Þjóðviljinn - 30.09.1982, Blaðsíða 6
6 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. september 1982
ÞaS er býsna algengt að
unglingar leiti til
unglingaheimilisins vegna þess
að heima fyrir eða í skólanum er
ástandiðorðið óbærilegt. Þetta
kom fram hjá starfsmönnum
unglingaheimilisins á
blaðamannafundi í tilefni tíu
ára afmælis heimilisins fyrir
skömmu. Á
blaðamannafundinum urðu
töluverðar umræður um
unglingavandamálið,
foreldravandamálið eða öllu
heldur fjölskyldu vandamálið,
einsog starfsmaður kaus að
nefna það. í eftirfarandi
frásögn skal reynt að
endursegja sitthvað af því sem
þarna var rætt.
Heimili er meira en hús
Unglingaheimili
ríkisins
hvað er það?
Unglingaheimili ríkisins var í
fyrstunni einungis eitt hús, meö-
ferðarhoimili fyrir tíu krakka að
Kópavogsbraut 17. En nú hefur
starfsemi heimilisins vaxiö að um-
fangi og er nú t fjórum deildum.
Neyðarathvarfi unglinga, til
heimilis aö Kópavogsbraut 9, er
ætlað að þjóna löggæslunni til aö
vista unglinga um stundarsakir,
sem einhverra hluta vegna er ekki
hægt að koma heim til sín. Neyöar-
athvarfiö þjónar einnig barna-
verndaryfirvöldum sem vista þar
unglinga til skamms tíma. Þá leita
unglingar oft sjálfir aöstoöar til at-
hvarfsins og bráðabirgöavistunar,
til aö finna fótfestu á ný. í Neyðar-
athvarfinu starfa fjórir uppeldis-
fulltrúar sem reyna að leysa vanda-
mál og hjálpa krökkunum að finna
úrræöi, vinnu, frambúöarhúsnæði,
sk<íla o.s.frv.
A meðferöarheimilinu sem er
elst þessara deilda starfa 12 manns,
auk krakkanna. Vistunartími þar
er aö meöaltali um sex ntánuöir, en
getur veriö mislangur. Heimiliö
startar í nánum tengslum viö hinar
deildirnar. Þarnaerstarfandi skóli,
skipulögö vinna fyrir krakkana, og
í stuttu máli er reynt aö lifa meö
heimilisbrag einsog hjá stórfjöl-
skyldu.
í fyrrasumar var opnaö Ung-
lingasambýli að Sólheimum 17, þar
sem sex unglingar geta búiö í einu
og sótt þaðan vinnu og skóla. Þar
starfar aðeins einn deildarstjóri
sein þar býr ásamt fjölskyldu sinni.
í fyrrahaust var svo sett á lagg-
irnar meöferöar- og ráðgjafardeild
í tengslum viö fýrrnefnd heimili -
Sagt frá
blaöa-
manna- ,
fundi í
Kópavogi
einnig að Sólheimum 17. Hér er
um göngudeildarþjónustu aö ræöa
fyrir höfuðborgarsvæöiö, auk þess
sem aöstoðað er við ráögjöf út um
landiö. Þangað leita unglingar, for-
eldrar, og aörir forráöamenn ráð-
gjafar og fá meðferö. Þrír starfs-
menn vinna í Unglingaráögjöfinni.
Auk þessara deilda er svo starfandi
heimilið að Smáratúni í Fijótshlíð í
tengslum viö unglíngaheimilið, en
er þó sjálfstæð stofnun. Þar búa
tvenn hjón og allt að sex unglingar í
senn.
Allar deildir Unglingaheimilis
ríkisins þjóna öllu landinu. En
hvaða tilgangi þjónar þessi starf-
semi?
Hjálpa unglingum
til þess að þeir
hjálpi sér sjálflr
Kristján Sigurðsson hefur veriö
forstööumaöur Unglingaheimilis
rtkisins frá upphafi. Hann er
þeirrar skoöunar aö stofnanir séu
Itiusn, þegar ekkert annað geti orð-
ið aö gagni og sjálfsagt sé því að
fara varlega. Tilgangurinn meö
Unglingaráögjöfin - sem starfar
Blikkiðjan
Asgarði 7, Garöabæ
önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI 53468
starfinu sé aöallega sá aö hjálpa
krökkunum til að þeir geti hjálpaö
sér sjálfir; stofnunin sé til að þjóna
ungiingum, frekar en einhverjum
öörum.
A blaðamannafundinum urðu
líflegar umræður um þessi mál
einsog áöur sagði. Auk blaða-
manna voru á fundinum: Kristjana
Bergsdóttir kennari, Bryndís Júl-
íusdóttir uppeldisfulltrúi, Jóhanna
Gestsdóttir deildarstjóri í Sambýli,
Samuel Levrier kennari, Ingvar
Guönason sálfræðingur, Kristján
Sigurðsson forstööumaður, Hann-
es, Halla, Jóhanna og Tobba,
Maggí Magnúsdóttir félagsráðgjafi
og Gunnar Hrafn Birgisson upp-
eldisfulltrúi í Neyðarathvarfi. Allir
lögðu orð í belg þegar farið var að
tala um starfið og fjölskylduvanda-
málið.
Hneyksli fyrir áratug
- sjálfsagður hlutur
í dag
Til að byrja meö voru mjög
skiptar skoðanir um starfsemi af
þessu tagi. Fjölmiölar nokkrir tóku
heimilinu frekar illa - og víða var
þvt' haldið fram, að hér væri bara
verið að ala upp vandræðafóik.
Gekk þetta svo langt, að litið var á
veru unglings á staðnum eins og
bráðsmitandi sjúkdómur herjaði á
viðkomandi. Heimilið var einsog
smánarblettur á samfélaginu, en
ekki einsog stofnun sem veitti
gagnlega aðstoð. En smám saman
hefur borið minna og minna á for-
dómum og hneykslun á heimilinu
og unglingunum sem þar hafa átt
heima.
A annað þúsund
unglingar...
Á annað þúsund unglingar hafa
leitað aðstoðar hjá deildum ung-
lingaheimilisins þennan áratug. Á
sjálfu meðferðarheimilinu hafa bú-
ið 144 unglingar, þar af 50 stelpur
og 94 strákar. Eiga þá strákar í
meiri erfiðleikum en stelpur á ung-
lingsskeiðinu? Nei, en hegðunar-
mynstrið er ólíkt. Þannig kemur í
ljós, aö fleiri stelpur koma í Ung-
lingaráðgjöfina. Stundum 'er það
þannig að enginn veit um slæma
líðan unglingsins, hvorki í skólan-
um né jafnvel á heimilinu. Svo
virðist sem stelpurnar finni frekar
þörf til að iétta af sér áhyggjum
með því að hafa samband við ung-
lingaráðgjöfina. Það er annars
nokkuð algengt, að krakkarnir
komi sjálfir til að leita aðstoðar, af
því að vandamálin heima fyrir eða í
skólanum eru orðin óbærileg. Þá
koma foreldrar og skólayfirföld oft-
sinnis og leita úrræða í vandamál-
unum.
Heimilið er
meira en hús
Ástæður þess að krakkar koma
til að búa á meðferðarheimilinu
eru fjölmargar. Oft er ástandið á
heimilunum óþolandi, og þá fylgir
skólinn oft með. Stundumeráfengi
með í spilinu, og þar fram eftir göt-
um. Hvers vegna ert þú hérna? var
einn krakkinn spurður. „Ég var
ahtaf niðrá Hlemmi og svona, og
svo fannst mér eiginlega skemmti-
legra að vera úti en heima. Stund-
um kom ég ekkert heim á nótt-
unni". Og í framhaldi af þessu var
undirstrikað, að heimilið væri
miklu meira en hús. Þar þyrfti
umönnun félagsskapur, alúð og
hlýja auðvitað að vera með.
Og þá var komið að vandamál-
afræðinni. Hvaða vandamál eru
hérna á ferðinni? Niðurstaðan var
sú, að nær væri að tala um fjöl-
skylduvandamál heldur en ung-
lingavandamál eða foreldravanda-
mál. Krakkarnir eru yfirleitt á aldr-
inum 13 til 16 ára þegar þau búa á
meðferðarheimilinu, og að meðal-
tali búa þau þar í rúmlega hálft ár.
Stundum dálítið
skapandi
Á meðferðarheimilinu er unnið
með krökkunum að ýmsum verk-
efnum. Mikið er lagt uppúr
hreinskiptnum umræðum; haldnir
eru fundir, og fjölskyldurnar koma
stundum og fara í gegnum málin
með starfsmönnum og krökkun-
um. Þess sér oft merki eftir að
krakkarnir eru farnir að búa annars
staðar, að þau vilja ræða öll mál
sem koma upp á opinskáan hátt.
Það kunna ekki allir jafn vel að
meta annars staðar, en víst er að
þessi aðferð hefur gefist vel í Kópa-
vogi.
Krakkarnir hafa ýmislegt fyrir
stafni. Þau fara stundum á sjóinn á
sumrin, sjá um viðhald á húsinu og
lóðinni og ýmislegt fleira. En mikill
tími fer í skólastarfið á veturna.
Hvernig er skólinn?
„Hann er stundum dálítið skap-
andi, en að ööru ieyti leiðinlegur
einsog aðrir skólar", sagði einn
krakkanna og glotti. En við hin
fengum að sjá sýnishorn af skap-
andi iðju krakkanna í unglinga-
heimilinu. Þarna voru myndir,
grímur sem þau gerðu um morgun-
inn, og Ijóð voru hengd uppá veggi.
Heimilistilflnning
Á síðustu árum hefur orðið
nokkur breyting á starfsemi heimil-
isins. Það gerðist af sjálfu sér þegar
hinar deildirnar tóku til starfa, þeg-
ar reynsla komst á þetta starf.
Starfsfólkið. unir sér betur, og
minni hreyfing er á starfsfóiki en
áður, þannig að meðalstarfsaldur
þess fer hækkandi, um leið og
reynslan vex. Það segir sig sjálft að
þarsem jafn víðtæk starfsemi fer
fram undir sama þaki, lifir fólkið í
mjög nánu samlífi. Og allir virðast
vera samtaka um að gera sitt ýtr-
asta til að vel takist.
Þannig eru t.d. vandamál og á-
rekstrar ekki leyst með hnefarétti,
heldur með samræðum. Og það var
ekki laust við, að heimilisleg ró
væri yfir heimamönnum á fundin-
um, þó allir gætu talað frjálslega
um málin.
Á að byrja fyrr?
Nokkuð var rætt um það, að á-
stæða væri til að leggja meiri áhrslu
á fyrirbyggjandi starf, jafnvel byrja
á aðstoð við börn miklu fyrr en
reyndin væri nú. það Wom fram í
umræðunum, að við skólana væri
starfandi sálfræðideild, sern sinnti
þessu verkefni og hefði yfrið nóg
að gera. En fram að sex ára aldri
ættu Heilsuverndarstöðin og barn-
aheimilin að fylgjast með velferö
barnanna. Fyrir dyrum stæðu
breytingar á þessu, þannig að öll
börn kæmu til heilsufarsskoðunar
og félagslegrar fyrr en nú.
í umræðunum kom einnig fram,
að vandamál væru fleiri. Sálfræði-
deild skólanna hefði því mesta
starfsemi þar.
Fyrir opnum tjöldum
Spurt var hvers vegna væri boð-
að til þessa blaðamannafundar.
Starfsmennirnir sögðu, að það
væri til þess að slá á fordóma, auk
þess sem haldið væri upp á tíu ára
afmælið. Heimilið starfaði fyrir
opnum tjöldum og víst væri að upp-
lýsingar væru líklegri til að slá á
fordóma heldur en flest annað. Og
mikið væri unnið með minni for-
dómum, því að heimilið og ung-
lingarnir þyrftu svo sannarlega á
stuðningi að halda. Og gagn-
kvæmt.
— óg