Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 16
WÐVIUINN Föstudagur 4. mars 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527. umbrot 81285. ljósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími aigreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru hlaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 í gær hófst árlegur bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Sá á ekkl verið fleiri í annan tíma. Bókamarkaðurinn stendur til 12. mars og er í kvölina sem þar á völina, því á boðstólum eru 7000 titlar bóka, hafa þeir Húsgagnahöllinni á Artúnshöfða (ljósm. Atli). Strand Hafrúnar IS:_______________ Áfall fyrir atviimulífið í Bolungarvík segir Jónatan Einarsson framkvæmdastjóri Hollenska ríkisstjórnin ráðgerir: Einhliða hækkun raforku Hollenska ríkisstjórnin hefur til- kynnt fyrirtækinu Aldel, að hún hafi í hyggju að ógilda rafmagns samning við fyrirtækið, áður en hann rennur út sem er árið 1998. Þetta kemur fram í Financial Times, þann 9. febrúar sl. Fyrirtækið Aldel, sem er dótt- urfyrirtæki Hoogovens, hefur fengið ódýrt rafmagn frá gasknúnu raforkuveri frá því 1963. En á grundvelli þróunar í orku- málum hefur hollenska ríkisstjórn- in til athugunar svipaðar aðgerðir . og gerð er tillaga um í frumvarpi því sem þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa lagt fram á Alþingi. í því er gert ráð fyrir tvöföldun á raforkuverði til álversins í Straumsvík nú þegar. Þetta er vissulega áfall fyrir atvinnuiífið hjá okkur hér í Bolung- arvík, þetta er stór bátur og fram- undan netavertíð og ástandið því annað en gott eftir þetta áfall, sagði Jónatan Einarsson, framkvæmda- stjóri hjá Einari Guðfinnssyni C/O í Bolungarvík sem er eigandi Haf- rúnar ÍS, sem strandaði við Stiga- hlíð í fyrradag eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Jónatan sagði að þyrla Land- helgisgæslunnar hefði flogið yfir bátinn á strandstað í dag (fimmtu- dag) og eins hefðu litlir bátar farið eins nálægt og hægt væri. Bæri öll- um saman um að aðstæður væru eins slæmar og frekast getur orðið, svarrandi brim og þungur sjór. Báturinn hefur færst ofar í urðina, sjór er kominn í það og alls óvíst að mögulegt verði að bjarga því. En jafnvel þótt það tækist tæki viðgerð svo langan tíma að það er úr leik á þessari vertíð. Um það hvort annar bátur yrði keyptur eða leigður í stað Hafrúnar Frá Bolungarvík IS sagði Jónatan að um það hefði vissulega verið rætt, en engin á- kvörðun tekin enn. Orsakir strandsins eru ekki kunnar, enda hafa sjópróf en ekki farið fram, gera það sennilega í dag, en talað hefur verið um að radar hafi bitað. - S.dór Enn hœkkar bensínið Bensín hefur verið hækkað um 2.6% og kostar nú hver lítri af þeim vökva 15.90 krónur en kostaði fyrir þessa hækkun 15.50 krónur. Hækkunin nú stafar af því að fjármálaráðherra hefur ákveðið að hækka vegasjóðsgjald, sem hefur áhrif til hækkunar á verði bensíns. Mikill verðmunur á ferming- armyndum Fyrir nokkru hafði ncytandi samband við Verðlagsstofnun vegna mikillar hækkunar á ferm- ingarmyndatöku. Þessi þjónusta er utan verðlagsákvæða, og því þótti starfsfólki Verðlagsstofnunar til- valið að gera neytendum grein fyrir þeim mismun, sem er á þjónustu Ijósmyndastofa, og jafnframt að hvetja til enn frekari verðsam- keppni milli stofanna. í fréttatilkynningu frá Verðlags- stofnun um málið kemur fram, að verulegur verðmunur er á ferming- armyndatökum. Kannaðarvoru 17 ljósmyndastofur, þar af 13 í Reykjavík en 2 í Hafnarfirði, 1 í Kópavogi og 1 í Garðabæ. Ferm- ingarmyndir reyndust kosta 1.250 krónur á þeirri stofunni sem ódýr- ust var, en það var Ljósmyndastofa Kristjáns í Hafnarfirði. Dýrasta myndatakan reyndist vera hjá Ljósmyndastofu Kópavogs, en þar kostaði fermingarmyndataka krónur 3.000. Taka ber fram, að í seinna tilvikinu eru innifaldar tvær stækkanir 18x24 sm, en í því fyrra tvær stækkanir 13x18, eða nokkru minni. Auk þess fylgir póstulíns- diskur með innbrenndri mynd í hærra verðinu, en ekki er hægt að fá þessa þjónustu án disksins. A myndastækkunum munar 67% á hæsta .og lægsta verði á myndum af stærðinni 13x18 (Ljós- myndastofa Hannesar Pálssonar, Mjóuhlíð 4 var með lægsta verðið, Ljósmyndastofa Kópavogs með hæsta). Af stærðinni 18x24 munar 78,5% á hæsta og lægsta verði (Hraðmyndir á Hverfisgötu með lægsta verð, Ljósmyndastofa Kópavogs með það hæsta). Minnstur munur var á skyndi- myndatöku, eða 38,4%. í öllum til- vikum var miðað við litmyndir og ekki lagt mat á gæði eða þjónustu, heldur er eingöngu um verðsaman- burð að ræða. ast Yfirlýsing Svavars Gestssonar á alþingi í gær Endurgreiðsla á 20% tannlæknakostnaðar Almannatryggingum falið að endurgreiða hluta tannlæknakostnaðar fyrir alla Svavar Gestsson heilbrigðis og tryggingaráðherra skýrði frá því á alþingi í gær að ríkisstjórnin hefði samþykkt að fela almannatrygg- ingum að endurgreiða 20% tann- , læknakostnaðar. Þessi samþykkt ríkisstjórnarinn- ar var gerð í gærmorgun að tillögu heilbrigðisráðherra. Þessar greiðslur trygginganna koma til viðbótar við þær greiðslur sem þeg- ar er um að ræða til niðurgreiðslu á þessum kostnaði sem oft á tíðum er mjög þungbær. Almannatrygging- ar taka þegar þátt í tannlækna- kostnaði barna, öryrkja og fleiri. Þetta kom fram í atkvæða- greiðslu á alþingi í gær um frum- varp sem felur í sér að tannlækn- ingar verði frádráttarbær frá skatti. Tillagan var felld enda hafði yfir- lýsingin frá ráðherra komið fram áður. Eftir yfirlýsingu Svavars lýsti Jó- hanna Sigurðardóttir, flutnings- maður frumvarpsins um frádrátt- inn, því yfir að hún myndi undirbúa frumvarp til staðfestingar á yfirlýs- ingu heilbrigðisráðherra. Hann kvaðst hins vegar beita sér fyrir út- gáfu reglugerðar til staðfestingar á samþykkt ríkisstjórnarinnar. - óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.