Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN 'Fimmtudagur 2. scptember 1982 □ EINBVLISHÚSA5VÆCI, TEKIB íNOTK'JN FYRIR 1987 FJÖLBÝLISHÚSASVÆöl. TEK.IC í NOTIVJN FYRIR 1987 EINBÝLI5HÚ5ASVÆ-ÐI, TEKIfi I NOTKUN EFTIR 1987 FJÖLBÝLISHÚSASVÆDI TEKIÐ í NOTKUN EFTIR 1987 ibúðarsvæðl. Ríkjandi skipulag. Hér er gert ráð í'yrir íbúðarsvæði framtíðarinnar upp af Helguvíkinni Uppdráttur sá er gerður var í jan ’ Hér er u.þ.b. 800 manna íbúðabyggí Skipulagslmevksli í Keflavík Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi, skrifar i ööruni kalfa Regiugerðar um gcrð skipulagsáætlana segir m.a. I 7. gr.: ,,t aðalskipulagi á aö sýna eftir- farandi atriði: Skiptingu byggöar i ibúðarhverfi, iðnaðarhverfi, at- hafnasvæöi til fiskverkunar og önnur athafnahverfi eftir tegund starfsemi, flugvclli og hafnar- svæði, svo og staðsetningu opin- berra bygginga og annarra mannvirkja til almannaþarfa”. Ennfremur segir í 8. gr.: „Uppdrætti að aðalskipulagi skal fylgja greinargerð um að- stæöur á hlutaðeigandi stað þegar aðalskipulagið er gert, t.d. um ibúafjölda, atvinnumál, sam- gönguniál og byggingarmál. Þá skal og gerð grein fyrir senni- legri þróun mála á hlutaöeigandi stað. Þá á að fylgja lýsing þeirra til- iagna, sem uppdrættir sýna, svo og rökstuðningur þeirra tillagna. Enn fremur skal gerö grein fyrir þvi, hvernig framkvæmd aðalSkipulagsins er fyrirhuguö. t lýsingu skal m.a. gerð grein fyrir nýtingarhlutfalli, sem heim- ila skal i tilteknum hverfum, að þvi leyti sem slikt er ekki bein- linis fram tekið á uppdráttum. Skipulagsstjórn getur heimilað, að vikiö sé frá ákvæðum um greinargerð (lýsingu), þar sem ekki þykir ástæða til ýtarlegrar greinargerðar, t.d. á hinum minni skipulagsskyldu stöðum, þar sem ekki er að vænta mikilla breyt- inga eða aðstæður að öðru leyti geri slíkt nauðsynlegt”. Þvi er þetta rifjað upp hér að nú hefur verið auglýstur uppdráttur af endurskoðuöu skipulagi fyrir Keflavik/Njarðvik og Kefla- vikurflugvöll 1979—2000. Flaustursleg og Hla unnin tillaga Sú tillaga sem nú hefur verið lögð fram felur i sér nokkrar breytingar frá þvi skipulagi sem nú er i gildi. Þaö er hins vegar ekki gott að gera sér grein fyrir þvi hvað þær breytingar fela i sér, þar sem hún er svo flausturslega og illa unnin að hún veröur að teljast smánarblettur á starfsemi Skipulags Rikisins. Engin tilraun er gerð til að rökstyðja þær breytingar sem lagöar eru til, né greina frá þvi hvers vegna veriö er að breyta hugmyndum eldra skipulags. Aö- eins tveimur siöum og einum fjóröa aö auki er varið i upptaln- ingu á helstu breytingum i n.k. simskeytastil. Þar af er stórum hluta þess litla pláss varið i að greina frá skipan samvinnu- nefndarinnar og vinnubrögðum hennar. Á fyrstu siðu er tilgreint i fimm liðum hvaöa atriði hafi breyst frá eldra aðalskipulagi. Annar liður- inn i þessari upptalningu er á þessa leiö: Gert er ráð fyrir höfn og athafnasvæöi i og viö Helguvik. Jóhann Geirdal bæjarfulltrúi f Keflavik Enginn rökstuðningur Engin tilraun er gerð til aö rök- styöja i hvaöa tilgangi þessi höfn verði byggð, né tilgreint hvaöa breytingar hafi valdið þvi að nú sé þörf á aö skeröa það land sem áætlaö hafði verið undir einbýlis- hús og setja þar niöur iönað. í hinni stuttu greinargeröarnefnu er þó aö finna eftirfarandi setn- ingu „sérstök nefnd gerði tillögu um olíubirgðastöð við Helguvík, sem kæmi i stað þeirra oliugeyma sem nú cru rétt ofan við byggö i Njarövik”. Þaö er i samræmi við annaö i þessari málsmeðferð allri að ekkert er minnst á stærð stöövarinnar, en hún hlýtur að skipta máli þegar stærð land- svæðis undir stöðina er ákveðin. Umrædd oliunefnd gerði hins vegar ráð fyrir 200.000 rúmmetra geymarými. A þeim uppdrætti sem nú hefur verið auglýstur og gerður er I mai '82 er hins vegar hvergi gert ráð fyrir oliubirgöastöð, i það minnsta ekki merkt. Þessi setn- ing verður skiljanleg ef upp- dráttur sá sem gerður var i jan. '82er haföur i huga. Þar haföi stór hluti ibúðabyggöar verið lagður undir oliubirgðastöð. Sem kunn- ugt er hefur sú hugmynd mætt miklilli andstöðu og þvi hefur það svæði sem i eldra skipulagi var hugsað fyrir framtiðaribúöa- byggð Keflavikur, i jan ”82 ætlaö undir oliubirgðastöö á vegum hersins, nú verið litað grátt og kallað iðnaðarsvæöi. Hér er þvi etv. komin skýringin á þvi hvers vegna ekki er gerð til- raun til að skýra þessa skyndi- legu þörf fyrir iðnaðarsvæði i námunda við Helguvik. Vinnubrögð til minnkunar Annað er athyglisvert viö maí uppdráttinn (sem nú hefur verið auglýstur) það er aö oliuleiðslur eru teiknaðar ofan af Keflavikur- flugvelli og niöur á kletta viö Hólmsbergsvita. Þar eru nú landamörk Keflavfkur og lands Gerðahrepps, sem „Varnarmála- deild” telst hafa yfirráð yfir. Hvergi er gerð tilraun til að skýra, til hvers þessi leiösla á aö vera þarna niöur undir vita. Það verður enn torskildara nú eftir að búiö er að setja gráan lit iönaöar- ins yfir „gömlu hugmyndina” um oliubirgöastöö,eöa er e.t.v. veriö að fela eitthvað með þessari þögn? Er hér komin skýringin á greinargeröarskortinum? Sé það rétt, eru þessi vinnubrögö Skipu- lags Rikisins, sem vinnur verkiö, Skipulagsstjórnar sem heimilar auglýsingu á svo illa unnu plaggi og hlutaöeigandi sveitastjórnar- manna sem hafa látiö fyrr- greinda „embættismenn og sér- fræðinga” hafa sig að ginningar- fiflum, til mikillar minnkunnar. Ibúar Keflavikur hljóta aö krefjast þess, jafnt af Skipulagi Rikisins sem öðrum sem með skipulagsmál fara, að meðferð skipulagsmála hér sé sam- kvæmt þeim lögum og reglu- gerðum sem i gildi eru um skipu- lagsmál. Við hljótum að krefjast upplýs- inga um hve mikil áætluð þörf er á landi undir ibúðarbyggð á gildistima þessa skipulags, hvar fyrirhuguð ibúöabyggð verður og hvaða svæði er ætlaö til siðari notkunar i þeim efnum. Við krefjumst rökstuðnings fyrir þeim breytingum sem nú er lagt til að gerðar veröi. Við hljótum að krefjast upplýs- inga um þá oliuleiðslu sem leggja á niður á Hðlmsbergiö. Ef þar er fyrirhuguð einhver starfsemi, hefur sú starfsemi einhver áhrif á nýtingarmöguleika á landi Kefla- vikur i næsta nágrenni? / Ovenjuleg háðung Þaö er ljóst aö umrædd skipu- lagstillaga er dökkur blettur á sögu skipulagsmála hér. Oll vinnubrögö við gerð tillögunnar eru óvenjuleg. Það er ekki nóg með að allan rökstuðning vanti, eins og ég hef bent á, heldur haföi einnig láðst aö tilgreina hvað hver litur táknaði á þeim uppdrætti sem hengdur var upp fyrir almenning i Keflavik. Greinargeröarháðungin sem hengd var upp með uppdrættinum kallast „Greinargerð vegna endurskoðaös aðalskipulags fyrir Keflavik — Njarövikur og Kefla- vikurflugvöll 1982—2002” en á uppdrættinum sem hangir viö hliðina á henni stendur „Aðalskipulag 1979—2000”. Þannig eltir hver vitleysan aðra. Það er sorglegt til þess að vita að svona vinnubrögö skuli vera viðhöfð nú, þegar menn minnast 60 ára afmælis Skipulagslaganna nr. 55/1921 með veglegri og vand- aðri bók um þróun skipulagsmála á íslandi til ársins 1938. Keflavik 27. ágúst 1982 Jóhann Geirdal

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.