Þjóðviljinn - 04.12.1982, Blaðsíða 11
Helgin 4. - 5. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA II
Sögufélag ísfirðinga_____________
Ársritið er komið út
Ársrit Sögufélags ísfirðinga
1982 er nýlega komið út. Þetta er
25. árgangur og hefst ritið að
þessu sinni með minningargrein
um Ólaf Þ. Kristjánsson eftir Gils
Guðmundsson, en Ólafur var í
ritstjórn ársritsins 1964 til ævi-
loka og birti þar fjölda greina um
söguleg efni og ættfræði. Núver-
andi ritstjóri er Steingrímur
Jónsson sagnfræðingur, en aðrir í
ritstjórn eru þau Eyjólfur Jóns-
son, Jón Þ. Þór, Lýður Björnsson
og Sigurlaug Bjarnadóttir.
Af efni ritsins að þessu sinni
má nefna:
Fréttabréf af Vesturlandi rituð
1776-1782 af séra Benedikt Páls-
syni á Stað á Reykjanesi. Séra
Benedikt var bróðir Bjarna land-
læknis.
Frásögn um surtarbrandsnám í
Súgandafirði 1917-18 eftir Sigurð
Thoroddsen verkfræðing.
Björgunarafrek í Grunnavík-
urhreppi, grein Guðrúnar
Guðvarðardóttur.
Fiskimið Súgfirðinga eftir
Kristján Þorvaldsson.
Guðmundur Jónsson frá Kaldá
og Upphaf vélbátaaldar, hvoru-
tveggja eftir Valdimar Þor-
valdsson.
Sjálfsævisögu Einars Jóns-
sonar á Suðureyri.
Steingrímur Jónsson skrifar
tvær greinar aðra um Arnarnes-
vitann og hina um F.A. Löve
ljósmyndara, og fylgja henni
margar myndir frá Vestfjörðum.
Eyjólfur Jónsson segir frá
nokkrum dánardögum er ekki
finnast í kirkjubókum og dregur
fram gamlar vegabótaskýrslur,
og fleira er frá honum komið í
þetta ársrit.
Stutt ágrip um fiskveiðar er
endurprentuð grein Ólafs Olaví-
usar frá árinu 1771, eitt það fyrsta
er skrifað var á íslensku um það
efni.
Ýmislegt fleira fróðlegt er í
þessu ársriti, sem er fjölbreytt að
efni.
Á kápu er litprentuð mynd af
merki Norður-ísafjarðarsýslu og
ísafjarðarkaupstaðar er notað
var á Alþingishátíð 1930. Og á
baksíðu er listi með nöfnum þeim
sem notuð voru á Samvinnufé-
lagsbátana á ísafirði og leitað er
höfundar að þeim nafngjöfum.
Ritið færst hjá Sögufélagi ís-
firðinga, Pósthólf 43, ísafirði og
lausasala er í nokkrum bóka-
búðum.
Frederik A. Löve
í nýútkomnu Ársriti Sögufélags
ísfirðinga er sagt frá dönskum
Ijósmyndara, sem var búsettur hér
á landi á árunum 1871-1887. Hann
hét Frederik A. Löve og var mágur
Þorsteins Thorsteinssonar yngri
(1835-1888) sem verslaði á Vatn-
eyri og síðan á ísafirði. Frederik
Löve starfaði sem Ijósmyndari í
Reykjavík 1871-1872, en setti síðan
upp ijósmyndastofu á ísafirði, þá
fyrstu er þar var. Munu allvíða
vera til myndir eftir hann, og í árs-
ritinu eru birtar nokkrar útimynd-
ir frá Vestfjörðum sem sumar hafa
ekki sést áður.
Frederik A. Lövé bjó á ísafirði
til 1877 ogferðaðist m.a. umlandið
og tók myndir, bæði af fólki og úti-
myndir. Eftir það virðist hann hafa
Ljósmyncktri
áískmá
1871—1887
dvahð eitt ár í Danmörku, en var
kominn til Reykjavíkur í árslok
1878 og bjó þar til 1887 er hann
fluttist alfarinn til Danmerkur.
Efíir að Löve kom til Reykjavíkur
virðist hann hafa snúið sér að
klæðasölu og í tengslum við hana
stofnaði hann klæðskeraverkstæði
hið fyrsta á íslandi og fékk danska
klæðskera m.a. Andersen, Ander-
son, Gránz og Rydén til landsins.
ílentust sumir þeirra og eignuðust
afkomendur.
Löve bjó í Glasgow 1881, en
1882-1887 bjó hann í húsi Sigfúsar
Eymundssonar, hins fræga ljós-
myndara. Ekki er vitað hvað af
glerplötusafni F.A. Löve varð, en
hann dó í Danmörku 1929.
Þess skal að lokum getið að Fre-
derik A. Löve eignaðist son á ísa-
firði með Sigríði Sæunni Jónsdótt-
ur. Það var Carl Löve, síðar þekkt-
ur skipstjóri á ísafirði. Sonur hans
er Áskell Löve grasafræðingur, og
dóttursonur Carls skipstjóra er
Steingrímur Jónsson sagnfræðing-
ur ritstjóri Ársrits Sögufélags ls-
firðinga, en hann er einmitt höf-
undur greinarinnar í ársritinu.
- GFr.
Vatneyri um 1880. Þessi mynd hefur ekki komið fram í dagsljósið fyrr en nú, en áður var haldið að elsta
myndin af Vatneyri væri frá 1898.
Þingeyri um 1880.
Hi-Fi
^GRAND PRIXl
AWARD
★
Á AudioVídéo
Grand Prix sigurvegari í 3 ár
Ertu að spá í gylliboð eða gæði?
Kröfuhörðustu gagnrýnendur um allan heim eru sammála um að
NAD eru hágæða hljómflutningstæki á ótrúlega lágu verði.
„NAD á engan keppinaut í nálægum
veröflokkum. Þaö er því auðvelt aö
mæla með „NAD“ Hi-RAnswears
NAD
i B_ ÍÍ Éft 9
„NAD hefur bestu mögulegu „sound“
eiginleika af öllum útvarpsmögnurum
í skaplegum verðflokkum“ Popular Hi-Fi
„Flataratíönissviö á Dolby stillingu
hefur Vart Sést “ Audio Magazine
HELO-SAUNA
Höfum ávallt fyrirliggjandi saunaofna og klefa á mjög hag-
stæðu verði.
Helo I stærð 162x205x201 cm.
Innifalið í verði er klefi með ofni, bekkjum, lofti. grindum á
gólfi, höfuðpúða, Ijósi og full eingangaður. Verð 24.000,-
Helo III. Stærð 205x205x201 cm.
Innifalið í verði sama og með Helo 1. Verð kr. 27.500.-
Stakir ofnar
4.5 kw ofn kr., 5.573,-
6,0 kw kw ofn kr. 5.793,-
7.5 kw ofn kr., 6.315,-
BENCO,
Bolholti 4, sími 21945
Kristileg aiþjóðleg
ungmennaskipti
ICYE
óska eftir starfskrafti í hálft starf sem er fólgið
í almennum skrifstofustöfum.
Góð enskukunnátta og vald á erlendum
bréfaskriftum nauðsyn. Þarf að geta hafið
störf sem fyrst. Umsóknarfrestur rennur út 5.
des. Umsóknir sendist á afgreiðslu Þjóðvilj-
ans merkt „ICYE“.