Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 12
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Föstudagur' 4. mars 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Norðurlandskjördæmi eystra - Aukafundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi eystra boðar til aukafundar kjördæmisráðs sunnudaginn 6. mars í Lárusarhúsi á Akureyri kl. 10 árdegis. Dagskrá: 1) Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista, umræður. 2) Kosningastarfið. 3) Kosningastefnuskrá. 4) Gjald til kjördæmisráðs. 5) Önnur mál. - Stjórn kjördæmisráðs. Landbúnaðarráðstefna á Akureyri Alþýðubandalagið heldur landbúnaðarráðstefnu á Akureyri, dagana 18. - 20. mars. Þátttakendur eru beðnir að láta vita af sér í síma 17500. ABR - Félagsvist Ný 3ja kvölda keppni Ný 3ja kvölda keppni í félagsvist hefst þriðjudaginn8. marskl. 20.00íSóknarsaln- um, Freyjugötu 27 (gengið inn frá Njarðargötu). - Auk heildarverðlauna eftir 3 kvöld eru veitt sérstök verðlaun fyrir hvert kvöid og geta þeir sem vilja komið í eitt og eitt skipti. - Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi kemur í kaffihléi og segir nýj- ustu fréttir úr borgarstjórn. Blaðamennskunámskeið í Keflavík Alþýðubandalagið í Keflavík gengst fyrir blaðamennskunámskeiði fyrri hluta marsmánaðar. Hefst það laugardaginn 12. mars ki. 10 árdegis og seinni hluti þess verður fimmtudaginn 17. mars og hefst kl. 20.00. - Leiðbeinendur verða Vilborg Harðardóttir og Jón Asgeir Sigurðsson. - Þátttökugjald er kr. 200.-. - Námskeiðið er öllum opið en menn eru beðnir um að tilkynna þátttöku sem fyrst því fjöldi þátttakenda verður takmarkaður. - Skráning fer fram hjá Jóhanni Geirdal (s. 1054), Ásgeiri Árnasyni (s. 2349). Ritnefnd og stjórn Alþýðubandalagið í Reykjavík F ulltr úaráðsfundur Alþýðubandalagið í Reykjavík boðar til fulltrúaráðsfundar fimmtudaginn 10. mars kl. 20:30 í Sóknarsalnum við Freyjugötu. Fundarefni: Tillaga kjörnefndar um framboðslista félagsins við komandi alþingiskosningar. Fulltrúaráðsmenn fjölmennið - Stjórn ABR. Alþýðubandalagsfélagar Greiðið félagsgjöldin Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík minnir þá sem enn skulda gjald- faílin félagsgjöld á útsenda gíróseðla. Stöndum í skilum með félagsgjöldin og eflum þannig starf félagsins. - Stjórn ABR Alþýðubandalagið Vesturlandi - Kjördæmisráð Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi er boðað til fundar í Félagsheimilinu Rein á Akranesi,sunnudaginn6. marskl. 13.30. Fundar- efni: 1. Framboðslisti flokksins við komandi alþingiskosningar kynntur. 2. Kosningastarfið framundan og skipulag þess til umræðu. 3. Önnur mál. -Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík - Félagsfundur Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til félagsfundar, þriðjudag- inn 15. mars kl. 20:30 í Hreyfilshúsinu á horni Grensásvegar og Miklu- brautar. Dagskrá: Ákvörðun framboðslista við komandi alþingiskosningar. Félagar fjölmennið. - Stjórn ABR. Öryrkjabandalag íslands rekur tæknivinnustofuna Örtækni, en þar vinna að jafnaði um 26 öryrkjar. Fyrirhugað er, að Örtækni verði stór aðili í sambandi við samsetningarvinnu. \ ¥ Ataks er þörf í mennta- og atvinnumáhim öryrkja þrátt fyrir ótvíræðan árangur á ári fatlaðra Aðalfundur Öryrkjabandalags Islands var haldinn seint á síðasta ári að Fannborg 1 í Kópavogi, en aðildarfélög bandalagsins eru blindrafélagið, Blindravinafé- lagið, Félag heyrnarlausra, Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra, Geðverndarfélag íslands, Gigtarfélag íslands, Heyrnarhjálp, SÍBS, Sjálfsbjörg og Styrktarfélag vangefinna. Formaður bandalagsins er Ar- inbjörn Kolbeinsson og í skýrslu hans kom fram, að viðfangsefn- um Öryrkjabandalagsins fer fjölgandi ár frá ári og störfin þar af leiðandi ört vaxandi. í því sam- bandi má nefna störf í nefndum og ráðum er varða á einn eða annan hátt réttindi fatlaðra, svo sem endurhæfingarráði, um- ferðarráði, samstarfsnefnd um atvinnumál fatlaðra, stjórnar- nefnd um málefni þroskaheftra, ferlinefnd, alfanefnd, öldrunar- ráði, starfshópi um náms- og endurhæfingu fatlaðra og fleira mætti tilgreina. Mikið starf hefur verið unnið í sambandi við frv. til laga um málefni fatlaðra og í sam- bandi við sjálfseignarstofnanir bandalagsins, Hússjóð og Vinn- ustofusjóð. Ásgerður Ingimarsdóttir stjórnar skrifstofu bandalagsins og í skýrslu hennar kom fram, að eitthvert viðamesta verkefni hennar er í sambandi við úthlut- un öryrkjabifreiða og þar fer einnig fram margskonar upplýsinga- og þjónustustarfsemi við öryrkja ásamt fyrirgreiðslu og aðstoð við þá, sem í íbúðum bandalagsins búa. Lögfræðiþjón- usta hefur verið starfrækt af Hall- dóri S. Rafnar í 7 ár og þar er öryrkjum veitt ókeypis ráðgjöf og aðstoð. Hússjóður Öryrkjabandalags- ins hefur nú byggt þær 250 leiguí- búðir, sem ákveðið var 1966 að byggðar yrðu. Allar fbúðir hús- sjóðs eru leigðar öryrkjum eða öldruðum, en íbúðirnar eru í 4 háhýsum: við Hátún 10, lOa og lOb og að Fannborg 1 í Kópavogi. Auk þess á hússjóður nokkrar íbúðir í íbúðarhverfum í Reykjavík. Anna Ingvarsdóttir, frk.stj. vinnustofunnar Örtækni, flutti skýrslu um öryrkjavinnuna. 26 öryrkjar vinna að jafnaði á tækni- vinnustofunni en þar er auk framleiðslu á gjaldmælum fyrir leigubifreiðar unnið að verkefn- um fyrir önnur rafeindafyrirtæki og nú er unnið að náinni sam- vinnu allra rafeindafyrirtækja í landinu og stendur til, að hlutur Örtækni verði stór í þeirri sam- vinnu sem samsetningaraðila. Auk rafeindaiðnaðarins er jafn- an unnið að hreinsun og viðgerðum á símatækjum fyrir Landsíma íslands. Þetta verkefni fyrir Landsímann er bandalaginu ómetanlegur styrkur vegna atvinnuöryggis, en verkefna- skortur háir oft öryrkjavinnu- stofum. Á fyrra ári gáfu hjónin Ingi- björg Hallgrímsdóttir og Björn Guðmundsson Öryrkjabanda- laginu saumastofu í fullum rekstri. Sú saumastofa er rekin af ÖBÍ en mun flytja í nýtt húsnæði í tengibyggingunni að Hátúni fyrir mitt þetta ár. 1 umræðum um skýrslur kom fram þakklæti til starfsfólks fyrir frábært vinnuframlag í þágu bandalagsins. Fram kom, að þrátt fyrir ótvíræðan árangur af ári fatlaðra, þá væri langt í land að markmiðum ársins væri náð. Þörf væri stórátaks í ferlimálum, menntamálum og atvinnumálum öryrkja, svo nokkuð sé nefnt. -ast í stuttu máli Um starf hjálparsveitar skáta Kópavogi Mikið annríki hefur verið hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi það sem af er árinu. Vegna óveðursins sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu í ársbyrjun var mikið um útköll og aðstoð við bæjarbúa. Þá sendi sveitin 11 manna björgunarlið til Patreksfjarðar þegar náttúruhamfarirnar urðu þar í janú- ar sl. Á aðalfundi sveitarinnar nýverið var sex nýliðum veitt innganga í sveitina. Að venju gaf sveitin út dagatal, en dagatalið er ávallt prýtt málverkum eftir listamenn sem búsettir eru í Kópavogi. Að þessu sinni var það Sigurður Sigurðsson sem lagði til myndina á dagatal Hjálpar- sveitarinnar. Kaffisala í Landakotsskóla Á sunnudaginn munu foreldrar barna í Landakotsskóla halda kaffisölu í skólanum. A boðstólum verða margar tegundir af gómsætum kökum. Kaffisalan hefst kl. 14.30 og eru allir hjartanlega velkomnir. Lesið úr verkum Jóns Thorarensen í tilefni 80 ára afmælis séra Jóns Thorarensen gengst Leikfélag Kefla- víkur í samvinnu við Bæjarbókasafnið fyrir bókmenntakynningu á verk- um séra Jóns á laugardaginn í Félagsbíói kl. 13.30. Andrés Kristjánsson fyrrum ritstjóri flytur erindi um höfundinn. Félagar úr Leikfélagi Kefla- víkur lesa úr verkum hans. Karlakór Keflavíkur syngur og fulltrúar sveitarfélaga á Suðurnesjum ávarpa séra Jón Thorarensen. Gjöf til skóla fatlaðra Lionsklúbburinn Njörður hefur fært Skóla fatlaðra sextíu þúsund krón- ur að gjöf. Peningunum verður varið til þess að greiða kostnað við akstur nemenda í og úr skóla. Júlíus S. Ölafsson, formaður Lionsklúbbsins Njarðar, afhenti Jóni Ásgeirssyni, framkvæmdastjóra Rauða kross fslands, peningagjöfina og sagði við það tækifæri að féð væri úr sjóði sem stofnaður var á ári fatlaðra en þá söfnuðu klúbbfélagar m.a. fé með því að selja herðatré. Síðustu daga hafa borist framlög frá öðrum aðilum. Hjálparstofnun kirkjunnar gaf 30.000,- krónur, Styrktarféiag Iamaðra og fatlaðra 10.000.- krónur og Tryggingastofnun ríkisins lagði fram 15.000.- krónur sem nota á til að kaupa námsbækur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.