Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 15
Helgin 18. - 19. desember 1982 WÓÐVILJINN SÍÐA 15 „Sagakvinder” Guðrún Ósvífursdótlir og Gestur Oddleifsson. Ein af myndum úr bók Lidegaards. „Bók um fornkonur nýútkomin r i Danmörku Fyrir nokkrum dögum kom úr í Danmörku bókin „Sagakvinder" eftir Mads Lidegaard. í bókinni eru frásagnir af nokkrum konum úr íslenskum fornbókmenntum, rakin saga þeirra eins og hún er skráð í sögunum. Bókin er myndskreytt af Jens Rosing en hann hefurkynntsér sérstaklegafornleifafræði og norræna muni og minjar frá söguöld. í kynningu á bókinni frá Schultz-forlaginu segir m.a. á þessa leið: „í bókmenntum fyrri alda eru konur oft hjásætur. Undantekn- ingar frá þessu eru íslensku forn- sögurnar. í’rátt fyrir að þær séu nefndar eftir karlmönnum, skrif- aðar af karlmönnum og hafi al- mennt karla í aðalhlutverkum, er hlutverk kvenna stórt í þessum sög- um. I bókinni segir höfundurinn frá nokkrum þessara kvenna og ör- lögum þeirra. Með orðum sagn- anna kynnumst við hvernig kon- urnar fóru oft með sigur af hólmi, þegar þær áttu í baráttu við karl- menn. Prátt fyrir óvissu um sann- leiksgildi sagnanna og fordóma hina karlkyns höfunda, gefur bókin heillandi innsýn í líf kvenna á Norðurlöndum fyrir 1000 árunt. Og við komumst að raun um hve oft þessar konur hafa haft sálrænt innsæi og framtak til að láta karl- mennina dansa eftir sínum nótum". Ljóðakvöld með Ólöfu Kolbrúnu Út er komin hljómplata er ber yfirskriftina: „Ljóðakvöld“. Ólöf K. Harðardóttir, syngur við undir- leik Eriks Werba lög eftir: Schu- bert, Schumann, Brahms, Sibclius, Mozart og Beethoven. Hér er um að ræða nokkrar perlur úr heimi klassískrar ljóðatónlistar m.a. 10 lög við ljóð Goethes er saman gætu borið heitið: „Konur í ljóðum Goet- hes“, þar sem konur syngja um líf sitt og ástina. Ólöf Harðardóttir Olöfu K. Harðardóttur er óþarft að kynna íslenskum tónlistarunn- endurn því hún hefur haslað sér völl meðal okkar kunnustu tónlist- armanna. Erik Werba er Austur- ríkismaður og einn kunnasti undir- leikari við ljóðasöng sem nú er uppi og á hann sér fáa líka. Hann er einnig prófessor við Tónlistarhá- skólana í Vín og Múnchen og kenn- ir þar túlkun sönglaga. Hann hefur og haldið námskeið fyrir Ijóða- söngvara og undirleikara víða um lönd og á síðustu árum, m.a. komið reglulega til íslands og haldið námskeið við Söngskólann í Reykjavík. Hljómplata þessi er gefin út af íslensku óperunni til styrktar óper- unni, að frumkvæði listamannanna tveggja sem gefið hafa alla vinnu sína. Gull & silfúr hf. hefúr í 12 ár lagt áherslu á vandaða skartgripi — góða þjónustu og ábyrgð á allri vöru. í dag bjóðum við okkar ágætu við- skiptavinum glæsilegra úrval af demants- skartgripum en nokkru sinni áður ásamt hefðbundnum skartgripum úr gtdli og silfri. Veitum sérfræðiaðstoð við val á demants- skartgripum og fullkomna viðgerðarþjónustu. Sendum í póstkröfu um allt land. <§ull Sc HuUitr t)/f LAUGAt'EGI 35 - REYKJAYÍK - S. 20620 HELO-SAUNA Höfum ávallt fyrirliggjandi saunaofna og klefa á mjög hag- stæðu verði. Helo I stærð 162x205x201 cm. innifalið i verði er klefi með ofni, bekkjum, lofti, grindum á gólfi, höfuðpúða, Ijósi og full eingangaður. Verð 24.000.- Helo III. Stærð 205x205x201 cm. Innifalið í verði sama og með Helo 1. Verð kr. 27.500.- Stakir ofnar 4.5 kw ofn kr., 5.573.- 6,0 kw kw ofn kr. 5.793.- 7.5 kw ofn kr„ 6.315.- BENCO, Bolholti 4, sími 21945 MATS Ljósmyndaþjónustan sf. Laugavegi 178 sími 85811 Nýju POLAROID augnabliksmyndirnar eru hrókur alls fagnaðar Pglaroid 660 mynda- vélin tryggir fallegri, litríkari og skarpari augnabliksmyndir. Tökum gamlar vélar upp í nýjar Polaroid vélar. Bjóðum stoltir PENTAX myndavélar og linsur í miklu úrvali. Góð greiðslukjör.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.