Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 17
Mörg er matarholan Lárus Ágúst Gíslason, bóndi í Miðhúsum í Hvolhreppi, hefur nú samið bók þar sém skráðar eru hlunnindajarðir á Islandi. Jafn- framt er frá því greint, hvaða hlunnindi fylgi hverri jörð. Bókina byggir Lárus að mestu á fasteignamötum frá árunum 1932, 1942 og 1970, en bætir við þeim jörðum, sem hann hafi vissu fyrir að fylgdu hlunnindi, enda þótt þess sé ekki getið við gerð fasteigna- mats. Bókin er þannig unnin, að byrj- að er á Gullbringusýslu og síðan haldið hringinn og endað á Árnes- sýslu. Pau hlunnindi, sem höfund- ur tilgreinir eru: æðavarp, sel- veiði, laxveiði, silungsveiði, hrogn- kelsi, fuglatekja, eggjataka, skógur, jarðhiti, reki, malartekja, hellar og útræði. Verður þetta að teljast allýtarlegt framtal. Mér telst svo til að það séu eitthvað um 4700 býli, sem teljast hafa hlunnindi, samkvæmt yfirliti Lárusar. Mörg þeirra eru ekki í byggð nú um stundir og á það jafn- vel við um heilar sveitir, svo sem Sléttuhrepp. Eru hlunnindi þeirra jarða ýmist nýtt eða ekki. Lárus skráir 485 býli, sem hafa æðarvarp. Selveiði er á 402. Laxveiði og/eða silungsveiði á 2471 jörð. Hrogn- kelsaveiði á 445. Fuglatekja á 281. Eggjataka á 298. Hlunnindi af skógi hafa 696 jarðir. Jarðhiti er á 465. Reki á 1274. Malartekja á 95. Hellar á 32. Útræði á 1057. Engin ein jörð hefur allar þessar greinar hlunninda, en fjölmargar fleiri en eina. Gera má ráð fyrir að hlunninda- jarðir séu eitthvað fleiri en fram kemur í bókinni, enda segir höf- undur svo í formála: „Við gerð fasteignamatsins 1970 var sú regla Ungkomm- inn sem missti trúna Út er komin ný skáldsaga eftir Ólaf Ormsson. Nefnist hún Boðið upp í dans, og útgefandi er Al- menna bókafélagið. Bókin er kynnt þannig á bókarkápu: „Skáldsagan segir frá lífi Unnars Steingrímssonar til 34 ára aldurs. Unnar er frá blautu barnsbeini alinn upp í Stalínsdýrkun og pólití- skri öfgatrú og mótar það mjög hegðun hans og sálarlíf. Hann á sín menntaskóla- og háskólaár og þau einkennast af ástarmálum,drykkju- skap, skæruhernaði Ungliða- hreyfingarinnar og öðru slarki sem Kvenna- framboðsbók Guðmundar Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina „Storm- sveipur í stjórnmálum" eftir Guðmund Sæmundsson á Akur- eyri. Bókin fjallar unt kvenna- framboðin 1982, aðdraganda þeirra, framkvæmd, árangur og- hugsanleg áhrif í framtíðinni. 1 kynningu forlagsins á bókar- kápu segir m.a. að bókin „Storm- sveipur í stjórnmálum“ sé nánast fréttaskýringabók á kvennafram- boðunum s.l. vor og kvennabarátt- unni, innlegg í þá sögu sem er að gerast og bókin svipti hulu af rnörgu, eins og t.d. hvers vegna jarðvegur fyrir slík framboð var svo frjór sern raun ber vitni. Höfundur bókarinnar „Storm- sveipur í stjórnmálum" Guð- ntundur Sæmundsson á Akureyri, þekkti mjög vel til framboðsins á Ak- Lárus Ág. Gíslason viðhöfð að bóndinn gaf mats- mönnurn upp í krónutölum þær tekjur af hlunnindum, sem jörðin gaf, þá upphæð skyldi síðan ntarg- falda með tíu, en sleppa skyldi ef upphæðin næði ekki kr. 1000. Það er því mjög hætt við því, þar sem hlunnindi voru þá í lágu verði, hafi þau verið laklega talin hjá ýmsum og að á mörgum jörðum, þar sem hefur verið vísir að hlunnindum, komi engin hlunnindi fram“. En hvað um það, bókin er byggð á þeim traustustu gögnum, sem til eru um þessi efni og meira er ekki hægt að heimta. Nokkrar góðar myndir prýða bókina og aftast í henni er skrá yfir veiðifélög á landinu, samkvæmt tölum frá 1977, og töldust þau þá vera rúm- lega 130. Lárus í Miðhúsum hefur unnið gott verk og gagnlegt nteð samn- ingu þessarar „Handbókar" um hlunnindajarðir á {slandi“, eins og hann nefnir hana. - mhg allt er framið í nafni hinnar pólit- ísku trúar. Loks kemur að því að grundvell- inum er kippt undan þessari trú Unnars sem allt líf hans hafði byggst á. Hvað er þá til bragðs að taka?“ ureyri af eigin raun og safnaði heimildum um það og fram- boðin í Reykjavík og á Selfossi. { bókinni rekur hann ýtarlega sögu kosningabaráttunnar, segir frá á hvaða nótum kvennaframboðin ráku hana og síðan fjallar hann urn kosningaúrslitin og hugsanleg á- hrif kvennaframboðanna í íslenskri pólitík. Eldhússtörfin verða leikur einn með KENWOOD Komið og skoðið úrval okkar af KENWOOD heimilistækjum HEKLA HF LAUGAVEG1170- 172 SÍMAR 11687 - 21240 Gjöfin sem gefur arð Sodastream tækið er tilvalin jólagjöf fyrir alla fjölskylduna Gerið sjálf gosdrykkina og sparið meira en helming. Sól hf. Þverholti 19. simi 91-26300

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.