Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. september 1982 Þriðja rit öryggismálanefndar um öryggis- og alþjóðamál Kjarnorkuvopnalaus svæði Ot er komiö þriðja ritið I ritröð öryggismálanefndar um öryggis- og alþjóöamál. Ritið ber heitið „Kjarnorkuvopnalaus svæði: Til- lögur á vettvangi Sameinuðu þjóöanna og umræður á Norður- löndum”. Höfundur ritsins er Þórður Ingvi Guðmundsson. Hugmyndina að myndun kjarn- orkuvopnalausra svæða má rekja allt aftur til sjötta áratugarins, og hefur frá þeim tíma nokkur fjöldi ályktana hlotið samþykki á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna um myndun slikra svæða i hinum ýmsu heimshlutum. 1 byrjun sjö- unda áratugarins kom fram til- laga um myndun kjarnorku- vopnalauss svæðis á Norðurlönd- um. Hefur þessi tillaga vakið all- mikla athygii, einkum á siðustu árum. öryggismálanefnd hafði frum- kvæði að samningu þessa rits sem Tillögur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og umræður á Norður- löndum Þórður Ingvi Guömundsson er höfundur ritsins. hér birtist með það i huga að fá fram heildarmynd af þeim mál- flutningi sem fram hefur farið um kjarnorkuvopnalaus svæði frá upphafi en einkum með hliðsjón af umræðunni á Norðurlöndum að undanförnu. I ritinu er fjallað um þær tillögur sem fram hafa komið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um myndun kjarnorkuvopna- lausra svæða i Suður-Asiu, Mið - Austurlöndum og Afriku svo og efnisatriði þess samnings sem gerður hefur verið um kjarnorku- vopnalaust svæði i Suður-Ame- riku. Þá er greint frá uppruna og þróun hugmynda um myndun kjarnorkuvopnalauss svæðis fyrir Norðurlönd og sérstaklega vikið að þeirri umræðu sem farið hefur fram um þetta mál siðustu tvö árin. 1 tengslum við það er fjallað um stöðu Islands i hugsanlegri myndun sliks svæðis og greint frá viðbrögðum islenskra stjórn- málamanna við þessari hug- mynd. Rit öryggismálanefndar eru til sölu i Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar, Bókaverslun Snæ- bjarnar, Bókaverslun Máls og menningar og i Bóksölu stúdenta. Þau má einnig fá i póstkröfu frá öryggismálanefnd, Laugavegi 170, Reykjavik. 1 öryggismálanefnd eiga sæti eftirtaldir fulltrúar þingflokk- anna: Björgvin Vilmundarson (formaður) og Sigurður E. Guð- mundsson frá Alþýðuflokki, Ólafur Ragnar Grimsson (vara- formaður) og Einar Karl Har- aldsson frá Allþýðubandalagi, Björn Bjarnason og Matthias A. Mathiesen frá Sjálfstæðisflokki, Þórarinn Þórarinsson og Har- aldur Ólafsson frá Framsóknar- flokki. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í septembermánuði 1982 Miðvikudagur 1. sept. R-51001 til R-51500 Fimmtudagur 2. sept. R-51501 til R-52000 Föstudagur 3. sept. R-52001 til R-52500 Mánudagur 6. sept. R-52501 til R-53000 Þriðjudagur 7. sept. R-53001 til R-53500 Miðvikudagur 8. sept. R-53501 til R-54000 Fimmtudagur 9. sept. R-54001 til R-54500 Föstudagur 10. sept. R-54501 til R-55000 Mánudagur 13. sept. R-55001 til R-56000 Þriðjudagur 14. sept. R-56001 til R-56500 Miðvikudagur 15. sept. R-56501 til R-57000 F’immtudagur 16. sept. R-57001 til R-57500 Föstudagur 17. sept. R-57501 til R-58000 Mánudagur 20. sept. R-58001 til R-58500 Þriðjudagur 21. sept. R-58501 til R-59000 Miðvikudagur 22. sept. R-59001 til R-59500 Fimmtudagur 23. sept. R-59501 til R-60000 Föstudagur 24. sept. R-60001 til R-60500 Mánudagur 27. sept. R-60501 til R-61000 Þriðjudagur 28. sept. R-61001 til R-61500 Miðvikudagur 29. sept. R-61501 til R-62000 Fimmtudagur 30. sept. R-62001 til R-62500 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sinar til Bifreiðaeftirlits rikisins, Bildshöfða 8 og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum tilskoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full- gild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiða- skattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygliskal vakiná þvi að skráningarnúmer skulu vera vellæsileg. Samkvæmt gildandi reglum skai vera gjaldmælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tima. A leigubifreiðum til mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiöaeftirlitíö er lokað á laugardögum. 1 skráuingarskirteini skal vera áritun um það að aðal ljós bif reiðarinnar hafi verið stillt eftir 31. júli 1982. Lögreglustjórinn i Reykjavík, 31. ágúst 1982. Menntamálaráðuneytið vill ráða mann til sendiferða nú þegar. Upplýsingar i sima 25000. „Alheimta ei dag- laun að kvöldum” Utdráttur úr ræðu Jónasar Jónssonar, búnaðarmálastjóra á afmælishátíð Búnaðarsambands Eyfirðinga og Ungmennasambands Eyfirðinga Tvenn eyfirsk félagsmálasam- tök minntust merkisafmæla sinna sl. sunnudag með hátiðasam- komu að llrafnagili. Það voru Búnaðarsamband Eyjafjarðar, sem cr nú hálfrar aldar gamalt og Ungmcnnasamband Eyjaf jarðar, sem er 60 ára. Þarna fóru fram ræðuhöld og flutt voru margháttuð skemmti- atriði en dans hófst með kvöldinu. Janíhliða afmælishátiðinni var haldin búvélasyning og gaf þar að vonum að lita margan eigulegan grip. Hátiðina setti — og stjórnaði — Gisli Pálsson, formaður Ung- mennasambandsins, en hún hófst með þvi, að Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri flutti ræðu, en sögu þeirra samtaka, sem þarna áttuhlutaðmáli, röktu núverandi forvigismenn þeirra. Jónas Jónsson, búnaðarmála- stjóri, hóf mál sitt með þvi að hafa yfir erindi Jónasar Hall- grimssonar: „Fagur er dalur og fyllist skógi, frjálsir menn þegar aldir renna,” o.s.frv. Þessi spádómsorð skálds- ins minna á sig þegar litið er yfir eyfirskar byggðir, sagði Jónas. Meira að segja skógurinn, sem ætla hefði mátt að á sér léti standa, setur orðið svip sinn á héraðið. Spádómsorð skáldsins l'óru raunar fyrst að rætast nú á yfir- standandi öld. Þá öölaðist þjóðin langþráð frelsi, sem eins og vænta mátti, var forsenda fram- faranna. úrtöluraddir létu auð- vitað i sér heyra framanaf, og heyrast raunar enn: Þessari fá- mennu þjóð væri um megn að standa á eigin fótum. Við verðum aö leita skjóls hjá öðrum þjóðum, stærri, voldugri, rikari og auð- hringum þeirra. Þessvegna þurfum við á þvi að halda, nú og ævinlega, að eiga hugsjónir og hugsjónamenn, sem trúa á landið, trúa á þjóðina og vilja hennar og getu til þess að lifa sjálfstæðu og frjálsu efnahags- og menningarlifi. Já, hvað hefur ræst af draumnum, hvað hefur orðið að veruleika af hugsjónum alda- mótamannanna og þeirra ann- arra, sem enn fyrr voru á ferð? Litum i kringum okkur. Við höfum öðlast stjórnarfarslegt og efnalegt sjálfstæði, þó að þar verði menn alltaf að halda vöku sinni til þess að ánetjast ekki öðrum, þvi það er undirstaðan. Stórkostlegar framfarir hafa orðið.efnahagslega, tæknilega og á öllum sviðum menningar og mennta. Rikastan þáttinn i fram- förum sveitanna hafa samvinnu- hreyfingin, búnaðarsamtökin og ungmennafélögin átt. Fólkið hefur skilið, að frjáls samvinna á félagslegum grundvelli var lausnarorðið. Eyjafjörður er sannarlega gott hérað og gjöíult en þó hefur samvinna fólksins og félagsþroski þess mestu um það valdiðhvernig þar er umhorfs nú. Um þessar mundir er mikið um það rætt, að þjóðin eigi i marg- háttuðum erfiðleikum, einkum þó efnahagslegum. Og þá mæna ýmsir til stóriðjunnar svo nefndu, sem einhvers höfuð hjálpræðis. En þessi þjóð hefur áður átt i erfiðleikum engu siður en nú og sigrast á þeim fyrir eigið afl og atorku, og var þó stórum van- búnari til átaka en hún er nú. Við megum umfram allt ekki afskrifa okkar eigin atvinnuvegi. Þeir munu reynast okkur happasæl- astir nú sem ætið áður. Mestu skiptir, að við þorum að vera sjálfstæð þjóð, viljum standa á okkar eigin fótum. Steinarnir, sem nú liggja i götu okkar, eru völur einar miðað við þau björg, sem áður þurfti að velta úr leið, — og þó vannst sigur. Búnaðarmálastjóri vék þvi- næst að þeim erfiðleikum sem nú steója að landbúnaðinum sér- staklega og hvernig við þeim mætti bregðast. Minnti þá á það, Jónas Jónsson, búnaðarmála- stjóri. að nú hygðust ýmsir eyíirskir bændur fara að rækta skóg. Þetta er sá draumur aldamótamann- anna, sem sýnst hefur að lengst ætti i land með að rætast. Nú er hann i sjónmáli i þessu héraöi. Þegar að kreppir eiga bændur það til að ráðast i framkvæmdir, sem litil von er til að verði þeim til fjárhagslegs ávinnings. Arðurinn íellur þeim fyrst og fremst i skaut, sem á eftir koma. En þannig hafa bændur þessa lands ávallt hugsað. Þeir eru þvi vanastir að „alheimta ei daglaun að kvöldum”, — og kvarta þó manna minnst. Enginn kann tveimur herrum að þjóna. Bfaðamaður var bundinn á öðrum slóðum og gat þvi ekki fylgst nema með upphafi þessarar eftirtektarverðu af- mælishátiðar. En mættum við óska Eyfiröingum til hamingju með afmælisbörnin. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.