Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 r 1 yp j f ^ • * „Kubbað” og litað í afdrepinu. Talið frá v.: Elías, Atli, Emil, Jóhanna Steinunn, Pétur Már. Stefán fyrir borðsendanum, og hinum megin við borðið eru þær Fanney, Hrefna og Jóhanna. Elísabet forstöðukona situr til hliðar. Myndir - Atli. „Lítið vit nema gjöldin renni til tækjakaupa” segja gæslukonur á vellinum við Iðjufell sem segjast sveltar í leikföngum „Við fengum þessa fínu samkvæmistösku frá dagvistarstofnun borgarinnar, til þess að geyma í innheimtugjöldin,” sögðu gæslukonurnar og brostu út í annað. Þetta var fyrsti dagurinn á árinu sem opið var eftir hádegi á gæsluvöllum borgarinnar og jafnframtfyrsti dagurinn í sögu gæsluvallanna sem tekið er gjald af þeim börnum semsækja vellina. Eins og skýrt var frá í Þjóðviljan- um í gær kostar 10 krónur á dag fyrir hvert barn að sækja gæsluvelli borgarinnar, en meirihluti borgar- stjórnar samþykkti í vetur við af- greiðslu fjárhagsáætlunar gjald- töku fyrir gæslu barna á gæsluleik- völlum. Gert er ráð fyrir að for- eldrar borgi á árinu 2.5 miljónir kr. fyrir leik barnanna á gæsluvöllun- um, en það nemur rúmlega 14% af rekstrarkostnaði vallanna sam- kvæmt fjárhagsáætlun borgarinn- ar. Hægt að kaupa afsláttarkort Þó að borgarstjórnarmeirihlut- inn sé hættur að selja afsláttarkort í Hvað eru krakkarnir hcrna lengi á daginn? „Það eru til sérstakar reglur varðandi dvöl barna á gæsluvöllum borgarinnar, þar sem segir m.a. að dvalartími tveggja ára barna eigi að vera hámark tveir tímar daglega og 3 tímar fyrir eldri börn. Eftir þess- um reglum er farið í langflestum tilvika.” En hvaða aðstöðu hafið þið fyrir börnin hérna? „Við höfum afdrep til að taka þau inn, og það gerum við iðulega í smátíma á hverjum degi, og leyfum þeim þá að teikna eða föndra eitthvað. Hins vegar verður að segjast að við höfum úr litlu sem engú að velja, þegar föndur fyrir börnin er annars vegar. Stór hluti af þvf sem við erum með hérna er dót og hlutir sem við höfum unnið sjálfar og komið með að heiman.” Tækifærin allt of fá Elísabet t.h. og Guðlaug, gæslukonur við Iðufell. Fyrir framan þær „sam- kvæmistaskan fína” fyrir innheimtugjöldin og afsláttarmiðarnir. strætisvagna borgarinnar, þá búa barnafjölskyldur við þann „mun- að” að geta keypt afsláttarkort inn á gæsluvellina. Þannig er hægt að kaupa 25 miða kort fyrir 200 krón- ur, þ.e. 5 sinnum frítt á gæsló, en einnig er hægt að fá 10-miða kort á 100 krónur, sem veitir engan af- slátt. En hvernig hafa foreldrar tekið þessari gjaldtöku? spurðum við gæslukonurnar á gæsluvellinum við Iðufell í Breiðholti sem við heim- sóttum. „Við vorum búin að kynna þessa gjaldtöku fyrir foreldrum með dreifibréfum, þannig að þeir vissu held ég allir hvað til stóð,” sagði Elísabet forstöðukona. „Við urð- um ekki varár við nein mótmæli að ráði þegar krakkarnir komu hingað í morgun og eftir hádegið, en það eru þó nokkuð færri krakkar hérna en oftast áður á þessum tíma. Sjálf- sagt er það veðrið sem setur strik í reikninginn.” Undir þessi orð Elísabetar taka starfssystur hennar, Lilja og Guð- laug. Og þær bæta því við, að leik- tæki og áhöld á gæsluvellinum séu bæði allt of fá, mörg orðin úr sér gengin, og þurfi nauðsynlega að endurnýja búnaðinn. „Það er alls ekkigott ef við getum ekki haft nóg af leiktækjum handa öllum, eins og því miður er.” Hvernig líst ykkur á þessa gjald- töku inn á veilina? „Þessi mál hafa verið rædd í okk- ar félagsskap, félagi gæslukvenna, og menn hafa dálítið skiptar skoð- ánir. Mörgum finnst sjálfsagt að borgað sé inn á vellina líkt og menn þurfa að borga í bílastæði, en okk- ur finnst lítið til þessa koma, ef tekjurnar eiga ekki að renna til tækjakaupa á vellina, heldur í hreinan rekstrarkostnað. Við erum svelt í leikföngum, þau virðast eiga greiðari aðgang að dagheimilum og leikskólum. Gæsluvellirnir eru alveg útundan í þessu efni.” Nú kostar 10 krónur á dag fyrir hvert barn inn á gœsluvelli borgarinnar Það er alltaf jafn gaman í renni- brautinni, ekki siður í rigningu og leiðindaveðri. Fóstrurnar á skrifstofum í hverju felst ykkar starf hérna á völlunum? „Við höfum gætur á börnunum, aðstoðum þau yngri við að fara á kló- settið, skiptum á þeim yngstu og reynum að hafa ofan af fyrir þeim. Það furðulegasta í þessu öllu er, að þær, sem ráðnar hafa verið með fóstrumenntun til gæsluvallastarf- anna.koma ekkert nálægt starfsem inni á völlunum, heldur eru þær hafðar í skrifstofuvinnu hjá dag- vistun. Við eigum erfitt með að trúa því að það þurfi fóstru- menntun til að sinna einföldustu skrifstofustörfum. Nær væri að þessir starfskraftar fengju að njóta sín í samstarfi við börnin hér á völl- unum.” Kvíði stríði við elstu börnin Hvernig haldið þið að þessi gjaldtaka inn á gæsluvellina eigi eftir að koma út í ykkar starfi? „Já, það er spurning urn það hvernig þetta á eftir að reynast. Okkur eru gefin skýr fyrirmæli um það að hleypa engum inn á völlinn nema hann borgi sig inn. Hins veg- ar vitum við vel hvernig ástandið hefur verið. Eldri krakkarnir sem hafa verið að leika sér hér í hverf- inu hafa gjarnan litið inn á völlinn hjá okkur, viljað leika sér hér á vellinum einhverja smástund á hverjum degi. Þessir krakkar koma ekki með foreldrum sínum eins og yngri börnin og þessir krakkar ganga ekki með peninga á sér til að borga sig inn á hverjum degi. Það má alveg reikna með því, að þau verði á hlaupum hérna inn og út, og það er ljóst að við eigum ekki auðvelt með að ráða við það að halda þeim fyrir utan, einungis vegna þess að þau geta ekki borgað sig inn. Ég kvíði mest stríðinu við þessi eldri börn,” sagði Elísabet forstöðukona að lokum. -4g-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.