Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 4. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Ólafur Gíslason skrifar
íslenskt fullveldi í veði
Lögboðin
haekkun
raforkuverðs
til ÍSAL
í fyllsta
samræmi
við
alþjóðlegar
réttarvenjur
„Á síðari árum eru œ fleiri að
komast á þá skoðun að réttlœtanlegt
sé að endurskoða eða grípa til ein-
hliða aðgerða varðandi langtíma
samninga á milli fjölþjóðafyrirtœkja
og einstakra ríkja þar sem þau
starfa, sérstaklega ef um er að tefla
samninga um nýtingu náttúruauð-
linda....
Um samkomulag þar sem um er að
rceða náttúruauðlindir landa gegnir
sérstöku máli og réttur ríkis til þess
að taka í sínar hendur „algera og
virka” stjórn á framtíðarnotkun
náttúruauðlinda sinna er viður-
kenndur í hinni þýðingarmiklu
ályktun S.Þ. um œvarandi fullveldi
yfir náttúruauðlindum, samþykktri á
Állsherjarþinginu 1962.
Reglan um œvarandi fullveldi fel-
ur í sér að viðurkennt er að einstakl-
ingshagsmunir verða að víkja fyrir
hagsmunum þjóðarheildarinn-
ar....”
Tilvitnanir þessar eru teknar úr
álitsgerð bandaríska lögfræðings-
ins C.J. Lipton, sem hann samdi
fyrir iðnaðarráðuneytið um lög-
fræðilegar forsendur þess að
endurskoða langtímasamning um
nýtingu náttúruauðlinda eða grípa
til einhliða aðgerða. Greinargerðin
er birt sem fylgiskjal með frum-
varpi til laga um breytingu orku-
verðs til íslenska álfélagsins h.f.
Því hefur verið haldið fram, m. a.
af Steingrími Hermannssyni sam-
gönguráðherra, að einhliða hækk-
un raforkuverðs til ÍSAL fæli í sér
Þrátt fyrir
endurskoðun 1975
greiðir ÍSAL
minna fyrir rafmagn
nú en 1969
eignarnám og bótaskyldu og myndi
leysa ÍSAL undan skuldbindingu
um kaup á lágmarksorku frá
Landsvirkjun.
í ljósi þessarar yfirlýsingar er
fróðlegt að kanna, hvaða hefð hef-
ur skapast í alþjóðaviðskiptum
varðandi langtímasamninga um
kaup og sölu á orku og öðrum nátt-
úruauðlindum.
Hvaða réttur gildir um endur-
skoðun eða einhliða breytingu
slíkra samninga?
Breyttar forsendur
í aðfararorðum viðaukasamn-
ings um endurskoðun á fram-
leiðslugjaldi og rafmagnsverði til
ÍSAL frá því í desember 1975
viðurkennir Alusuisse að breyttar
efnahagslegar aðstæður eða
breytingar á þróun í áliðnaði og
orkumálum geti leitt til þess að
óhjákvæmilegt verði að breyta
samningum. Þar segir m.a.: „Ríkis-
stjórnin og Alusuisse óska að gera
verulegar breytingar á framleiðslu-
gjaldi ISAL og greiðsluháttum þeim,
er um það gilda í Ijósi þeirrar þróun-
ar sem orðið hefur í áliðnaði og á
efnahagsástandi í heiminum síðan
aðalsamningur var gerður... ”
Sömu forsendur voru notaðar
fyrir endurskoðun raforkuverðsins
„í Ijósi þeirrar þróunar sem orðið
hefur í orkumálum og á efnahags-
ástandi í heiminum síðan rafmagns-
samningurinn var gerður...”
Því hefur verið haldið fram, að
ekki sé til nokkur langtímasamn-
ingur í heiminum í dag um nýtingu
olíu- eða orkulinda, sem ekki hefði
verið breytt með endurskoðun eða
einhliða aðgerðum. Nefnd hafa
verið dæmi um einhliða aðgerðir
frá Nýja Sjálandi og víðar. Nær-
tækust eru dæmin um einhliða
skattahækkun Norðmanna og
Breta á olíuvinnslufyrirtækjunum í
Norðursjónum eftir hækkun olíu-
verðsins 1973.
Það hefur hins vegar ávallt verið
stefna Alusuisse, bæði við síðustu
endurskoðun og þá sem farið er
fram á nú, að hún feli ekki í sér
leiðréttingu vegna breyttra
aðstæðna. Þeir hafa lýst sig reiðu-
búna til viðræðna upp á ,jöfn býti”
er breyti ekki þeirri samningsað-
stöðu sem þeir náðu við gerð upp-
haflega samningsins 1966. Endur-
skoðunin sem gerð var 1975 var
gerð samkvæmt þessari formúlu.
Hún tókst þó ekki betur en svo að
heildarstaða fslands gagnvart Alu-
suisse versnaði og ríkissjóður var
látinn bera raforkuverðshækkun-
ina með skattaívilnunum og gott
betur.
Hinn endurskoðaði samningur
tók því ekki mið af „þeirri þróun
sem orðið hefur í orkumálum og
efnahagsmálum í heiminum síðan
aðalsamningurinn var gerður” eins
og segir í aðfararorðunum. Þar var
fyrst og fremst tekið mið af þörfum
Alusuisse fyrir lækkun skatta og
aukna ódýra orku.
Frumvarpið um leiðréttingu
orkuverðs til fSAL sem lagt hefur
verið fram til Alþingis miðar að því
að fá fram leiðréttingu vegna
breyttra aðstæðna sem augljósar
eru og vegna þess að samningurinn
endurspeglar ekki lengur þau upp-
haflegu markmið sem honum voru
sett.
Eiga gamlir
vesturbæingar
rétt á að
fá rafmagn á
Sogsvirkjunarverði
Dæmi úr
Vesturbœnum
Til þess að skýra betur hinar
ósanngjörnu kröfur Alusuisse má
taka einfalt dæmi: Þegar Sogsvirkj-
un var gerð var rafmagn þaðan selt
til neytenda samkvæmt kostnaðar-
verði þá. Þeir sem notuðu þetta
rafmagn þá tilheyra nú eldri kyn-
slóðinni og eru orðnir ráðsettir
borgarar í Vesturbænum. Væntan-
lega kæmi það þeim Jóhannesi
Nordal og Steingrími Hermanns-
syni ekki á óvart þótt þessir borgar-
ar í Vesturbænum heimtuðu nú að
fá að borga sitt rafmagn samkvæmt
Sogsvirkjunarverði, enda þótt
framleiðslukostnaður á rafmagni
hafi margfaldast síðan. Slíkur lang-
tímasamningur borgaranna í Vest-
urbænum um kaup á Sogsrafmagni
væri hliðstæður við þá kröfu Alu-
suisse að sitja að jöfnum skiptum
við endurskoðun samnings eigi hún
á annað borð að fara fram. Þetta
lýsir sér í því að á meðan orkuverð
til almenningsveitna hér á landi
sumarið 1982 var um 50% hærra
en sem nam áætluðum kostnaði við
öflun viðbótarorku til þeirra, þá
greiddi ÍSAL raforkuverð sem var
65% undir áætluðum kostnaði við
öflun viðbótarorku til stóriðju.
Við þessar aðstœður segir Halldór
Jónatansson aðstoðarframkvœmda-
stjóri Landsvirkjunar að slœm staða
fyrirtœkisins stafi af því að verðið til
almennings á undanförnum árum
hafi ekki verið nœgilega hátt! (sjá
Morgunblaðið 2. mars s.l.).
Hvernig má það vera að jafn
blindum búmanni á tölur er trúað
fyrir stjórnun Landsvirkjunar sem
hefur stofnað til 28% allra skulda
íslenska ríkisins við útlönd?
Forsendur samnings-
ins frá 1966
Þegar ÍSAL tók til starfa 1969
greiddi það 3,0 mill á kílówatt-
stund. Forsendur þessa verðs voru
af íslands hálfu áætlaður fram-
leiðslukostnaður Búrfellsvirkjunar
við gerð samningsins 3 árum áður.
Þá var einnig gert ráð fyrir því að
næsta virkjun yrði álíka dýr á fram-
leiðslueiningu. Þá var gengið út frá
því að verðgildi dollarans myndi
haldast óbreytt.
Allar forsendur brugðust að
meira eða minna leyti: fram-
leiðslukostnaður Búrfellsvirkjunar
varð meiri en áætlað var, fram-
leiðslukostnaður næstu virkjunar
varð langtum hærri en áætlað hafði
verið og dollarinn snarlækkaði
gagnvart evrópskum gjaldmiðlum
og þar með andvirði raforku-
verðsins á meðan lán þau sem
greiða þurfti af Búrfellsvirkjun
voru að miklu Ieyti í öðrum gjald-
miðli.
Forsendur
Alusuisse
Forsendur þær sem Alusuisse
gaf á sínum tíma fyrir tiltölulega
lágu rafmagnsverði voru í fyrsta
lagi að hér væri ekki reynsla af stór-
iðju. í öðru lagi stæði ísland utan
EBE og þyrfti því að greiða háa
ÍSAL
hefur ekki
lagt endursköttun
frá 1981
fyrir gerðardóm
tolla af áli. I þriðja lagi virðist Alu-
suisse ekki hafa reiknað með þeirri
verðbólgu og þeirri verðhækkun á
áli sem síðar átti eftir að koma í
ljós. Árið 1972 gerði ísland sam-
komulag við EBE sem fól í sér að
tollar af áli til Efnahagsbandalags-
landanna lækkuðu frá janúar 1972
til janúar 1980 úr 7% niður í núll.
Sú forsenda er því ekki lengur fyrir
hendi. Vegna verðhækkunar á áli
sem skapaði mikla skattinneign
ríkisins hjá ÍSAL fór ÍSAL fram á
leiðréttingu framleiðslugjaldsins
1975. Við þeirri kröfu var orðið
eins og frægt er orðið. í bókhaldi
ÍSAL kom fram að verð á hráefn-
um til bræðslunnar (súráli og an-
óðum) varð mun hærra hlutfall af
framleiðslukostnaði en þeir höfðu
haldið fram við upphaflega samn-
ingagerð. Hækkuðu hráefni þessi
meira en sem nam verðbólgu og
var hið tilbúna hráefnisverð Alu-
suisse til ÍSAL notað til þess að
sýna slæma afkomu ÍSAL og skapa
svokallaða skattinneign ÍSAL hjá
ríkissjóði (framleiðslugjaldið til
ríkisins mátti ekki fara fram yfir
55% af bókfærðum nettóhagnaði
ÍSAL samkvæmt 2. viðauka við
aðalsamning).
ÍSAL greiðir minna
fyrir raforkuna
nú en 1969
Þrátt fyrir endurskoðun samn-
ingsins 1975 hefur verðbólguþróun
og rýrnað verðgildi dollarans gert
það að verkum að raforkuverð það
sem ÍSAL greiðir nú er aðeins 79%
af því upphaflega verði sem samið
var um 1969 ef miðað er við
Sjá 6. síðu
Aðstoðarframkvæmdastj órinn kennir
almenningsveitunum um slæma stöðu Landsvirkjunar
„Því má ekki gleyma..“
Kröfum á hendur ISAL
vísað á íslenskan almenning
„Verðið til ISAL er að sjálfsögðu
verulegur þáttur í verðlagsmálum
Landsvirkjunar og sama máli gegnir
um verðið til Áburðarverksmiðjunn-
ar, sem erþað sama og til ÍSAL, svo
og um verðið tiljárnblendifélagsins.
Vitaskuld hefði verðið til stóriðju
mátt vera hœrra og hefði slíkt orðið
léttir fyrir almenning og gert Lands-
virkjun kleift að milda hcekkanir til
almenningsrafveitna. Því má hins
vegar ekki glcyma að Landsvirkjun
hefur ekki gengið nœr þeim en svo á
undanförnum árum að þcer hafa í
raun búið við lcegra verð að raun-
gildi en gilti 1971...
Afleiðingin er sú að eiginfjár-
myndunin í fyrirtækinu hefur verið
minni en skyldi og Landsvirkjun
hefur ekki reynst kleift að fjár-
magna framkvæmdir sínar með fé
úr rekstri nema að mjög takmörk-
uðu leyti og er langt frá því að náðst
hafi eðlilegt hlutfall milli eigin fjár
og lánsfjár í fjármögnuninni...“
Halldór Jónatansson aðstoðar-
framkvæmdastjóri Landsvirkjun-
ar í Morgunblaðinu 2. mars s.l.
Leturbreyting Þjóðviljans
Halldór Jónatansson aðstoðar
framkvæmdastjóri Landsvirkjun-
ar.