Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN íslenskt fullveldi í veði Framhald af 5 siöu. heildsöluvísitölu í Bandaríkjunum. Sé hins vegar miðað við bygging- arvísitölu á íslandi er raforku- verðið nú um það bil helmingur upphaflegs raungildis - þ.e. hefur lækkað um helming. Frá árunum 1969-1981 lækkaði raforkuverðið sem hlutfall af heimsmarkaðsverði á áli úr 8,0% í 5,9%. Hvernig sem litið er á málið þá hafa forsendur hins upphaflega samnings brugð- ist, og eru breytingarnar allar ís- landi í óhag og Alusuisse í hag. Þegar Alusuisse talar um „jöfn býti” við hugsanlega endurskoðun samninga er átt við að þessa þróun eigi að samningsbinda á nýjan leik með hugsanlegum millifærslum eins og gert var 1975. 30 ára samnings- bundin ánauð Aðalsamningurinn við ÍSAL var gerður til 45 ára. Enn eru því eftir 30 ár af samningstímabilinu. Engar lögfræðilegar forsendur geta skyldað íslendinga til þess að bera afleiðingar þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað á sviði efnahags og orkusölu með því að greiða niður raforku til Alusuisse í sívaxandi mæli. Þvert á móti er það siðferði- leg skylda stjórnvalda sem á sér lagalega stoð í ályktunum Sam- einuðu þjóðanna um efnahags- legan rétt og skyldur ríkja, að þau sjái til þess að náttúruauðlindum þjóðarinnar sé ekki sóað, heldur séu þær nýttar með hagsmuni þjóðarheildarinnar fyrir augum. Verði raforkuverðið til ÍSAL á- kvarðað einhliða með löggjöf eins og lagafrumvarp Hjörleifs Gutt- ormssonar og fleiri gerir ráð fyrir, þá er það réttur Alusuisse að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort um eignaupptöku sé að ræða og hvort hækkunin varði bótaskyldu Alusuisse vill ekki sœkja fyrir gerðardómi Að mati sérfróðra manna er talið ólíklegt að Alusuisse sjái sér hag í slíkri málsmeðferð, enda afar sjaldgæft að til slíks hafi komið á síðari tímum. Þvert á móti bendir margt til að Alusuisse vilji fyrir alla muni komast hjá því að verða sóknaraðili gegn íslenskum stjórn- völdum fyrir gerðardómi. Þannig hefur endursköttun sú sem fjár- málaráðuneytið framkvæmdi á ár- inu 1981 ekki enn verið lögð fyrir gerðardóm. Sú endursköttun var byggð á bókhaldsendurskoðun Coopers & Lybrand, sem talin er varfærnis- lega unnin enda hafa þeir sagst reiðubúnir að standa við hana fyrir hvaða dómstól sem er. Stjórnend- um Alusuisse er ugglaust manna best ljóst að forsendur Coopers & Lybrand eru byggðar á traustum grunni, auk þess sem þeir vita að við slík réttarhöld yrðu þeir nauðbeygðir til að opna bókhald sitt betur en þeir hafa gert hingað til, og gæti þá ýmislegt gruggugt og óþægilegt komið í ljós. Háðung við full- veldi Islands Það væri hins vegar háðung við íslenskt fullveldi ef íslensk stjórn- völd tækju upp á því að leggja fyrir alþjóðlegan gerðardóm það endur- mat á sköttum ÍSAL, sem þegar hefur farið fram í samræmi við aðalsamning og íslensk lög. Skattayfirvöld hafa hingað til ekki talið það skyldu sína að óska eftir viðurkenningu dómstóla á fjárhæðum skatta, sem lagðir eru á þegnana. Það hefur verið réttur þegnanna að skjóta málum til dómstóla, ef þeir hafa talið sig vera hlunnfarna í skattalegu tilliti. Hvers vegna skyldi annað eiga að gilda um Alu- suisse? Það er til marks um þá hættulegu stefnu, sem mál þetta hefur nú tekið, að síðustu fregnir herma að þingflokkur Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hafi nú komið sér saman um að ganga að kröfum Alusuisse um stækkun álversins. f tillögu til þingsályktunar sem fulltrúar þess- ara flokka hafa nú til meðferðar og knýja á í gegnum þingið segir að: „Til að stuðla að því að viðrœðurgeti hafist án tafar verði fallist á að setja deilumál um verð á súráli og raf- skautum og skatta í gerðardóm sem aðilar koma sér saman um.” íslenskur mál- staður véfengdur Þetta felur það í sér, að til þess að fá Alusuisse til viðræðna séu ís- lensk stjórnvöld reiðubúin að draga í efa allt sem áður hefur verið gert í þessu máli, þar með talda bókhaldsendurskoðun Coopers & Lybrand, sem er forsenda þeirrar endursköttunar sem þegar hefur farið fram en fulltrúar þessara flokka ætla nú að skjóta fyrir al- þjóðlegan gerðardóm. Tillaga þessi miðast jafnframt að því að ríkisstjórn skipi 6 manna viðræðunefnd með fulltrúum þing- flokka, og fulltrúa forsætisráð- herra og Landsvirkjunar. Þar með er málið tekið úr hönd- um hins lögmæta stjórnvalds sem er iðnaðarráðuneytið auk þess sem skattaálagningu fjármálaráðuneyt- isins er af íslenskum aðilum skotið til alþjóðlegs 'gerðardóms. Er vandséð að áður hafi verið gerð jafn gróf aðför að íslensku fullveldi af íslenskum aðilum í mikilvægu hagsmunamáli. Spyrja má þeirrar spurningar, hvernig hinn íslenski aðili ælti að verja sinn málstað fyrir alþjóðlegum gerðardómi ef hann hefur sjálfur dregið forsendurnar í efa með því að leggja málið fyrir slíkan dómstól. Ef mál þetta verður afgreitt með þeim hætti sem nú horfir mun það ekki einungis þýða sundrungu rík- isstjórnar. Það mun verða íslensku fullveldi til háðungar innanlands sem á alþjóðavettvangi um ó- komna framtíð. »> „Það er markmið Bandalagsins að koma á valddreifðu lýðræði á öllum sviðum þjóðlífsins og ráðastgegn þeirri spillingu sem allt ofvíðafœr að blóm- stra“. Til varnar lýðræðislegri stjórnskipan 2. gr. Aiþingi og forseti Islands fara saraan með löggjnfarvaldiC. Forseti og önnur stjórnarvöld sarakvæmt stjórnarskrá þcssari og öörum landslögura fara meC framkvæmdarvaldið. Dóra- cndur fara nieð dórasvaldið. 13. gr. Forsetinn lætur ráðhcrra framkvæma vald »itt. Ráðuneytið hefur aðsctur í Reykjavik. 14. gr. Ráðhcrrar bcra ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráð- herraábyrgð cr ákvcðin með lögum. Alþingi gctur kært ráð- hcrra fyrir embættisrckstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. 15. gr. Forseti skipar ráðhcrra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þcirra og skiptir störfum með þeim. lö. gr. Forscti lýðvcldisins og ráðherrar skipa rikisráð, og hefur forseti þar forsæti. Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bcra upp fyrir forseta i ríkisráði. 17. gr. Ráðherrafundi skai halda um nýmæli i lögum og um mikil- væg stjórnarmálefni. Svo skal og ráðherrafund lialda, cf ein- hver ráðherra óskar að bcra þar upp mál. Fundunum stjórnar sá ráðherra, er forseti lýðvcldisins hcfur kvatt til íorsætis, og ncfnist hann forsætisráðherra. Umræða um stjórnskipan landsins hefur sennilega sjaldan verið líflegri en um þessar mund- ir. Orsakir þessa aukna áhuga má óefað rekja til efnahagslegrar ó- stjórnar í landinu, sem greinilega er afleiðing kerfislægrar spilling- ar hjá æðstu stjórnvöldum. Bandalag jafnaðarmanna er éina stjórnmálahreyfing landsins sem komið hefur fram með til- lögur sem líklegar eru til að forða þjóðinni frá efnahagslegum ragn- arökum. Stjórnmálaflokkarnir fjórir hafa hinsvegar sameinast um stjórnarskrártillögur sem festa núverandi ófremdarástand í sessi. Fjórflokkarnir stilla alræði Alþingis upp sem valkosti gegn valddreifðu lýðræði. Almenning- ur á þess kost að ráða úrslitum þessa máls. Við verðum hvert á sinn hátt að líta upp frá dagsins önn og fylkja liði til varnar lýðræðislegri stjórnskipan landsins. Stjórnkerfi landsins. fslenska lýðveldið er hluti af vestrænni lýðræðisheild, sem við berum allflest hlýhug til og fyrir mörgum er beinlínis forsenda til- verunnar. Lýðræðið verður því að skoða sem dýrmætan arf sem okkur ber skylda til að varðveita og glæða auknu inntaki. í hnotskurn snýst málið um það að fólk ráði sjálft eigin örlögum. Valdið má ekki lenda í höndum fámenns hóps manna, heldur verður að setja traustar skorður við valdasöfnun hverskonar, þá ekki hvað síst við æðstu stjórn landsins. Hér er komið að eilífðarvanda lýðræðisins, hvern- ig tryggja eigi fullnægjandi vald- dreifingu í stjórnkerfinu. Sú leið sem víðast hefur verið farin er að þrískipta opinberri stjórnsýslu í löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald. Ákvæði um þessa skiptingu eru allajafna sett í stjórnarskrár þjóða og af fremsta megni reynt að tryggja að ekki verði orðin tóm. Sú óværa hrjáir okkur fslend- inga að þrískipting ríkisvaldsins er ekki höfð í heiðri, þrátt fyrir skýr stjórnarskrárákvæði um að svo skuli vera. Samkvæmt stjórn- arskránni fer forseti landsins með framkvæmdavaldið, en velur sér ráðherra fleiri eða færri til að framkvæma það. f tímans rás hef- ur þetta vald verið dregið úr höndum forsetans af Alþingis- mönnum, útsendurum stjórn- málaflokkanna. Því búum við nú við stjórnarfar sem að mörgu leyti er ekki bara ólýðræðislegt heldur hefur einnig mörg ein- kenni alræðis. í framkvæmd, hef- ur þingmönnum tekist að njörva svo saman löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið að þessir stjómarfarsþættir verða trauðla sundurgreindir. Með gildum rök- um má fullyrða að við búum við alræði Alþingis. Hemaðaráætlun „Samtrygg- ingarráðs Lýðræðisfiokkanna” gerir ráð fyrir að núverandi ástand verði innsiglað með ný- birtum tillögum Stjórnarskrár- nefndarinnar. Ekki er mælirinn þar með fylltur heldur gera tillög- umar ráð fyrir að vaídsvið Al- þingis verði einnig teygt til dóm- stólanna. Hér birtist framtíðar- sýn sem stórhættuleg er stjórnar- fari landsins. Bandalag jafnaðarmanna hef- ur í frammi andóf gegn þessum fyrirætlunum fjórflokkanna og gerir tillögu um nýtt stjórnar- form, án þess að grundvallar- hugsun stjórnarskrárinnar sé breytt. Tillögur Bandalagsins Bandalag jafnaðarmanna gerir þá kröfu, fyrir hönd þjóðarinnar, að reglan um þrískiptingu valds- ins verði höfð í heiðri. Til að komast hjá að hrófla við stöðu núverandi forseta er lagt til að forsætisráðherra verði kosinn beinni kosningu af þjóðinni. Hann og ríkisstjórn hans fari með framkvæmdavaldið til fjögurra ára hverju sinni, en fjárveitinga- vald, löggjafarvald og eftirlit með framkvæmd laga verði í höndum Alþingis. Þetta er einfaldasta leiðin til að vernda markmið stjómarskrárinnar um valddreif- ingu við æðstu stjórn landsins. Mikilvægur hluti af tillögum Bandalagsins er að kosning for- sætisráðherra verður í tveimur umferðum, ef enginn fram- bjóðenda hlýtur hreinan meiri- hluta í fyrstu umferð. Með þessu móti er t.d. tryggt að fram- bjóðandi stærsta stjórnmála- flokksins hefur ekki óyfirstígan- legt forskot á aðra frambjóðend- ur. Jafnframt er sú lýðræðisregla uppfyllt að sá sem kosningu hlýtur hefur meirihluta kjósenda að baki. Ekki er síður mikilvægt að kjósendur munu vita fyrir kosn- ingu hverskonar ríkisstjórn þeir eru að kjósa. Breytingin er augljós ef menn leiða hugann að því hvort þeir hafi talið sig vera að kjósa Gunnar Thoroddsen sem forsætisráðherra í síðustu Alþingiskosningum. Þrátt fyrir þau rök sem þegar hafa verið tilgreind, kann ein- Loftur Al. Þorsteins son skrifar hverjum að virðast sem hér sé einungis um formsatriði að tefla, engu skipti hvort framkvæmda- valdið sé kosið af þjóðinni eða það sé notað sem skiptimynt í viðskiptum þingmanna; svo er þó hreint ekki. í skjóli þessa stjórn- arfars, sem fjórflokkarnir hafa komið á, hefur dafnað hin versta spilling sem öllum heiðarlegum mönnum hrýs hugur við. Þannig er starf þingmanna ekki lengur bundið við að setja þjóðféíaginu almennar leikregíur, heldur eru þeir einnig á kafi í sjóðakerfi ríkisins. Að eiga þingmann í Framkvæmdastofnun er ekkert minna en stóri vinningurinn í fyr- irgreiðsluhappdrættinu. Sukkið birtist í margvíslegum öðrum myndum. Þannig veldur alræði Alþingis því að ríkisstjórn- ir verða að sitja og standa eins og þingheimi sýnist. Hafi ríkis- stjórnin nauman meirihluta á Alþingi er hún ofurseld kenjum einstakra þingmanna, sem til stuðningsmanna teljast þá stund- ina. Fjölmargar ríkisstjórnir hafa fallið fyrir aldur fram vegna brotthlaups stuðningsmanna sem hafa gengið of langt í heimtu- frekju. Hnefaréttur Alþingis ræður hér úrslitum, en vilji lands- manna er hlægilegt hugtak sem þingmenn nota einungis í hefð- bundnum trúðadansi fyrir Al- þingiskosningar. Niðurlag Þrískipting æðstu landsstjórn- arinnar er frumforsenda vald- dreifðs lýðræðis. Valdaþættir verða að skáka hver öðrum og þjóðin að hafa eftirlit með taflinu og ráða innbyrðis styrkleika. Sé þessum valdaþáttum ekki haldið skýrt aðgreindum getum við ver- ið örugg með að uppskera spill- ingu og það er einmitt ástandið sem við búum við um þessar mundir. Stjórnmálaflokkarnir fjórir hafa byggt upp samtryggt valda- kerfi í blóra við stjórnarskrá þjóðarinnar og búast nú til að innsigla feng sinn til langrar fram- tíðar. Það er ekki nóg með að þeir ætli að leggja framkvæmda- valdið endanlega undir Alþingi heldur hafa þeir uppi vissa til- burði til að sölsa einnig undir sig dómsvaldið. Bandalag jafnaðarmanna hef- ur tekið upp baráttu gegn þessum áformum fjórflokkanna. Það er markmið Bandalagsins að koma á valddreifðu lýðræði á öllum sviðum þjóðlífsins og ráðast gegn þeirri spillingu sem allt of víða fær að blómstra. Skoðanakann- anir um afstöðu kjósenda sýna að Bandalagið nýtur öflugs stuðnings á meðal almennings og það gefur góðar vonir um bjartari tíma. Kópavogi 27. febrúar 1983

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.