Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 11
Föstudagur 4. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Utnsjón: Viöir Sigurösspn B-keppnin í handknattleik: „Okkar sérgrein að ráða ekki við svona” „Þetta er bara óskiljanlegt, hreint óskiljanlegt að það skuli vera haegt að tapa niður svona for- ystu”, sagði Bjarni Guðmundsson landsliðsmaður í handknattleik eftir að íslenska landsliðið hafði tapað niður átta marka forskoti gegn Israel í B-keppninni í HoIIandi í gærkvöldi og mátti síðan sætta sig við jafntefli, 22-22. „Annars virðist það vera okkar sérgrein að ráða ekki við svona forskot. Eitt stig er þó betra en ekkert og við reynum að taka okkur saman í andlitinu fyrir leikina gegn Frökkum og Hol- lendingum um helgina”, sagði Bjarni. Já, þetta var ótrúlegt. ísland komst í 7-1 í byrjun og síðan 10-2. f stöðunni 10-3 var varið víti frá Þor- bergi Aðalsteinssyni en áður hafði annað frá Kristjáni Arasyni farið sömu leið. Undir lok fyrri hálfleiks gekk ekkert í sóknarleik íslenska liðsins, Israel Plata, markvörður ísrael, varði fimm skot á þeim tíma og tvö skot fóru í tréverkið. Staðan var 14-9 í hálfleik en Brynjar Kvar- an markvörður átti lokaorðið í fyrri hálfleik, varði vítakast, og hóf þann síðari á sama hátt, varði víti á þriðju mínútu. ísrael saxaði smám saman á for- skotið og jafnaði, 19-19 þegar 13 mínútur voru eftir. Næstu tíu mín- úturnar skoraði fsland tvö gegn engu, 21-19, og einni og hálfri mín- útu fyrir leikslok var staðan 22-20, íslandi í hag, og ísraelir einum leik- manni færri í þokkabot. Þeir skor- uðu þó laglega úr horninu, 22-21, og 20 sekúndum fyrir leikslok „stal” Beni Guz knettinum af ís- lensku leikmönnunum, brunaði upp og jafnaði, 22-22. Á lokasek- úndunum small síðan knötturinn í stöng ísraels eftir þrumuskot Al- freðs en íslensku strákarnir máttu sætta sig við jafntéflið. „Misstu alla yfirvegun” „Strákarnir misstu alla yfirvegun í síðari hálfleiknum. Sóknirnar styttust og það var slakað á í vörn- inni”, sagði Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „Það átti að gera mikið á stuttum tíma í sókninni og þegar menn slaka á eins og nú skeði getur allt gerst”. Alfreð átti einna bestan leik ís- lensku leikmannanna og Þorberg- ur átti ág<eta kafla. Brynjar varði þokkalega, og liðið lék allt ágæt- lega þegar vel gekk en enginn verð- ur undanskilinn frá doðanum sem ríkti í síðari hálfleiknum. Sóknar- nýtingin var um 43% en Alfreð átti fjögur stangarskot og Þorbergur þrjú. Þá fóru þrjú víti í súginn og Israel markvörður ísraels varði fimmtán skot í leiknum. ísraelir léku líka vörnina þannig í síðari hálfleiknum að íslensku skytturnar freistuðust til að skjóta snemma og þá Israel Plata að mæta. Alfreð skoraði 7 mörk, Þorberg- ur 5, Bjarni 3, Jóhannes Stefánsson 2, Sigurður Sveinsson 2/1 víti, Guðmundur Guðmundsson, Hans Guðmundsson og Kristján Arason eitt hver. Kristjáp er í 5.-8. sæti yfir markahæstu leikmenn keppninnar með 22 mörk og Alfreð er níundi með 21 mark. Efstir eru Kovacs frá Ungverjalandi og Wunderlich, V-Þýskalandi, með 34 mörk, Ver- hofstadt, Belgíu, hefur skorað 29 og Uria, Spáni, 25. Frakkar efstir Úrslit í B-hluta keppninnar í gærkvöldi og staðan fyrir leiki helg- arinnar: ísland-ísrael..............22-22 Belgía-Holland.............23-22 Frakkland-Búlgaría........20-18 Frakkland........3 2 1 0 62-55 5 ísland...........3 2 1 0 71-66 5 Holland..........3 1 1 1 57-51 3 ísrael...........3 1 1 1 55-61 3 Belgía...........3 1 0 2 61-68 2 Búlgaría.........3 0 0 3 65-70 0 Úrslit í efri hlutanum: Tékkóslóvakía-Sviss.......25-14 Ungverjaland-Spánn........20-19 V-Þýskaland-Svíþjóð.......18-15 V-Þýskaland....3 2 1 0 51-47 5 Tékkósl.........3 2 0 1 64-51 4 Ungverjal.......3 2 0 1 66-61 4 Sviss...........3 1 1 1 53-63 3 Svíþjóð.........3 1 0 2 60-63 2 Spánn...........3 0 0 3 60-69 0 Miklar sviftingar voru í leikjun- um í gærkvöldi. Sviss var yfir í hálf- leik gegn Tékkum, 10-9, en skoraði síðan 4 gegn 16 í síðari hálfleik. Þá var Svíþjóð yfir, 10-6, í hálfleik gegn Vestur-Þýskalandi. Kærumálin frá hendi Búlgara eru úr sögunni og framhaldið því eins og áður var ráð fyrir gert, leikið við Frakka á morgun og Hollendinga á sunnudag. -GM/VS Alfreð Gíslason var markahæstur í gærkvöldi. Guðmundur náði að sigra bæði í svigi og stórsvigi Unglingar 1 Svíþjóð íslensks unglingalandsliðið í bad- minton hélt í gærmorgun til Upp- sala í Svíþjóð þar sem það tekur þátt í Norðurlandamóti unglinga um helgina. Keppnin hefst í dag. Liðið er þannig skipað: Indriði Björnsson, Ólafur Ingþórsson, Elísabet Þórðardóttir, Inga Kjart- ansdóttir og Þórdís Edwald, öll frá TBR, og Þórhallur Ingason, ÍA. Að auki sendi TBR tvo keppendur utan, þau Pétur Hjálmtýsson og Guðrúnu Júlíusdóttur. Liðið er væntanlegt heim á mánudag. UMSE í 3. sætið? UMSE á nú góða möguleika á að ná 3. sætinu í 1. deild karla í blaki eftir sigur á Bjarma, 3-1, á mánu- dagskvöldið. Bjarmi vann fyrstu hrinuna 10-15 en Eyfirðingar hinar þrjár, 15-12, 15-7 og 15-3. Annað þessara liða leikur í undanúrslitum bikarkeppninnar gegn ÍS fyrir norðan um helging. I hinum und- anúrslitaleiknum mætast efstu lið 2. og 1. deildar, HK og Þróttur. Um síðustu helgi var haldið punktamót skiðamanna á Akureyri. Mótið átti að fara fram á Húsavík, en sökum snjóleysis var það flutt til Akureyrar. A laugardeginum spilltu veðurguðir nokkuð fyrir gangi mótsins, en seinni dag þess var veður ákjósanlegt til keppni. Á laugardag var keppt í stórsvigi kvenna og svigi karla. Eftir fyrri ferð í stórsviginu hafði Guðrún H. Kristjánsd. bestan tíma, á eftir henni kom nafna henn- ar Magnúsdóttir og þriðja var Ástá Ásmundsdóttir. I síðari umferð keyrði Guðrún J. Magnúsdóttir best allra og sigraði, önnur varð Guðrún H. og þriðja varð Ingi- gerður Júh'usdóttir, frá Dalvík, en hún náði öðrum besta brautartíma í seinni ferð. f svigi karla var keppnin mjög jöfn og spennandi. Eftir fyrri ferð hafði Daníel Hilmarsson, Dalvík, nauma forystu á þá Guðmund Jó- hannsson, frá ísafirði, og Erling Ingvason, Akureyri. í seinni ferð náði Guðmundur að komast fram- fyrir Daníel og stutt á eftir þeim kom Erling. Tímamismunur milli þessara þriggja manna var einungis hálf sekúnda. Síðari dag keppninnar var keppt í stórsvigi karla og svigi kvenna. f stórsvigi karla sigraði Guð- mundur Jóhannsson nokkuð ör- ugglega. Hann hlaut bestan tíma þátttakenda í báðum- umferðum, annar varð Elías Bjarnason og þriðji Daníel Hilmarsson. í svigi kvenna var keppnin aftur á móti tvísýnni. Eftir fyrri ferð hafði Ingigerður Júlíusdóttir, Dalvík, bestan tíma, önnur var Nanna Leifsdóttir og þriðja Hrefna Magnúsdóttir. í síðari umferð náði Nanna bestum tíma og nægði það henni til sigurs. Önnur varð Ingi- gerður Júlíusd. og þriðja Guðrún H. Kristjánsd. Það undarlega veðurfar er hefur verið hér í vetur, hefur gert skíðaá- hugamönnum gramt í geði. Nú er svo komið sökum snjóleysis að skíðaíþróttin er ekki stunduð hér á Norðurlandi nema á Dalvík og Ak- ureyri. Þó er það ljóst að skíða- menn á þessum tveimur stöðum þurfa fljótlega að snúa sér að ein- h ver j u öðru efekkiverður brey ting á veðráttu. Burridge varði tvær víta- spyrnur og Wolves vann 1 -0 Víkingar lögðu Val Víkingar unnu góðan sigur á Valsmönnum, 5-3, í A-deild ís- landsmótsins í innanhússknatt- spyrnu sem hófst í Laugardalshöll- inni í gærkvöldi. Önnur úrslit: A- deild: KR-Fylkir 4-1, Þróttur R.-Valur 3-3, Breiðablik-Fylkir 6- 2. B-deild: Afturelding-Stjarnan 6-5. C-deild: ÍR-ÍK 5-3. Wolves vann Sheffield Wednes- day 1-0 í sögulegum leik í 2. deild ensku knattspyrnunnar á þriðju- dag. Wayne Clarkc skoraði fyrir Wolves úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Síðan fékk Wednesday víti en John Burridge markvörður Wolves varði frá Gary Bannister. Fimm mínútum fyrir leikslok var Mick Lyons hjá Wednesday rekinn af leikvelli sem samt fékk liðið aðra vítaspyrnu á lokamínútunum. Bannister tók hana einnig, en skaut beint á Burridge, og ósann- gjarn sigur Úlafanna var í höfn. Úrslit í neðri deildunum í vik- unni: á.deild: Cardift City-Reading..............0-0 Chesterfield-Walsall............ 0-0 Doncaster-Huddersfield............0-4 Exeter City-Lincoln..............3-1 Orient-Gillingham.................2-0 Oxford-Bradford City.............0-1 Plymouth-Millwall............... 3-1 Portsmouth-Wigan.................o-O Preston N.E.-Brentford............3-0 Sheffield Utd-Newport.............2-0 Southend-Wrexham.................1-1 Portsmouth er efst með 65 stig, Cardiff hefur 63, Huddersfield 57, Lincoln 55, Bristol Rovers og New- port 53. 4.deild: Aldershot-Darlington.............1-6 Bury-Hull City...................2-3 Colchester-Northampton...........3-1 Halifax-Peterborough.............1-2 Hartlepool-Port Vale............ 2-2 Hereford-Stockport...............0-0 Scunthorpe-Mansfield.............2-2 Torquay-Blackpool................1-3 Tranmere-SwindonTown.............2-0 York City-Crewe..................2-0 Hull er á toppnum með 65 stig, Port Vale hefur 64, Wimbledon 59, Bury 58, Colchester 57 og Scunt- horpe 51 stig. Glenn Hoddlc, hér að ofan á flótta eftir tertukastkcppni, er eftirsóttur af frægustu knattspyrnufélögum Evrópu. Hoddle til BayemM.? Forráðamenn vestur-þýska knattspyrnustórvcldisins, Bayern Munchcn, bíða nú með óþreyju eftir því að enski landsliðsmaður- inn Glenn Hoddle hjá Tottenham nái sér fullkomlega af meiðslunum sem hafa hrjáð hann að undan- förnu. Þeir hafa hug á að Hoddle taki við af Paul Breitner sem stjórn- andi leiks liðsins á miðjunni, en Breitner hættir í vor. „Við fljúgum til Englands næst þegar Hoddle getur leikið“, segir Uli Höness, framkvæmdastjóri Ba- yern. „Það verður hins vegar ekk- ert rætt um samninga af okkar hálfu fyrr en við erum vissir um að meiðslin séu ekki til staðar lengur". Fleiri stórlið í Evrópu hafa áhuga á Hoddle, þar á meðal AC Milano á Ítalíu og spænska stór- liðið Real Madrid. Samningur Hod dle við Tottenham rennur út í vor og hann hefur gefið í skyn að hjá honum sé áhugi fyrir því að leika á meginlandinu. -VS Anderson á útleið! Viv Anderson, enski landsliðs- bakvörðurinn hjá Nottingham For- est, er líklega á leið til Everton. Anderson er nýfarinn að leika að nýju eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í fjóra mánuði, en hann fær ekki að leika sem bakvörður, því Forest hefur keypt Ken Swain frá Aston Villa, heldur sem miðvörður, og það sættir hann sig ekki við. Brian Clough, framkvæmda- stjóri Forest, er reiðubúinn að selja Anderson. Hann vill kaupa miðvörð í staðinn og hefur auga- stað á Kenny Clements, sem hefur verið burðarás í 2. deildarliði Old- ham síðan félagið keypti hann frá Manchester City fyrir nokkrum misserum. _VS Júdó Fyrsti hluti íslandsmótsins í júdó fer fram á morgun, laugardag, í í- þróttahúsi Kennaraskólans. Keppni hefst kl. 15 og verður keppt í öllum þyngdarflokkum karla, sjö að tölu. Allir bestu júdómenn landsins verða meðal þátttakenda. Annar hluti íslandsmótsins verður svo laugardaginn 19. mars, einnig í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Birkir á Vopnafjörð Birkir Sveinsspn, 18 ára gamall markvörður frá Vestmannaeyjum, leikur líklega með 2. deildarliði Einherja frá Vopnafirði í knatt- spyrnunni í sumar. Hluti liðs Vopnfirðinga æfir á Reykjavíkur- svæðinu í slagtogi með 1. deildarl- liði ísfirðinga.Vopnfirðingar verða annars með svipað lið og í fyrra, nema vafi er á að Ingólfur Sveins- son, sem lék með ÍBV í 1. deildinni fyrir tveimur árum, verði með í sumar. _VS -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.