Þjóðviljinn - 18.12.1982, Side 11

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Side 11
Helgin 18. - 19. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Jóla- skemmtun á Hlemmi í dag verSur haldin jólaskemmt- un með ýmsum uppákomum í bið- skýlinu á Hlemmi og hefst hún klukkan 14.30. Það eru allir þcir sem viðskipti reka á Hlemmi sem standa að þessari skemmtun, sem mun standa um það bil klukku- stund. Olga Guðrún undirritar hjá M ogM í dag kl. 4-6 undirritar Olga Guðrún Árnadóttir nýja skáldsögu sína, Vegurinn heim, í Bókabúð Máls og menningar. Sérhannaðar hátalara- snúrur í fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu ;,Steini“ segir að á markaðinn séu komnar sérhannaðar hátalara- snúrur, „Monster Cable“ sem eru samansettar úr 1000 til 2000 þráðum úr hreinum kopar og skili þær 99% af tóni frá magnara til hátalara í stað 86% í hæsta lagi, með þeim snúrum sem notaðar hafa verið til þessa. Fyrir bragðið er minni hætta á að magnarinn brenni yfir. Leiðrétting í bókmenntaskrifi á 13. síðu blaðsins í gær féll niður nafn höf- undar greinarinnar um „Bókina um Ragnar í Smára“. Það var Hall- dór B. Runólfsson sem hana skrif- aði. I músíkumsögn á bls. 11 var Jón Viðar Sigurðsson sagður Jóns- son og er hann beðinn velvirðingar á því. Fyrstu sex ár barnsins Mismunandi tekjur sveitarfélaganna Tekjurnar ákvarðist eftir tekjuþörfinni IÐUNN hefur gefið út bókina Barnið okkar. Fyrstu sex árin. Ilöf- undur er Penelope Leach, breskur sálfræðingur. Sigurður Thorlacius læknir og Jón Sig. Karlsson sál- fræðingur þýddu. I bókinni er mik- ill fjöldi mynda. Barnið okkar skiptist í sex aðal- kafla þar sem þroska barnsins er fylgt frá fæðingu og fram á forskóla- aldur. í hverjum kafla er fjallað um margbreytileg atriði sem varða andlega og líkamlega líðan barns- ins og samskipti þess við foreldrana á þessu skeiði: líkamsþroska, heilsufar, svefn, grát, máltöku, leik, nám, aðlögun að umhverfinu yfirleitt. Aftast er rækilegur upp- flettikafli með hagnýtum ábend- ingum. Myndir eru rúmlega fimm hundruð, teikningar, ljósmyndir og línurit. segir Þórður Skúlason ,J>að verður að segjast eins og er að sveitarfélögin eru í vítahring þegar um er að ræða tekjustofna þeirra. Þannig hefur ástandið verið um árabil að þau sveitarfélög sem mesta hafa tekjuþörfina fá minnst- ar tekjurnar'*, sagði Þórður Skúla- son sveitarstjóri á Hvammstanga. „Okkur sveitarstjórnarmönnum úti á landi hefur alltaf þótt óréttlátt að reglur um fasteignamat og álagningu fasteignagjalda skuli vera hagstæðari sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafa menn í gegnum árin slegið sig til riddara og lagt mun minna á en við úti á landi, enda þótt það skili sér engan veginn í lægri fasteigna- gjöldum á íbúa svæðisins. Nýjasta dæmið um þann leik eru yfirlýsing- ar Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur að þeir ætli að lækka álagninguna í ár“, sagði Þórður ennfremur. „ Að mínu mati er það grundvall- arskylda stjórnar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga oe þeirra sem með tekjumálin fara, að sjá til þess að tekjurnar verði ákveðnar eftir . .þörfinni á hverjum stað. Það er sveitarstjóri heila málið. í dag er ástandið þann- ig að litlu sveitarfélögin fá hlutfalls- lega mun lægri tekjur en þau stóru og geta því ekki annað nema eins og einu stóru verkefni í einu. Þjón- ustan verður því minni og fjárhags- aðstaðan erfiðari. Ég vil að lokurn ítreka það sjónarmið að sveitarfé- lögin sjálf taki um það ákvarðanir hverjar tekjur þeirra skuli vera hverju sinni. Það hlýtur að fara best á því“, sagði Þórður Skúlason að lokurn. - v. KALDAL LTÓSMYNDIR ER KOMIN Þetta er fyrsta bókin í bókaflokki um íslenskar ljósmyndir og ljósmyndara sem Ljósmyndasafnið hf. og Lögberg bókaforlag gefa út. Við hæfi þótti að helga fyrstu bókina Jóni Kaldal, einum merkasta portrett myndasmiði þjóðarinnar á þessari öld. Mannamyndir Kaldals hlutu alþjóð- legt lof á fjölda samsýninga sem honum var jafnan boðið til þátttöku vítt og breitt um veröldina, allt frá Kaup- mannahöfn til Hong Kong og frá Berlín til Brasilíu. Gull-, silfur- og bronsmeda- líum rigndi yfir Kaldal úr öllum heims- hornum fyrir afburða andlitsmyndir. Thor Vilhjálmsson rithöfundur ritar inngang að bókinni þar sem hann rekur æviferil Jóns Kaldal og fjallar um list hans. Bókina prýða 66 ljósmyndir auk mynda í inngangi. Allar ljósmyndimar eru gerðar eftir frummyndum lista- mannsins. Bókin er prentuð í duotone. Þetta er ekki aðeins vegleg jólagjöf heldur einstæð gjöf við hverskonar tækifæri. A j Uógberg Bókaforlag \°i- Þingholtsstræti 3, simi:21960 fo

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.