Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 í þetta hús, sem Hjálpræðisherinn á ísafirði á, hefur Sighvatur Björgvins- son flutt lögheimili sitt, og fjölskyldu sinnar frá Reykjavík. Flutningur Sighvats til ísafjarðar I>aunin hækka um 8350 kr. Skyndfllutningur þingflokksfor- manns Alþýðuflokksins á lögheim- iii sínu frá Reykjavík vestur til ísa- fjarðar nokkrum dögum fyrir próf- kjör Alþýðuflokksmanna þar, tryggir Sighvati Björgvinssyni ekki eingöngu atkvæðisrétt í prófkjör- inu hcldur einnig um leið kauphækkun sem nemur kr. 8350 á mánuði. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Þjóðviljinn aflaði sér hjá skrif- stofu Alþingis í gær, fær Sighvatur nú eftir að hann hefur flutt lög- heimili sitt vestur á ísafjörð kr. 4000 á mánuði í húsaleigustyrk sem hann hafði ekki áður og einnig fær hann greiddar kr. 145 á hverjum degi í dvalarkostnað, sem hann hafði ekki áður. Samtals ger- ir þetta kr. 8350 á mánuði, sem bætist ofan á fyrra kaup þingmann- sins. Þingflokksformaðurinn sagði hins vegar í samtali við DV í gær, að „hann væri ekki að drýgja tekjur sínar með flutningi lögheimilis síns, enda breytti húsaleigustyrkur sá sem þingmenn utan af landi fengju litlu í þessu sambandi". Hann tók einnig fram að flutning- urinn stæði ekki í sambandi við prófkjörið, hann ætlaði ekki að taka þátt í því. - Ig- Sótti um stöðu við Blindrabókasafnið Var hafnað vegna blindu segir Arnþór Helgason um ákvörðun meirihluta safnstjómar Ég var sá eini sem sótti um þessa deildarstjórastöðu við nýstofnað Blindrabókasafn íslands, en samt var mér hafnað og ástæðan er ein- föld - ég er blindur - sagði Arnþór Helgason í samtali við Þjóðviljann í gær, eftir að honum hafði verið til- kynnt um að mcirihluti safnstjórn- ar hafði hafnað umsókn hans. Forsaga þessa máls er að við Blindrabókasafnið voru auglýstar 6 lausar stöður. Þar á meðal var deildarstjórastaða við námsbóka- deild sem Arnþór sótti um. Meiri- hluti stjórnar, Kristín H. Péturs- dóttir, varaformaður, Margrét Sig- urðardóttir, blindrakennari, og Elva Björk Gunnarsdóttir, borgar- bókavörður, höfnuðu umsókn Arnþórs og ákváðu að auglýsa stöðuna að nýju. Meirihlutinn bauð hinsvegar Arnþóri stöðu tæknimanns við safnið. Minnih- lutinn, Halldór Rafnar og Ólafur Jensen studdu umsókn Gt'sla. Hall- dór er formaður safnstjórnar og hefur hann tilkynnt að hann muni segja af sér formennsku í stjórninni vegna þessa máls. Arnþór sagði í gær að meiri- hlutinn hefði talið að hann gæti ekki haft það yfirlit yfir þau náms- gögn sem þarf að framleiða og að deildarstjórinn þyrfti að ferðast um á milli safna o.fl. og að hann ætti erfitt með það. Ég mótmæli þessu harðlega, ég tel mig hafa sýnt það og sannað að ég geti þetta hvorttveggja. Auk þess hef ég tilskilda menntun og hef um árabil unnið að svipuðum störfum fyrir Blindrafélagið. Ég Arnþór Helgason hef unnið að hljóðbókagerð og að framleiða gögn fyrír blínt fólk á framhaldsskólastigi. Ég tel að með því að hafna umsókn minni, sé búið að banna mér að vinna að því starfi og mun.ég því láta af því, en ég hef þegar skotið þessu máli mínu til menntamálaráðherra og krafist leiðréttingar, sagði Arnþór. Kristín H. Pétursdóttir sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að þetta mál væri afar viðkvæmt og því vildi hún sem minnst fjalla um það í fjölmiðlum. Hún sagðist álíta að í þessu starfi þyrfti að vera sjá- andi maður og því hefði umsókn Arnþórs verið hafnað. - S.dór. FÖSTUDAGSKVÖLD FERMINGAGJAFIR: Úrvals bœkur, íslenskar og erlendar. Pennasett Skjalatöskur Jarðlíkön Skrifborðsmöppur Ferðatöskur o.fl. o.fl. Til fermingarinnar Sálmabœkur, hvítar og svartar, ferm- ingaservíettur (fjöldi tegunda), ferm- ingaborðskraut, vasaklúiarfyrir drengi og stúlkur, hvítir hanskar, slœður, fermingakerti o.fl. Við látum áletra bœði á sálmabœkur og servíettur. Sendum í póstkröfu. Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18 - Sími 24242 (fjórar línur). blaðið sem vitnað er 1 W Síminn er Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.