Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.09.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. september 1982 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson. Auglysingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttjf. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson Blaöamenn: Auöur Styrkársdó*tir, Helgi Ólafsson Maanús H. Gislason, Olalur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. íþróttalréttaritari: Viöir Sigurösson. Ctlii og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. l,jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Auglvsingar: Hildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuörUn Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: SigrUn Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vili.^lmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. ttkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Keykjavik, simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Andstaðan lifir • Pólverjar fóru út á götur borganna til að minnast þess að tvö ár voru á þriðjudaginn liðinn frá því að verkafólk knúði fram Gdansksamkomulagið sem varð grundvöllur nýrra og óháðra verklýðssamtaka, Sam- stöðu. Það kom til átaka og a.m.k. tveir menn létu líf ið. • Sú þróun sem varð í Póllandi fyrir tveim árum dró það mjög skýrt fram að flokksræði á borð við það sem rikt hef ur í Póllandi getur ekki leyst efnahagsvanda nú- tímaþjóðfélags og þaðan af síður byggt upp viðunandi sambúð þeirra sem með völd fara og þegnanna. Verk- föllin miklu sumarið 1980 sýndu nær algjöran trúnaðar- brest, sem kom m.a. fram í því, að enginn vildi lengur treysta launamannasamtökum sem nutu opinberrar blessunar: til urðu óháðu verklýðsfélögin í Samstöðu. Þá hófst merkileg þróun til valddreifingar og aukinna lýð- réttinda sem velflestir sósíalistar Evrópu fögnuðu. En efnahagskreppa, tregða valdeinokunarinnar og ihlutun- arháskinn úr austri skyggðu frá upphaf i á þessa tilraun — og fyrir níu manuðum var bundinn endir á hana með valdi og herlög sett gegn Samstöðu. • Síðan þá og fram á þennan dag hefur ekki þótt ástæða til bjartsýni um Pólland og fáir treysta sér til að spá um framvindu mála þar á næstunni. Hitt er víst, að valdhöfunum og soveskum bakhjarli þeirra hefur ekki tekist að fá Pólverja til að sætta sig við orðinn hlut. Eftir innrásina í Tékkóslóvakiu 1968 leið ekki á löngu þar til andstaðan var að mestu upprætt og engu líkara en þjóðin væri þrotin kröftum. Sú saga virðist ekki ætla að endur- taka sig í Póllandi. Samstaða hefur með starfi sínu, op- inberu og siðan leynilegu, breytt þjóðfélaginu í þeim mæli, að Pólland verður aldrei aftur sem það var. Pólska andstaðan lif ir og mun ekki sætta sig við minna en að ný sókn til lýðréttinda hef jist. —áb Kjördæmapotið • Þegar hugað er að byggingu f lugstöðva með öðrum þjóðum eru strangir arðsemisútreikningar lagðir til grundvallar opinberum framlögum til þeirra. Þar er að sjálfsögðu gert ráð fyrir að þau fyrirtæki — flugfélög, bankar, verslanir, og þjónusta af ýmsu tagi — sem stunda ætla rekstur í flutstöðinni standi undir bæði rekstrar- og f jármagnskostnaði við hana. Á íslandi eru menn sér sinna og vilja ákveða að gefa flugfélögunum, bönkunum, fríhöfninni, pósti og síma og öðrum við- skiptaaðilum, sem ætlunin er að reki starfsemi í ágóða- skyni i nýrri flugstöð allan f jarmagnskostnað sem af gerð hennar hlýst. • Stjórnmálamenn eins og t.d. Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuf lokksins hafa um langt skeið gagnrýnt það háttalag að gefa f járvana aðilum kost á því að kaupa togara fyrir erlend lán sem þeir geta ekki einu sinni staðið undir. Erlend lántaka í taprekstur á vegum einka- aðila og hins opinbera hef ur verið eitur í beinum Alþýðu- flokksins að sögn forystumanna hans. En íslenskir stjórnmálamenn eru gamansamir og því verður enginn hissa þegar sjálfur Kjartan Jóhannsson kemur í sjón- varpið og lýsir því yf ir að stórfelld erlend lántaka í tap- rekstur á vegum hins opinbera sé auðvitað sjálfsögð þegar hún snertir hans eigið kjördæmi. Bara ekki hinna. Og svo mikili er ákaf inn að leiðtogi Alþýðuf lokksins hót- ar því að fáist ekki erlend lán til f lugstöðvar á Kef lavík- urflugvelli og bandarískt hagsmunafé þá verði engin flugstöð byggð. Er það svona sem á að berjast gegn er- lendri skuldasöf nun með staðfestu og halda á íslenskum málstaðaf reisn?!!! —ekh Engin skilyrði — skilyrði samt Og enn og aftur var okkur boðið uppá hringdans i pólitisk- um umræöum i sjónvarpi i gær. Og einsog venjulega var Alþýðubandalagið svo lánsamt að fulltrúar hinna flokkanna sáu nánast um það einir og sjálfir að ómerkja málflutning sinn. 1 upphafi þáttarins hafði Helgi Agústsson orð á þvi aö engin skilyrði fylgdu fjárveitingu Bandarikjamanna til flugstöðv- ar á Keflavikurflutvelli. Undir þetta tók Reykjaneskórinn dalaglaði (dollar = dalur). En Adam var ekki lengi i Paradis þagnarinnar. Siðar i þættinum var nefnilega staðfest að af hálfu Bandarikjamanna væru skilyrði fyrir byggingu flug- stöðvarinnar, Bandarikjamenn geta yfirtekið mannvirkin á striðs- og hættutimum — en þeir einir eiga að dæma um það hvenær slikir hættutimar renna upp Reykjaneskórinn dalaglaði A grundvelli verðlags árið 1981 á umrædd flugstöð að kosta 4 miljónir Bandarikjadala eða um 619 miljónir nútimakróna. Fjárveitingin frá Bandarikja- hér hljóðar uppá 20 miljónir dala, þannig að Islendingar þyrftu að leggja 23 miljónir dala eða 331 miljón islenskra króna. Allur kostnaöur umfram áætlun og annað sem upp kemur í byggingu fellur á islenska rikið. Svo dalafiknir, svo gjörsam- lega áttavilltir eru þessir þing- menn orðnir, þar á meðal for- maður stjórnmálaflokks i land- inu að þeir svifast einskis þegar amriska „aöstoðin” er annars vegar. Reykjaneskórinn dala- glaði hljómaði einradda i sjón- varpsþættinum: við viljum amriska dali! Blóðkrónur og betlidalir Svo gjörsamlega eru menn- irnir blindaðir af þessum mál- flutningi sinum, að gömul prinsipp þeirra fjúka úti veöur og vind einsog ekkert hafi i skorist. klippt Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins: Já, ég vil taka erlend lán. Matthias A Mathiesen þingmað- ur Reykjaness. Flytur frum- varp um málið eftir að frestur- inn rennur út. Hefur hann samið á bakvið tjöldin? Hver kannast ekki við Kjart- an Jóhannsson formann Alþýðuflokksins talandi klökkva röddu um erlenda skuldasöfnun óg óarðbærar fjárfestingar? 1 sjónvarpsþættinum sagðist hann vera reiðubúinn til þess að taka erlend lán bara ef banda- risku betlidalirnir fengjust lika. Slik lán væru nefnilega skyn- samlegri en togarakaupin, sagöi Kjartan. Þá veit almenn- ingur i landinu það. Samt sem áður er ljóst að tap- rekstur verður á flugstööinni þar sem rikiö, en ekki viðskipta- aðilarnir sem nýta stöðina til sins reksturs, á að standa undir öllum fjármagnskostnaði rétt eins og um skóla, safn eða aðra opinbera byggingu væri að ræöa. Kjördœmapot og kosningabarátta Ólafur Ragnar sýndi fram á það, að málflutningur Reykja- neskórsins væri nánast ekki annað en nauöaÖmerkilegt kjör- dæmapot, einsog dæmin sanna. Matthias A. Mathiesen var svo langt kominn i potinu að hann hélt langar og hjartnæmar ræð- ur einsog hann væri að tala við hægrikrata i litlu samkomuhúsi suður með sjó. Og áhorfendur fengu á tilfinninguna að hann hefði gleymt að segja amen þegar hann lauk þessum ræð- um. Kjartan gekk einnig svo langt i þessu að hann réðst á skoðanabróður sinn Jóhann Einvarðsson og ásakaði hann um að Framsóknarflokkurinn hefði „fórnaö þessu hagsmuna- máli Framsóknarflokksins” fyrir ráðherrastólana. Um þann kost sjálfstæðrar þjóðar aö Islendingar byggðu sjálfir minni flugstöð i áföngum i samræmi við raunverulegar þarfir, voru þessir menn ekki til viðræðu. Hafa i hótunum Einsog kunnugt er rennur timafrestur fyrir þessa erlendu lántöku út 1. októberJ>að vakti athygli að i umræðunum hafði Reykjaneskórinn i heitingum um að það væri ekki séð fyrir endann á þessu máli (Jóhann Einvarðsson). Og Matthias A. Mathiesen boðaði frumvarps- flutning um málið þegar þing kemur saman i haust. Það kem- ur saman io. október eða tiu dögum eftir að áöurnefndur frestur er runninn út Við ætlum að freista þess,sagöi Matthias, að fá málið i gegn. Hafa þeir kumpánar samið á bakvið tjöld- in viö Bandarikjastjórn eða er- indreka þeirra, að dalirnir fáist þrátt fyrir að fresturinn renni út? Eða hvernig á að skilja þessa málafylgju öðruvisi? —óg Stytting vinnutíma Stytting vinnutima er ákaf- lega heitt og umdeilt umræðu- efni á atvinnuleysistimum i Vestur-Evrópu. Mörg verka- lýössambönd hafa rætt eða sett fram kröfur um skemmri vinnuviku til þess aö dreifa fækkandi „stööum” á fleiri hendur. I Frakklandi hefur Mitterrand farið á flot með 39 stunda vinnuviku, og i Belgiu hafa átt sér staö vinnutima- styttingar. Rúmlega hálf milljón manna býr nú við atvinnuleysi sam- kvæmt opinberum tölum á Norðurlöndunum. í Finnlandi eru 140 þúsund manns á skrá yf- ir atvinnuleysingja og þar, sem og i Sviþjóð og Noregi sjá menn engar horfur á að ástandiö skáni. 1 Finnlandi óttast menn að tala atvinnulausra stigi i 200 þúsund i vetur. Finnska Alþýðusambandið hefur ákveðið að gera það að höfuðkröfu sinni i komandi samningum á þessu hausti að vinnuvikan verði stytt og vinn- unni dreift á fleiri. Finnska Dmt rn li.ilv iniljiin iniilliiiíkiir iir i ilnj: iip|irl nrlirlsliisn i ilr iniriliskn liiiiili'riiit hijia iui'ili‘1 l\rks lijiil|ia fiir all lii'jiln lnrsiiiiiriil|irii. I >i-( liar fijnrl all linsk; 1.0 iin. liksiiin tiilipiri* i iir Daiiniark.' 1.0. liinkt niii i i*ii \iklij; íraj_ra: arlii'lsli ilrns liin<iil. Finska LO pá i»y vua Kortare arbetstid för fler jobb Alþýðusambandið segir að til þess aö halda i horfinu með at- vinnu þyrfti hagvöxtur að verða 2.5 til 3.0% á ári og ljóst sé að sliku verði ekki til að dreifa. Umdeilt mál Sænska Alþýðusambandið hefur hafnað styttingu vinnu- viku sem leið til að viðhalda fullri atvinnu, og krefst þess i stað .virkari efnahagsstefnu. Bent er á að hætta geti verið á þvi að i stað þess aö fjölga við sig starfsfólki i kjölfar styttri vinnuviku muni fyrirtækin halda áfram að „hagræða” burt þörf á vinnuafli. Finnar halda þvi hinsvegar fram að hagræð- ingin sé hvort sem er i fullum gangi og stytting vinnuvikunnar muni ekki hraða þeirri þróun sem neinu nemur. Sænska Alþýðusambandið tel- ur styttingu vinnuviku vera uppgjöf en hið finnska lítur á hana sem samstöðu með hinum atvinnulausu. Og um það er einnig deilt i þessu sambandi hvort fyrirtækin ein eigi að bera styttinguna eða hún eigi að leiða til launalækkunar. Loks má nefna að kvenfólkið og aðrir jafnréttissinnar vilja fremur styttingu vinnudags heldur en vinnuviku, þvi heimilisstörfin og barnaumönnun eru hvunn- dagsverk sem geta ekki beðið helganna löngu. _ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.