Þjóðviljinn - 18.12.1982, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Qupperneq 20
20 StÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 18. - 19. desember 1982 dægurmál (sfgiid?) Diddi fiðla/Jólastemma Diddi fiðla, Sigurður Rúnar Jónsson, er gamalkunnur poppari af bítla- og hippakynslóð, og þar að auki með tónlistarskólamenntun að baki og lærði ungur á fiðlu, hvaðan viðurnefnið er komið. Diddi fiðla er vel liötækur á báðum sviðum, því „klassíska“ og því rokkaða, þótt undirrituð hafi nú meiri mætur á honum í síðarnefnda hlutverkinu og Diddi sannaði ótví- ræða hæfileika sína í á afmælishátíð FÍH (og til er á plötu). Á Jólastemmu blandar Diddi blandaðar rokki og reggæ, auk þess sem hennar eigin tón- og textasmíð verða stærra hlutfall á þeim. Living my life er eiginlega 3. plata hennar eftir að hún hætti að vera eingöngu tísku„frík“ og diskó- pía. Áður komu Warm leatherette og Nightclubbing, sem er hennar besta að því er mér finnst. Living my life held ég þó að leyni á sér þótt manni finnist við fyrstu heyrn hún fara töluvert til _ baka á vit diskósins,sem mér finnst heldur vélvædd stefna og kuldaleg. En Jólahreingeming í stafrófsröð þessu nokkuð saman: útsetur þekkt erlend „alþýðujólalög" fyrir litla „sinfóníuhljómsveit" og rekur á smiðshöggið með léttum rokk- takti. Svei mér þá ef ekki er þarna á ferð smáþytur af náttúrusveiflunni. Jólastemma er „ósungin“ („in- strumental") plata, en útsetningar Didda túlka vel textana, allt frá jóla- angurværð (Hvít jól) og uppí jólatilhlökkun (Ég sá mömmu kyssa jólasvein). Ágætis hljómblöndun er á plöt- unni, og spilamennska í langflest- um tilvikum til sóma. Þó sakna ég fiðlu- „flipps“ frá Didda fiðlu sjálf- um. Hann stjórnar að vísu allri „traffíkinni", auk þess að spila á rafbassa, slagverk (kristall frá Kosta boda meðtalinn), píanó og raftrommur. En hvað um það... Jólastemma getur á sinn hæverska hátt í ljósi einhverslags undirtóns fengið mann til að skreyta jólatréð á stundinni - og jafnvel að þurrka af- þótt skattarnir séu ógreiddir og kreppan að skella (skoliin?) á. En það eru þó altént láglaunabæturn- ar ... Gleöileg jól. P.S Flott mynd hjá þér á albúm- inu, Jóhanna. Diddi Rebroff... Fræbbblarnir/„Warkweld in the west“ Hér er á ferð ný fjögurra laga 45 snúninga breiðskífa frá Fræbbblun- um og kostar 175 kr. að því er segir í háalvarlegri fréttatilkynningu frá Rokkfræðsluþjónustunni, og auk þess: „Fræbbblarnir eru í dag einungis þrír, þeir Stefán Guðjónsson, Steinþór Stefánsson og Valgarður Guðjónsson, en til aðstoðar á þess- ari plötu hafa þeir fengið nokkra valinkunna listamenn. Þeir eru Tryggvi Þór Tryggvason, Mike Pollock, Kristinn Steingrímsson á gítar og Þorsteinn Hallgrímsson á hljómborð, ásamt Helga Magnús- syni í bakröddum. Gekk yíirleitt vandræðalaust að fá þá til sam- starfs, flestir gáfu samþykki sitt þegar eftir nokkrar líflátshótanir, kjaftshögg eða beinbrot. Aðeins í einu tilfelli þurfti að beita raflosts- meðferð. Auk þess var helsti aðdá- andi hljómsveitarinnar nappaöur af skæruliðasveit Rokk- fræðsluþjónustunnar, bundinn niður í upptökusal og honum hótað að lesin yrði fyrir hann íslensk poppgagnrýni. Mótmæla- og neyðarópin voru síðan hljóðrituð. Umslag er hannað af Fræbbbl- unum, Steinþór teiknaði." Það er einmitt þetta með unt- slagið. Það er svo þrælgott og fynd- plata miðað við Steve Wonder en besta plata Fræbbblanna (þótt sú sem kom út í sumar, og enginn veit með vissu hvað heitir, leyni tölu- vert á sér). Að lokum ein skrýtla: fyrsta „in- strumental“ lag Fræbbblanna er á umræddri plötu Og nefnist „Jeru- salem lights" og á aö túlka ógnvæn- legt ástand í þeirri helgu borg, en hljómar eins og léttrokkaður búllu- djass í suðurríkjum Ameríku... ég Led Zeppelin: líklcga cr myndin tekin hér á landi 1970 (Pétur Krist- jáns segir að Plant hafi verið í þess- um buxum þá—) ið að það eitt og tómt er 175 krón- anna virði. Lagið „Oh, Sally!“ er í anda um- slagsins undir áhrifum amerískra kúrekasöngva, og sérstæður húm- or Valla og hinna Fræbbblanna kemur manni til að brosa....Fræbbblarnir eru skondin hljómsveit....nema ég sé háðfugl- ?...nei, getur ekki verið...hef aldrei getað munað skrýtlur né ætt- fræði... Sem sagt, í fúíustu alvöru finnst mér Fræbbblarnir fyndnir. Sjálfsagt er þetta guðlast í Þjóðvilj- anum, þar eð Fræbbblarnir eru kenndir við hið versta afturhald. En Fræbbblarnir fá þó fólk til að taka afstöðu með sér eða á móti og minn persónulegi grunur er sá að ekki sé allt sem sýnist um stöðu þeirra...í pólitík eða annarsstað- ar.. .en hverslags bull er þetta nú að verða: Warkweld in the west er hrá Grace Jones, rokkdiskóreggæ... „meinaða", hver heldur með hverjum? Annars er. gott „sánd“ á Fræbbblaplötunni og góður drif- kraftur. Friður sé....o.s.frv. Grace Jones/Living my life Grace Jones er sérstætt fyrir- bæri, hvað sem fólki finnst um hljómlist hennar. Hún er blökku- kona frá Jamaica og hóf feril sinn sem fyrirsæta, enda mögnuð í út- liti: 6 fet á hæð og tággrönn. Hún starfaði víða um Evrópu og talar nokkur tungumál þar af Ieiðandi(?). Nú er hún búsett í Am- eríku og hóf þar músikferil sinn á diskótekum, er t.d. fyrsti hljómlist- armaður sem kom fram í Stúdíói 54 í eigin persónu. Fyrstu plötur hennar voru í ekta diskóstíl, en þær 3 síðustu eru mjög Grace Jones hefur þá persónu til að bera að hún sker sig djúpurn skurði frá öllu því kraðaki sem þann markað keppir um. Magnús Eiríksson/Smámyndir: Magnús Mannakorn er sá maður sem kann hvað best á landi hér að segja í lagi og texta alveg indælar lýsingar á hinurn hversdagslegustu atburðum. Hér er engin undan- tekning þar á, t.d. Þorparinn sem Pálmi túlkar vel. Fleiri söngvara hefur Magnús fengið til liðs við sig á Smámyndum: Magnús Þór Sig- mundson syngur 3 og gerir vel að vanda, þó finnst mér hann fara með Siglingu sérstaklega vel og í anda nafna síns Eiríkssonar: syng- ur það alveg eins og hann... ef sá hefði jafngóða rödd... Svo er það hún Ragga Gísla sem ennþá einu sinni sýnir okkur hversu ótrúlega mörgum nefjum hún getur sungið með. Sumir eru fæddir svona.... Þó er eitt sem hefur verið ofnot- að í Smámyndum og er það hljóðgervillinn (synþi). En flest lög og textar Magnúsar yfirstíga hann Sigurður Karlsson/Veruleiki? Þetta er held ég með einlægari plötum (að meðtöldu Rimlarokki) sem ég hef heyrt á árinu a.m.k. (miðast ekki allt við það svona undir áramót?). Hér kemur Siggi Karls kraftarokktrommarinn ís- lenski heilmikið á óvart sem „marghljóðfæraleikari“ og texta- og (enn betri) lagahöfundur. Beirút er „hitt“-lag gott, aðeins Police-legt í viðlaginu, en stendur vel sjálfstætt eftir það. Pálmi Gunnars syngur þetta lag firnavel, en nær ekki eins vel næsta Iagi, Hvað er maður. Siggi syngur sjálf- ur eitt lag, Hvert stefnum við, og er svona rétt ÓKei, en talar þrælvel textann í i (punktinum yfir i-ið). Veruleiki er 45 snúninga plata 4 laga, og hún sómir sér vel sem hljómlistargjöf ef maður hefur ekki efni á einni stórri. Gleðileg jól! A Misjafn sauður í mörgu fé (Jmsjón Sif Jón Viðar Andrea Bullshit Detector Two er hljöm- plata sent Crass útgáfufyrirtækið sendi frá sér ekki alls fyrir löngu. Þessi plata sem er tvöföld hefur að geyma hljóðritanir frá um 40 hljómsveitum víðs vegar að af Bretlandi. Þetta er önnur platan sem kemur út undir þessu nafni. Tildrögin að þessum útgáfum eru þau að Crass útgáfufyrirtækið fær sendar hljóðritanir víðs vegar að. Crass gerir sitt besta til að koma þessurn hljóðritunum á framfæri og sendir frá sér breiðskífur sem innihalda þessar hljóðritanir. Eins og gefur að skilja eru tón- gæðin misjöfn og sumar upptök- urnar frekar lélegar. En það er ekki málið hjá þessum hljómsveit- um, „mottóið" er að gera hlutina og umfram allt gera þá sjálfur. Af þessum tæplega fjörutíu hljómsveitum sem eiga efni á þess- ari plötu eru margar vægast sagt hörmulegar en aðrar nokkuð góð- ar. Ekki treysti ég mér til að benda á einhverjar hljomsveitir sem skara fram úr, það verður hver að gera fyrir sig. Það eina sem þessar hljómsveitir eiga sameiginlegt er það að þær að- hyllast allar „anarkisma“ eða stjornleysi. Það er það sem hnýtir þær saman. Textarnir bera þess merki að þessi stjórnmálaskoðun er höfð að leiðarljósi. Trúin á manninn er sterk, trúin á að hann geti breytt ástandinu ef hann vilji. Þessi plata er gott yfirlit yfir þær neðanjarðar hljómsveitir á Bret- landi sem aðhyllast þessa stefnu Og svo er að sjá sent enginn hörgull sé á þeim og þessi hugmyndafræði njóti mikillar hylli. JVS Að hitta gamla kunningja Richard og Linda Thompson, hver eru þau? Man nokkur eftir hljómsveitinni Fairport Conventi- on? Jú, það var ein af bestu, ef ekki besta þjóðlagahljómsveit Breta á árunum kringum 1970. Og óhætt að segja að hún hafi verið ein þeirra hljómsveita sem hvað mest settu mark á breskt tónlistarlíf á þessum árum. Richard þessi Thompson var ein aðal driffjöðurin á bak við Fairport Convention, og meðan hans naut við sendi hljómsveitin frá sér ógleymanlegar hljómplötur eins og Full House og Ligue and lief en sú síðarnefnda er gjarnan talin há- punkturinn á ferli hljómsveitar- innar. En 1971 þegar Richard fannst frægðin vera orðin of mikil sagði hann skilið við hljómsveitina! Varð þetta banabiti hennar, en árið áður hafði hin stórkostlega söngkona Sandy Denny hætt. Hljómsveitin starfaði þó áfram en hún bar ekki sitt barr eftir að þau hættu og voru síðustu plötur hljómsveitarinnar aðeins svipur hjá sjón miðað við snilldarverkin í upphafi. Eftir að Richard hætti í Fairport hóf hann sólóferii en ekki fór hann hátt og 1974 fór hann að starfa með konu sinni Lindu. Þau hafa frá upphafi verið „kúltúr“-fyrirbæri og hafa blaðamenn verið ósparir á að hlaða þau lofi. Þau hafa sent frá sér sjö plötur saman og heitir sú nýjasta Shoot Out Thc Light. Ég hætti að fylgjast með Richard Thompson og Lindu fyrir um sjö árum og varð ég því meira en lítið undrandi þegar ég fékk Shoot Out The Light í hendur. Hún er þrælmögnuð og það kom mér virkilega á óvart hve þeim hef- Richard Thomson að halda sér lifandi og ur tekist ferskum. Tórtlistin á þessari plötu er byggð á gömlum grunni, Fairport andinn svífur yfir vötnum, en þeim hefur tekist að blása nýju lífi í kuln- aðar glóðir. Og mér finnst fátt eins skemmtilegt í dag og þegar görnlu goðin senda frá sér góðar hljóm- plötur. Tónlistin er mjög vönduð enda ekki neinir smá kallar sem fengnir eru til aðstoðar, allt gamla góða Fairport liöið er þarna saman komið, Simon Nicol, Dave Pegg og Dave Mattacks og ekki hægt að heyra að þeir hafi neinu gleymt frá velmektardögum Fairports. Textar Richards eru eins og endranær góðir og er hann mjög einlægur í sínum textum. Yfir- borðsmennska er ekki til. Raddir þeirra hljóma vel saman og ekki eru margir dúettar sent feta í þeirra fótspor. Þau hafa staðiö í þessu hart nær tíu ár og nú berast þær fréttir að þau séu að skilja og allt á huldu með framtíð dúettsins. Shoot Out The Light er góð plata ' og ættu allir jafnt ungir sern aldnir Fairport-aðdáendur að kynna sér hvað sá gamli hefur í pokahorninu. Það er sko ekkert smáræði. JVS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.