Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 16
diúðviuinn Fiinmtudagur 2. september 1982 Aba’ tmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. UU.i pess tima er hægt aö ná I blaðamenn og abra starfsmenn blabsins I þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt ab ná i af greiöslu blaðsins I sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvölclsími 81348 ’ Helgarsími afgreiðslu 81663 Samningar BSRB og ríkisins í höfn: Hyggllegra að semja á þessum grunni en að boða tfl verkfalla — segir Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB ,,Meö tilliti til ákvæða rammasamningsins annars vegar og sérkjarasamninga hinna ýmsu féiaga hins veg- ar voru samninganefndarmenn þeirrar skoðunar að hyggilegra væri að ganga til samnings en að boða til verkfalla", sagði Haraldur Steinþórsson framkvæmda- stjóri Bandalags starfsmanna rikisog bæja í samtali við Þjóöviljann i gær. Samningur rikisins og BSRB var undirritaöur i nótt til bráða- birgða en formleg undirritun aö- alkjarasamnings og sérkjara- samninga fer væntanlega fram á föstudagsmorgun i húsakynnum rikissáttasemjara. Allir rikis- starfsmenn hafa þvi gengið frá sinum sérkjarasamningum nema Landssamband lögreglumanna. Viö báðum Harald að skýra út fyrir okkur helstu ávinningana i þessu samkomulagi sem gengiö var frá i nótt: „baö skal fyrst nefna að sér- kjarasamningar voru með þessu samkomulagi staðfestir við alia rikisstarfsmenn nema lögreglu- menn, en á þetta atriði höföu fé- lögin lagt mikla áherslu. t öðru lagi fékkst staðfesting á lengingu orlofs um 4 daga. Er þvi stysta orlof nú 4 vikur og 4 dagar en það lengsta 6 vikur. t þriöja lagi fékkst fram viöurkenning á fjar- vistarrétti starfsmanna vegna veikinda barns, allt að einni viku á ári. Aður hafði Starfsmannafé- lagið Sókn náð þessu ákvæði i sina samninga en nú gildir það um alla rikisstarfsmenn og getur annað foreldrið nýtt sér þennan rétt. t Haraldur Steinþórsson: mörg mikilsverð ákvæði i þessu sam- komulagi sem vega á móti tiltölu- icga lititli hækkun grunnlauna. fjórða lagi er nú vaktaálag miðað við 13. launaflokk i stað 11. flokks áður. t fimmta lagi eru nú greidd- ir 4 timar fyrir útkall á nóttu eða um helgar i stað 3ja tima áður. 1 sjötta lagi reiknast nú til starfs- aldurs 1/3 úr starfi en var áður 1/2 starf hið minnsta. betta ákvæði er afar mikilsvert fyrir til dæmis fjölda fólks i heilbrigðis- stéttum og marga þá sem vinna við kennslu. 1 sjöunda lagi viður- kennir Fjármálaráðuneytið samningsrétt BSRB fyrir sumar- vinnufólk, timavinnufólk og aöra i timabundnum afleysingum. 1 áttunda og siðasta lagi var sam- þykkt að skipa sameiginlega nefnd beggja aðila til að endur- skoða samningsrétt opinberra starfsmanna og er það i samræmi við ályktun bandalagsþingsins i sumar. Auk þeirra atriða sem ég hefi hér nefnt er svo auðvitað aðal- kjarasamningurinn sjálfur sem felur m.a. i sér 4% grunnkaups- hækkun frá 1. ágúst og 2.1% launahækkun 1. janúar 1983. Auð- vitað gerum við okkur ljóst að við verðum að sæta skerðingar- ákvæðum bráöabirgðalaga rikis- stjórnarinnar og að þessi samn- ingur felur ekki i sér stórfelldar iaunahækkanir til handa rikis- starfsmönnum. En að öllu athug- uðu töldum við þó skynsamlegra aö undirrita samninginn en að boöa til verkfalla nú”, sagði Haraldur Steinþórsson fram- kvæmdastjóri BSRB að Iokum. Hvað segja þeir um sam Mfkilvæg atriði í sérkjarasamningi — segir Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambands íslands „Eg vil slrax í iipphal'i lcggja ;í það áhcrslu að' sérkjarusaiiiiiing okkar og aðalkjarusamiiiiigiiiii sjálfan cr ckki liægl að skil ja að og það cr í fyrsta skipti niiiia scin scr- kjarasamniiiguriiiii liggur á borð- inu þcgar gcngið cr frá ranima- sanuiingi", sagði Valgcir (ícstsson forinaður Kcnnarasainbands Is- lands í gær. „Áður fyrri voruni við að kaupa kiittinn í sekknum þegargengið var frá rammasamningi því algjör övissa ríkti venjulega um það hvaða sérkjaraatriði næðu síðar framaðganga. Varð enila uft raun- in sú að þau voru ákveðin með úr- skurði Kjaranefndar. Lig tel að þessi vinnubrögð tni þvði að óbeint er biiið að setja sérkjarasamninga einstakra félaga tuulir verkfalls- réttinn”, sagði Valgeir ennfremur. - lin cruð þið ánægð iucð samii- ingana nú? - I’essir samningar mi eru viðun- aiuli. á þvíer enginn vafi. Við gerð Valgcir Gcstsson: Scrkjarasamn- ingurinn gcfur okkur kciinurum að jafnaði 1-2 launaflokka liækkun. aðalsamninga var okkur þrvst til að gera samkomulag í atula ASÍ sam- komulagsins en auk þess innihekl- ur rammasamningurinn nokkur atriði sem við liöfum lengi barist fyrir. bar rná bentla á fjarvistir frá vinnu vegna veikintla barna og einnig er framfylgt fvrirheiti ríkis- stjórnarinnar um lengingu orlofs- ins. - Kcmur það kcnnurum bcint til góða? -Já, kennsluskylda kennara styttist um eina kennslustund á viku. I okkar sérkjarasamningi liggur auk þess fyrir yfirlýsing um að unnið verði aö þvt að jafna kennsluskyldu allra kennara á grunnskólastigi og verður fyrsta skrefið til þess stigið næsta haust. - Hafið þið mctið í próscntum hvað scrkjarasaniningurinn gcfur kcnnuruni? - bað hefur ekki verið vegið ná- kvæmlega en hins vegar liggur ljóst fyrir að hækkunin er að jafnaði eitthvað umfram I launaflokk en auk þess fá sumir okkar aðildarfé- laga hækkun um 2 launaflokka. Byrjunarlaun allra kennara með réttindi hækka úr 14. launaflokki í 15. flokk svo eitthvað sé nefnt. sagði Valgeir Gestsson formaður Kennarasambands íslands aö síö- ustu. Besti samningur okkar frá því 1977 / — segir Einar Olafsson, formaður Starfs- mannafélags ríkisstofnana ,,<Jt frá hagsmunum Starts- mannafélags rikisstofnana get ég fullyrt að þetta er besti samn- ingur sem við höfum nokkru sinni gert”, sagði Einar ólafsson for- maður SFR i samtali viö bjóövilj- ann I gær. „bessi samningur, og þá á ég við rammasamninginn auk sér- kjarasamnings okkar, gefur okkur meira i aöra hönd en við höfum fengið allar götur siðan 1977. Núna hefur gerð sérkjara- samningsins hvilt meira á ein- stökum aðildarfélögum en áður og það hefur reynt á þau og sjálf- sagt eru menn misjafnlega ánægöir með útkomuna þegar Einar Ólafsson: ieituðum lausna sem höfðu þýðingu fyrir allan okkar hop. upp er staðið. En þetta er mitt álit,” sagöi Einar Ólafsson enn- fremur. — Er hægt aö nefna einhver einstök atriöi til handa fclögum i SFR? — Viö höfum samiö fyrir afar stóran hóp rikisstarfsmanna eða á 4öa þúsund manns. 1 heildina er hér fyrst og fremst um aldurs- hækkanir aö ræða, sem annað hvort kemur fólki vel strax i dag eða siðar i starfi. bað megin- sjónarmið var haft uppi af okkar hálfu að lausna væri leitað fyrir hópinn i heild og ég get fullyrt að það hefur tekist með þessum samningum. — Hafa kjör opinberra starfs- manna nálgast þau sem almennt tiðkast á vinnumarkaönum? — bað var itrekað áður en gengiö var til þessara samninga að kjör opinberra starfsmanna hafa á undanförnum árum dregist verulega aftur úr þvi sem tiökast á hinum almenna vinnu- markaöi. betta var vissulega haft i huga þegar samkomulagið var undirritaðog með samningum við rikið er stigið stórt skref framá- við i þeim efnum”, sagði Einar Ólafsson forinaður Starfsmanna- félags rikisstofnana að lokum. —v. Guðrún Árnadóttir: byrjunarlaun okkar hækka um 2 launaflokka og auk þess cr nániið metið til starfs- aldurs. Fáum 2-3|a flokka hækkun segir Guðrún Arnadóttir, formaður Meinatæknafélags íslands „Við teljum okkur vel geta við unað og ég er afar ánægð fyrir hönd ríkisstarfsmanna hvað þessi samningur skilar miklu“, sagði formaður Meina- tæknafélags íslands, Guðrún Árnadóttir. Meinatæknar höfðu ákveðið að leggja niður störf í gærmorgun liefðu samningar ekki tekist. I gærnótt náðist hins vegar sam- komulag BSRB og ríkisins og var jafnframt gengið frá sérkjarasamn- ingi til handa meinatæknum. Lá svo á að fá samþykki félagsmanna að fundur var haldinn í félaginu strax um nóttina þar sem samning- arnir voru samþykktir með flestum atkvæða. En hvað bera þá meina- tæknar úr býtum eftir þessa lotu? „bað fást vissar leiðréttingar á okkar kjörum og vegur þar mest að mið byrjum nú í 15. launaflokki starfsmanna ríkisins. Viö fáum launað starfsnám metið sem starfs- reynslu sem gefur okkur talsvert til viðbótar. Starfsaklur okkar færist því fram um eitt ár”. Undirritun samn- inganna ífyrrinótt: F ormaður BSRB sat hjá Nokkra athygli vakti i gærnótt að lórmaður ÍÍSRB sat hjá við atkvæðagrciðslu í samningancfnd bandalagsins um nýgcrðan kjarasamnirig þcss við ríkið. Á fundinuiii greiddu 39 manns atkvæði mcð samningnum cn cnginn var á nióti. Samkomulagið var undirritað um kl.3 um nóttina og voru ekki allir ncfndar- nicnn þar samankonmir. Samkomulag BSRB og ríkisins verður formlega undirritað á morgun kl. 10.30 í húsum ríkissáttasemjara. Er að því stefnt að jafnframt verði gengið frá sérkjara- samningum aðildarfélaganna allra nema ef til vill Lands- sambands lögreglumanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.