Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 15
Föstudagur 4. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. Morgunorð: Mál- fríður Finnbogadóttir talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) 9.05 Morgunstund barnanna: „Vefurinn hennar Karlottu“ eftir E.B. White Ragnar Þorsteinsson þýddi. Geirlaug Þorvaldsdóttir les (11). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.30 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.00 íslensk kór- og einsöngslög. 11.30 Frá Norðurlöndum. Umsjónarmað- ur: Borgþór Kjærnested. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Miðdegistónleikar. Parísarhljóm- sveitin leikur „Espana“, rapsódíu eftir Emmanuel Chabrier, „Síðdegi skógar- púkans“ eftir Claude Debussy og „Marche des petits soldats de Plomp“ eftir Gabriel Pierné; Jean-Pierre Jacqu- illat stj. / Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur „L’Arlésienne“, svítu nr. 1 eftir Georges Bizet; Neville Marriner stj. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Leitin að Ljúdmílu fögru“ eftir Alcxandcr Puskin. Geir Kristjánsson þýddi. Erlingur E. Halldórsson les (4). 16.40 Litli barnatíminn. Stjórnandi: Dóm- hildur Sigurðardóttir (RÚVAK) 17.00 Með á nótunum. Létt tónlist og leiðbeiningar til vegfarenda. Umsjónar- maður: Ragnheiður Davíðsdóttir og Tryggvi Jakobsson. 17.30 Nýtt undir nálinni. Kristín Björg Þorsteinsdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Leikhústónlist. a) „Thamos, kon- ungur Egyptalands" K. 345, kór og milliþáttatónlist eftir Wolfgang Amade- us Mozart. Kammerkórinn og Mozarteum-hljómsveitin í Salzburg flytja; Leopold Hager stj. b) Siegfried Jerusalem, Luciano Pavarotti og Alain Vanzo syngja aríur eftir Ferdinando Pa-' ér, Ludwig van Beethoven og Leo Del- ibes með hljómsveitarundirleik. 21.40 Viðtal. Þórarinn Björnsson ræðir fyrra sinni við Ragnar Helgason á Kópa- skeri (Áður útv. í júlí 1982) Lestur Pass- íusálma (29) 22.40 „Um vináttu“ eftir Cicero Kjartan Ragnars les þýðingu sína (3) 23.05 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónas- sonar. 01.10 A næturvaktinni-Sigmar B. Hauks- son - Ása Jóhannesdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfínni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Prúðuleikararnir Gestur þáttarins er skopstjarna frá Disneylandi, Wally Bo- ag. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.15 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmennn: Helgi E. Helgason og Ögmundur Jónasson. 22.20 Fyrirsætan (The Model Shop) Frönsk bíómynd frá 1969. Höfundur og leikstjóri: Jacques Demy. Aðalhlut- verk: Gary Lockwood og Anouk Aim- ée. Myndin gerist í Los Angeles. Georg á ekki sjö dagana sæla. Afborganir af bílnum eru í vanskilum og sambýliskon- an hótar að fara frá honum. En það vill svo til að hann kynnist laglegri Ijósm- yndafyrirsætu sem kemur honum til að gleyma öllu öðru. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 00.00 Dagskrárlok frál Þetta heitir að pissa á sig Úlfur austræni skrifar: Áreiðanlega hafa fáir eða engir tíðkað jafn mikið hin breiðu spjótin í skrifum sínum um stjórnmálamenn síðustu árin og Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, og fáir hafa af slíku ofurkappi sem hann vegið aðra menn orðum. Mann rekur því í rogastans þegar þessi orðhvati ritstjóri má vart vatni halda af hneykslan yfir því, að iðnaðarráðherra hefur skýrt þjóðinni frá afglöpum ís- lensku samningamannanna við endurskoðun álsamninganna 1975. Þegar áralöngþögn er rofin heitir það á máli Jónasar Krist- jánssonar skortur á mannasiðum og fíflaleg hegðun. Hann vildi láta halda áfram að ljúga með þögninni. Einhvern tíma hefði hann sjálfur kallað slík viðbrögð siðblmdu. En sagan um flísina og bjálkann endurtekur sig. Þið Þjóðviljamenn ættuð að líta á síðustu kafla leiðara DV frá 21. febrúar og skoða hvernig hann kemur út og ef DV er þar sett í stað ríkisstjórnarinnar, Jón- as í stað Hjörleifs, lesendur í stað kjósenda, ritstjórar eða ritstjórn í stað ráðherra o.s.frv. H/nM „ FRJÁL51 " VÍ DEÓ , t-PA : „þA-P Se/M FÓLKi0 VÍLL. (íBS: |?AÞ FÓlki'Ð ER, nhtap á.) Hættan og afleiðing hættunnar Þegar ég kom heim úr skólanum, þá var komið stríð, heimsstyrjöld. Heimsstyrjöld nútímans í dag. í dag fjölmenna konur á Lækjartorg. Á morgun verður mótmælafundur, vinstrisinnar halda fund. Og tala um hættuna ef, ef kjarnorkuvopnum yrði beitt. Og þá getur hver sagt sér söguna sjálfur. Halldóra Jónsdóttir Mávahlíð 28 * Reykingar eru böl! Lúðvík Rúnarsson, sem á heima á Túnbrekku 1 í Ól- afsvík er 9 ára gamall og hann sendir okkur þessa mynd. Þar minnir hann okkur á skaðsemi reyking- anna og er greinilega þeirrar skoðunar að engan veginn borgi sig að venja sig á þann óþverra. Samt er bílstjórinn með pípustert í munni, en kannski hann fari að hugsa sinn gang eftir að hafa séð merkið efst í vinstra horni myndar- innar! Honum Lúðvík í Ólafsvík fínnst greinilega lítið til reykinganna koma.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.