Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 26. nóvember 1982 ÞJóÐVrEJINN— SIÐA 15' íþróttir Umsjón: VíðirSigurðsspn Kintzmger UMFG? l.deildarlið Grindvíkinga í körfuknattieik hefur rekið banda- ríska leikmanninn Mike Sailes sem hefur leikið með liðinu i vetur. í hans stað hefur heyrst að komi Do-1 uglas Kintzmger, sem var látinn fara frá Fram fyrr í vetur. Ekki hefur það þó fengist staðfest enda stóð til að kappinn léki með Skalla-, grími úr Borgarnesi. Þá heyrðist einnig fleygt að Kintzmger sé að höfða mál á hend-1 ur Fram fyrir brottreksturinn, og þar með brotna samninga. í samn- ingnum hafi verið svo kauðalega að i orði komist að Kintzmger ætti að vera þjálfari og góður leikmaður að auki, og Framarar síðan ekki; talið hann nógu góðan. Hver dæm- ir um slíkt og hvemig fer það fyrir dómstólum???!! -VS Ársþlng um helgina Tvö sérsambönd innan ÍSÍ verða með ársþing um helgina og verða þau haldin á sama staðnum, Fé- lagsheimili Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Elliðaár. Þar þingar Fimleikasambandi íslands á morgun, laugardag, kl. 13.30, og Borðtennissamband Islands á sunnudag, 28. nóvember, kl. 14. 1. defld í gang á ný Keppni í l.deild karla í hand- knattleik hefst að nýju í kvöld eftir mánaðarhlé. ÍR og Þróttur leika í Laugardalshöllinni kl. 20. Á morg- un, laugardag, mætast tvö efstu lið- in, KR og FH, í Höllinni kl. 14 og níundu umferð lýkur á sunnudag. Pá leika Valur og Víkingur kl. 14 og Fram-Stjarnan kl. 20. Staðan í l.deild karla er þannig: FH..............8 6 0 2 217-173 12 KR..............8 6 0 2 195-151 12 Víkingur........8 5 1 2 159-153 11 Stjarnan........8 5 0 3 163-160 10 Þróttur.........8 4 0 4 159-159 8 Valur...........8 3 0 5 154-160 6 Fram............8 2 1 5 175-191 5 (R..............8 0 0 8 136-211 0 Ísland-Frakkland: Betri leikur og fjög- urra marka sigur nú Ahorfendur snéru heldur glaðari frá Laugardalshöllinni i gærkvöldi en þeir gerðu í fyrrakvöld, því leikur íslenska landsliðsins í hand- knattleik batnaði nokkuð frá því í fyrri leiknum við Frakka. Ekki áttu strákarnir okkar þó neinn stórleik í heiidina séð, en nokkrir góðir kafl- ar, einkum í seinni hlutanum, tryggðu þeim öruggan sigur yfir Frökklum 26-22. Staðan í hálfleik var 13-11. Fyrsta mark leiksins gerði Krist- ján Arason strax á fyrstu mín. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Valur lagði Fram- ara í f jörugum leik Valsmenn settu Framara að öll- um líkindum úr leik í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn i körfu knattleik með því að sigra þá 103- 93 í Hagaskólanum í gærkvöldi. Leikurinn var íjörugur og mikil barátta, sem skilaði sér í tals- verðum villufjölda og flauti, ein- kenndi hann. Undir lokin voru flestir leikmenn úr byrjunarliðun- um komnir með fjórar eða fimm villur, Framarar fóru sýnu verr út úr þeim viðskiptum, enda áttu þeir ekki möguleika lokakaflann eftir að hafa verið nálægt því að vinna upp gott forskot Valsara. Valur náði strax undirtökunum og hélt þeim allan tímann. Jafnt var framan af en undir lok náðu Vals- menn með Tim Dwyer og Jón Steingrímsson í fararbroddi 16 stiga forskoti sem þó minnkaði aðeins fyrir leikhlé, 53-40. Góður leikur datt nokkuð niður framan af síðari hálfleik en síðan lifnaði yfir liðunum á ný. Valur komst í 76-60 og leikurinn virtist unninn, enda Þorvaldur Geirsson og Símon Ólafsson komnir útaf hjá Fram með 5 villur. Framarar gáfust ekki upp, minnkuðu muninn niður í sex stig, 88-82, en þá var mesti móðurinn farinn af þeim, Viðar Þorkelsson fékk sína fimmtu villu og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Val þrátt fyrir gífurlega bar- áttu Guðmundar Hallgrímssonar og Jóhannesar Magnússonar. Valsliðið lék virkilega vel, var jafnt og heilsteypt, og fallegar flétt- ur í sókninni galopnuðu staða Framvörn hvað eftir annað. Tim Dwyer átti virkilega góðan leik og Torfi Magnússon og Jón Steingrímsson voru ekki langt að baki. Kristján Ágústsson og Leifur Gústafsson stóðu vel fyrir sínu og Ríkharður Hrafnkelsson tók Viðar Þorkelsson algerlega úr sambandi lengi vel. Dwyer skoraði 34 stig, Jón 19, Torfi 17, Kristján 15, Leifur 10 og Ríkharður 8. Val Brazy var lengi vel allt í öllu hjá Fram, enda var Viðar í strangri gæslu. Jóhannes og Guðmundur voru góðir í síðari hálfleik en það vantaði einhvern neista í Framliðið og sérstaklega skorti á baráttuna í fráköstunum. Brazy skoraði 38 stig, Jóhannes 16, Guðmundur 11, Símon Ólafsson 10, Viðar og Þorv- aldur 6 hvor, Jóhann Bjarnason 4 og Ómar Þráinsson tvö. Dómgæsla Jóns Otta Ólafssonar og Þráins Skúlasonar var góð fram- an af en í síðari hálfleik gætti ým- issa mistaka hjá þeim félögum. Þeir mega líka gæta þess að menn geta misst ýmislegt útúr sér í hita leiksins og það er óþarfi að vera að rjúka á þá með tæknivíti umsvifa- laust. Annað mál ef menn halda áfram að röfla. Næstu leikir Njarðvík og Keflavík leika í kvöld kl. 20, KR og ÍR á morgun kl. 14 og Valur-Keflavík á mánu- dagskvöldið. -VS Frakkar jöfnuðu fljótlega, en okk- ar menn höfðu 1-3 marka forystu mestan hluta fyrri hálfleiks. Ekki voru menn að gefa sér of langan tíma í sókninni, og alltof oft misstu strákarnir boltann klaufalega frá sér með þeim afleiðingum að Frakkarnir áttu auðvelt með að bruna fram og skora. Vamar- Iieikurinnvar slakurlog markvarsla nánast engin. Sóknarleikurinn var öllu skárri (ekki nýtt í íslenskum handbolta), og þar voru fremstir í flokki Ólafur Jónsson, sem skoraði 5 mörk í hálfleiknum, og Kristján Arason, sem þá var rétt að hitna. Sem sagt. Of mikið af röngum sendingum í fyrri hálfleik samfara lélegri vörn og markvörslu. Síðari hálfleikur byrjaði illa af okkar hálfu (gömul saga og ný), og þegar 10 mín. voru liðnar af hálf- leiknum höfðu Frakkar náð 3 marka forystu 15-18. Þá foru okkar menn að taka á fyrir alvöru. Krist- ján (3), Þorgils og Ólafur sáu um fimm næstu mörk og breyttu stöðunni í 20-18, og lögðu þannig grunninn að öruggum sigri íslenska liðsins 26-22. Þó Frakkar hafi skorað 11 mörk í hivorum hálfleika var markvarsla Kristjáns Sigmundssonar snöggt- um betri í síðari hálfleik og varn- arleikurinn b’atnaði til muna seinni hluta hálfleiksins. Franska liðið virtist ekki nema í meðallagi gott, og því eðlileg krafa að við ynnum þá örugglega. Ekki var leikur íslenska liðsins mjög sannfærandi. Of mörg mistök voru gerð. Of oft brá fyrir kæruleysi og bráðlæti, og við skulum gera okkur ljóst að við náum aldrei toppn- um nema við gerum okkur grein fyrir því að hándbolti snýst ekki síst um varnarleik. Slakur vamarleikur og „óstabíl” markvarsla hefur ein- kennt landslið okkar frá því við hófum að leika landsleiki fyrir al- vöru. Þó íslenska landsliðið sé ekki mjög sannfærandi þessa dagana, gæti það boðað betri tíð, þó undar- legt megi virðast. Hversu oft höf- um við ekki unnið „glæsta” sigra gegn heimsins sterkustu þjóðum hér heima þegar leikirnir skiptu raunverulega engu máli? Hversu oft höfum við ekki verið rassskellt- ir í alvöru-mótum stuttu eftir „glæsta” sigra þegar öll þjóðin var í skýjunum? Skammtíma sjónarmið mega ekki ráða ferðinni. Lands- liðið er að undirbúa sig fyrir hina erfiðu B-keppni, og liðið er ekki fullmótað. Það er margt sem þarf að laga og það veit Hilmar Björns- son, landsliðsþjálfari, líklega manna best. Við skulum gera kröf- ur til strákanna ÞÁ, en ekki vera að svekkja okkur á æfingaleikjum á undirbúningstímabili. Liðið er mjög efnilegt. Valinn maður í hverju rúmi, en þegar á hólminn kemur verða efnilegheitin að vera fyrir bí og raunveruleg geta að koma í ljós. Ólafur Jónsson, Þorgils Óttar og Kristján Arason voru okkar bestu menn og skoruðu 19 af mörkum landsliðsins. Kristján hefur það fram yfir ýmsar aðrar skyttur liðs- ins að vera ófeiminn að skjóta á markið, og vera hæfilega marka- gráðugur. Mætti segja mér að sam vmna hans og Þorgiis eigi eftir að jarðsetja nokkur 1. deildarliðin áður en keppnistímabilið er á enda. Bjarni Guðmundsson stóð sig vel að vanda, og þrátt fyrir 3 mörk gerði Páll Ólafsson of mörg mistök. Sænsku dómararnir voru bestu menn vallarins. -B

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.