Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Blaðsíða 11
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 18. - 19. desemher 1982 Helgin 18. - 19. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Að kvöldi sunnudagsins 7. nóvembersýndi pólska sjónvarpið myndirfrá hátíðahöldunum á Rauða torginu í Moskvu. Á þessum degi voru 65 ár liðin frá byltingu rússneskra bolsévika. Hermenn marséruðu í fylkingum, og stórirskarar almennra borgara þrömmuðu eftir Rauða torginu með sælubros á vör og veifandi rauðumfánum. í þessari útsendingu kristallaðist vandamálið, - kvikmyndin sem sagnfræðileg heimild. Engar stríðsvélarsáust, en þæreru jafnan aðalatriðið er vestrænir sjónvarpsgláþarar fá að virða fyrirsérhvernig Kreml stendur vörð um hina „sögulegu arfleifð“. Útsendingin náði hápunkti sínum er Brésnjev veifaði til fólksins af grafhýsi Leníns. Hinarvélrænu hreyfingar hans hafa orðið efni í pólitískan brandara: - Þegar Reagan hugðist refsa Rússum fyrir herlög pólsku boðið páfa í opinbera heimsókn til Póllands. Hann kvaðst gjarnan koraa, en þó því aðeins að herlögin yrðu áður numin úr gildi. Nú hefur hann tilkynnt komu sína 18. júní 1983. Þannig fengu Pólverjar fyrstu fregnir um afnám herlag- anna frá páfagarði. Hver Pólverji fær tvo skömmt- unarseðla mánaðarlega. Annar er fyrir kjöt og smjör, og sá seðill verður að notast út mánuðinn í einni og sömu verslun. Hver pólsk- ur þegn hefur rétt til að kaupa 'h kg af smjöri og 2'h kg af kjöti, en þar af eru 700 gr sem Pólverjar kalla annarsflokks kjöt; það kallast sennilega súpukjöt á Fróni. Þó fá börn, óléttar konur og fólk sem vinnur erfiðisvinnu 4 kg. Hinn skömmtunarseðillinn gefur rétt til að kaupa 1 kg af hveiti, 250 gr sælg- æti (sérdeilis er átti við súkkulaði), 1 'h kg af sykri, 240 sígarettur (þeim má skipta fyrir lítra af inn- fluttu léttvíni, Pólverjar framleiða vissulega sitt eigið léttvín sem hægt er að fá án skömmtunarseðils, en það drekka helst engir nema þyrstir alkóhólistar.) Með framvísun þessa seðils geta Pólverjar einnig Þorleifur Friðriksson skrifar um Pólland starf, og jafnvel portkonur hafnar- bæjanna við Eystrasaltið hafa feng- ið nýjan starfa: þær sópa götur. Biðraðir og svartur markaður Biðraðirnar hafa styst frá því sem var í maí, bæði vegna aukins vöruframboðs, sem og skömmtun- arseðlanna, en síðast en ekki síst vegna mikilla verðhækkana. En þrátt fyrir feikilegar hækkanir, allt uppí 300-400%, þá er samt ennþá óeðlilega mikið peningamagn í um- ferð. Þetta sannast m.a. á hinum líflega svartamarkaði, þar sem verðlag er himinhátt. Á hinum „opinbera svartamark- aði“ í Rembertów, sem er úthverfi í Varsjá, eru allar vörur seldar á margföldu því verði sem sömu vörur myndu kosta í opinberum verslunum. Til dæmis kosta galla- buxur þar 7000 zlotis, leðurjakki 40000 zl. og leðurstígvél 12-18000 - ekki síst fyrir þá sök, að hægt var að kaupa þar annars ófáanlegar pólskar nauðsynjavörur, - en að sjálfsögðu fyrir þrumuverð. Það var ein af kröfum Samstöðu að þessum markaði yrði lokað. Það náði þó vissulega ekki fram að ganga. Hins vegar varð að mála- miðlun, að markaðurinn yrði flutt- ur frá miðbænum til Rembertów (frá Lækjartorgi upp í Mosfells- sveit). Þar að auki var hætt að selja þar pólskframleiddar nauðsynja- vörur sem annars voru ófáanlegar. Því er hvíslað, að hluti þeirra hjálp- arsendinga sem til Póllands berast hafni á markaðinum í Rembertów. Svartamarkaðsbraskið grassér- ar, skiptaverslun með skömmtun- arvörur grassérar og hömstrun grassérar. Það læðist jafnvel að sá grunur, að hvunndagsmaðurinn eigi ofurlitla sök á hvernig komið er, því með því að fólk hefur haft svo miklar fjárhæðir milli hand- anna miðað við verð á nauðsynjum og almennt vöruframboð, þá þurfti ekki annað en að verslun fengi stóra sendingu af sápu, - biðraðir mynduðust og á augabragði var sápan búin. Sumir fóru heim með margra ára birgðir af sápu. Slíkt Fólk þyrpist að blómakrossinum KÖTTURINN ER EINS OG ZOMO stjórnarinnar, m.a. með útflutningsbanni á varahluti í vélmenni þá óttuðust Rússar um líf Brésnjef. Þetta þykir eftilvill Ijóturgálgahúmqr, sérdeilis í Ijósi þess að Brésnjev lést aðeins þrem dögumsíðar. Þrátt fyrir allt siðrænt gildismat þá er þessi litli brandari Ijós vottur hinnar vanmáttku kaldhæðni sem nú ereinavopniðgegn erfðafjandanum í austri. Þrátt fyrir það að Rússar séu, langt aftur í bláa firrð, erfðafjend- ur Pólverja, þá kallar sú staðreynd þó oftar fram kaldhæðni en blint hatur. Höfuðandstæðingurinn er nefnilega innan pólskra landa- mæra, í gervi herforingjastjórnar og varðhunda hennar, - hinnar hötuðu ZOMO-herlögreglu. Hinn 31. ágúst gengu verka- menn Ursus-verksmiðjunnar, í matarhléi sínu, að skrifstofubygg- ingunni og hrópuðu: „Við viljum Gierek aftur, því betri er þjófur en morðingi“. En þrátt fyrir almennt hatur gegn stjórninni og herlögun- um, þá virðast ríkjandi aðstæður ekki bjóða uppá mikla möguleika til stórvægilegra mótmæla eða alls- herjarverkfalls. Hatrið er mátt- vana gegn vopnuðum her og ZOMO-liði sem standa dyggan vörð um hagsmuni drottnanna. Stjórnvöld hafa reynt að lægja hat- ursöldurnar m.a. með því að minnka skortinn á nauðsynjum. En um götur fara orðsveipir sem segja að skorturinn hafi verið tilbú- inn til að hægt væri að koma lagi á efnahagsástandið með hjálp her- laga. Hvers vegna skyldi þá sama stjórn og skóp skort ekki allt eins geta útrýmt þessum heimagerða hluta hinnar pólsku kreppu? Nú er látið að því liggja, að vísu mjög óbeint, að herlögin verði numin úr gildi fyrir 18. júní 1983. Jaruselski-stjórnin hafði nefnilega «om awsroii Frá sýningu um uppreisnina í Varsjá 1944. Þá var merkið „Pólland sigrar“ notað sem tákn pólskrar samstöðu gegn nasistum. Nú er það notað sem tákn pólskrar andstöðu gegn herlögum. keypt 3U lítra af sterkvíni (má skipta fyrir 100 gr kaffi), 375 gr feiti (aðal- lega margarín), 300 gr þvottaefni og 1 kg af kornmat. Þar að auki fær hver þegn leyfi að kaupa eina sápu á tveggja mánaða fresti og eina’skó einu sinni á ári. Skömmtunar- seðlunum er deilt út á vinnustöðum en það er greinileg vísbending um þá baráttuaðferð sem stjórn- in telur heillavænlegasta, þ.e. að framleiða þó það sé gert með byssu hlaup í bakið. Allir fullorðnir verða að hafa eitthvert opinbert Blómakrossinn. Ljóð úr blómakrossinum. ZOMO - fyrir framan aðalstöðvar Kommúnistaflokksins í Varsjá. zl. (góð leðurstígvél í opinberri skóbúð kosta u.þ.b. 2000 zl.). Til að geta gert sér einhverja raunhæfa mynd af þessu verðlagi, þá ber að hafa í huga að meðalmánaðarlaun eru í dag u.þ.b. 10000 zl. Þessi markaður var hataður af mörgum, ýtir að sjálfsögðu undir svarta- markaðsbrask. Undir yfirborði hins opinbera samfélags sem er stjórnað með her- lögum og vaktað af her og hinni hötuðu ZOMO-herlögreglu, blómstrar kerfi skipaverslunar og sjálfsþurftarbúskapar. Neyslan hefur, á mörgum svið- um, dregist saman, en hvergi þó eins mikið og þar sem tekur til menningarinnar. Allt menningarlíf gengur á hægaganginum. Þetta á sér skýringu bæði í hækkuðu miða- verði, en ekki síst í því, að það er algeng skoðun í Póllandi að með því að draga úr opinberri menning- arneyslu þá sé um leið herlögunum mótmælt. Þegar rökkva tekur leitar fólk skjóls innan dyra, en á sömu stundu leitar ZOMO út á göturnar. Á daginn eru þeir vissulega spíg- sporandi um stræti og torg, - tveir eða þrír saman með vélbyssur á bakinu. Á kvöldin verða ZOMO- hóparnir bæði stærri og fleiri Það bar til eitt kvöld að við hitt- um ástfangin gömul hjón sem voru á miðnæturrölti með köttinn sinn í körfu. Er við spurðum hví köttur- inn væri úti svo seint svöruðu þau með kaldhæðnislegu bliki í augum: - Kötturinn er eins og ZOMO, hann elskar nóttina. Tákn sigurs og Ijóss Pólverjar hafa fyrir sið að votta liðnum virðingu með logandi kert- um og blómaskrauti. Á hverjum stað sem geyrnir minningu um eitt eða fleiri fórnarlömb úr róstur- samri sögu þessarar þjóðar, þar má finna blóm og ljós. Það hvílir ein- hver dulræn trúarslæða yfir þessum sið að minnast dauðans með lífi. Bæði blómið og ljósið eiga sér sögu sem trúartákn aftur í gráa forn- eskju. Með þessum sið undirstrikar samtíðin hin órofa tengsl sín við fortíðina á hljóðan en óvefengjan- legan hátt. Þannig hefur blóma- skrautið og logandi kertaspírur ekki aðeins þýðingu sem trúar- tákn, heldur jafnvel enn frekar pó- litíska. Þegar fólk leggur blóm og ljös við brennsluofnana í Áuschwitz, þá er það hljóður vott- ur samúðar með þeim miljónum fórnarlamba er urðu að ösku. Þeg- ar fólk í Gdansk leggur blóm við minnisvarða um þá verkamenn sem varðhundar kerfisins drápu 1970, þá er það vottur samúðar og hluttekningar. Þegar fólk í Cracow leggur blóm á götuna þar sem ung- ur maður var drepinn af ZOMO 31. ágúst 1982, þá er það vottur samúðar og samstöðu. En samúðin nær ekki til hinna dauðu, eða þó svo væri, breytti það víst litlu um örlög þeirra. Hins vegar er þetta lifandi tákn um vilja, - einhvers konar kosning með blómum og kertaljósi. Eftir fyrra tilræðið við páfa hófu Varsjárbúar þegar að gera einn mikinn kross úr blómurn á Sigur- torginu. Vegna ótta við að þar myndu hefjast mótmæli 31. ágúst gegn herlögunum, létstjórnin reisa bjálkaverk mikið umhverfis torgið. Þær skýringar fylgdu, að torgið þyrfti lagfæringar við. Krossinn var fjarlægður, en enn hefur ekki örlað á neinum viðgerðartilþrifum. Hins vegar gerði fólkið sér lítið fyrir og hóf gerð nýs blómakross við hlið kirkju Heilagrar Önnu, sem er skammt frá Sigurtorgi. Krossinn, - þetta hryllilega pyntingar- og drápstól horfinna kúgara - þetta höfuðtákn trúar- bragða sem hafa fundið nautn í að velta sér uppúr blóði, - það er nú tákn pólskrar andstöðu og pólskrar samstöðu. Krossinn einn er ögrun við pólsku herstjórnina. En við kir- kju Heilagrar Onnu er það ekki látið nægja. Við enda krossins hef- ur verið gert sigurmerki úr blómum í sama stærðarhlutfalli og krossinn og til beggja hliðap-Pólland sigrar. Sama sigurmerki var notað 1944 sem tákn samstöðu gegn nasísku kúguninni. Þett er lifandi dæmi um hvernig sagan er stundum notuð til að undirstrika samsömun þess sem var og þess sem er. í dag kallar fólk „GESTAPO" að ZOMO-liðum. Á lognkyrrum sunnudagseftir- miðdegi er hópur fólks hjá krossin- um stóra. Við enda krossins er lítil mynd af Lech Walesa og Josef Glemp erkibiskup. Allt umhverfis eru margir smærri krossar, sigur- tákn og ljós. Fólk treðst að til að geta lesið á pappírssnepla sem stungið hafði verið víðs vegar í blómaskrautið, sumir skrifa niður. Gömul kona biðst fyrir. Áður höfðu stjórnvöld látið sprauta efnum á krossinn sem or- sakaði vanlíðan, en það hindraði ekki fólk í að koma. Á hverjum degi er þar múgur, og stjórnvöld láta sér nú nægja að láta fjarlægja á hverri nóttu myndir og ritað mál úr skreytingunni. Daginn eftir eru samt nýjar myndir og ný ljóð kom- in á sinn stað milli blómanna í krossinum, og fólk heldur áfram að streyma að. Fyrir tilverknað stjórnvalda er alltaf eitthvað nýtt að lesa. (Kbh. 11/11 19182)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.