Þjóðviljinn - 30.09.1982, Page 9
Fimmtudagur 30. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9,
Alltaf gott að koma heirn. -
Hversu margir skyldu ekki liafa
tekið sér þessi orð í munn við
heimkomu úr sumarleyfi frá frant-
andi löndunt; farkosturinn nú alla
jafnan flugvél, sem ekki gefur
manni mikinn tfma til rómantískrar
tilhlökkunar á sama hátt og þegar
Drottningin eða Gullfoss sisuðust
upp að landinu í dentíð og Öræfa-
jökull reis við hafsbrún einhvers
staðar rniðja vegu milli íslands og
Færeyja. Nei, nú hlammar Bóing-
inn sér niður á múrgráa flug-
brautina „suður á velli" og setur á
fullt aftur á bak (Gauragangurinn
minnir á hljómsveitina Reflex sem
ég heyrði í á fundi friðarsinna á
Klambratúni daginn áður en ég
fór) og í stað jökulsins heilsa manni
belgsíðar orustuflugvélar U.S.Na-
vy í dyggri þjónustu dauðans. -
„Hvað er ég eiginlega að vilja í
þetta helvíti?" sagðist vinur minn
vestur í Manítóba hafa hugsað þeg-
ar hann lenti á þessunt stað fyrir sex
árum. Viðhorf hans áttu eftir að
breytast þegar hann sá landið
„utan girðingar". -Nú stendur til
að heimsækja hann.
Landabréf gefa ranga mynd at'
vegalengdum ef manni láist að líta
á mælikvarðann. Hvernig á manni
að detta í hug að eftir komu til Tor-
onto í Ontariofylki sé eftir viðlíka
áfangi til Winnipeg í Manitoba eins
og frá Reykjavík til Þrándheims?
En svona er það. Þetta má gera
þeirn sem af stakri samviskusemi
lásu landafræði Karls Finnboga-
sonar og lærðu nöfn á helstu borg-
Séð heim að Skriðulandi við Islendingafljót.
tilfinning að
I morgni I R©
Klippimyndir úr Kanadaferð
Heyskapurinn stóð sem hæst. Á býli i grenndinni var Mat bóndi með bindivélina á fullu. „Unglingurinn“
Þórarinn, 86 ára, t.v.
gagnvart því hvort verja skuli orl-
ofspeningunum í utanferð eða ví-
deó. Um sjávarútveginn segir gest-
urinn sem minnst, því hér eru
staddir þaulreyndir fiskimenn sem
kynnst hafa kvótakerfi á
Winnipegvatni, en minnist rétt á
þau örlögsem atvinnugreininni eru
búin, að fiskiskipum skuli stöðugt
fjölga en fiskum fækka. „Ljótt er
að heyra", segir gestgjafinn og
skenkir meira kaffi. „En er ekki
hægt að kaupa færri skip?" And-
spænis svo erfiðri spurningu verður
aðkomumanni svarafátt. - Og
þannig heldur umræðan áfram um
lífskjör og mannlíf á nýja og gamla
landinu. - Það þarf líka að ræða um
ættir og uppruna fólks: Gaman er
að hitta hér vestra ungan mann ís-
lenskrar ættar sem um árabil hefur
unnið að rannsóknum á upphafi
' byggðar og uppruna fólks sem sett-
ist að hér á tilteknu svæði við ís-
lendingafljót. Þess mun ekki langt
að bíða að þessar rannsóknir birtist
í bókarformi. Þar verður ntikinn
fróðleik að finna.
Alltaf gott að koma heini. - Að
.baki ánægjulegar stundir með
I Klettafjöllum taka fura og pinja að klæða landið. Skaði að sjá ekki betur til hæstu tinda.
um, ánr, vötnum og fjöllum í þjóð-
ríkjunt heimsins. Þá var ekki farið
að tala um „samþættingu nánts-
greina" og því fórunt við dálítið á
mis við stærðfræðina í landa-
fræðinni. - Eins gott að maður fari
að átta sig á hnattstöðu helstu
viðkomu- og áfangastaða: Tórontó
á svipaðri breiddargráðu og Róm;
Winnipeg á nákvæmlega sörnu
breiddargráðu og Prag (50 gr.
n.br.). - Eftir svona athugun er
kannski auðveldara að gera sér í
hugarlund væntingar þeirra íslend-
inga sem lögðu leið sína hér vestur
um haf á öldinni sem leið: Hlaut
ekki að vera auðveldara að lifa líf-
inu á svo suðlægunt slóðum?
Það er skrítin tílfinning að taka
sig upp að morgni í Reykjavík og
setjast svo að kvöldkaffi og vínar-
tertu á Skriðulandi í Fljótsbyggð í
Manitoba. Byggðin dregur nafn
sitt af íslendingafljóti, sem land-
nemarnir skírðu svo, og er ein af
íslensku byggðunum á „svæðinu
milli vatnanna'1, þ.e. Winnipeg-
vatns og Manibótavatns. Hér við
árósinn stendur þorpið Riverton
um 140 km norður af Winnipeg,
íbúar nál. 1000. Hér var að heita
ntá alíslensk byggð á fyrstu árum
landnámsins og bæjarnöfnin bera
þvíglöggt vitni: Bakki, Oddi, Víði-
vellir, Os og Engimýri; notalegt að
sjá þau hér. - Vinur og gestgjafi
okkar hjóna, Þórarinn Þorvalds-
son á Skriðulandi leiðir okkur í all-
an sannleika um byggðinaogfólkið
sem hér bjó; minnið óbrigðult,
tungutakið rammíslenskt. Með sín
86 ár að baki stingur þessi öldungur
sér öðru hvoru til sunds í
Winnipegvatni, dansar á laugar-
dagskvöldum og sækir hverja þá
samkomu sem til er stofnað á veg-
um íslendinga. Hálfur mánuður er
fljótur að líða hjá þessum fyrrver-
andi kornyrkjubónda og Jónasi
bróður hans sem einnig hefur varð-
veitt íslenskuna, þótt aldrei hafi til
landsins komið.
Það skortir ekki umræðuefni í
þeim heimsóknum sem nú í hönd.
Tímamörk eins og „rétt aðeins að
líta inn“ fara fljótt úr skorðum yfir
kaffi og kræsingum. Hér eru oft
saman komnir bæði þeir sem heini-
sótt hafa „gamla landið" og hinir
sem aldrei hafa litið það augum:
i„Er nú ekki býsna erfitt að komast
af á landinu gamla?" Sá sem farið
hafði hringveginn fyrir tveim árum
verður á undan gestinúm til svara:
„Iss, Island er himnaríki á jörð,
engin umtalsverð vandamál. Þið
ættuð að sjá húsin þeirra í sjávar-
plássunum, eða skipin; togarana.
Og nteðan tíundi hver maður er
atvinnulaus hér í austurfylkjum
Kanada. þá hafa allir vinnu á ís-
landi.“ Gesturinn bryður smákök-
ur nteðan heimamenn keppast við
að dásama landið sem forfeður
þeirra yfirgáfu. Hvaða vandamál
voru nú mest rædd heima síðustu
daga? Eitthvað verður að segja
fólkinu um þrengingar fólks
heirna, yfirvofandi kjaraskerð-
ingu, verðbólguna og aflabrestinn.
Og gesturinn mannar sig upp í að
lýsa þeirri sérstöku tegund fátækt-
ar sem birtist í því að aðeins þeir
hæstlaunuðu liafa efni á þvf að fara
í verkfall og bæta kjör sín. Svo fer á
eftir dálítill fyrirlestur urn verð-
bólguna sem getur leikið menn svo
grátt að margir standa ráðþrota
frændum og vinum í Mamtoba og í
onálag ferðalag vestur urn sléttur
I Saskatchewan og Alberta þar sem
olíudælurnar færa auðinn upp á
yfirborðið nteð taktföstum slætti.
Framundan Klettafjöll; loksins
landslag. „Jafnvel á hásumardegi
er hér allra veðra von,“ stóð í ein-
hverjum upplýsingabæklingi. Þetta
voru orð að sönnu. En drungaleg
ský, löstigahiti,stormurogsteypi-
regn, allt er þetta tilbreyting eftir
30 stig á sléttunni. Það glæfir rétt
öðru hvoru í hrikalega tindana og
Lake Louise, fjallavatnið, sem var
I svo fallegt í bæklingnum, minnir á
Lagarfljót eins og það getur úfnast
orðið í norðvestanátt. Hvernig fá
grannvaxin furutrén staðist þessi
átök stormsins? Hvar heldur grá-
björninn sig? Hvernig var hér um-
horfs fyrir 70 milljónum ára þegar
Klettafjöllin urðu til? - Hvað sem
veðrinu líður dylst ekki ferða-
löngunt fegurð Banf og annarra
þjóðgarða sent leiðin liggur urn.
Við höfum seinkað klukkunni um
tvo tíma á 1600 km leið frá River-
ton. - og áfram skal haldið á vit
kunningja í Bresku Kólumbíu, þar
sem „fura og pinja klæða lönd“ og
epli, vínviður og kirsuber eru jafn
hversdagsleg fyrirbæri og kræki-
berjalyngið hér heima.
Gunnar Guttormsson.