Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 13
Helgin 18. - 19. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Henrik Tikkanen BRENNUVEGUR 8 BRENNU SÍMI35 Viðarreki, mikil rótarhnyðja, sem Bolungarvík á Hornströndum stárleg og fróðleg lesning. Greinagóð kort auka skilninginn. Aftast í bókinni er skrá um heim- ildir í rituðu máli. Þar er greint frá uppruna gamalla teikninga og mynda, korta, línurita - og enn- fremur er þar frekari fróðleikur um atriði, sem getið er í bókinni. Skrá- in er rúmlega 6 tvídálka blaðsíður og verður hún haldgóð þeim, sem svala vilja forvitni sinni enn frekar um einstök atriði. - í lokaorðum gerir höfundur grein fyrir samningu bókarinnar, rannsóknum sín- um og samskiptum hennar vegna við marga fróða menn, sem hann. þakkar veitt liðsinni. - Hvorki er þó sagt nokkuð um þrauthugsaða leiðangra listamannsins um land og söfn né greint frá því, hvernig hann mundar galdratólið, ljósmynda- vélina - hvernig myndameistarinn heldur á „pensli“ sínum. Þess skal að lokum getið, að þessi glæsilega bók er ætluð al- brimið hefur skolað upp á sandinn í menningi erlendis jafnt sem íslend- ingum. Hún kemur því út bæði á ensku og þýsku, samtímis íslensku útgáfunni. Erfitt er að gera upp á milli mynda í hinni nýju bók Hjálmars. Hver mynd er áhorfanda ánægju- legt ferðalag. Sólarupprás á Vatna- jökli (bls. 318), lambagrasþúfa (340), súía á flugi (159), eru dæmi um gullfallegar myndir, þótt ólíkar séu. Miðnætursólargangur (236, 237) er röð 10 rnynda, sem teknar voru, af sól og haffleti, á hálftíma fresti um júnínótt. Sérstæðar hringmyndir (panorama) eru frá Heimaey og Ásbyrgi. Þannig mætti lengi telja. En „sjón er sögu ríkari"! Nánari lýsing mín á nýjum tindi í íslensk- um listbókmenntum yrði harla rýr miðað við, að menn skoði hann sjálfir hver fyrir sig - og fræðist um leið um ísland og íslendinga. Bersöglismál Tikkanens Út er komin á vegum Iðunnar bókin Brennuvegur 8, Brennu, sími 35 eftir finnska höfundinn Henrik Tikkanen. Ólafur Jónsson þýddi. Bók þessi er fyrsti hluti sjálfsævisögu höfundar sem er sæn- skumælandi Finni. Segir hann hér frá bernsku sinni og unglingsárum á eynni Brennu úti fyrir Helsing- fors. „Hann er sprottinn af fjöl- skyldu betri borgara og lýsir hér lífi hennar eins og það var undir fág- uðu yfirborði," segir í kynningu forlags á kápubaki. „Frásögnin einkennist af sérkennilegri blöndu andúðar og hlýju, kerskni, jafnvel miskunnarleysi, en umfram allt ríkri skopgáfu. Framar öllu er bókin þroskasaga unglings sem hlýtur sína manndómsvígslu í vetrarstríðinu 1939-40.“ - Henrik Tikkanen er fæddur árið 1924 og er kunnur rithöfundur og myndlist- armaður. Ljósmynda- bók frá Iðunni Iðunn hefur gefið út bókina Taktu betri myndir eftir breska höfundinn Michael Langford. Hún hefur undirtitilinn: Allt um ljós- myndun fyrir byrjendur og reynda ljósmyndara. Bók þessi leiðbeinir ljósmyndaranum stig af stigi svo hann geti þreifað sig áfram og náð æ betri árangri. Hér er fjallað um alla þætti ljósmyndunartækni, bæði litmyndir og svart-hvítar. Kaflaheiti eru meðal annars: Frumlögmál ljósmyndunar, Mynda- vélatækni, Myndbygging, Svart- hvít framköllun og prentun. Fleiri tæki og meiri tækni, Þróuð myrkra- herbergistækni, Litljósmyndun, Litframköllun og prentun, Að þroska eigið markmið. - Einar Er- lendsson þýddi bókina á íslensku. ÞÆR ERU SPENNANDI í ÁR, SKEMMTISÖCURNAR FRÁ SKUCGSJÁ! Barbara Cartland Ástin blómstrar á öllum aldursskeiðum Eftir lát konu sinnar segir Malcolm Worthing- ton skilið við starf sitt í utanríkisþjónustunni og fer til Miðjarðarhafsins í þeim tilgangi að gleyma fortíðinni og hefja nýtt líf. Þar verða tvær konur á vegi hans og þær eru ólíkar eins og dagurinn og nóttin. Elísabet er fínleg, lífsglöð og óeigin- gjörn og kennir honum að elska á ný. Marcia er há og grönn, fögur og fönguleg, en Malcolm metur hana einskis. En þegar Marcia er að því komin að hverfa að fullu úr lífi hans, ske óvæntir atburðir, sem Malcolm hafði ekki séð fyrir... £T~' ~—i. Theresa Charles viö systurnar Althea er fögur, alvörugefin og mjög gáfuð og stjórnar yngri systur sinni, full afbrýðisemi og öfundar. Rósamunda er iífsglöð og skemmtíleg, aðlaðandi og kærulaus, en full af mannlegri hlýju. Adrían er aðstoðarprestur föður þeirra og þær eru báðar ástfangnar af honum. Hann kvæn- ist Altheu. Cecil er frændi Adríans, glæsilegur og sjálfsöruggur. Hann kvænist Rósamundu. Þessar systur voru mjög ólíkar, en áttu þó svo margt sameiginlegt i fari sínu, að mennirnir, sem urðu á vegi þeirra hrifust af þeim báðum. Sigge Stark Skógarvörðurinn Anna frá Hiíð var sautján ára og mjög þögul og fáskiptin. Hún tjáði engum hug sinn, heldur hélt sig út af fyrir sig, rölti ein um skóginn með hundinum sínum, sem í raun var hennar eini félagi. En einn indælan sumardag, þegar sólin hellti geislum sínum yfir skóginn, fjöllin og mýr- arnar, hitti hún skógarvörðinn nýja. Þessi sumar- dagur festist henní í minni sem einn mesti hamingjudagurinn í lífi hennar, enda þótt hann bæri í senn með sér sorg, biturleika og tár... SIGGE STARK SKÓGAR- VÖRÐURINN ELSE-MARIE IUOHR HVCR ER ÉG? Else-Marie Nohr Hver er ég? Eva Birk er að undirbúa brúðkaup siii og Henriks Borg, þegar hún fær þær óvæntu upp- lýsingar, að af vígslunni geti ekki orðið, þar sem hún sé þegar gift öðrum manni. Eva verður að sjálfsögðu skelfingu lostin. Hún hafði orðið fyrir bifreiðarslysi og þjáðst af minnisieysi um tíma, en þegar hún tekur að kanna málið, kemst hún að því að hún er þegar gift, og það manni sem henni er ákaflega ógeðfelldur, — og að með þessum manni á hún þriggja ára gamla dóttur... Erik Nerlöe Hvítklædda brúðurin Karlotta var á leið til kirkjunnar þar sem Jesper og veizlugestirnir biðu hennar. Hún var klædd í brúðarkjólinn hvíta, með fagran brúðarvönd í fanginu og fyrir brúðarvagninn voru spenntir tveir fagrir gæðingar. En hún komst aldrei alla leið til kirkjunnar, — og enginn vissi um mennina tvo, sem í brúðarvagninum sátu og óku á brott með Karlottu, tvo íllskeytta menn, sem til alls voru vísir. Og þar með fékk Benedikta Liljen- krona möguleika til að vinna ástir Jespers á ný... ,Erik Nerlöe HVITKIÆDDA BRÚÐURIN vj tQ.á Francis Durbridge Með kveðju frá Gregory Fáir útvarpsþættir hafa vakið jafnmikla spennu meðal íslenzkra útvarpshlustenda sem Gregory-þættirnir sællar minningar. Með kveðju frá Gregory er sagan sem þessir æsilegu þættir voru byggðir á, — og sagan er ekki siður spennandi. Hver var hann þessi leyndardómsfulii glæpamaður, sem skildi eftir orðsendinguna „Með kveðju frá Gregory,“ ritaða með rauðu bleki, sem minnti óhugnanlega á blóð, og festi á fórnarlömb sín? — Það kostar vökunótt að byrja lestur þessarar bókar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.