Þjóðviljinn - 25.02.1983, Side 15
Föstudagur 25. febrúar 19831 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
RUV 9
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í
mund. 7.25 Leikfimi.
9.05 Morgunstund barnanna: „Vefurinn
hennar Karlottu“ eftir E.B.White Ragn-
ar Þorsteinsson þýddi. Geirlaug Þor-
valdsdóttir les (6).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir
10.30 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar
Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um
þáttinn (RÚVAK).
11.00 íslensk kór- og einsöngslög
11.30 Frá Norðurlöndum Umsjónarmað-
ur: Borgþór Kjærnested. Lesari: Hrafn
Hallgrímsson.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Á frívaktinni Margrét Guð-
mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna.
14.30 „Vegurinn að brúnni“ eftir Stefán
Jónsson Þórhallur Sigurðsson les (10).
15.00 Miðdegistónleikar Erick Friedman
og Sinfóníuhljómsveitin í Chicago leika
Inngang og Rondó capriccioso fyrir
fiðlu og hljómsveit eftir Camille Saint-
Saéns; Walter Hendl stj./Lazar Berman
leikur á píanó Mefistovals nr. 1 eftir
Franz Liszt/Arnold van Mill syngur at-
riði úr óperum eftir Otto Nicolai og Al-
bert Lortzing með kór og hljómsveit
undir stjórn Roberts Wagners.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.20 Utvarpssaga barnanna: „Leitin að
Ljúdmílu fögru“ eftir Alexander Puskin
16.40 Litli barnatíminn Stjórnandi: Gréta
Ólafsdóttir (RÚVAK).
17.00 Með á nótunum Létt tónlist og
leiðbeiningar til vegfarenda. Umsjónar-
menn: Ragnheiður Davíðsdóttir og
Tryggvi Jakobsson.
17.30 Nýtt undir nálinni Kristín Björg Þor-
steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljóm-
plötur. Tilkynningar.
20.10 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor-
oddsen kynnir.
20.40 Kvöldtónleikar a. Sellósónata nr. 1 í
B-dúr op. 45 eftir Felix Mendelssohn.
Paul Tortelier og Maria de la Pau leika.
b. Oktett í B-dúr op. 156 eftir Franz
Lachner. Consortium classicum kamm
erflokkurinn leikur.
21.40 Viðtal Vilhjálmur Einarsson ræðir
við Sigríði Sigurðardóttir, Berunesi,
Berufirði.
j22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Lestur Passíusálma
I (23).
122.40 Kynlegir kvistir X. og síðasti þáttur -
„Kraftaverkið“ Ævar R. Kvaran flytur
frásöguþátt um Jón biskup Ög-
mundsson.
23.10 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónas-
sonar
01.10 Ánæturvaktinni-SigmarB. Hauks-
son - Ásta Jóhannesdóttir.
JB
17.45 ísland - Spánn Bein útsending urn
gervihnött frá heimsmeistarakeppninni
í handknattleik í Hollandi.
19.15 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
20.50 Skonrokk Dægurlagaþáttur í umsjón
Eddu Andrésdóttur.
21.45 Kastljós Þáttur um innlend og erlend
málefni. Umsjónarmenn: Bogi Ágústs-
son og Ólafur Sigurðsson.
22.20 Annarra fé (L’argent des autres) Ný
frönsk bíómynd.
bamahorn
Er ekki unnt aö
fœra umrœðu-
þættina fram?
Sjónvarpsáhugamaður
skrifar:
Eg er ekki einn af þeim, sem
tek undir það, að Sjónvarpið
sé lélegt. Og ég held næstum
að það mundi vera nokkuð
sama hvernig það væri, ein-
hverjir mundu alltaf nöldra út
í það samt.
Sumt fólk er nefnilega haid-
ið þeirri undarlegu áráttu, að
þurfa alltaf að finna að öllum
sköpuðum hlutum, sem aðrir
gera. Mikil lifandis ósköp held
ég að heimurinn og mannílfið
væri nú „gott og fagurt og
indælt“ ef þetta fólk fengi að
móta það eftir sínum hug-
myndum, eða haldið þið það
ekki?
Auðvitað má sitt hvað að
sumu efni Sjónvarpsins finna
og einum líkar þetta vel en
öðrum hitt og einum þykir eitt
slæmt, öðrum annað. Það er
svo margt sinnið sem skinnið.
Og nú ætla ég að koma með
eina aðfinnslu, ekki um efni
heldur niðurröðun þess í
dagskránni. Hér á ég við unt-
- ræðuþætti eins og t.d. Á hrað-
bergi. Þetta eru oft góðir þætt-
ir þó að misgóðir séu auðvit-
að. Ég held að margir, ekki
síst eldra fólk, vilji gjarnan
fylgjast með þeim. En því þarf
að hafa þá seinasta á dag-
skránni? Þeim lýkur ekki fyrr en
á þeim tíma þegar ýmsir vilja
vera gengnir til náða, einkum
gamla fólkið. Hversvegna má
ekki skipta á þeim og ein-
hverri kvikmyndinni? Færa
hana aftur en þáttinn fram?
Sú breyting kæmi sér áreiðan-
llega vel fyrir marga og mundi
vera vel þegin. Vera má að á
þessu séu einhverjir örðug-
leikar og væri þá gott að fá
vitneskju um í hverju þeir
væru fólgnir.
Ég vil svo bara bæta því við,
að þátturinn með Svavari var
góður, Ingvi Hrafn er að vísu
þannig á svipinn að engu er
líkara en hann sé alltaf stólp-
areiður. Hann þyrfti að reyna
að vera ofurlítið hýrari. Og
mikið kenndi ég í brjósti um
aumingja stúlkuna af Morg-
unblaðinu. Hún hefur sjálf-
sagt verið talin eiga eitthvert
erindi í þennan þátt - en hvert
var það?
Aí?sr() Þá í3 L6“"Rí
V ,, ' I
V'
Þórður og Dögg
Við fórum niður í ísaksskóla sl.
fímmtudag og hittum þar nokkra
krakka að máli. Sá fyrsti sem lenti í
klónum á okkur sagðist heita Þórður
og vera 5 ára. Hann var að byggja hús
úr kubbum en það er það skemmtileg-
asta sem hann gerir í skólanum. Hon-
um fínnst líka mjög gaman að vefa og
sýndi hann okkur vef sem hann gerði í
vetur og bar hann svo sannarlega
handbragð ungs og upprcnnandi
listamanns.
Næst hittum við að máli unga dís
sem sagðist heita Dögg, hún var að
teikna í vinnubókina sína. Hún sagði
ekki margt, frekar hlédræg- eins og
yngismey sæmir, en við fengum þó að
glugga í vinnubókina hennar. Þar var
mikið um fallegar teikningar, lit-
skrúðugar með afbrigðum. Við þökk-
uðum Dögg fyrir spjallið og lögðum
leið okkar inn í leikfimisalinn. HHjv
Lína
Hún Ásthildur Linnet sem á heima á
Hverfisgötu 23 í Hafnarfirði sendi
okkur þessa ágætu mynd sem er, eins
og allir sjá, af Línu langsokk. Kann-
ski hefur Ásthildur farið á sýninguna í
Þjóðleikhúsinu og þá fengið hug-
myndina! Við þökkum Ásthildi kær-
lega fyrir og hvetjum alla krakka til
að senda okkur efni.
m&T^o rí
Fólkið á leið
til bankastjórans!
Hann Arnór Eyþórsson sem á heima á Hallveigarstíg 6 í
Reykjavík og er 6 ára gamall sendi okkur þessa ágætu mynd.
Þar má sjá fólkið á leið til bankastjórans sem situr við afar stórt
skrifborð og á bak við hann er svo aðstoðarbankastjórinn og
fylgist vel með. Takk fyrir, Arnór.
Fólkið á leið til bankastjórans og þarf að ganga upp brattan stiga eins og
venjulega. Mynd: Arnór.