Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 18. - 19. desember 1982 Þarna mun lyftan renna upp fjallshlíðina, heila 1200 metra Nýja þjónustumiðstöðin er fullkláruð að utan og að innanverðu er unnið af kappi svo hún megi vera tilbuin til notkunar á sama tíma og lyftan. i- > Texti: vs Myndir: Atli Ný og glæsileg stólalyfta verður tekin í notkun í Skálafelli eftir áramótin Stóri draumurinn er nú að rætast Á skíðasvæði KR I Skálafelli er að rísa öflugasta stólalyfta landsins. Hún verður væntanlega tekin í notk- un síðari hluta janúarmánaðar og kemur til með að geta flutt 1200 manns á klukkutíma. Vegalengdin er heilir 1200 metrar, helmingi lengri en þær lyftur sem fyrir eru á svæðinu ná til, og flytur sú nýja skíðafólkið alla leið upp í Skálina sem Skálafellið er kennt við. Blaðamaður og ljósmyndari brugðu sér þarna upp á dögunum en þá var einmitt verið að reisa síð- asta staurinn sem ber lyftuna uppi. Með í förinni var Þórir Jónsson, einn aðal hvatamaður þessara miklu framkvæmda og fyrrum for- maður skíðadeildar KR. Hann hef- ur verið viðloðandi deildina í um 40 ár og nú er stóri draumurinn hans að rætast; innan tveggja mánaða verður nýja lyftan líklega farin að flytja fólk langleiðina upp á efsta topp Skálafells. Skíðasvæði KR-inga við Skála- fell er tvískipt. Annars vegar, til vinstri þegar að er komið, er svæði fyrir keppnisfólkið með fjórum lyftum og þar er skíðaskáli sem reistur var á árunum 1955-59. Hægra megin er almenningssvæði og nýja lyftan er sú fjórða þar. Ný þjónusturrúðstöð er að rísa á því svæði og verður tilbúin unt svipað leyti og lyftan. Þar voru iðnaðar- menn á fullu við störf sín þegar við, mættum á staðinn og sýndist fá- kunnandi blaðamanni að þar væri unnið við raflagnir. Heildarkostnaður við uppsetn- ingu lyftunnar er áætlaður um 7-8 miljónir króna og við þjónustumið- stöðina um ein nriljón. Þá hafa skíðadeildarmenn að undanförnu unnið við að byggja upp veginn að svæðinu og stendur hann nú uppúr snjó að mestu. Þar fara 6-700 þús- undir í viðbót. Þá er raflýsing vænt- anleg, að sögn Þóris, en ekki í bili. Kostnaður við hana verður um 200 þúsundir króna. Allt fjármagn til þessa hafa KR-ingar sjálfir reitt fram en seinna meir koma til styrk- ir frá ríki og borg. Við Þórir og Atli ijósmyndari fór- um alla leið upp að Skál þar sem endastöð lyftunnar verður. Þegar þangað er komið blasir við gósen- land skíða og göngumanna, hægt Þórir Jónsson hefur komið mikið við sögu skíðadeildar KR í gegnum árin. að renna sér í hvaða átt sem er og í bígerð er að merkja þarna leiðir til leiðbeiningar. Frá Skálinni er gott útsýni yfir Þingvallavatn og víðar en alla leið upp á topp Skálafells treystum við okkur ekki að þessu sinni. Þaðan mun sjást vítt ogbreitt um land enda er þar uppi sjónvarps- sendir sem varpar geisla sínum alla leið norður á Vaðlaheiði. Ekki er að efa að staðurinn verður vin- sæll, alla vega ætlar blaðamaður sér upp á topp Skálafells einhvern daginn þó hann sé einn sá mesti skussi á skíðum sem fyrirfinnst. Saga skíðadeildar KR spannar allt aftur að árinu 1935 en þá var fyrsti skálinn reistur og deildin stofnuð. Skálinn brann árið 1955 og þá var hafist handa við að byggja þann sem nú stendur og var hann tekinn í notkun 1959. Lyft- urnar hafa komið ein af annarri og smám saman hefur þetta svæði byggst upp og stækkað og er í þann veginn að hefja nýjan kapítula í sögunni með lyftunni miklu. Við á Þjóðviljanum þökkum Þóri Jónssyni sérstaklega fyrir liðlegheitin og ökumönnum snjó- sleða og snjótroðara fyrir þeirra hlut. Ekki má heldur gleyma mönnunum tveimur á olíubílnum sem aðstoðuðu okkur þegar Múst- anginn hans Þóris tók niðri í snjó- skafli og stúlkunni liðlegu sem tók Atla uppí þegar Míníinn hans varð bensínlaus í upphafi fararinnar, í miðri Ártúnsbrekkunni. Það var fyllilega þess virði að fara þarna upp og skoða framkvæmdirnar og svæðið í heild með eigin augum, jafnvel þótt maður kæmi heim kaldur og blautur, og við óskum KR-ingum til hamingju með þann mikla áfanga sem þeir eru í þann veginn að leggja að baki. -VS Rutt fyrir bílastæði. Og upp fer hann. Síðasti staurinn sem bera mun uppi nýju lyftuna er kominn í loftið og rétt eftir að Atli smellti þessari mynd af var hann kominn á sinn stað. * ?+ ■ .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.