Þjóðviljinn - 18.12.1982, Page 6

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Page 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN .Helgin 18. - 19. desember 1982 og trúarofstæki, aðrir fá útrás fyrir maníuna á skíðum og í annarri íþrótt. íslenskir púritanar sem eru hlynntir bældu kynlífi, endalaus- um boðum og bönnum, þrífast því vel á þessum gerilsneydda út- kjálka. Svíþjóð er lögregluríki (eins og öll ríki), ofskipulagt samkvæmt einhverjum ídealisma og er auðséð að hér hafa steingeitur og vatns- berar verið að verki. Þeir sem elska skýrslur í þríriti, ljósbrúna rykfrakka, hafa þjóðfélagslega meðvitund um alvarleg samtíma- vandamál og eru á móti kynþátta- ofsóknum annarsstaðar en í eigin garði munu hafa það gott meðal svía. Þeir sem vilja tileinka sér ár- angursríka yfirborðsmennsku sem er ekki eins hlægileg og sú sem lær- ist í Ameríku fari endilega til Sví- þjóðar. Dejlige Danmark er hins vegar naut með sterka vog og krabba. Latir nautnabelgir, flatt rjóma- kökuhð með sultu og útbmnnin hippakerti finna þarna ágætis gröf til að rotna í. Þama er hægt að læra félagsráðgjöf og velta sér uppúr gamalli skáldarómaantík. Snakk og tilfinningaleg flatneskja og al- þjóðapóhtískt hræsnisbabbl er mjög inn. Holland er um margt líkt Dan- mörku, er naut og vog, löndin eru flöt og fólkið flatt og slappt. Kar- akterleysi reyna hoUendingar að bæta sér upp með yfirborðslegum elskulegheitum. LQct og til Dan- merkur fara þangað Ustamanns- aumingjar og iðjuleysingjar sem ekki nenna að vinna og vilja lifa á kerfinu, dópistar komast í stórar veislur og veiklyndir blómaaðdá- endur finna sína væmnu paradís. Þunglyndir sporðdrekar geta drekkt sér í kanölunum. Bretland er fyrir steingeitur, ’bogmenn, fiska og hrúta. Kerfi þeirra er stíft og úrelt, þeir elska innihaldslaus ritúöl og stífar sam- skiptavenjur. Þeir sem ffla sUkt og hátíðlegheit og grobb og hafa gam- an af kynþáttaóeirðum finna sitt. Annars er gamla ljónið að verða tannlaust og veit það ekki á gott, en það situr þó enn á miklum menningarlegum ránsfeng einsog reyndar frakkahelvítin h'ka (sjá lúvr). Þýskaland er hrútur, meyja og steingeit og má skipta því í tvo meginflokka. Höfuðeinkenni fyrsta flokks er gegndarlaus agi, nákvæmni og smámunasemi. Það Þýskaland hentar vel íslendingum sem kunna vel við sig á bílaverk- stæðum. Bakvið þetta slétta og fellda yfirborð er svo að finna mikla spillingu, úrkynjun ogglæpi og er Berlín t.d. ágætisborg fyrir þá sem vilja kynnast móralslausu gervihfsmunstri. Hin háa sjálfs- morðstíðni þýskra unghnga ætti líka að geta laðað að sér íslenska námsmenn. Austurríkismenn og sviss- lendingar eru líkir þjóðverjum en eru enn verri, þ.e. stífari, kaldari, smámunasamari og íhaldssamari. Grikkland er sambland af eldi og vatni líkt og hinar Miðjarðar- hafsþjóðirnar. Þeir sem hafa mjög sterkan mars fari í löndin fýrir botni Miðjarðarhafs, gömlu Mesapótamíu og Mið- og Suður- ameríku. Neptúnskir draumóra- meim og lífsflóttaaumingjar fara að sjálfsögðu til Indlands og Nepal og gufa þar upp í skýjaborgum. Hvað varðar fiskinn þá er hann svo áhrifagjam að hann getur verið hvar sem er þar eð hann hef- ur hvort sem er engan sjálfstæðan vilja. Þó koma helst til greina Portúgal, Færeyjar og Kína. Að lokum viljum við takafram: Finnið vit og þor til að kannast við ykkar rétta eðli. Ættsmáir og sam- bandalausir haldi sig erlendis eða hætti námi, það er heimska að halda að menntun ein opni dyr á íslandi. Hugmyndalausir aumingj- ar, skræfur, vinglarogdusilmenni, dralluhalar, skíthælar stunda nám áíslandi. Svarti- dauði Stj arnspekileg úttekt Kanada er í kalda satúmusar- beltinu og er fín fyrir þurrpumpu- legar steingeitur sem eru hræddar við að fara til útlanda, hræddar við hfið og þurfa mikið öryggi. Ef við höldum áfram með sat- úrnusarbeltið þá er ágætt að taka Sovétríkin fýrir næst; en þau | stjórnast af steingeit og sporð- dreka og eru ágæt fyrir úrelta 1 frasakalla, dogmatíska stofu- komma og aðrar pólitískar eftir- legukindur, þótt þær hafi reyndar farið til Svíþjóðar og Noregs í seinni tíð. Kerfisdýrkendur og þeir ósjálfstæðu aumingjar sem vilja láta heilaþvo sig og mata á skoð- unum falla vel inm' þessa þumbara- legu jarðarfararstofnun sem gekk af sósíalismanum dauðum fyrir langalöngu svo að stöðnun, kúgun og gelda mættu heltaka þessa aumu þjóð sem ekki hefur mann- dóm í sér til þess að brjóta af sér þrælshlekkina. Hvað varðar aðrar þjóðir þá eru finnar fúllyndir, í eilífri skamm- degisdepressjón, drykkfehdir, hjátrúarfúlhr nátthrafnar og bæld- ir ofsamenn eins og íslendingar. Þeir sem ffla sig vel á íslandi eiga að fara til Finnlands ef þeir hafa döngun í sér. Noregur er meyja og meyjan er smásmuguleg og rúðustrikuð og lifir eftir vasabókinni. Auk þess er Noregur sporðdreki. Ofstæki er því landlægt og birtist það á ýms- um sviðum. Sumir eru í siðferðis- Stjörnuspádómar hafa ekki átt upp á pallborðið í Þjóðviljanum og er nú kominn tími til að bæta úr því. Við rákumst á bráð- skemmtilega grein í blaðinu Sæmundi, sem Samband íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) gefur út þar sem gefnar eru stjarnfræðiiegar leiðbein- ingar um það hvaða lönd stúdentar eiga að velja sér til náms. Fengum við leyfi til að ibita greinina og hér kemur hún: Mörgum hefur vafíst tunga um fót andspænis þeim vanda að taka ákvörðun um hvaða land skuh val- ið sem námsland. Hafa margir tek- ið vitlausar ákvarðanir og aldrei beðið þess bætur. Þeim sem rétt hafa valið til staðfestingar og hin- um sem vitlaust hafa vahð eða vit- laust ætla að velja, er hér til árétt- ingar og leiðbeiningar htilsháttar stjarnspekileg úttekt á nokkrum þjóðum og löndum sem íslending- ar sækja gjarnan til. Lesandigóur: Þar sem þú finnur samsvörun við karaktereinkenni þín og stjömu- merki, þar áttu heima og þar áttu að nema. á nokkrum þjóðum og löndum ið er líka sterkt í þessu landi. Spán- verjar era ýmist tildurrófur eða lúðar, montnir og síkjaftandi blaðrarar með eintóma yfirborðs- mennsku og vitleysu líkt ogítahr. Þeir era öfgafullir og næf, opnir og lokaðir til skiptis og mikhr trúar- hræsnarar margir hverjir. Uppá hásléttunni er kaldur þunglyndis- keimur sem er góður fyrir sporð- dreka sem vilja vera deprímeraðir og fúlir. Pungrottur og kynferðislega i bælt fólk finnur marga lagsbræður I í þessum latnesku löndum og svo þeir sem elska eilíft kaos, terror- | isma og upplausn. Við skulum þá næst bregða okk- ur yfir Atlantshafið, til Bandaríkj- anna, en þau era krabbi, tvíburi og |rísandi bogmaður. Sentímentalí- tet og eilífur kjaftháttur og froðu- snakk einkenna þessa heimsku þjóð sem á sér enga fótfestu í sög- unni og lifir á því að ræna menn- ingu annarra. Því era Bandaríkin i heppileg fyrir hæfileikalausa, inn- antóma og gráðuga asna, heimsk sníkjudýr. Svo og þá sem vilja fá billegar háskólagráður quick aii’ easy. Andlegir öryrkjar sem eru ófærir um að verða sér úti um and- lega fæðu fá góða og umhyggju- sama mötun, svo og fjölmiðla- fræðingar sem taka magn framyfir gæði. Þetta er bara sýnishom af NORMU fötunum, af ANELLO skónum og OUTSIDE jakkafötunum. Frakkland er ljón, meyja og sporðdreki. Frakkar era frekir, montnir, stoltir og eigingjarnir. Smásmuguleg rökvísi og ná- kvæmni er ráðandi afl í þjóðarsál- inni, aðfinnslusemi, sparðatíning- ur og þröngsýni. Þeir sem áhta að hroki og kerfisbundin hugsun sem ekki leiðir til neins séu æðstu mannlegar dyggðir ættu að geta fflað sig vel í Frakklandi. Sömu- leiðis falla átvögl og kynóðir hóg- hfisseggir vel inní hfsmynsturþess- arar þjóðar. Til Ítalíu eiga að fara ljón og krabbar. ítalir era um margt hkir frökkum; en era þó mun gefnari fyrir tilfinningavellu og ólógískt háttarlag. íslenskir karlmenn sem eru óþolandi sentímental, sjálfs- vorkunnarsamir vælukjóar og ó- læknandi mömmudrengir faha vel að Ítalíu. Líkt og Frakkland er Italía einnig góð fyrir hallærislega hstasnobbara. Spánn er hrútur, tvíburi og sporðdreki, hka bogmaður. Ljón-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.