Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 18. - 19. desember 1982
Dagrenning, dúkrista ’82 tileinkuð C.W. Gluck eftir Ingiberg Magnússon. Forsiða fyrstu Haydn, dúkrista 1982, eftir Jón Reykdal. Forsíða annarrar hljómleikaskrárinnar.
hljómleikaskrárinnar.
Spennandi samstarf
Rœtt
við Hafstein
Guðmundsson
fagottleikara
og
Jóhönnu Bogadóttur
myndlistarmann
um tónleika
Islensku
hljómsveitarinnar
á sunnudag.
„Viö vorum bjartsýn í upphafi og
getum verið mjög ánægö meö þaö
sem komið er“, sagði Hafsteinn
Guömundsson, stjórnarmaöurog
fagottleikari í íslensku
hljómsveitinni, en blaðamaður
Þjóöviljans ræddi viö hann í tilefni
af þriðju tónleikum þessarar
nýstofnuðu sinfóníuhljómsveitar í
Háskólabíói annaö kvöld
sunnudag, kl. 20.30, en þeirbera
yfirskriftina Hátíðarsöngvar.
Ennfremur var rætt við Jóhönnu
Bogadótturmyndlistarmann, en
hljómsveitin er í samvinnu viö
Grafíkfélagiö um gerö
hljómleikaskráa og mynd eftir
Jóhönnu prýöir einmitt skrána sem
gefin er út í tilefni af hljómleikunum
á morgun.
- Þú segist vera ánægður með
það sem komið er, Hafsteinn. Spil-
ið þið þá fyrir fullu húsi?
- Á þeim tvennum tónleikum
sem vérið hafa hefur verið uppselt.
Gamla bíó tekur aðeins um 500
manns en hljómleikarnir á sunnu-
dag verða í Háskólabíói sem tekur
helmingi fleiri og vonumst við nátt-
úrlega einnig til að þar verði upp-
selt.
- Hvað verður á þessum Há-
tíðarsöngvum?
- Mesta verkið sem við flytjum
er Kantata nr. 140 eftir Johann Se-
bastian Bach og það er söngsveitin
Fílharmonía, sem er 80-90 manna
kór, sem flytur verkið með hljóm-
sveiti.nni, en einsöngvarar eru
Signý Sæmundsdóttir, John
Speight og Sigurður Björnsson.
- Og þessu verður sjónvarpað
beint?
- Já, sjónvarpið hefur nú fengið
tæki sem gera því kleift að sjón-
varpa beint og mun þetta vera í
fyrsta skipti sem það er gert frá
listaviðburði utan úr bæ.
- Hvað verður fleira á tón-
leikunum?
- Það sem gerir þá líka sérstaka
er að þarna verður einleikur á lútu
sem Snorri Örn Snorrason sér um.
Hafsteinn Guðmundsson stjórnarmaður og fagottlcikari í íslensku hljómsveitinni og Jóhanna Bogadóttir
myndlistarmaður. A milli þeirra er myndin eftir Jóhönnu sem prýðir forsíðu hljómleikaskrárinnar á
sunnudag. Ljósm.:Atli.
Hann spilar þrjú hátíðarverk frá
endurreisnartímabilinu. Eitt af
stefnumálum hljómsveitarinnar er
að hljómleikar hennar verði ekki
alveg í hefðbundnu formi og þetta
er gert til þess að skapa meiri fjöl-
breytni. Þá verður frumfluttur
þáttur fyrir strengjasveit eftir
Áskel Másson sem hann samdi sér-
staklega fyrir hljómsveitina og
þessa tónleika. Þá verður ennfrem-
ur flutt fimmtán radda hátíðarmód-
etta fyrir tvöfaldan kór, málm-
blásara og orgel eftir Giovanni Ga-
briel sem var uppi um 1600. Nefnist
hún In ecclesis.
- Svo sýnist mér vera þarna eitt
nýmæli enn - í lokin?
- Já, í lokin verða leiknir jóla-
sálmar og gefst fólki í salnum kost-
ur á að syngja með. Mörgum
finnst þetta mest spennandi þáttur
tónleikanna.
- Nú ert þú fagottleikari, Haf-
steinn. Hvert er þitt aðalstarf?
- Ée spila með Sinfóníuhljóm-
hg ,---------
sveit Islands og kenni þar að auki
dálítið.
- Eru flestir hljóðfæraleikararn-
ir í íslensku hljómsveitinni at-
vinnutónlistarmenn?
íslenska hljómsveitin á æfíngu undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Á hljómleikunum á sunnudag verður
m.a fTutt kantata eftir Bach, og kemur þar einnig fram söngsveitin Fílharmonía ásamt einsöngvurum. í lok
hljómleikanna gefst svo áheyrendum tækifæri á að syngja nokkur jólalög við undirleik hljómsveitarinnar.
- Já, þeir eru það og ennfremur.
eru nokkrir sem eru langt komnir í
tónlistarnámi. Þátttaka í þessari
hljómsveit er hugsuð sem hluta-
starf og ekki síst tækifæri fyrir þá
sem fást við kennslu að taka þátt
í hljóðfæraleik.
- Nú ert þú í tveimur sinfóníu-
hljómsveitum. Er ekki erfitt að
þjóna þannig tveimur herrum?
- Já, enda var það ekki meiningin
að ég yrði til frambúðar í þessari
hljómsveit, heldur aðeins meðan
hún væri að komast á legg. Það
finnst mér spennandi glíma.
- En hvaða áhrif hefur uppkoma
þessarar nýju hljómsveitar haft á
þá gömlu?
- Fólk er af og til að spyrja hvort
við stælum ekki áheyrendum frá
Sinfóníuhljómsveit íslands. Raun-
in hefur ekki orðið sú. Við fengum
í upphafi um 400 áskrifendur á
hljómleika íslensku hljómsveitar-
innar, en á sama tíma hefur áskrif-
endum Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands fjölgað frá því í fyrra.
- Þið gefið út mjög glæsileg
„prógröm". Er það á stefnuskrá?
- Já,það vareitt afstefnumálun-
um, enda hafa þau vakið
verðskuldaða athygli.
- Og þá er best að snúa sér að
þér, Jóhanna. Hvernig er tilkomið
þetta samstarf milli myndlistar-
manna og íslensku hljómsveitar-
innar?
- Þeir sneru sér bréflega til
grafíklistamanna og báðu þá
myndlistarmenn sem hefðu áhuga
á samstarfi að láta vita.
- Og myndir eftir ykkur prýða
forsíður hljómleikaskránna. Er
myndefnið í tengslum við viðkom-
andi tónleika?
- Það er sjálfsagt allur gangur á
því. Ég hef undanfarið verið mikið
með turnmótíf í myndum mínum
og núna gerði ég nýja mynd með
turnmótífinu yfir þessa hljómleika
og spilaði Bach mikið á meðan.
Það eru því komnar klukkur og
rósir inn í myndina, sennilega fyrir
áhrif frá tónlistinni. Æskilegra
hefði sjálfsagt verið að fá meiri
tíma til undirbúnings og fá þá að
hlusta á æfingar og sjá hvað hefði
komið út úr því. Það er allt öðru
vísi að hlusta á lifandi tónlist en af
plötum. Annars hlusta ég alltaf
mikið á tónlist þegar ég er að
vinna.
- Að lokum. Eru þessar grafík-
myndir til sölu?
Jóhanna: Það eru gerð 35 eintök
af hverri mynd og eru myndirnar til
sölu og sýnis í anddyri Háskólabíós
um helgina á mjög hagstæðu verði.
Hafsteinn: Fólk getur líka gerst
áskrifendur að þessari grafíkseríu
því að ný mynd bætist við á hverj-
um tónleikum. Ef fólk kaupir
myndirnar ætti það því að muna vel
þetta tónlistarár.
- GFr.