Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN. Helgin 18. - 19. desember 1982 ÍSLAND svipur lands og þjóöar Geysir í Haukadal Dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur skrifar úru“. Sú bók kom út á fjórum tung- umálum og hefur nú enski textinn verið gefinn út þrisvar og sá þýski tvisvar. Bækur Hjálmars hafa því farið víða, verið lesnar og skoðaðar í ótal löndum. Sjálfur hef ég átt heima í tveimur löndum erlendis, sinn hvorn ára- tuginn og raunar lengur, og get bor- ið um, hve mikill fengur er að slík- um bókum, þegar sagt er frá ís- landi. Þær vitna um fegurð Iands- ins. Góður rómur var ævinlega gerður að bókunum, jafnvel í þess- um tveimur löndum „mínum“, Noregi og Kanada, þar, sem fólk getur bæði státað af fallegu föður- landi og fágaðri landkynningu. Myndir Hjálmars liafa margt augað glatt og mörgum sagt ríka sögu af landi og þjóð, íslandi og íslendingum. Það er því gleðiefni, að nú sé komin fjórða bókin um ísland í máli og myndum eftir Hjálmar R. Bárðarson og er sú reyndar mest að vöxtum, en jafnframt heillandi verk í alla staði. Segir mér svo hug- ur um, að bókin muni vekja aðdá- un víða um lönd. Bókin er um 430 blaðsíður í vönduðu bandi. í henni eru 20 kaflar um land og þjóð, 650 ljós- myndir, teikningar og kort, þar af 220 litmyndir. Auk megintexta fylgja skýringar í sértexta öllum myndum, teikningum og kortum. Upphafskaflarnir fjalla um fund íslands, víkinga og landnám, jarð- sögu íslands og þjóðarsögu. Þá koma 14 kaflar um einstök svæði landsins. Farin er hringferð um landið og staldrað við á merkum stöðum og áhugaverðum. Lýst er mannlífi og umhverfi þess, náttúru landsins, fuglum, gróðri, jöklum og óbyggðum. Að lokum er kafli um sköpun Surtseyjar og annar um Vestmannaeyjar og eru í þessum síðustu köflum margar snilldar- myndir af eldsumbrotum og stór- tíðindum. Til fróðleiks lesendum víðs veg- ar um land skal hér getið kafla- heita: Reykjavík og nágrenni, Reykjanes, Faxaflói, Snæfellsnes, Vestfirðir, Norðurland vestra, Ak- ureyri, Grímsey, Norðausturland, Herðubreið og Askja, Austfirðir, Vatnajökull og Öræfi, óbyggðir (miðhálendið), og að lokum er lýs- ing á Suðurlandi. í hverjum kafla er sægur listilega tekinna ljós- mynda. Skýringar með myndum og kortum eru fróðlegar og læsilegar, mikil náma upplýsinga um ísland. Yfirlitskaflar í upphafi bókar- innar, um fund íslands, þjóðar- sögu og jarðsögu, eru samdir með hliðsjón af nýjustu þekkingu, en þó á alþýðlegan og auðskilinn hátt. Sagt er frá siglingum Ira yfir Atl- antshaf, fyrir landnámsöld, Pöpum á íslandi - og jarðsagan er túlkuð út frá landrekskenningunni. Mun mörgum lesendum bókarinnar ef- laust finnast jarðsögulýsingin ný- Framhaldá 13. siöu. Ný bók eftir Hjálmar R. Bárðarson „Sjón er sögu ríkari" hafa menn lengi sagt og hafa orð þessi vafa- laust verið talin fornkveðin þegar á þeim tíma, sem Snorri ritstjóri í Reykholti gekk frá Heimskringlu sinni. Það hefur löngum þótt vera lærdómsríkara að vera sjónarvott- ur en láta sér einvörðungu nægja annarra manna frásagnir. í fornum lögum Gyðinga t.d. er skarpur greinarmunur gerður á milli á- reiðanleika sjónarvotts og heyrnarvotts. Málshátturinn - sjón er sögu ríkari - þykir enn hið þarflegasta spakmæli, óbreyttur, en hinn forna höfund hans hefur þó ekki grun- að,að unnt yrði þegar tímar liðu að sjá stað án þess að koma þangað. Vísindin tóku framförum, ljós- fræði hófst, efnafræði og um síðir furðuleg tækni þar sem menn létu ljóseindir spora blað, ef svo mætti að orði kveða. Ljósmyndir komu til sögunnar. Sjón og saga sam- einuðust í Ijósmyndinni. Listin greip síðan tækifærið og nú hafa menn notið dásemda þess- arar tækni í hundrað ár. Framfarir í prentlistinni hafa stuðlað að marg- breytni og aukið ánægjuna með því að fleyta myndinni áfram til æ fleiri, líkt og orðum skálda og fræðara allt frá dögum Guten- bergs. Þannig hafa sífellt fleiri getað notið þess, sem bar fyrir augu ljós- myndarans þegar mynd var tekin - notið andartaks úr fjarlægð, stund- um löngu liðins. Hin fagra sýn, eða lióta, lifir í myndinni -og í bókinni. Eg blaða í bókinni og staldra við mynd og hugsa: ég var þarna líka, á þessum stað, þá. Stundum sjáum við á svipstundu hið sama og hafði vakið athygli ljósmyndarans: eldgos, glóandi hraunslettur þeytast langar leiðir, regnboga í skörpum litum skins milli skúra, hina sérkennilegu sýn. En oft er okkur bent, kennt að sjá það, sem ella hefði farið framhjá okkur: viðarreka á fjöru, hvann- stóð í brekku, mosa, skugga á steini. Við eigum þá ljósmyndaran- um að þakka það, sem blasir við á myndinni, kunnáttu hans, fundvísi og þolinmæði. Hann segir frá með mynd, sem við hin njótum. Þetta er list hans. Um þessar mundir kemur út bók eftir einn af meisturum íslenskrar ljósmyndunar, Hjálmar R. Bárðar- son. Bókin heitir ísland, svipur lands og þjóðar. Fyrri bækur Hjálmars um ísland hafa notið mikilla vinsælda. Hin fyrsta hét „ísland farsælda frón“ en önnur „ísland“ báðar með texta á 6 tungumálum. Báðar bækurnar voru gefnar út tvisvar og eru nú uppseldar. Þriðja bókin var „ís og eldur, andstæða íslenskrar nátt- Himbrimi á hreiðri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.