Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 20
DWÐVIUINN
Helgin 18. - 19. desember 1982
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9—12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663
BRAVÓ MANÚELA!
Halldor B. Runólfsson
skrifar um
hljómplötur
Flestum tónlistarmönnum
þætti það ærið að leika inn á
eina hljómplötu, þótt þeir hefðu
til þess nokkradaga, hvað þá
heldur ef plöturnar væru orðnar
tvær. Að leika inn áfjórar
breiðskífur á tveimur dögum og
gera það með glæsibrag, er
einungisáfæriörfárra. Dagana
11. og 12. september
síðastliðinn, gerði Manuela
Wiesler sér lítið fyrir og laukaf
hljóðritunum í Háteigskirkju
sem nú eru komnar út á fjórum
einleiksplötum.
Þetta er einstakt afrek og til þess
þarf ekki aðeins afburðahæfileika
heldur einnig kjarkm Mánuela
virðist hafa nóg af hvoru tveggja.
Hún hefur reyndar sýnt það oft
Út er komin hjá Prenthúsinu
fjórða bindi teikninga Sigmunds
Jóhannssonar frá Vestmanna-
eyjum, sem er daglegur gestur í
Morgunblaöinu.
Sigmund teiknar fyrst og fremst
pólitískar uppákomur samtímans.
áður hvers hún er megnug. Repert-
orium hennar er orðið býsna langt
og breitt, spannar tónlistarsöguna
þvera og endilanga einleik kamm-
ertónlist og konsertverk með stórri
hljómsveit. Hvort heldur hér
heima eða erlendis, hefur hún
hvarvetna hlotið lof fyrir leik sinn
og túlkun, enda hefur hún unnið til
ótal verðlauna þar sem hún hefur
tekið þátt í tónlistarsamkeppni.
Það er ekki ætlunin að rekja
lífshlaup Manuelu, en eitt held ég
að menn séu sammála um, að tón-
listarlíf væri hér snöggtum fátæk-
legra ef við hefðum ekki notið
spilamennsku hennar síðustu tíu
árin.
Það rennur fljótt upp fyrir hlust-
anda þegar hann bregður þessum
fjórum plötum á fóninn, að Manu-
ela er jafnvíg á alla tegund tónlist-
ar. T.d. er fyrsta platan helguð
flaututónlist frá barokktímanum.
Þar má finna útgáfu franska tón-
skáldsins Marin Marais af hinum
þekkta 17. aldar dansi, „Glettur
En til að hressa upp minni lesenda
hefur verið brugðið á það ráð að
hafa skýringartexta við hverja
mynd.
Bók Sigmundar heitir „Með sínu
lagi“. í henni eru 146 teikningar.
Fjórar
einleiks-
plötur
Manúelu
Wiesler
Spánar" og hefur Manuela útsett
verkið fyrir flautu. Öllu stórbrotn-
ari eru verk Bach-feðganna, Part-
íta Jóhanns Sebastíans í a-moll og
Sónatan í A-dúr eftir Karl Filip
Emanúel.
Önnur platan er tileinkuð franskri
flaututónlist og hefst á hinu stutta
en gullfallega verki Debussys, Syr-
inx. Þá er Smálag eftir Jacques
Ibert og Svíta eftir Jean Francaix í
dálitlum elegansstíl. Fimm áköll
heitir svo lokaverkið eftir André
Jolivet, nemanda Edgard Varese.
Líkt og tónsmíðar kollega hans,
Messiaen, byggja þau mjög á kaþ-
ólskri og austurlenskri dulhyggju.
Plata númer þrjú hefur einnig að
geyma stórt verk eftir Jolivet,
Meinlætalíf og tvær sérstæðar tón-
smíðar Söngvar úr fangelsi eftir
austurríska tónskáldið Paul Kont,
byggðir á fangelsisljóðum Ghandis
og Andhverf nótt eftir Hollending-
inn Ton de Leeuw, kennara nokk-
urra ungra íslenskra tónskálda.
Þessi verk eru sannkölluð íhugun-
artónlist, en það er heiti plötunnar.
Fjórða og síðasta platan er svo
helguð norrænni nútímatónlist.
Hún hefst með Flauto del Sole,
verki sem nýbakaður verðlauna-
hafi Norðurlandaráðs, Áke Her-
manson samdi og tileinkaði Manu-
elu. Eftir fylgir Sónata op. 6, eftir
norska tónskáldið Finn Mortens-
en. Rúsínan í pylsuendanum eru
svo verk eftir þá Leif Þórarinsson
og Þorkel Sigurbjörnsson. Sonata
per Manuela er eins og sjá má til-
einkuð Manuelu. Leifur samdi
hana 1979 og var hún frumflutt í
Jólasveinar
Iðunn hefur gefið út bókina Jóla-
sveinahcimilið. Vettvangskönnun.
Höfundar eru Þórarinn Eldjárn og
Brian Pilkington. Þórarinn „vann
úr gögnum stofnunarinnar og tók
viðtöl,“ en Brian teiknaði mynd-
irnar. Báðir eru þeir vel kunnir
fyrir verk sín, Brian fyrir mynd-
skreytingar, meðal annars við Ást-
arsögu úr fjöllunum og Gilitrutt,
Þórarinn fyrir kveðskap og sögur. -
Skopmyndasafn Sigmunds
Skálholti sama ár. Þetta er slungið
verk og byggt upp sem barokksk
fúga. Lestina rekur Kalais, eftir
Þorkel, stórskemmtilegt verk
byggt á grískri goðsögn um son
Norðangarrans sem seiddi til sín öll
sjávarins kvikindi með tónlist.
Á þessum síðustu og verstu tím-
um þegar mörg listin er rekin sem
hver önnur gróðaútgerð, getur
maður ekki annað en verið snort-
inn af þessu ævintýralega framtaki
Manuelu. Að heyra hana leika svo
meistaralega gegnum hverja plötu-
hliðina á fætur annarri er unun.
Ekkert er upskrúfað og ekkert er
fals, heldur náttúrulegur og sterkur
hljómur sem hvergi verður
tilbreytinga- né tilfinningalaus.
Ekki sakar að upptakan skuli vera
svo vel úr garði gerð, en hana ann-
aðist Bjarni Rúnar Bjarnason af
rniklum næmleik og sparaði alla fil-
tra og effekta. Útkoman er sannur
og hreinn náttúruhljómur
flautunnar.
Til hamingju Manuela þessar
hljómplötur eiga eftir að lifa í inni-
leik sínum, þegar hitt sem skorti
sannfæringu er dautt.
heimsóttir
Jólasveinaheimilið er gamansöm
lýsing á lífi jólasveina í nútíman-
um. Meðal efnis er viðtal við jóla-
köttinn, meðmæli frá nokkrum
atvinnuveitendum Gluggagægis,
sjúkdómsgreining frá sálfræðingi
Hurðaskellis, lögregluskýrslur,
sakaskrá o.fl. Meðal annars kemur
hér fram að jólasveinarnir vilja
verja starfssvið sitt fyrir aðvífandi
jólasveinum frá útlöndum.
Felagi ORÐ SSmmk
MATTHIASAR JOHANNESSEN
I þessari bók, Félagi oró, eru greinar, sanitöl og Ijóó frá ýmsum
tímum sem höfundur hefur nú safnaö saman í eina bók. Sumt af
þessu efni hefur áður birst á prenti, en annaö ekki. í bókinni eru
greinar um bókmenntir og stjórnmál, og m.a. áður óbirtar frásagnir
af sovésku andófsmönnunum Brodský, Búkovský og Rostropovits,
sem allir hafa komió hingaö til lands, en eru heimsþekktir hver á sínu
sviði. Fjölmargir íslenskir og erlendir menningar- og stjórnmálamenn
koma viö sögu í bókinni. Kaflaheitin gefa nokkra hugmynd um
verkió: Af mönnum og málefnum, Undir „smásjá hugans" (af
Buckminster Fuller), Rispur, Bréf til Gils (Guömundssonar fyrrum
alþingismanns sem vöktu niikla athygli á sínum tíma), Andóf og
öryggi og Vetur á næstu grösum, en þar eru áöur óbirt Ijóó Matthías-
ar sem tengjast efni bókarinnar meö sérstökum hætti.
ÞJÓÐSAGA
ÞINGHOLTSSTR/ETI 27 — SÍMI 13510