Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 9
Föstudagur 4. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 búsýslan Bandalag kvenna um neytendamál víkur. Greiða skal fjögurra mán- aða fullt fæðingarorlof ef móðirin hefur verið veik meira en mánuði fyrir fæðingu barnsins, ef barnið er veikt þannig að það krefst nán- ari umönnunar foreldris og ef um fleirburafæðingu er að ræða. Sérreglur um 1-2ja mánaða greiðslur Ef barn fæðist andvana er fæð- ingarorlofið 2 mánuðir. Ef konan lætur fóstri á þann hátt að jafna megi við fæðingu er orlofið einnig 2 mánuðir. Ef móðir lætur frá sér barn, svo sem til ættleiðingar eða fósturs, skal greiða fæðingarorlof í minnst einn mánuð. Kjörforeldri og fósturforeldri eiga rétt á 2ja mánaða fæðingar- orlofsgreiðslum vegna töku barns undir 5 ára aldri. Sé um fleira en' eitt barn að ræða í sömu fóstur- ráðstöfun eða ættleiðingu, greið- ist fæðingarorlof í 3 mánuði. Réttur feðra klipinn af rétti mæðra í lögunum er kveðið á um, að faðir eigi rétt á að taka síðasta mánuð fæðingarorlofsins, þ.e. þriðja mánuð þess, ef móðir sam- þykkir, og fellur þá greiðsla til móður niður. Upphæð fæðingar- orlofs til föður miðast við vinnu- stundafjölda hans síðustu 12 mánuði áður en fæðingarorlof hans hefst, eins og hjá móður. Það hefur komið fram hjá Tryggingastofnun ríkisins, að fáir karlmenn noti þennan rétt sinn. Ástæðan sýnist mér augljós: fæð- ingarorlofið er ekki það langt, að það sé til skiptanna. 3 mánuðir eru lágmarkshvíld fyrir konur eftir barnsburð - ef hvíld skyldi kalla að annast ungabarn. Þetta ákvæði er því miður ekki tekið til endurskoðunar í frumvarpi Alex- anders Stefánssonar, en væri full þörf á því. Karlar ættu að taka upp sína réttindabaráttu í.þessum efnum, eins og konur hafa gert, en þá baráttu þarf að heyja á annan hátt en þann að ganga á nauman rétt kvenna. -ast. Neytandinn er besta verðlags- eftirlitið „Aðalfundurinn skorar á alla neytendur að vera vel á verði um vörugæði og verðlag,” segir í samþykkt frá neytendamálanefnd Bandalags kvenna, en það hélt aðalfund sinn um síðustu helgi. (Ljósm. -eik-) BANDALAG KVENNA í Reykjavík hélt aðalfund sinn dag- ana 26. og 27. febrúar síðastliðinn. Meðal þess sem fundurinn tók fyrir, voru tillögur til ályktunar frá nefndum bandalagsins. Þar á með- al voru nokkrar frá neytendamála- nefnd og þykir mér við hæfi að birta þær hér. 1. „Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík skorar á ríkis- stjórn að fella niður hátolla af lækningatækjum til sjúkrahúsa og annarra heilsugæslustöðva, sem þurfa á tækjum að halda, svo hægt sé að veita þá bestu þjónustu við almenning, sem völ er á. 2. Fundurinn þakkar Verðlagsráði það framtak, sem það hefur gert í sambandi við verðkannanir, sem framkvæmdar hafa verið að undanförnu á neyslu- vörum. Hvetjum við Verðlagsráð til að áfram verði haldið svo hinn almenni neytandi fái sem bestar upplýsingar um verð og vörugæði á hverjum tíma. 3. Fundurinnlýsiránægjusinni yfir að hljóðvarp skuli hafa tekið upp að nýju þátt um neytendamál. Skorum við á sjónvarp að það taki einnig upp fræðslu um þessi mál þágu neytenda. 4. Aðalfundurinn skorar á alla neytendur að vera vel á verði um vörugæði og verðlag, því neytand- inn getur verið og er besta verðlagseftirlitið í landinu.” -ast „En við sem ferðumst eigum ei annars völ” Með lögum sem tóku gildi hinn 1. janúar 1981 tóku almanna- tryggingar að sér að greiða fæð- ingarorlof að vissum skilyrðum fullnægðum. Þau lög voru vissu- lega mikil framför og sjálfsagt réttlætismál. Nú hafa komið upp raddir um aukið réttlæti, þannig að börnum verði ekki lengur mis- munað eftir vinnuframlagi móð- ur sinnar á opinberum vinnu- markaði. 160 konur á fæðingar- deild Landspítalans undirrituðu nýverið áskorun til ráðamanna um að afnema dilkadrátt fæðandi kvenna og nú hefur Alexander Stefánsson flutt frumvarp til laga um slíkt afnám, þannig að allar konur sitji við sama borð. vegar áhrif á upphæð fæðingaror- lofs. Og flokkunin er þannig: Flokkur nr. 1: Full fæðingarorlofsgreiðsla greiðist þeim, sem unnið hafa 1032 dagvinnustundir undan- farna 12 mánuði. Upphæðin nú, eftir 1. mars, er kr. 12.566.00 á mánuði. Flokkur nr. 2: 2/3 hlutar fæðingarorlofs- greiðslu greiðast þeim, sem unn- ið hafa 516-1031 dagvinnustund á 12 mánaða tímabilinu. Upp- hæðin þann 1. mars 1983 er kr. 8.377.00 á mánuði. Flokkur nr. 3: 1/3 hluti fæðingarorlofs- greiðslu greiðist þeim, sem unnið hafa 515 dagvinnustundir eða minna á 12 mánaða tímabilinu. Undir þennan lið heyra einnig þeir umsækjendur sem hafa enga vinnu stundað á almennum vinnumarkaði síðastliðna 12 mánuði, svo sem þeir sem stunda heimilisstörf eingöngu. Upp- hæðin þann 1. mars var 4.188.00 á mánuði. Sérreglur um útreikning á vinnuframlagi Um dagmæður og bóndakonur gilda sérreglur. Þannig segir um dagmæður, að hcilsdagsgæsla eins barns í 12 mánuði teljist nema 25 prósentum af fullu starfi, þ.e. 43 stundum á mánuði, eða 516 stundum á ári. (Þetta er nú með því kostulegra, sem maður sér! Umönnun lítils barns er bara fjórðungur úr vinnu!). Um bóndakonur segir, að vinnuframlag á búinu teljist vera 790 stundir á ári (það er ekki von, að þreyttar bóndakonur skilji þennan brandara). Sérreglur um 4urra mánaða greiðslur Þá gilda einnig sérstakar reglur um greiðslur þegar út af venjunni Ljóðlínurnar í fyrirsögninni eru teknar úr kvæðinu „Hótel Jörð“ eftirTómas Guðmundsson, en það kvæði líkir jarðvistinni við hóteldvöl þarsem herbergin eru mörg og misjöfn að gæðum og þægindigestanna mismunandi. Reglurumfæð- ingarorlofsgreiðslur eru gott dæmi um það, hvernig viðbúnaður er misjafn þegar gestirnir koma í bæinn. Þeim er vísað inn í herbergin eftir vinnuframlagi móðurinnará opinberum markaði. Um fæðingarorlof: Vinnuframlag ræður upphæðinni Þar sem nokkrar umræður munu sjálfsagt eftir að eiga sér stað um þessi mál, þótti mér rétt að kynna lögin eins og þau eru nú. I upplýsingabæklingi Trygg- ingastofnunar ríkisins um fæðing- arorlof segir, að foreldri, sem á lögheimili á Islandi, eigi rétt á 3ja mánaða fæðingarorlofi almanna- trygginga (alls staðar er raunar talað um konur, en ekki foreldri, þannig að réttast væri að segja að konur, sem lögheimili eiga á ís- landi, o.s.frv.). Undanskildar þessum rétti eru þó konur, sem vinna í opinberri þjónustu eða bönkum, en þær eiga rétt á þriggja mánaða fullum launum í fæðingarorlofi skv. kjarasamn- ingum. Fæðingarorlof greiðist til bæði heimavinnandi og útivinn- andi mæðra og námskvenna, en vinna við launuð störf hefur hins Jæja, skinnið litla, svo hún mamma þín vann bara 500 stundir utan heimilis síðustu 12 mánuði. Þá fær hún 12.566 krónur til að klæða þig og sjá þér fyrir því sem þú þarft.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.