Þjóðviljinn - 18.12.1982, Síða 21

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Síða 21
Helgin 18. - 19. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Minning Byggingahappdrœtti SATT ’82 ída Pétursdóttir Bjarnason Verðlaunagetraun - seðill 4. Dregið út vikulega úr réttum svörum (Á fimmtudögum). Rétt svör þurfa að hafa borist innan 10 daga frá birtingu hvers seðils. Veistu svörin við þessum spurningum????? 1. Hvenær hófust maraþontónleikarnir í Tónabæ? 2. Hvert er markmiðið með maraþontónleikunum? 3. Hvað komust margar hljómsveitir í úrslit í músíktilraunakeppni hjá SATT og Tónabæ? 4. Hvaða hljómsveit hlaut fyrsta sæti í úrslitunum í maraþontilraunakeppninni? Fyllið út í reitina hér fyrir neðan; nafn sendanda, heimilisfang, stað, símanúmer. Utanáskriftin er: Gallery Lækjartorg Hafnarstræti 22 Rvík. sími 15310. Látið 45 kr. fylgja með og við sendum um hæl 1 miða í Byggingahappdrætti SATT (dregið 23. des.) ATH: Rétt svör þurfa að berast innan 10 daga frá birtingu seðilsins en þá verður dregið úr réttum lausnum. ^ Síðasti seðillinn NAFN HEIMILI- STAÐUR- SÍMI -- ATH: Utanáskrift: Gallery Læjartorg Hafnarstræti 22 Rvík. sími 15310 ATH: Þú mátt senda inn eins marga seðla og þú vilt. Kr. 45 þurfa að fylgja hverjum seðli og þú færð jafnmarga miða í Byggingahappdrætti SATT senda um hæl. Jólagji í ár er íslensk hljómplata + miði í bygginga- happdrætti Vinningar í boði í verðlaunagetrauninni: 1. verðlaun IWAMA kassagítar - Frá versl. Tónkvísl kr. 1.970 2.-5. 5 stk. nýjar íslenskar hljómplötur: Bergþóra Árnadóttir/Bergmál útg. Þor. Ríó Tríó/Best af öllu útg. Fálkinn h/f. Jarðlingar/Ljós-lifandi útg. Bílaleigan Vík. Þorsteinn Magnússon/Líf útg. Gramm. Sonus Futurae/Þeir sletta skyrinu...útg. Hljóðriti, dreif. Skífan. Verðmæti u.þ.b. kr. 1.500.- Heildarverðmæti getraunavinninga samtals kr. 8.600. ÚRSLIT GETRAUNASEÐILS 1 VINNINGSHAFAR 1. Verðlaún KAWAI kassagítar frá hljóðfærav/ Rín verðmæti kr.2580 Sigríður Brynjólfsdóttir Melabraut 19 Garði 2.-5 Ingibjörg Kruger Skólagerði 34 Kópav. Hanna Bryndís Þórisdóttir Fornósi 12 Sauðárkróki Heiðar Bergur Heiðarsson Holtsgötu 37 RVK Sigurður H.Sigurðsson Garðavegi 10 Hvammstanga vel virtur af Dalabændum, sem sjá má er þeir báru hann til skiptis fár- sjúkan frá Sauðafelli til læknis í Borgarnesi. ída var sett til mennta. Hún var við nám í Kvennaskólanum á Blöndósi frá 1907-1909. Árið 1914 útskrifaðist hún frá Kennaraskóla íslands og stundaði farkennslu víða um land, en þó aðallega á Vest- fjörðum. Árið 1923 sótti hún kenn- aranámskeið í Askov í Danmörku, og ári seinna kenndi hún við barna- skólann á Þingeyri við Dýrafjörð. Næsta ár var hún skipuð í starfið. og ílengdist á Þingeyri um 30 ára skeið. ída var sérstaklega fríð sínum og skipti fallega litum. Hún var mikil fræðikona, víðlesin og ljóðelsk, en vandlát hvort væru góðar eða lakar bókmenntir. Að afla sér þekkingar var viska í hennar augum. Þó að ída hafi verið fíngerð og dul í skapi, þá var hún mjög vönd að virðingu sinni, og gat verið hörð ef því var að skipta. Hún keypti lítið hús á Þingeyri og ól þar upp sjálf dreng- inn sinn, Ulfar Hilding, sem var augasteinn móður sinnar, og reyndist hann henni góður sonur. Það var lærdómsríkt fyrir mig að kynnast slíkri konu sem ída var, og ég sem tengdadóttir hennar dáðist að hennar sérstæðu greind og til- svörum. Slíkra vitsmuna og sniðug- heita hafði ég ekki þekkt til áður. ída flutti frá Þingeyri til Reykja- víkur og bjó í fáein ár á Brekkulæk 1. Þaðan flutti hún til okkar í Garðabæinn, og dvaldist þar til 89 ára aldurs. Eftir það dvaldist hún á Sólvangi, þar sem hún naut góðrar umönnunar og hjúkrunar þar til hún lést, 93 ára að aldri. Nú eru leiðarlokin. Eins og við lítum í bækur og sjáurn myndir og letur, svo lítur Guð í hjartað. Það vissi ída, og einnig komst hún að raun um, að ellin og eigið hyggjuvit voru bæði þegar til kastanna kont „á sama bekk". Án Guds náðar er allt vorl traust óstödugt, veikt og hjálparlaust. H.P. Drottinn blessi minningu hennar. Ásdís Erlingsdóttir Á morgun verður til moldar bor- in frá Fossvogskirkju elskuleg amma mín, ída. Við áttum margar ánægjustundirsaman. Þegar égbjó við Sundlaugaveg, var enginn góður dagur liðinn fyrr en ég hafði lallað til ömmu að Brekkulæk 1, þar sem hún bjó. Hún tók alltaf vel á móti mér og gátum við setið heilu stundirnar saman. ída amma mín var fróð kona og átti auðvelt með að segja lítilli hnátu sérstakar og skemmtilegar sögur. Hún kenndi mér að lesa og var alltaf jafn áhugasöm við að halda mér við bókina. „Mennt er máttur" sagði hún, enda var hennar aðal áhugamál að lesa góðar bækur og átti hún mikið af þeim. Ef hún tók sér eitthvað fyrir hendur, var það ( vel gert. Öll hennar fallega handa- ; vinna sýnir það. ída amma mín var I virðuleg og stolt kona með brún gáfuleg augu sem voru full af skiln- ingi. Ekki var henni gjarnt á að flíka tilfinningum sínum en rök- j hyggjumanneskja var hún mikil. i Með þessum fáum orðunt kveð I ég ídu ömmu mína en mun alltaf j minnast hennar með söknuði og i virðingu. Peta Ég vil af alhug þakka alla þá vinsemd og virðingu, sem vinir mínir og kunningjar hafa sýnt mér með góðum kveðjum og óskum og gjöfum í tilefni af sjötugsafmæli mínu 4. september s.l. Einkum vil ég þakka sýslunefnd Skagafjarðarsýslu, stjórn Kaupfélags Skagfirðinga, stjórn Fiskiðju Sauðárkróks og stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga, svo og starfsfólki mínu í sýsluskrifstofu og lögreglu héraðsins, fyrir sérstaka virðingu og vinsemd mér sýnda. Ég flyt yður öllum kæra kveðju og bestu óskir um farsæla framtíð, gleðileg jól og heillaríkt komandi ár. Jóhann Salberg Guðmundsson. Draumur Tónlistarmannsins VINNINGAR í BYGGINGAHAPPDRÆTTI SATT: (Dregiö 23. des. 82) 1. Renault 9 kr. 135.000,- 2. Fiat Panda 3. Kenwood og AR kr. 95.000- hljómtækjasamstæða 4-5. Úttekt í hljóðfæraversl Rin & kr. 46.000.- Tónkvísl að upph kr. 20.000 - samt. kr. 40.000- 6. Kenwood ferðatæki ásamt tösku kr. 19.500- 7. Kenwood hljómtækjasett í bílinn 8-27. Úttekt í Gallery Læjartorgi og kr. 19.500,- Skífunni-íslenskar hljómplöfur (að upph. kr. 1.000.-) kr. 20.000,- (Ath. verömæti vinninga miðað við apríl 1982) Verðmæti vinninga alls kr. 375.000 - Á morgun 20. desember verður jarðsungin frá Fossvogskapellu Ida Pétursdóttir Bjarnason. ída var dóttir Hildar Amalíu Karólínu Sigurðardóttur og Péturs Magnúsar Bjarnasonar. Móðir Hildar hét Sæunn, og var hún dótt- ir sr. Þorleifs Jónssonar, prófasts í Hvammi í Dölum, og konu hans Þorbjargar Hálfdánardóttur prests á Mosfelii. Systir Sæunnar hét Jó- hanna Kristín, sem giftist Hákoni Bjarnasyni, kaupmanni á Bíldu- dal. Jóhanna Kristín var móðir Lárusar H., Ágústs og Ingibjarg- ar Bjarnason fyrrverandi alþingis- konu og skólastjóra Kvenna- skólans í Reykjavík. Pétur Magn- ús, faðir ídu, var sonur Stefáns Bjarnasonar, sýslumanns m.a.á ísafirði, og konu hans Karen Emil- ie Bjarnason. ída ólst upp hjá þeim ágætis- hjónum Sigmundi Grímssyni og Steinunni Jónsdóttur á Skarfsstöð- um í Dölum. En Steinunn lést árið 1900, þegar ída var 11 ára. Seinni kona Sigmundar hét Sigurbjörg Jónsdóttir. ída sagði mér að hún hafi átt góða assku. Hún minnist oft á æsku- vinkonur sínar, m.a. Steinunni Þorgilsdóttur sem var á líkum aldri og hún, en afi Steinunnar var fóst- urfaðir ídu. Einnig minntist hún með sérstökum hlýhug á föður- bróður sinn, Björn heitinn Bjarna- son, sýslumann á Sauðafelli, en hann reyndist frænku sinni einkar vel. Hann gerði sér far um að hitta hana ef leið lá urn, og hann gaf henni gullpening þegar hún fermd- ist. Eitt sinn sagði hann við ídu: ída mín! Mundu, að þér liggja stór- ar ættir. Þetta átti að vera hvetj- andi, og ábending til hennar að standa sig vel í lífinu. Björn heitinn gerði sér ekki ntanna mun og var Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma ída Pétursdóttir Bjarnason Mávanesi 2, Garðabæ verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 20. desember kl. 3 e.h. Úlfar Hildingur Nathanaelsson Sigríöur ída Úlfarsd. Mahanti Úlfhildur Sigríður Úlfarsdóttir Petrína Sæunn Úlfarsdóttir Þorsteinn Erlingur Úlfarsson Ólafur Helgi Úlfarsson og barnabarnabörn Ásdís Erlingsdóttir Dr. Jogesh C. Mahanti Ólöf Pálína Úlfarsdóttir Björn Logi Björnsson Erlingur Pétur Ulfarsson Helga Gunnarsdóttir Þökkum auösýnda samúð viö andlát og útför Kristjönu Bjarnadóttur frá Stakkhamri Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.