T résmiðafélagi Revkjavíkur, hefurveriðunnið markvisst að þessunr málum og á árunum 1969og 1973 vorugerðar aldursdreifingarrannsóknir innan félagsins auk þess sem svo kölluð Launarannsókn var gerð árið 1977 en hún var mun víðtæk- ari en nafnið bendir til. Niður- stöður þessara rannsókna urðu kveikjan að umræðu um gerð víö- tækari rannsóknar meðal félaga í Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Á árinu 1980 beittu svo verkalýðs- félög í málm- og byggingaiðnaði sér fyrir því að Iðnaðarrannsókn- in 1981 vargerð. Égtelniður- stöður þessara rannsókna og fleiri renna styrkum stoðum undir þá skoðun mína að stétt- askipting á íslandi er ekki minni en annars staðar í hinum vest- ræna heimi. Hærri dánartíðni Eins og öllum er kunnugt hefur meðalaldur fólks í hinum iðnvædda heimi stöðugt hækkað. Er þá nokkur þörf á að ræöa um vinnuvernd ef allir hafa það svona gott'? Viö skulum athuga þettasvolítiðnánar. I Verkefni vinnuverndar (1981) kemur fram að dánartíðni 40 ára karla hefur hækkað um 20% síðasta áratugí Danmörku. Sömuleiðishafa franskar rannsóknir sýnt að dánartíðni vegna krabbameins er næstunr því þrisvar sinnum hærri meðal ófaglærðs verkafólks en meðal t.d. kennaraeinsogfram kemuríþessu sama riti. Hér á landi hafa félög í málm- iðnaði og byggingaipnaði sýnt málefnum vinnuverndarsérstak- an áhuga. Árið 1981 létu þaugera vinnuverndarrannsókn (Iðnaðar- mannarannsóknin I.M.R.). Jóhann Guðmundsson skrifar Niðurstöður hennar sýna að vinnuslys eru mjög tíö rneðal iðnaðarmanna. ogmargfalt tleiri en skráð vinnuslys hjá Vinnuelt- irliti ríkisins, en um helmingur allra skráðra vinnuslysa hjá vinn- ueftirlitinu eru í þessum starts- greinum. Ljóst er að ýmsir þættir hafa áhrif á tíðni vinnuslysa s.s. vinn- uálag, slæm vinnuskilyröi, meng- un á vinnustað ogstreita. Þá er áberandi í niöurstööum ofan- greindrar rannsóknar aö vinnu- slyseru mun tíðari hjá þeim sem vinna eftir afkastahvetjandi launakerfum en 26% þeirra höfðu lent í vinnuslysum á móti 19% hjá þeim sem aðallega vinna tímavinnu. Samkvæmt þessu stuðlar afkastahvetjandi launa- kerfi samfara míklum vinnuhraða aö aukinni slysatíðni ogeinnig vinnusliti. Aðbúnaöur er víða mjög slæmur í þessum starfs- greinum. Oft er kaffi- og matar- aðstaöa engin eða mjög léleg, sal- erni og handlaugareru talin til munaðar, og meðal okkar iön- aðarmanna er salernispappír kallaðurskrifstofumannapappír. Samkvæmt l.M.R. (Aöbúnaö- urogheilsufar, 1981)eruað- búnaðarvandamál af ýmsum toga. Eftirfarandi einkenndi t.d. vinnustaðina stundum eða oft: hávaði, kuldi, trekkur, hita- sveiflur, slæm lýsing, titringur og hiti frá vélum. Éinnig varmeng- un loftsáberandi svosem ryk, sterk lykt, uppgufun efna og reykur. Samkvæmt I.M.R. eru skýrtengsl á milli aðbúnaðar á vinnustað og tíðni vinnuslysa og heilsufars almennt. Þetta kenrur fram íeftirfarandi tötlu: Fjöldi Hlutfall- aðbúnaðar- - starfsmanna sem vandamála lenda í vinnuslysum 0 2.3% 1-3.......................13.6% 4-5.......................20.5% 6-7....................22.7% 8_9....................24.3% ískyggilegar niður- stöður En þetta hefur áhrif á fleiri þætti í lífi okkar en í tljótu bragöi sýnist. Má í því snmbandi minna á rannsókn Sigurjóns Björnssonar sálfræðings sem gefin var út undir nafninu Börn í Reykjavík, 1980. Þeir sem þátt tóku í þessari rann- sókn voru 1 lOObörn í Reykjavík á aldrinum 5-15 ára. Markmið rannsóknarinnar var m.a. að ganga úr skugga um tíöni sál- rænna vandamála og reyna að varpa einhverju ljósi á tengsl þeirra viö hugsanlega áhrifaþætti í uppeldi ogfélagslegu umhverfi. Niöurstöður þessararrannsóknar benda til þess að starf föður ráði miklu um velgengni barna þeirra, t.d. bæðiervarðar geðheilsuog námsái'angur. Til aö mynda gengur börnum sem eiga föður í efri stétt betur í skóla en börnum erfiðisvinnumanna þó svo að gáfnapróf þeirra séu sambærileg. Um þetta segir Sigurjón Björns- son í bók sinni: „Þessar niður- stöður eru vissulega aðrar en bú- ist hafði verið við í upphafi þess- arar könnunar. Ljóst er, að ís- lenski skólinn er ófær urri að jafna þann aðstöðumun barnaj, sem fólginn erí mismunandi félags- legri aðstöðu þeirra og tengdur er starfstétt föður" (bls. 135). Og þótt ótrúlegt sé trúum við því að í þjóðfélaginu senr við bú- um í ríki mikið jafnræði ogað stéttaskiptingin sé bara fyrir verkalýðsforingja til að tala um á hátíðisdögum verkalýc^sins. En af ofangreindu má sjá aðlsú barn- atrú okkar á ekki við mikil rök að styðjast. Niðurstöðurþessara rannsóknaeru ískyggilegar, aðstæðurnar sem við búum erfiðisvinnufólki eru til skammar fyrirokkuríslendinga. 1 Reykjavík 22/8 1982

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.