Þjóðviljinn - 18.12.1982, Page 8

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18. - 19. desember 1982 Ný afvopnunartiUaga frá Sovétríkjunum veldur klofningi í stjórnarherbúöum Reagans Bandarískir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að Sovétríkin hafi lagt fram nýtt tilboð við samningaborðið í Genf, þar sem þau segjast reiðubúin að fækka SS-20 eldflaugum sínum um eitt hundrað í 250 og leggja niður allrar eldri meðaldrægar eldflaugar af gerðinni SS-4 og SS-5 gegn því að Nato hætti við uppsetningu nýju Evrópu-eldflauganna. Ronald Reagan hefur þegar hafnað tilboðinu og sagt það ófullnægjandi, þótt þaðsé „jákvætttákn“ og sýni að „Moskva hafi orðið áhyggjufull, þegar Nato ákvað að koma áformum sínum í framkvæmd..." Tilboö Sovétríkjanna, sem sí- aðist út til New York Times, mun fela í sér aö Sovétríkin leggi niður í allt 450 meðaldrægar eldflaugar, en haldi eftir 250, og af þeim verði 150 beint gegn V-Evrópu. Þá hafa Sovétríkin einnig komið með þá hugmynd, að ekki verði frekari fjölgun á langfleygum flugvélum sem bera kjarnorkuvopn, en Bandaríkin eru nú að smíða nýja gerð slíkra véla. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sagði að ekki væri hægt að ganga að tilboðinu þar sem það fæli í sér einokun Sovétmanna á meðaldrægum eldflaugum. Þessi staðhæfing endurspeglar þau sjónarmið Bandaríkjanna að ekki beri að taka meðaldrægar eldflaug- ar Breta og Frakka inn í dæmið. Bandarísk hugmynd Danska blaðið Information segir að hin nýja tillaga Sovétmanna sé í meginatriðum sniðin eftir tillögu sem lögð var fram af bandarískum^ samtökunum Committee for Natio- nal Security, en í þeim starfa marg- ir fyrrverandi háttsettir diplómatar og sérfræðingar í hernaði. Paul Warnke, formaður samtak- anna, sem leiddi SALT- viðræðurnar í Genf fyrir Carter- stjórnina, segir að tillagan sé í höfðudráttum samhljóða tillögum sem stofnunin lagði fram í sept- ember s.l. Segir hann í viðtali við blaðið að hin neikvæða afstaða Re- agans hafi valdið „djúpstæðum klofningi“ innan stjórnarher- búðanna, þar sem „hópur manna sé, er engan raunverulegan áhuga hafi á Iausn málsíns á meðan sá hópur fari vaxandi, er vilji jákvæð- ari viðbrögð". Bandaríska blaðið Washington Post heldur því einnig fram að til- lagan hafi valdið klofningi í stjórn- arherbúðunum, en þar er því hald- ið fram að Reagan hafi gefið Paul Nitze, aðalsamningamanninum í Genf, ströng fyrirmæli um að hnika ekki frá 0-lausninni svokölluðu, sem felur í sér að Sovétmenn verði að leggja niður öll meðaldræg flug- skeyti st'n, eigi Nato að falla frá því að setja upp 572 slíkar eldflaugar í Evrópu. Evrópsk viðbrögð Mótmælaaðgerðir voru víða í Evrópu um síðustu helgi gegn þess- ari stefnu Nato. Þannig voru 50 mótmælafundir víðsvegar um V- Þýskaland, og þúsundir kvenna mynduðu á sunnudag hring utan um Greenham Common her- stöðina á Englandi í mótmælaskyni við áætlunina. David Steel, leiðtogi Frjálslynda flokksins á Bretlandi sagði í vik- unni að frávísun Reagans á tilboði Sovétríkjanna væri „ótrúlega heimskulegt", því það fæli í sér að vopnastyrkur Sovétmanna yrði „lægstur hvað eldflaugar varðar síðan í byrjun 7. áratugsins". Hann sagði það jafnframt óþol- andi að íhaldsstjórnin vildi ekki leyfa umræður um Nato- ákvörðunina á breska þinginu. Þá sagði hann jafnframt, „að ekkert Nato-land ætti að tjá sig reiðubúið til að skrifa undir óútfyllta ávísun á uppsetningu eldflauga án þess að geta dæmt um þróun viðræðnanna". David Owcn, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Breta og framámað- ur í hinum nýja sósíaldemókrat- íska flokki sagði að „sá skaði yrði seint bættur, ef sú fullyrðing friðar- hreyfingarinnar að Reagan stefni í raun ekki að samkomulagi við So- vétmenn, reynist rétt“. Denis Healy, formaður breska verkamannaflokksins, skrifaði á sunnudag grein í „The Observer“ þar sem hann krefst breyttrar af- stöðu Nato, að breskar og franskar eldflaugar verði teknar með í dæm- ið og að komið verði á frystingu langdrægra eldflauga. Þá hefur Andreas Papandreou forsætisráðherra Grikklands ný- lega gagnrýnt tvíhliða ákvörðun Nato, og sama hefur Kjeld Olesen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur gert. Danska blaðið Information segir í leiðara á þriðjudag að „hin al- gjöra frávísun Bandaríkjanna á síð- asta tilboði Sovétríkjanna sýni greinilega að það séu Bandaríkin er vilji láta skerast í odda, bæði með Sovétríkjunum og stórum hluta íbúa Vestur-Evrópu". Síðan segir blaðið: „Það er ekki hægt að álykta öðru vísi en að Bandaríkin vilji fá að setja eldflaugar sínar upp í Evrópu, hvað sem það kostar“. ólg. tók saman. ritstiórnargrcin Islensk alþýða borgar fyrir erlenda auðjöfra I vikunni sem nú er að ljúka hafa deilurnar um orkuverðið til álversins og samskiptin við Alu- suisse yfirgnæft flest annað á vett- vangi stjórnmálanna. Það var brotthlaup Guðmund- ar G. Þórarinssonar, fulltrúa Framsóknarflokksins úr álvið- ræðunefnd og ósvífnar en raka- lausar ásakanir hans í garð iðnað- arráðherra í sjónvarpsfréttum þann 8. desember s.I., sem vöktu þessar illvígu deilur. Þótt Alusuissemenn hafi haft ærna ástæðu til að kætast yfir op- inberri sundrungu þeirra sem sameiginlega áttu að gæta hins ís- lenska málstaðar, þá má vera að deilur síðustu daga hafi ekki að öllu leyti orðið til bölvunar því fleiri geri sér nú ljósa grein fyrir alvöru málsins heldur en áður. Byggjum upp samstöðu Hitt er tímabært, að menn reyni nú hið fyrsta að sameina kraftana á nýjan leik í þeim höröu átökunum, sem óhjá- kvæmilega eru fram undan við auðhringinn Alusuisse. Samning- um hefur ekki verið slitið, en nú alveg á næstunni verður á það að reyna til fullrar hlítar, hvort hægt sé að knýja fram nokkra þá niðurstöðu, sem viðunandi megi kallast. Upphlaup Guðmundar G. Þórarinssonar hefur að vísu gert allt slíkt erfiðara en ella, því nú þekkja ráðamenn Alusuisse hvaða veikleikar eru fyrir hendi í röðum íslenskra stjórnmála- manna. - Það eina sem hér getur dugað til mótvægis er að Alu- suissemenn fái sem fyrst að vita, að hér megi vænta samstöðu um einhliða aðgerðir til hækkunar orkuverðsins, ef þeir gangi ekki þegar í stað til samninga á grund- velli þeirra lágmarkskrafna, sem iðnaðarráðherra hefur sett fram, bæði varðandi fyrstu áfanga- hækkun orkuverðsins og hvað varðar ramma samninganna að öðru leyti. Árangur strax með eða án samninga Þessa samstöðu þarf að byggja upp á ný. Máske getur hún dugað til að knýja fram samninga á næstu vikum. Kjósi Alusuisse hins vegar fremur að halda stríðinu áfram, þá eru einhliða aðgerðir til hækk- unar orkuverðsins óhjákvæmi- legar á fyrstu mánuðum næsta árs. Það er einfaldlega ekki hægt, að láta íslenskan almenning og ís- lcnsk fyrirtæki borga áfram stór- fé fyrir þá raforku, sem auð- hringurinn fær nær ókeypis til sinna nota. Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra hefur nú lagt fram í ríkisstjórninni ýtarlegar greinargerðir frá innlendum og erlendum sérfræðingum til undir- búnings ákvörðun um einhliða aðgerðir og eru þau mál í könnun hjá ríkisstjórninni. Fyrir hendi eru mörg fordæmi þess að önnur fullvalda ríki hafi gripið til ein- hliða aðgerða í samskiptum við fjölþjóðlega auðhringa, og ekki hikuðum við í þeim efnum, þegar erlendir togarar veiddu hér annan hvern fisk, sem landað var af íslandsmiðum. - Nú er það hins vegar erlendur auðhringur, sem fær í sinn hlut nær helming allrar þeirrar raforku sem fram- leidd er úr okkar dýrmætu orku- lindum, og það á verði, sem frek- ar má kallast gjöf en gjald. Myndin sýnir fímmfaldan mun Menn ættu að klippa út línurit- ið, sem við birtum á forsíðu Þjóð- viljans s.l. þriðjudag. Það mynd- rit ætti að hanga upp á vegg á sérhverju íslensku heimili til á - minningar og aðvörunar. Við látum myndritið fylgja hér með á ný. Og hvað sýnir þessi mynd? Hún sýnir okkur, hvernig mun- urinn á orkuverði frá Landsvirkj- un, annars vegar íil íslenskra alm- enningsrafveitna og hins vegar til verksmiðju Alusuisse í Straumsvík, hefur margfaldast á undanförnum árum. í sameigin- legum niðurstöðum sérfróðra embættismanna frá iðnaðarráðu- neytinu,Landsvirkjun, Orkustofn- un og Rafmagnsveitum ríkis- ins kemur fram, að 50% verð- munur þarna á milli má kallast eðlilegur. Munurinn var hins vegar um 80% strax í byrjun, fyrir þrettán árum, og hann er nú kominn í um 400% og verður á komandi ári um 460%, ef Landsvirkjun fær þær hækkanir, sem hún telur óhjákvæmilegar, en orkuverðið til álversins stendur áfram óbreytt. Þannig borgar allur al- menningur með beinum og ótví- ræðum hætti þá miklu orku, sem við látum auðhringnum í té. Á myndinni er munurinn til- greindur í þúsundustu hlutum úr Bandaríkjadollar (mill), en ef við umreiknum þetta yfir í íslenska mynt, þá borgar Alusuisse nú lið- lega 10 aura fyrir hverja kílówatt- stund af orku, almenningsraf- veiturnar borga hins vegar 50 aura, og Landsvirkjun gerir ráð fyrir að það verð hækki í 60 aura á næsta ári (auk verðbólguhækk- ana), ef koma á í veg fyrir botn- lausan hallarekstur Landsvirkj- unar. Uppgjöf Guðmundar Sú hækkun orkuverðs til ál- versins, sem fólst í tillögu Guð- mundar G. Þórarinssonar dregur skammt upp í þennan gífurlega mun. Áhrif tillögu Guðmundar eru sýnd á myndinni í horninu neðst til hægri (notið stækkunar- gler, ef þarf). Sjálfsagt er að taka fram, að þarna er aðeins sýnd sú byrjunarhækkun, sem tillaga Guðmundar gerði ráð fyrir, en Kjartan Ölafsson skrifar því miður fól tillaga hans í heild heldur ekki í sér eina cða neina tryggingu fyrir nokkrum frekari hækkunum, aðeins frómar óskir til auðhringsins, sem til þcssa hafa komið fyrir lítið. Auðvitað gat út af fyrir sig komið til greina að Iáta duga einhverja litla hækk- un í byrjun, ef um leið væru tryggðar frekari áfangahækkanir upp í viðunandi verð á ekki alltof löngum tíma. En því var nú aldeilis ekki að heilsa samkvæmt tilboði Guð- mundar. Þvert á móti var þar boðið upp á að fallast skilyrðis- laust á þá skilmála, sem Alu- suisse hafði gert kröfu um, varð- andi grundvöll umræðna um framtíðarákvörðun raforku- verðsins. - „aðilar samþykkja tafarlaust viðræður um raforku- samning samkvæmt lið 2 A í sama símskeyti“, segir í tillögu Guð- mundar, og er þar vísað til sím- skeytis frá Alusuisse og þeirrar viðmiðunar, sem þar var sett fram af auðhringnum. Hér í Þjóðviljanum var í forystugrein á miðvikudaginn var gerð rækileg grein fyrir því sem á milli bar ein- mitt í þessum efnum og skal það ekki endurtekið hér að sinni. Almenningur borgar Hér skal hins vegar að lokum áréttað, að væri raforkuverð til álversins hækkað uppí það sem tíðkast hjá álverum í Bandaríkj- unum og Vestur-Evrópu, þegar orkan er keypt af óskyldum aðila, - þá gæti Landsvirkjun lækkað núverandi orkuverð til almenn- ingsrafveitna í landinu um 60% og staðið þó fjárhagslega jafnrétt eftir. Þetta þýddi um þreföldun núverandi orkuverðs til álvers- ins, og svipuð yrði útkoman, þótt miðað væri við meðalorkuverð í til álvcra í heiminum öllum, eða okkar framleiðslukostnaðarverð hér innanlands. - k

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.