Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 2
2 SiÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 2. september 1982 Nýstárleg trygging Hollensk samtök sem berjast fyrir þvi að bann við notkun á hassi og marijuana verði numið úr lögum , hafa sett á stofn „hass-tryggingu”. Geta menn þar tryggt sig gegn þvi tjóni sem þeir verða fyrir ef lög- reglan eða tollverðir gera hass þeirra upptækt. Greiðir trygg- ingin andvirði allt að 30 grömm- um af hassi, sem eru metin á um 1200 krónur, en samkvæmt hollenskum lögum eru menn taldir „neytendur” ef þeir eru teknir með minna en 30 grömm en „sölumenn” ef þeir eru teknir með meira. („Le Monde”) „Að vera eða vera ekki” Pólski pianóleikarinn Andre Tsjækofski, sem lést i grennd við Oxford i júni eftir fimm ára búsetu i Englandi, mun fá sið- ustu ósk sina uppfyllta. Hann hafði alltaf langað til að koma fram á sviði i einhverju af leik- ritum skáldmæringsins Shake- speares, en þar sem það tókst ekki i lifanda lifi fór hann fram á það i erfðaskrá sinni, að haus- kúpu hans sjálfs yrði haldiö til haga og hún notuð i næstu upp- færslunni á Hamlet. Nú hefur talsmaður Royal Shakespeare' Company tilkynnt að búið sé að snyrta hauskúpuna og sé hún geymd meðal leikmuna i leik- húsinu i Stratford-on-Avon og verði svikalaust notuð næst þegar Hamlet veröi settur á svið. („Le Monde”) Höfuð- skömm vega- gerðar á landinu Margt forvitnilegt ber fyrir augu þeirra sem lesa lands- hlutablööin. t Austurlandi ritar Armann nokkur Halldórsson grein þar sem hann ræöir um ýmsar þær hættur sem veröa á vegi ökumanna. Armann segir frá þvi aö hann hafi fariö meö konu sinni i feröalag hringinn i kringum landiö f áætlunarbil. liann fer ekki út i þaö aö rekja feröasöguna, heldur ræöir um stuttan vegarkafla þar sem áætlunarbillinn átti leiö um. Vegarkaflinn var á hringvegi nr. 1 meö þeirri undantekningu aö fariö var um fjarðarleiö frá Staðarborg til Egilsstaöa. Á þessari leið, sunnan i hinum gullfallegu fjallatind- um — Súlum, lá þvengmjór krákustigur sem Armann vill kalla „höfuöskömm vegageröar á tslandi”. Ármann skrifar: „Það getur vel verið aö þeim sem búa þar i grennd biöskri ekki aö láta gamminn geisa þessa glæfraleiö hátt i snar- brattri skriðu ofar sjávar- hömrum og svarrandi brimi oft á tiðum, en þegar farkosturinn er „rúta” af stærstu gerð og far- þegarnir, innlendir og erlendir, óvanir margir hverjir slikum linudansi hátt i hliðum með óhjákvæmilegu hossi og óvenju- iegum hnykkjum i holum og á skripandi grjóti, þá hlýtur venjulega jarðbundna menn, sem ekki er sama um iif og limi, að reka i rogastans yfir þvi að slik stofnun sem Vegagerö rikisins skuli bjóöa uppá slika óhæfu og glæfra i vegagerð”. Ármanni verður svo tiðrætt um ýmislegt annað sem bar fyrir augu hinna skelkuöu far- þega s.s. eins og það að slóðar- ruðningurinn hafi verið svo krókóttur aö bilstjórinn hafi mátt taka á honum stóra sinum til að ná beygjunum. Þjóðviljanum þótti viö hæfi að koma þessu greinarkorni enn frekar áleiðis, þvi þó ekki hafi þarna áttsérstaðstórslys, þá er það nú einu sinni svo að slysin gera ekki boð á undan sér- hól Getraunir Sex með 11 Vertíð tippara hófst um síðustu helgi þegar enski boltinn byrjaði að rúlla. Venjan er sú að getraun- irnar byrji frekar rólega þ.e. stígi hægt og bítandi upp á við og nái síðan hápunkti þegar jólin fara að nálgast. í 1. leikviku var enginn seðill með 12 rétta, en á hinn bóg- inn komu fra'm 6 seðlar með 11 rétta, sent þýðir tæpar 16 þús. krónur á hverja röð. 78 raðir komu fram með 10 rétta og gerir það 525 krónur á hverja röð. Arsenal-Liverpool Birmin^liam City-Stoke City Everton-Tottenham Hotspur Ipswich Town-Coventry City Luton Town-Notts County Mánchester City-Watíord Nottingham Forest-Brighton & II. Alhion Southampton-Aston Villa Sunderland-West Ham United Swansea City-Norwich City West Bromwich A-Manchester United Leeds-Wolves Laxar í Tems Nem endaleikh úsiö Setur upp Prests- fólkið Tuttugu laxar veiddust I Tems-á fyrri hluta ágúst um 15 km fyrir ofan London. Þetta er i fyrsta skipti i hundraö ár sem laxar veiöast á þessum slóöum, og lita viöeigandi yfir- völd — Thames Water Authority — á þetta sem mikinn sigur gegn mengun. Tems-á var talin mengaöasta á Bretlands en fyrir þrjátiu árum var hafist handa um aö hreinsa allt vatnasvæði hennar, og siðan unnið að þvi á kerfis- bundinn háttað hreinsa skolp og annan úrgang sem rann i ána. Arangurinn virtist allgóður en til þess að kóróna þetta verk vildu yfirvöldin fá aftur i Tems laxinn sem gekk þangaö á fyrri öldum. Arið 1979 var laxaseiöum þvi sleppt i ána, og biðu menn eftir þvi i ofvæni hvort laxarnir myndu ganga þangaö aftur. Margir voru tortryggnir og ásökuðu yfirvöldin um að sóa fé i draumóra. En laxagangan i ár er talin sanna að áin sé nú oröin jafnhrein: og áður. „Nú hefur fengist sönnun fyrir þvi” sagði yfirmaður Thames Water Authority „aö maöurinn getur endurreist þaö sem hann hafði sjálfur eyði- lagt”. („Le Monde”) Prestsfólkiö, leikrit finnsku skáldkonunnar Minnu Canth verður fyrsta verkefni Nem- endaleikhússins á sjötta starfs- ári Nemendaleikhúss Leik- listarskóla tslands. Er áætlaö aö frumsýna leikritiö 22. októ- ber í Lindabæ. Vegna uppsetn- ingar hefur Nemendaleikhúsiö fengiö hingaö til lands leikstjór- ann finnska Ritva Siikala og leikmyndageröarmanninn Pekka Ojamaa. Leikritið, sem er þýtt af tJlfi Hjörvar uppúr sænskri þýðingu Martin Kurten fjallar um ungt fólk sem er i þann mund að rjúfa tengslin viö foreldrahúsi gamla timann og móta sé: eigin framtið. Olympíulið íslands valið Helgi Ólafsson Við Tjörnina Ingi K. Jóhannsson liöstjóri og einvaldur íslenska skákliðsins sem tellir á Olympíuskákmótinu í Luzern í Sviss í haust, hefur nú valið íslenska liðið og raöað mönnum niður ó borð. Friðrik Ólafsson getur ekki tellt á mótinu vcgna anna. Liðsuppstillingin í Luzern verður þessi: 1. borð: Guðmund- ur Sigurjónsson 2. borð: Jón L. Árnason 3. borð: Helgi Ólafsson 4. borð: Margeir Pétursson 1. varamaður: Jóliann Hjartarson 2. varamaður: Ingi R. Jó- hannsson. Ekki hefur verið gefið upp hverjir koma inn í liðið ef ein- hverjir forfallast, en Ijóst er að þeir Sævar Bjarnason og Elvar Guðmundsson standa næstir því sæti. — hól. Guðmundur Jón L. Sigurjónsson Árnason Margeir Jóhann Pétursson Hjartarson Ingi R. Jóhannsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.