Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. mars 1983
DJOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auöur Ötyrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson,
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Davíð lögum ofar
• Verðlagsstofnun hefur að nýju farið fram á, að sett
verði lögbann á hækkun fargjalda hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur. Er þar með hafinn nýr kapítuli í heilögu
stríði Davíðs Oddssonar borgarstjóra gegn lands-
lögum.
• í janúar sl. ákvað borgarstjórinn að fargjöld með
strætisvögnum skyldu hækka úr 8 krónum í 12. Þetta
var gert án þess að hækkunarbeiðni væri lögð fyrir
Verðlagsráð.
• Verðiagsstofnun brást við hart og fór fram á að
lögbann yrði sett á hækkunina. Og urðu dómstólar við
þeirri beiðni. Varð því Davíð að draga hækkunina til
baka, hætta að taka 12 krónur af hverjum farþega og
láta sér nægja 8. Petta átti blessaður borgarstjórinn
erfitt með að sætta sig við og lét hætta sölu afsláttar-
korta. Að mati Verðlagsstofnunar þýddi niðurfelling á
sölu afsláttarkorta liðlega 16% hækkun fargjalda, sem
einkum bitnar á reglubundnum farþegum SVR.
• Svo gerist það næst, að fargjald með strætisvögnun-
um er hækkað um 25%, upp í 10 kr., án þess að umsókn
bærist Verðlagsráði. Af því tilefni gaf Verðlagsstofnun
út fréttatilkynningu þar sem tilkynnt er um að SVR sé
heimilað að hækka fargjöld um þessi 25%, gegn því að
tekin verði upp sala á afsláttarmiðum eigi síðar en 1.
mars. Þegar 1. mars rann upp og engin merki sjáanleg
um að sala afsláttarmiða væri hafin greip Verðlags-
stofnun að sjálfsögðu á ný til þess að krefjast lögbanns á
hækkunina.
• Viðbrögð borgarstjóra hafa gefið til kynna að hon-
um þyki sér freklega misboðið í því að til hans sé gerð
krafa um að fara að lögum. Kvartar hann ákaflega
undan því, að reynt sé að fjarstýra borginni „með lög-
bönnum og lögregluaðgerðum“.
• Þessum ásökunum hefur Verðlagsstofnun að sjálf-
sögðu hafnað með öllu. í fréttatilkynningu hennar segir
að gripið sé til þessara ráða til að „vernda almenning
gegn því að einhver aðili, hvort sem það er einstak-
lingur eða opinber aðili, áskilji sér greiðslu fyrir vöru
eða þjónustu úr vasa almennings án þess að eiga löglegt
tilkall til greiðslunnar“.
• Auðvitað geta menn haft á því misjafnar skoðanir
hvort reka eigi strætisvagna með halla eða ekki og
einnig hve miklum halla. Og það er einnig sjónarmið,
sem á fullan rétt á sér, að sveitarfélög eigi að hafa mikið
sjálfstæði í ákvörðunum á gjaldskrám sínum.
• En það sem er kjarni þeirrar deilu, sem nú er í gangi,
það er skylda sveitarfélaga jafnt sem ríkisfyrirtækja og
einkafyrirtækja til að fara eftir þeim lögum, sem sett
eru um verðgæslu f landinu. Ef Verðlagsstofnun bregst
ekki af ákveðni við brotum á lögum sem ríkja um
verðlagseftirlit þá hefur stofnunin fyrirgert tilverurétti
sínum. Og ef Davíð fær að brjóta lögin, hvers vegna þá
ekki olíufélögin eða kaupmaðurinn á horninu?
Smákratar
• Deilan um raforkuverð og skatta álversins í
Straumsvík er alvarlegt mál og stórt. Þar er bæði tekist
á um beina peningalega hagsmuni íslendinga og um
það hvort við viljum halda reisn okkar í samskiptum við
erlenda aðila. Undansláttarstefnan sem er grunntónn-
inn í málflutningi Sjálfstæðisflokksins er mikið á-
hyggjuefni. Og það er einnig áhyggjuefni að Framsókn
tvístígur í málinu. En málflutningur Alþýðuflokksins
veldur engum áhyggjum. Að honum hlæja menn þessa
dagana.
• Það eina sem þingmenn Alþýðuflokksins hafa haft
um frumvarpið um einhliða raforkuhækkun að segja er
þessi merka spurning: hvað kostaði að gefa þetta út?
Getur pólitísk smæð orðið öllu meiri?
klippt
Fréttamaður
í einelti
Allir kannast við að hafa séð í
hægri pressunni ráðist að ein-
staka mönnum í slúðurdálkum
einsog hjá Svarthöfða í síðdegis-
blaðinu og Staksteinari í Mogga.
Þessum skrifum fylgja svo lesend-
abréf og smá greinar, þarsem við-
komandi er gjarnan settur í gap-
astokkinn með stórri mynd. Þess-
ar árásir eru máske ekki merki-
legar hver fyrir sig, en lagt saman
verður þetta að holskeflu. Og ef
nokkrar svona atlögur eru gerðar
að manni, kann máske að líða að
því að takist að níða niður mann-
orðið af viðkomandi. Að undan-
förnu hefur gengið á með slíkum
starfsróg sem hér hefur verið lýst
á hendur Ögmundi Jónassyni
fréttamanni hjásjónvarpinu. Það
liggur beint við að halda að árásir
á einstaklinga einsog Ögmund
Jónasson síðustu misserin séu
skipulagðar aðfarir ofstækis
hægri manna - og þeir eru margir
í landinu og voldugir.
Ægiáhrif
hœgri
pressunnar
Það er í senn óhugnanlegt og
stórhættulegt skoðanamyndun í
landinu - og skoðanaskiptum -
hve hægri menn eru voldugir í
fjölmiðlaheiminum á íslandi. Það
er umhugsunarvert að Morgun-
blaðið og Dagblaðið/Vísir með
hálf fasiskum upphlaupum skuli
ekki einungis yera í einokunar-
aðstöðu á dagblaðamarkaðinum,
heldur og liggja á ríkisfjölmiðlun-
um með ritskoðunarterror. Á-
hrifin eru víðtækari. Þannig er
Þjóðviljinn andsvar, andóf gegn
þessari hægri pressu - og verður
trauðla skilinn öðruvísi.
Búnir til
framsóknar-
menn
Það er í senn gömul saga og ný,
að fréttamenn sem liggja undir
því eftirliti og eiga yfir sér um-
fjöllun af því tagi sem hér hefur
verið lýst, eru fyrr en varir farnir
að beita sig „ómeðvitaðri rit-
skoðun“, hræðslan er orðin „eðli-
legur“ þáttur í vinnslunni. í þess-
um dálki hefur því verið gerðir
skórnir, að sá fjöldi framsóknar-
manna hjá ríkisútvarpinu sem
heimtist inn á framboðslista, sé
einmitt afurð þeirar ritskoðunar
sem hægri pressan ástundar.
Sjónvarpið
- auka Moggi
Nú gefur afturhaldið út Mogg-
ann á morgnana og síðdegis-
blaðið seinni hluta dagsins. Engu
er líkara á köflum heldur en sjón-
varpið eigi að vera kvöldút-
gáfa til viðbótar fyrir afturhaldið.
Margir hafa haft orð á því, að
upp ljúkist nýr og öðruvísi
heimur við að að vera erlendis og
fylgjast með fréttum og skýring-
um í sjónvarpi.
Þegar heim er komið og horft á
sjónvarpið verður fólk oft fyrir
áfalli. Umfjöllun þess er nefni-
lega þannig, að íslenska sjón-
varpið er einsog aftan úr forn-
eskju; það þykir hægri sinnað í
meira lagi.
í samanburði við flestar er-
lendar sjónvarpsstöðvar er ís-
lenska sjónvarpið einsog lækjar-
spræna með blárri slikju við
hliðina á hvítfextum stórfossi.
Skýringarnar eru ekki fólgnar í
þeim persónum sem þarna vinna,
heldur í þeim stöðuga áróðri og
þrýstingi frá hægri pressunni; -
auk þess sem alltof lítið er gert af
hálfu þjóðfélagsins til að manna
stofnunina nauðsynlegum fjölda
og veita fjármagni til ærlegrar
þáttagerðar,fréttaskýringa o.s.frv
Gagnrýninn
fréttamaður
Það er ekki auðvelt í fljótu
bragði að sjá eða skilja livað það
er í fréttamennsku Ögmundar
Jónassonar, sem fer svo fyrir
brjóstið á ofstækis hægrinu. En
þegar grannt er skoðað, virðist
það einmitt vera aðal hans í fag-
inu, nefnilega gagnrýnin umfjöll-
un og viðleitni til að skýra fleid
en eitt sjónarmið.
En það er fleira sem gerir Ög-
mund óalandi og óferjandi hjá
siðgæðismeirihluta hægri press-
unnar. Þannig skrifar einhver
Haraldur Kristjánsson (sjálfsagt
alinn upp í pólitíkinni hjá „rann-
sóknarstofnun" þeirri sem Hann-
es Hólmsteinn og Ragnar álfursti
kenna við Jón Þorláksson)
reiðiþrungna grein gegn Ög-
mundi í síðdegisblaðinu sl.
þriðjudag, þarsem honum er
fundið til foráttu að hafa brosað í
sjónvarpinu:
„Frægt var á sínum tíma þegar
sami sjónvarpsfréttamaður, Ög-
ntundur Jónasson, sagði meira en
mörg orð gátu með einu brosi
framan í sjónvarpsáhorfendur
þegar hann fjallaði um stjórnar-
stefnu ríkisstjórnar Margaret
Thatcher í Bretlandi.“
Allt fyrir
rússagullið
Síðdegisblaðið, sem hefur ver-
ið iðið við að laða að sér sótsvarta
skríbenta uppá síðkastið, gerir
þessari grein drengsins hátt undir
höfði - og birtir m.a. risamynd í
þremur dálkum af Ögmundi Jón-
assyni! Er ekki ljóst hvar stuðnin-
gurinn liggur? Auðvitað er látið
að þvf liggja að Ögmundur þiggi
rússagull. (Svo vinsamlegar sem
fréttir hans hafa verið Sovétríkj-
unum!). Þetta orðar drengurinn í
Dagblaðinu með málefnalegri
spurningu; „Er það hugsanlegt að
fleiri íslenskir fréttamenn en þeir
sem vinna á Þjóðviljanum fái
„línuna“ erlendis frá?“
Hinn litríki
stjórnmála
maður
Svarthöfði hefur kallað Ög-
mund sérlegan sendimann And-
ropofs, og Mogginn hefur heldur
ekki látið sitt eftir liggja. En
undarlegt er, f ljósi þeérra per-
sónulegu árása á Ögmund,
hversu mikill friður ríkir um alla
aðra fréttamenn á sjónvarpinu
sem mikið gætu lært af Ögmundi í
gagnrýnni umfjöllun.
I síðasta Kastljósi var sagt frá
vestur-þýskum stjórnmálum - og
heimildin var eins og „Frelsið“
eftir Friedmann og Hannes
Hólmstein. í slíkri gagnrýnis-
lausri umfjöllun verður erki-
hægrimaðurinn Frans Josef
Strauss „hinn litríki stjómmál-
amaður Frans Josef Strauss" og
þá er hægt að segja gagnrýnis-
laust að mörgum „hrjósi hugur“
við uppgangi Græningja
uinhverfisverndarsinnanna f
Vestur-Þýskalandi. Þarna er hið
hlutlæga mat hægri manna holdi
klætt. Hins vegar tel ég að Græn-
ingjarnir séu litríkir, en mér hrýs
hugur við pólitík Frans Jósefs
Strauss.
Og mér hrýs einnig hugur við
veldi hægri manna í fjölmiðla-
heiminum öllum.
-óg
eng