Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18. - 19. dcsember 1982 Vandamálið Jesús Kristur „Og þeir komu til Jerúsalem, og hann gekk inn í helgidóminn og tók til að reka út þá sem seldu og keyptu í helgidómnum, og hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna. Og eigi leyfði hann, að nokkur bæri ker um helgidóminn. Og hann kenndi og sagði við þá: Er ekki ritað:Hús mitt á að nefnast bæna- hús fyrir allar þjóðir? En þér hefið gjört það að ræningjabæli. Og æðstu prestarnir og fræðim- ennirnir heyrðu það og veltu fyrir sér, hvernig þeir gætu ráðið hann af dögum, því að þeim stóð ótti af honum, því að allur mannfjöld- inn undraðist kenning hans“. Ef Jesús Kristur væri uppi nú á dögum og ætti heima í Reykjavík mætti hugsanlega lesa blaðafrétt í þessum dúr: „Maður að nafni Jesús Kristur ruddist ásamt hópi félaga sinna inn í stórverslun eina í miðbæn- um í gær og gerði mikinn óskunda. Þessi verslun sérhæfir sig í jólavarningi. Jesús elti kaupmanninn um alla búðina og rak hann að síðustu út úr sinni eigin verslun og ennfremur flæmdi hann viðskiptavini út. Þá tók hann að velta um hillum og borðum og lagði blátt bann við því að fólk bæri innkaupakörfur á fæðingarhátíð frelsarans. Er mesta æðið var runnið af Jesúsi Kristi steig hann upp á stól og sagði með þrumandi röddu: Jólin eru helgi- og bænastund fyrir allar þjóðir. En þið hafið gert þau að ræningjabæli. Flestir ráðamenn eru nú sam- mála um að Jesús Kristur sé orð- inn vandamál í þjóðfélaginu sem beri að útrýma. Prestarnir og guðfræðideild háskólans halda ráðstefnu um þessa helgi og ræða þennan vanda og þau áhrif sem Jesús er farinn að hafa meðal al- mennings." Guðjón „Bjart er yfir Betlehem, drekk- ið coca cola“, heyrði ég lítinn strák söngla með sjálfum sér um daginn. Maður hrökk ekki einu sinni við, frekar en maður hefði heyrt í sjónvarpinu: „Lesið hina æsispennandi bók um fæðingu frelsarans í skjóli nætur í Betle- hem. Ein spenna frá upphafi til enda“, eða: „Hún vill ekkert nema Jesúilmvatn. Hvað annað? Jesúilmvatn frá Betlehem", eða: „Úrvals JÖTU-lambakjöt! Mjög hagstætt verð! Kjöthöllin“. Eg er ekki trúaður maður þó að ég lesi Biblíuna mér til skemmtunar og fróðleiks ein- stöku sinnum þegar mig vantar annað lesefni. Samt blöskrar mér hræsni og skinhelgi þeirra sem notfæra sér jólahátíðina misk- unnarlaust til að selja og selja og eru svo með guðsorð á vörum. Þessi sölumennska væri þó í lagi, ef ekki væri mest spilað á barna- sálina og henni att gegn þeim full- orðnu. Það er engin tilviljun að auglýsingatími sjónvarpsins er vinsælastur af yngstu kyn- slóðinni. Þar getur að líta einfald- an, hráan áróður sem höfðar til barnslegra tilfinninga. Það er í raun og veru í fullu gildi sem segir í Markúsarguð- spjalli um Jesú og á við um kauptíð hina miklu sem bendluð er við jólin: Simone de Beauvoir. Skáldsaga eftir Simone de Beauvoir Bókaforlag ísafoldar hefur sent frá sér bókina „Allir menn eru dauðlegir“ eftir frönsku skáidkon- una Simone de Beauvoir, sem er einn virtasti kvenrithöfundur Frakka. Grunntónninn í öilum hennar verkum er gagnrýni á samfélag okkar og völd karl- manna innan þess. f bókinni er sagt frá leikkonu sem ætlar að brjótast til frægðar; það er takmark hennar í lífinu að hljóta lof og tilbeiðslu. En hún kynnist manni sem verður örlaga- valdur í lífi hennar. Það er enginn venjulegur maður, því hann er bú- inn að lifa allt frá þrettándu öld. Hann segir leikkonunni sögu sína, en í hans augum er líf þeirra, sem lifa til að deyja, sífelld endur- tekning á því sem hann hefur séð og lifað. Jón Óskar rithöfundur þýddi bókina. sunnudagskrossgátan Nr. 352 J ~z~ T~ 4- ¥— S 6 s? ~S— t 9? > "ö 'V 13 /s" )(? ''V) y IS1 i6 Tr ) (d 9? )b IS 12 JT~ 5' \°i S /s" 2o 2/ 22 T~ n )7- )á> w 22 21 lo T~ 2Í 5" 7 TT~ V /3 20 12 23 V 2£ 16? 9 2/ )6> 7 28 23 ? 7 20 /3 /3 y 26 11 T~ 29- /5 )(s> (*> )é 7 28 /s IS' 29 i? V 2 2^ /6 9? 28 3D 9 31 16> 20 is1 6 )b T~ 9? 20 9 s 1S 7 s w )á> y 13 V 12 2$ 0? (o /6 4 /6~ ](p ? 27 y W~ lo Cj V 20 ÍT (x> V II isr V 22 13 V £ w n> 7 V s~ ;ít ) V- TZ ty 11 V- 1Z Xh \°i W (* 1 \l* b V 13 2\ 22 T~ 6 1(p 13 u )(p 17- € 9? )0 IÉ )b S2 w- 20 l Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á ríki í Ameríku. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúlaó, Reykjavík, merkt „Krossgátanr. 352“. Skilafrest- ur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 1 Z9 30 22 9 !(p 13 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru þvi' eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. AÁBDÐEÉFGHlfJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝþÆÖ Verðlaunin Verðiaunin fyrir krossgátu nr. 348 hlaut Aslaug Jónsdótt- ir, Asparfeili 8, Rvík. Þau eru bókin Sunnienskir sagnaþætt- ir. Lausnarorðið var: Hvít- serkur. Verðlaunin að þessu sinni eru: Eldur er í norðri, afmælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni sjötugum 8. janúar 1982.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.