Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Meirihluti bæjarstjómar í Hafnarfirði:
Vill selja Lýsi og mjöl
Neitaði eigin fyrirtæki um skuldaábyrgð en,
lögðu í staðinn til að það yrði selt
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, sjálfstæðis-
menn og óháðir borgarar, hafa samþykkt gegn at-
kvæðum minnihluta bæjarstjórnar að heimila sölu á
hlutabréfum bæjarsjóðs í fískimjölsverksmiðjunni Lýsi
og Mjöl, en bæjarsjóður og Bæjarútgerð Hafnarfjarðar
eiga meirihluta í verksmiðjunni.
Þessi tillaga meirihlutans kom
fram á fundi bæjarstjórnar á dög-
ununt þegar afgreiða átti untsókn
stjórnar Lýsis og Mjöls um ábyrgð
bæjarsjóðs fyrir 1. miljón kr. láni
til að tryggja áframhaldandi rekst-
ur fyrirtækisins. Verksmiðjan hef-
ur verið lokuð frá því urn miðjan
júní í sumar og öllum fiskúrgangi
frá fiskverkunarstöðvum í Hafnar-
firði yerið ekið í fiskimjölsverk-
smiðjur í Reykjavík.
..Eg hef ekki hugmynd um hvað
gerist í þessum ntálum. Meirihluti
bæjarstjórnar virðist í það minnsta
hafa takntarkaðan áhuga á því að
verksmiðjan verði rekin. Við
óskuðum eftir lánsábyrgð í surnar
og neikvætt svar kom eftir tvo mán-
uði auk samþykktar unt að selja
hlut bæjarins í fyrirtækinu. Hér er
búið að leggja tæpar 5 miljónir í
endurbætur og ntengunarvarnir á
síðustu árum. svo maður á ert'itt
nteð að skilja þessar ákvarðanir".
sagði Árni Gíslason franrkvæmda-
stjóri fyrirtækisins í samtali í gær.
Rannveig Traustadóttir bæjar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins sagði
undarlegt, að í fyrsta sinn sent
fyrirtækið sækti um aðstoð hjá
bæjaryfirvöldum sem ættu sjált'
meirihluta þess. væri tækifærið
notað til að losa sig við fyrirtækið.
Þegar litið væri til þess hver stað-
an væri hjá fiskimjölsverksmiðj-
unum í landinu um þessar mundir,
væri ráðslagið enn undarlegra því
beinlínis væri verið að leggja til að
gefa fyrirtækið, en ekki selja það.
Þar fyrir utan væri brýn nauðsyn
á því að koma fyrirtækinu í gang á
ný og skylda bæjarstjórnar að
leggja sitt af mörkunt til að halda
uppi atvinnu í bæjarfélaginu. -Ig.
Framsóknarmenn á Vestfjörðum á móti flugstöðvarævintýrinu:
Vilja fresta byggfngu
efnahagslegra áfalla
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins telur
líka svo kostnaðarfreka framkvæmd ekki timabæra
-Ég er samþykkur ályktun kjördæmisþingsins á Vestfjörðum um að
fresta byggingu tlugstöðvar vegna efnahagslegra áfalla, sagði Steingrímur
Hermannsson formaður Framsóknarllokksins er Þjóðviljinn leitaði álits
hans á nýjustu uppákomum í flugtstöðvarmálinu. Kjördæmisþing fram-
sóknarmanna í Vestljarðarkjördæmi samþykkti á fundi sínum fyrir nokk-
rum vikum að fresta skyldi byggingu flugtstöðvar vegna efnahagslegra
áfalla.
- „Eins og ástandið er núna sé ég
ekki hvernig við eigum að geta
komið meiri erlendum lántökum
fyrir. Eg er þeirrar skoðunar að
æskilegt væri að hafa stöðina minni
og að Bandaríkjamenn tækju meiri
þátt í kostnaðinum. Og að þessu
yrði frestað þartil efnahagsaðstæð-
ur eru betri. Ég efast um að það sé
tímabært að ráðast í svo kostnað-
arfreka framkvæmd einsog efna-
hagsástandið er nú" Steingrímur
lagðiáherslu á að hann vildi að það
yrði byggð flugstöð og að Banda-
ríkjamenn borguðu hana alveg.
Sagðist hann telja það þátt í þeim
kostnaði sent fylgir því aö hafa her-
inn hér. Taldi hann að hér væri um
vegna
Hjalti Ragnar
Efnahagsmálin:
Hjalti og
Ragnar
í kvöld
Hjalti Kristgeirsson og Ragnar
Árnason eru frummælendur á
fyrsta fundi í fundaröð ABR um
efnahagsmál. Fundurinn er í Sókn-
arsalnum klukkan hálf níu í kvöld
og ber yfirskriftina: Efnahags-
útreikningur og ákvörðunartaka í
efnahagsmálum.
að ræða aðskilnað hers og þjóðlífs.
sem væri mikilvægt að kæmi til fra-
mkvæmda.
Steingrímur sagði að frant-
lenging á 20miljón dollara fjáveit-
oigu frá Bandaríkjunum hefði
enga þýðingu, hvorki af né á. fyrir
hann. Hann væri bundinn af sant-
þykkt ríkisstjórnarinnar um aó
ekki væri ráðist í þessa framkvæmd
neina allir stjórnar-flokkarnir væri
þessu sammála.
Þjv. hafa borist fregnir af því að
ályktun framsóknarmanna á Vest-
fjörðum uin að fresta skyldi bygg-
ingu flugstöövar vegna efnahags-
legra áfalla hefði ekki fengist birt í
Tímanum af tillitssemi við utanrík-
isráðherra.
-óg
0
Steingrímur Hermannsson l'or-
maður Framsóknarflokksins. Höl'-
um ekki ráð á meiri erlendum lán-
tökum.
Elsa Þórisdóttir sminkar tvo aðallcikarana í „Garðveislu“, þau Krist-
björgu Kjeld og Erling Gíslason, fyrir lokaæfinguna í gær. Ljósm.-eik-
Sérkjarasamningur Starfsmannaf. Rvíkur:
Bvrjunarlaun ióstra lækka
Óánægja hjá félagsráðgjöfum
A opnum fulltrúaráðslundi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í
fyrrakvöld urðu miklar umræður um nýgerða kjarasamninga félagsins við
Reykjavíkurborg og sýndist sitt hverjum. Að sögn nokkurra fulltrúa á
fundinum voru flestir hópar nokkuð ónægðir ineð sinn hlut, einkum þar
sem í samningnunt var lögð áhersla á að bæta lægstu launin. Hins vegar
lýstu aðrir hópar yllr megnri óónægju og virðast líta á að í atkvæða-
greiðslu í félaginu munu margar fóstrur og félagsráðgjafar snúast gegn
un á samningi Starfsmannafélags
Sið-
ferðileg
aðvörun
segir María Kristjáns-
dóttir leikstjóri um
„Garðveislu”, sem
verður frumsýnd
í kvöld
„Fyrir okkur sem vorum að
vinna að þessu verki var þetta
fjölmiðla-uppþot mjög undarlcgt
og koin okkur á óvart. Og fyrir
verkið og höfundinn vægast sagt
óviðeigandi,“ sagði María Krist-
jánsdóttir, Ieikstjóri nýjasta
lcikrits Guðmundar Steinssonar,
„Garðveislu“, sem frumsýnt verð-
ur í Þjóðlcikhúsinu í kvöld.
Eins og vart hefur farið framhjá
ntönnum urðu mikil blaðaskrif urn
það í vor. að tveir leikarar , sem
upphaflega áttu að vera í sýning-
unni, voru ekki í henni þegar til
kom! Slíkt gerist að vísu rnjög oft
að aðrir leikarar leiki hlutverkin en
þeir sem upphaflega voru ætlaðir í
þau. kentur þar ýmislegt til, og
verður slíkt sjaldnast tilefni blaða-
skrifa.
„Það er kannski rétt að gera þess
að umræddir tveir leikarar áttu alls
ekki að vera naktir í sýningunni,
eins og ýmsir fjölmiðlar héldu
fram. Það er nú einu sinni svo að'
hluti verskins gerist í Paradís hjá
þeim Adam og Evu og það er erfitt
að hafa þau kappklædd eins og allir
hljóta að skilja. Hins vegar var á
santa tíma verið að æfa leikrit hjá
Leikfélaginu þar sem tveir aðal-
leikararnir eru naktir í sitt hvoru
atriðinu, en á það hefur enginn
minnst.".
„En heldurðu ekki að þið fáið
meiri athygli og aðsókn fyrir
bragðið?“
„Það getur verið, þótt ég kysi
fremur að fólk kæmi vegna verks-
ins og boðskapar þess, en ein-
hverra æsifrétta sem eru í engu
samræmi við það sem höfundur og
aðstandendur verksins eru að
reyna að koma á framfæri. Þessi
skrif hafa yfirskyggt gersamlega
það sem höfundurinn vill segja
með verkinu og þau skapa rangar
væntingar hjá fólki."
„Og hvað vill höfundurinn
segja?“
„Við geturn sagt að þetta verk sé
siðferðileg aðvörun til nútíma-
mannsins - hvernig hann lifir og
hvert líferni hans getur leitt hann."
„Að lokum María, - nú er þetta
þín fyrsta uppsctning á stóra svið-
inu. Iivcrnig fannst þér að vinna
fyrir þetta svið?“
„Mér fannst það betra ef
eitthvað er en að vinna á litlu sviði
- og stundum var sviðið alls ekki
nógu stórt. En þaö mætti sannar-
lega búa betur að Þjóðleikhúsi ís-
lendinga hvað snertir tækniútbún-
að og tækjakost."
Frunisýningin hefst kl. 20.00 í
kvöld og síðan eru sýningar dag-
lega fram á sunnudag. Leikmynd
og búninga í sýningunni gerir Þór-
unn Sigríður Þorgrímsdóttir, lýs-
ingu Ásmundur Karlsson og
leikhljóð Gunnar Reynir
Sveinsson.
þs
samkomulaginu.
Byrjunarlaun fóstra hjá Reykja-
vfkurborg hafa verið 12. launa-
tlokkur, 2. þrep og var starfsnám
þeirra metið til launa sem jafngilti
1. þrepi launaflokksins. Við ný-
gerðan kjarasamning, sem greidd
verða atkvæði um síðar í vikunni,
missa þær þessi réttindi og byrja í 1.
þrepi 12. launaflokksins. Þetta
þýðir í raun að byrjunarlaunin
lækka unt það bil unt 700 krónur á
mánuði og það jafngildir eins mán-
aðar launum á ári. Samninganeínd
Starfsmannafélagsins fékk hins
vegar fram bókun sem íulltrúar
launamálanefndar borgarinnar
undirrituðu og þar er þvi lýst yfir að
hún muni láta kanna launagreiðsl-
ur til fóstra í 12. launaflokki hjá
ríkinu og ef í Ijós komi að þær fái
greidd laun samkvæmt 2. þrepi
þess flokks, muni Reykjavíkur-
borg tryggja sfnum fóstrum sam-
bærileg kjör. Það er því undir túlk-
rikisins frá 3. september si. komið
hvort byrjunarlaun fóstra hjá borg-
inni Iækki eða hvort þeirn verði
bættur skaðinn.
Launaskrið fóstra samkvæmt ný-
gerðum samningi eykst hins vegar
stórlega frá því sem áður var og
hækka þær eins og aðrir borgar-
starfsmenn um einn flokk cftir 3 ár,
annan tlokk eftir 6 ár og loks um
þann þriðja eftir 9 ára starf.
Félagsráðgjafar fóru frani á að
byrjunarlaun þeirra hækkuðu úr
16. launaflokki í 21. launaflokk, en
þaö fékkst ekki fram. Félagsráð-
gjafar hafa haft óbreytta samninga
síðustu 8 árin. eða frá 1974 og eru
orðnir langþreyttir á því óbreytta
ástandi. Þess var og krafist að
deildarfulltrúar hækkuðu úr 17.
flokki í 24. flokk og yfirfélagsráð-
gjafar úr 18. í 27. launaflokk. Ekk-
ert af þessu fékkst fram nú. -v.
Við þökkum af alhug ríkisstjórn ís-
lands, stofnunum, félögum og öllum
þeim fjölmörgu einstaklingum nœr og
fjœr sem heiðrað hafa minninguKrist-
jáns Eldjárns og sýnt okkur hlýhug og
vinarþel við fráfall hans.
Halldóra Eldjárn og fjölskylda.