Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. mars 1983 Spunnin JÚLÍA Árni Bergmann skrifar um leikhús Gránuf]elagið: Fröken Júlia eftir August Strindberg Þýðing Geirs Kristjánssonar Leikstjórn og handrit: Kári Halldór Leikmynd og búningar: Jenný Guðmundsdóttir Lýsing: Ingvar Björnsson. Það er víst óhætt að minna á það strax að það er engin venjuleg fröken Júlía sem ber að dyrum meö þessari sýningu Gránuf;slagsins. Aðstandendur sýningarinr.ar hafa reyndar tilkynnt að sýningin sé þannig unnin, að leikendur og leik- stjóri hafi þreifað sig áfram, spunn- ið upp margvíslegan túlkunarmáta eftir því sem þeim fannst við eiga, og að þótt unnið hafi verið að sam- tvinnun spunaþráða verði sýningin líklega aldrei komin í fastan og ó- frávíkjanlegan farveg. Ætlunin mun vera sú, að losa leikarana undan harðstjórn textans, gefa þeim nýtt frelsi til að „lýsa tilfinn- ingalegum veruleika mannsins" eins og segir í leikskrá. í slíkri sýningu getur allt mögu- legt gerst. Stundum eru leikendur eins og uppteknir af því að skrúfa fyrir tímann og hreyfingarnar, þeir hægja á sér (einþáttungur Strind- bergs fer upp í fulla sýningar- lengd), stirðna, þeir stunda visst tilbreytingaleysi í framsögn sem eins og vinnur gegn hefðbundnum möguleikum ástríðufulls textans. Eða þá að skyndilega er sveiflað yfir í hin sterkustu meðöl, gripið til ópsins sem Munch reyndi að mála og „líkamlegs" tungutaks í ætt við ballet. Niðurstaðan verður svo sú, að Galdra-Loftur við sundin blá Talía - Leiklislarsvið MS. Galdra-Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson leikstjóri: Hlfn Agnarsdóttir. Það skal nokkra dirfsku til hjá menntaskólanemum að ráðst í verk eins og Galdra-Loft, svo auðvelt sýnist að forklúðra því. En hvað um það: fyrirvarar hafa verið á burt flæmdir og það liggur Ijóst fyrir að Sundamenntskælingar hafa haft er- indi sem erfiði undir leikstjórn Hlínar Agnarsdóttur. í stuttu máli sagt: sýningin fer vel fram úr von- um að tilfinningaþunga og yfirveg- un í útfærslu. Leikstjórinn segir á þá leið í leik- skrá, að sú stefna hafi verið valin, að láta galdur þjóðsögunnar liggja á milli hluta en færa átök leiksins nær því ungu fólki sem leikur og leikið er fyrir. Þetta sýnist skyn- samleg stefna (og reyndar hafði Jó- hann Sigurjónsson stigið stór skref frá þjóðsögunni með þeim áhersl- um sem í textanum eru). Aðalpers- ÚTBOÐ Tilboö óskast í húsgögn fyrir B-álmu Borgarspítalans. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað mið- vikudaginn 16. mars 1983 kl. 11 f.h. INNKAUPASTÖFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 •, Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garöabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboð SÍMI 53468 Sætta menn sig við slík umskipti? Að nokkru leyti: áhorfandinn hef- ur orðið vitni að starfi eða námi leikarans, leikararnir hafa sleppt fram af sér beislum og eitthvað já- kvætt kemur væntanlega út úr því. Sýning Kára Halldórs er velkomin tilbreyting, eins þótt menn yrðu þreyttir á „spuna“ í stórum skömmtum. Guðjón Pedersen fer með hlutverk Jeans: framsögn hans var yfirmáta daufleg á stund- um og heyrðist varla, en miklu bet- ur reis leikarinn undir álagi hins „líkamlega" máls. Hinn erótíski „dans“ hans við konur leiksins var reyndar áhrifasterkasti þáttur sýn- ingarinnar. Ragnheiður Arnar- dóttir lék á fleiri strengi, einkum í meðferð textans og lagði á sig tak- markanir í meðferð „spunans". Kristín Kristjánsdóttir lék nöfnu sína sem greifadóttir stelur kærast- anum frá og var túlkun hennar miklu frekar „veruleikatengdur" eins og kannski mátti búast við eftir eðli hlutverksins. Þeir Þröstur Guðbjartsson og Gunnar Rafn Guðmundsson eru viðbót Gránufje lagsins við texta Strindbergs, híf- aðir vonbiðlar Júlíu og þöglir. Ekki valda þeir neinu tjóni eins og gisk- að var á í einu dagblaðanna, alls ekki, en þeir hafa heldur ekki um- talsverðu hlutverki að gegna nema að láta tímann líða meðan Jean og Júlía leika tvíhryggjaða dýrið. Áhorfandinn á auðvelt með að sætta sig við hreinlega og yfirveg- aða litameðferð Jennýar Guðmundsdóttur í búningum og sviðsmynd. ÁB strákur sem veit upp á sig svindl á prófi eða eitthvað þessháttar, fremur en við honum blasi glötunin sjálf í fleiri en einum skilningi. Loftur er reyndar í ágætum höndum: fram að lokaþættinum leikur Þórhallur Vilhjálmsson þennan smáfást íslendinga, en svo tekur tvíburabróðir hans Arin- björn við - og hafði sjálfur áður farið rösklega með hlutverk ráðsmannsins á Hólum, föður Lofts. Þeir bræður áttu margra kosta völ í leik, sem og Soffía Gunnarsdóttir í hlutverki Steinunnar: uppgjör þeirra Lofts var reyndar áhrifasterkasta atriði sýningarinnar og miklu kraftmeira og afdráttarlausara en gestur á skólasýningu átti von á. Sólveig Þórarinsdóttir var Dísa biskups- dóttir og Agnar Steinarsson Ólafur vinnumaður og skiluðu þau fram- lagi sínu myndarlega. Önnur hlut- verk eru smærri. Þess er rétt að geta, að sá hópur sem er „kór“ harmleiksins - á víxl förumenn, vinnufólk og raddir samviskunnar, nýttist vel til að styrkja hugblæ verksins. Það tókst einnig prýði- Hjúkrunarfræðingar Staöa hjúkrunarforstjóra viö Heilsugæslu- stööu Miöbæjar, Reykjavík, er laus til um- sóknar. Staðan veröur veitt frá og meö 1. maí 1983. Þá er staöa hjúkrunarfræðings viö Heilsu- gæslustööina í Þorlákshöfn laus til umsókn- ar. Staðan verður veitt frá og meö 1. maí 1983. Umsóknir um þessar stööur, ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf viö hjúkrun, skulu sendar heilbrigöis- og tryggingamála- ráöuneytinu fyrir 1. apríl 1983. Heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytið 1. mars 1983. textinn verður annarlegur og eins og kominn úr absúrdskóla eftir- stríðsáranna, rökvísi leiks Strind- bergs er rofin jafnt og þétt. Veru- leikatengslin - t.d. þáttur stétta- skiptingar í háskasamlegu erótísku ævintýri húsþjónsins Jeans og greifadótturinnar Júlíu, eru sett til hliðar. (Fyrirskemmstu hefði frjáls leikhópur að líkindum skrúfað hið stéttbundna í verkinu upp úr öllu valdi, en nú er semsagt önnur öld). í staðinn koma duttlungafullar uppákomur draumsins. Ef til vill er það haft í huga sem Strindberg sagði um eitt af síðustu leikritum sínum: „Tími og rúm eru ekki til; yfir þýðingarlítinn bakgrunn veru- leikans spinnur ímyndunaraflið og vefur ný mynstur - blöndu minn- inga, reynslu, fáránleika, impró- viseringa...“ Steinunn og Loftur. nurnar eru semsagt „ungt fólk á rossgötum". Og ekkert á móti því leika í þá átt, eins þótt Loftur lega að nýta drjúgan hluta skóla- hússins undir sýninguna eftir því sem við átti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.