Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 5
Helgin 18. - 19. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Sagnaþættir n\jólkiirbflstjóra á Suííurlsmdi I. hindí YS.IUK AUSTRÆNA GUNNAR 'BJARNASON CRÁÐUNAU1'UR °1SISENZKA ^HESISINS Gk 20. ÖISD f þessu lokabindi úrvalsverksins eru m.a. ættskrár 380 stóðhesta, leiðbelnlngar um hrossakynbætur, auðskllin erfðafræði og skýrlngar á myndun gæðlngaættstofna Innan íslenska hestakynsins. Hundruð mynda og tugir lltmynda. Ættbókin nær fram á Vindheimamelamótlð sumarið 1982. f þessu blndl birtist elna ættskráin yflr útflutta stóðhesta sem til er. Auk þess risavaxin nafnaskrá yfir öll 4 bindin, með þúsundum nafna manna og hrossa. Verð kr. 1.580,80 Þeir voru á fjölmargan hátt bjargvættlr sveitanna og þéttbýlisneytenda, lentu í hrakningum, keyptu tvlnna fyrir konuna og önnuðust ýmis mál fyrir bóndann. Merkileg atvinnusaga um einstætt tímabll. Urmull Ijós- mynda og ítarleg nafnaskrá. Verð kr. 617,50 Jón Jónsson Björn G. BJörnsson Valtýr Guðmundsson Guðbrandur Magnússon Indriði Indrlðason HJARTSLATTUR A ÞORRA GLÆÐUR VINJAR ARBOK AKUREYRAR ÆTTIR ÞINGEYINGA 2 sniðugar lyfti-flipa-bækur um hvolpinn Depil. Krakkarnir fylgj- ast með honum. Þau lyfta flipum á myndunum á hverrl opnu og undlr þeim leynist ýmlslegt óvænt. Stórt letur. Lltlu lesendurnir fylgjast spenntir með og læra að lesa um leið. Depils-bækurnar eru fyrlr 2-5 ára börn, ævintýri og lelkfang í senn. Verð kr. 98,80, hvor Depils-bók. Reyfarar Folletts koma úr mannkynssögunnl. Nú er það rússneski stjórnleysinginn Fellks sem reyndl að koma í veg fyrir fyrrl helmsstyrjöld- ina með hryðjuverkum í Eng- landi 1914. En tvær konur mýkja lund hans. Yflrstétt rússneska kelsara- dæmislns og enska helms- veldisins ívanda: Utangarðsfólk og vaknandi kvennahreyfing knýja á. Furðuleg atvik og logandl gírnd. Ken Follett er ungur, djarfur. Verð kr. 395,20 | 44 rímuð Ijóð. Kr. 284,00. | 77 Ijóð og stökur. kr. 284,00. 193 rímuð og órímuð Ijóð. Kr. 284,00. | Fréttir, greinar, myndir, skrár. Kr. 120,00. IV bindi ítarlegs verks. Fjöldi mynda. Kr. 698,80. BÓKAFORLAG ODDS BJORNSSONAR, AKUREYRI Stofnsett 1897 Slangur- bókin komin út Út er komin Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál, eftir Mörð Árna- son, Svavar Sigmundsson og Öm- ólf Thorsson sem allir hafa unnið við Orðabók Háskólans, auk þess sem Svavar hefur undanfarin ár unnið að gerð samheitaorðabókar. Bókin er skreytt fjölmörgum og líf- legum teikningum eftir Grétar Reynisson og Guðmund Thorodd- sen myndlistarmenn. Bók þessi er mikið verk. Viöa er leitað fanga og auk almenns slang- urs hafa höfundar lagt áherslu á söfnun orða úr sjómannamáli, máli tónlistarmanna, máli íþrótta- manna, auk þess sem leitast hefur verið við að safna orðum úr lit- skrúðugum orðaforða þeirra, sem ástunda neyslu áfengis og fíkni- efna. Bók sem þessi hlýtur að teljast merkur viðburður og forvitnileg öllum sem áhuga hafa á máli og mannlegum samskiptum. Samsvar- andi orðabækur hafa verið gefnar út í öllum helstu menningarlöndum heims. Útgefandi er Svart á hvítu. Mœðrastyrksnefnd 55 ára á nœsta ári Jólasöfnun hafin Mæðrastyrksnefnd Reykjavík- ur, sem verður 55 ára á næsta ári, hefur nú hafið árlega söfnun sína en eitt meginverkefni nefndarinnar undanfarin ár hefur verið að úth- luta, jólaglaðningi" til einstaklinga og fjölskyldna í Reykjavík. Samskotalistar hafa þegar verið sendir út til fyrirtækja og söfnun á fatnaði er hafin. Fatnaði verður veitt móttaka að Grjótagötu 14, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 14- 18 og þar verður honum einnig úthlutað. Beinir nefndin því til Reykvíkinga að bregðast nú vel við svo og til þeirra sem sækja ætla um jólaglaðninginn, að þeir geri það sem fyrst. Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar er að Njálsgötu 3. Þar er tekið á móti umsóknum og framlögum frá kl. 14-18 daglega. Síminn er 14349. Mæðrastyrksnefnd rekur sem kunnugt er ókeypis lögfræðiráð- gjöf og er Sólveig Fétursdóttir, lög- fræðingur, til viðtals á skrifstofunni alla mánudag kl. 10-12 og veitir aðstoð þeim sem þess þurfa. Guðlaug Runólfsdóttir, gjaldkeri, Unnur Jónasdóttir, formaður, og Helga Rafnsdóttir ritari á skrifstofu Mæðrastyrksnefndar Mæðrastyrksnefnd verður 55 ára á næsta ári, en nefndin var stofnuð 1928. Þá var öðruvísi um að litast í Reykjavík og kjörin slæm og ótrygg. Stuðningur nefndarinnar réði oft úrslitum um framtíð fátækra heimila og einnig lagði nefndin sitt af mörkum til baráttu fyrir efna- hagslegu og félagslegu öryggi mæðra og ekkna. Helga Rafnsdóttir sem starfað hefur í nefndinni um árabil og er ritari hennar sagði í samtali við Þjóðviljann, að þó að- stæður allar væru nú gjörbreyttar og mikið hefði áunnist, þá væri enn full þörf fyrir það starf sem Mæðrastyrksnefnd einbeitir sér nú að, Guðlaug Runólfsdóttir, skrif- stofumaður og gjaldkeri nefndar- innar sagði að á undanförnum árum hefðu milli 200 og 250 ein- staklingar og heimili sótt urn aðstoð fyrir jólin og Unnur Jónas- dóttir formaður nefndarinnar sagði að þörfin væri greinilega meiri nú. Umsóknir eru þegar farnar að ber- ast og skoruðu þær á borgarbúa að bregðast nú vel við söfnun Mæðrastyrksnefndar. - ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.