Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.03.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. mars 1983 Skoðanakönnun um jafnan kosningarétt: Er ekki marktæk segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor „Að baki útreikningum á mark- tækni skoðanakannana liggur sú hugmynd, að tilviljun ráði hverjir verða til að svara og hverjir ekki. Ef menn eru að spekúlera í mark- tækni er betra að gera úrtakskönn- un, þar sem menn velja hverjir svara með viðurkenndum, töl- fræðilegum aðferðum, heldur en að láta úrtakið ráðast afþví hverjir svara og hverjir ekki. I skoðana- könnun af því tagi sem hér um ræð- ir getum við alls ekki útilokað að eitthvað annað en tilviljun ráði svöruninni, og því finnst mér ekki rétt að tala um marktækni í þessu sambandi.” Þannig fórust Þórólfi Þórlinds- syni, prófessor í félagsfræði við Há- skóla íslands, orð er við leituðum álits hans á skoðanakönnun þeirri, sem Samtök áhugamanna um jafn- an kosningarétt hafa nýlokið við að gera. Könnunin var þannig fram- kvæmd, að borin voru spurninga- eyðublöð inn á hvert heimili í Reykjavík og í Reykjaneskjör- dæmi og ætlast var tií, að viðtak- endur skiluðu eyðublöðunum út- fy lltum á nokkra ák veðna staði. Nú hefur þessi áhugamannahópur Þórólfur Þórlindsson: ekki viður- kennd tölfræðileg aðferð. skilað niðurstöðum og fullyrðir m.a., að niðurstöðurnar séu mark- tækar, þar sem yfir 10 prósent endurheimta er á svörurn. „Ég kannast ekki við, að 10 prós- ent endurheimta gefi marktæka mynd af skoðunum hópsins í heiid”, sagði Þórólfur Þórlindsson. „Það er rétt, að þátttakan er ágæt, en brottfallið af þýðinu er hins veg- ar mikið, eða yfir 80 prósent. Væri þetta úrtakskönnun yrði hún ekki marktæk með svo stóru brottfalli. En þetta er ekki úrtakskönnun og þarna er stór hópur sem ekki svar- ar. Tilviljun er ekki látin ráða um það hverjir lenda í úrtaki og við vitum því ekki hvað ræður brott- fallinu. Við getum ekki gefið okk- ur, að þar hafi tilviljun ein ráðið. Marktækni á því einfaldlega ekki við um þessa könnun. Hitt er svo aftur annað mál, að niðurstöðurn- ar koma í sjálfu sér ekkert á óvart hér á þessu svæði, en það er óþarfi að rugla þessari skoðanakönnun saman við úrtakskannanir þar sem notaðar eru viðurkenndar, töl- fræðilegar aðferðir”, sagði Þórólf- ur að iokum. Undirritaða blaðakonu langar að bæta því við, að það er rangt sem Samtök áhugamanna um jafn- an kosningarétt segja í fréttatil- kynningu sinni um að niðurstöður úr athugun á 4.165 seðlum, sem gerð var meðan könnun stóð enn yfir, hafi ekki verið birtar opinber- lega. Fréttatilkynningin um úrslitin var borin inn á alla fjölmiðla og úrslitin birtust m.a. hér í Þjóðvilj- anum. Og að sjálfsögðu má ekki gefa sér að sú birting hafi ekki haft áhrif á framkvæmd könnunarinn- ar, eins og áhugamennirnir gefa sér. -ast AB á Súgandafirði ályktar um kjördæmafrumvarpið: Þjóðlnní til ófarnaðar Alþýðubandalagsfélag Súganda- fjarðar hefur gert svohljóðandi samþykkt varðandi kjördæmamál- ið: „Við mótmælum harðlega þeirri aðför sem núna er gerð á alþingi Islendinga að Vestfirðing- um og öðrum dreifbýlisbúum undir yfirskini jöfnunar á vægi atkvæða. Jafnvel alþingismönnum ætti að vera Ijóst, að til að tryggja þjóðríki á íslandi er allt annað brýnna en jöfnun atkvæðavægis. Með röskun á vægi atkvæða og meirihlutavaldi þéttbýlissvæða suðvesturhornsins á alþingi, er beinlínis stefnt að stofnun borgríkis við Faxaflóa. Slíkt verður íslenskri þjóð til ófarn- aðar. Sífelldir búferlaflutningar til þeirra svæða er minnst atkvæða- vægi hafa sýna glöggt, að þar er eitthvað að fá sem skiptir meira máli en vægi atkvæðisins. Við skorum því á alla þjóðholla fslend- inga að sjá til þess, að frumvarpið um kjördæmamálið verði fellt á alþingi.” Opinn fundur i Kópavogi Staða íslenskra kvenna í dag Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur opinn umræðufund mánudag- inn 7. mars kl. 20.30 í Þinghóli, Hamraborg 11. Heiðrún Sverrisdóitir Fundarefni: Staða íslenskra kvenna í dag. Frummælendur: 1. Niðurstöður jafnréttiskönnunar - Þorbjörn Broddason, lektor. 2. Stjórnmálaþátttaka kvenna - Margrét S. Björnsdóttir félagsfræðingur. 3. Af hverju valdi ég að starfa með Kvennafram- boðinu? - Kristín Jónsdóttir, kennari. 4. Atvinnuþátttaka kvenna - Hjálmdís Haf- steinsdóttir verkamaður. Eftir framsöguerindin fara fram hringborðsum- ræður með frummælendum og fundargestum. Fundar- og umræðustjóri verður Heiðrún Sverris- dóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Alþýðubandalagið í Kópavogi Þorbjörn Broddason Margrét S. Björnsdóttir Kristfn Jónsdóttir Hjálmdís Hafsteinsdóttir , aov"1 Fékk stórar upphæðir í sérstökum meðgjöfum Auk þm l»l*n*ku »Dmnlng«m»«nlmk vlð AlukutSM 1 »75 MUuat á kröfur umáftöOum haskk- unum á mtorkuvwftl yrftl maMI ms* samsvarándl Uskkun sksttgrstbsins ISAL urftu psir vt6 ymsum ftftrum óskum AJusuisas án þ*ss aft nokkuft kSMnl á mött. Ems ofl tram kom í UaAmu i gmi .gáf' AIuwsm i ssmrangunum vift Stsmgrlm Hsrmsnnsson og J6- hanrws Nordsl rrtortaihsskkun, wr á áráÞknu 1B75W t rsyntksl nsms 503 3 rmlyinum islsnskrs kröna. an .túk' á móti akattatrakkun (,.brcytin|u á tr»mlc.ft»tu*,jldi ). ícm á umi árabih rcyndiu ncmi 512.7 md,6num islcnskrs krón* Á þeuu cini Jtnftij brcytiagum á raforkuverðt og skoitum. „tftk" Alu- tuuac 9 4 miljftnum mcira en það „gaÞ á árunum 1975 íslensku sanmingameonimir töldu ekki nsgilegt aö Alusuisse fengi slétt skipti á raforkuhækkun og skattalækkun heuu til viðbfttar kcmur mcftgjol (rá hlcntku umn ingamonnunum sem mcta má samtals 179 9 mtl|ftnir isknskra krftna Meðgjotin tftlsl mcftal annars I þvi aft athugascmdum Coopcrs & Lybrands vift iciknmga ISAL 1974 var stungift undir stftl. lallisl var á eignar rtn Aiusiase á vkamnrusuaftu ISAL: leknir voru upp dollaravealir I staft (atira vaaia á ikallinnisirftunni og ISAL var hcimilað að kggja alll að 20X hagnaðar I skatllrjáhan varasjftð Til viftbftiar „skilum skipium' á rsfockuh^ikun oo sksttslsakkun og bl viftbfttar áftumolndn msftgKJI I sámrungunum. var toJUst á aft Alusurtás yrft. álhont sukm ratorka á lágu varft trá nym wVjun og má msta þaft fthagrtDÖi W 4.4 mtfri krftna á án Engu er hnekkt af upplýsingum iðnaðarráðherra og þögnin ríkir enn um mörg atriði. Greinargerð Jóhannesar Nordals og Steingríms Hermannssonar Engu hnekkt, en þögn um mörg atriöi Hún er rýr eftirtekjan af hálfs- mánaðar heilabrotum samninga- mannanna, Ingólfs Jónssonar, Jó- hannesar Nordal og Steingríms Hermannssonar, sem falið var það hlutverk að vinna að endurskoðun samninga við Alusuisse 1975, Fyrir hálfum mánuði upplýsti Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra, að þessi endurskoðun hafi reynst hrikaleg mistök, sem fært hafi Alu- suisse meira í hlut auðhringsins á heildina litið en fékkst til baka með nokkurri hækkun raforkuverðs. Það hefur vakið mikla athygli, að í tvær vikur hefur ekki heyrst hósti né stuna frá þeim Steingrími og Jóhannesi Nordal um málið, nema hvað Steingrímur svaraði fjölmiðlum því til, að Jóhannes væri að semja skýrslu um málið. í gærkvöldi barst fjölmiðlum síð- an eftirtekjan, og fyrir þá sem búist höfðu við myndugu varnarskjali hljóta vonbrigðin að hafa orðið mikil. í sex blaðsíðna greinargerð þeirra þremenninga er engu hnekkt af því sem Hjörleifur hafði greint frá og hér því um endanlega staðfestingu á máli hans að ræða, ef einhverjir hafa velkst í vafa. Við öðru var vissulega ekki að búast, þar sem iðnaðrráðherra sótti frum- heimildir sínar til Ríkisendur- skoðunar varðandi skattgreiðslur og til Landsvirkjunar um tekjur af raforkusölu til Isal. f greinargerð þremenninganna segir líka orðrétt: „Um þessa tölulega niðurstöðu er í sjálfu sér ekki ágreiningur. Það liggur því ótvírætt fyrir, að raforku- verðshækkunin frá ísal var sótt beint í ríkissjóð með eftirgjöf í sköttum. Helsta „málsvörn" þeirra Stein- gríms og Jóhannesar er sú, að taka ekki leiðréttingu íslenskra stjórn- valda á skattgreiðslum ísal, sem byggð er á endurskoðun Coopers & Lybrand fyrir tímabilið 1976- 1980, með inn í dæmið og segja það „gáleysi af okkur að ieggja mat á það, hvaða líkindi eru til þess að allar kröfur um hækkun skatttekna ísals nái endanlega fram að ganga...“. Þessi munur jafngildir rúmum 6 milljónum dollara eða sem svarar 0,8 mill í raforkuverði að meðaltali á öllu tímabilinu. Hins vegar forðast þeir með öllu að minnast á önnur atriði, sem miklu skiptu, Alusuisse í hag, þar á meðal - að gefinn var eftir eignarréttur á skattainnstæðu upp á 4.4 miljón dollara (85 miljónir króna) - að Alusuisse hefur hagnast stór- lega af vaxtamun á þessari inni- stæðu - að fsal var veitt heimild til að leggja allt að 20% af hagnaði í skattfrjálsan varasjóð - og síðast en ekki síst er áfram hrópandi þögn um það athæfi að stinga undir stól niðurstöðum af endurskoðun Coopers & Lyb- rand á ársreikningum ísal 1974, en hún leiddi í ljós dulinn hagnað upp á 3.2 miljónir dollara! Sérstaka athygli vekur yfirklór þeirra þremenninga varðandi verð- lagningu á raforku til þeirrar 20 MW stækkunar á ísal, sem um var samið og komst í gagnið á árinu 1980. Reynt er að láta líta svo út, sem samið hafi verið um sérstakt forgangsorkuverð upp á 12 mill. Jafnvel þótt það stæðist er slíkt verð ekki nema rétt um helmingur- inn af framleiðslukostnaði raforku frá Sigölduvirkjun. Hins vegar breytti sjálf Landsvirkjun 60% af þeirri afgangsorku sem um var samið fljótlega í forgangsorku, eins og fram kemur í greinargerð frá fyrirtækinu í apríl 1982, en því virðist stjórriarformaður Lands- virkjunar hafa gleymt. Hér er ekki rúm til ao syna íram á fleiri atriði í þessari greinargerð, sem síst bæta hlut höfunda,og önn- ur sem þagað er yfir. Höfundar tala í vandlætingartón um að að þeim hafi verið vegið og forðast beri illdeilur um liðna tíð. Tilefni þess að iðnaðarráðherra tók þessi mál upp á Alþingi um daginn voru framkomnar tillögur og hugmyndir sömu aðila og stóðu að samningunum 1966 og endur- skoðun þeirra 1975, þar á meðal tillögur Steingríms Hermanns- sonar í ríkisstjórn, sem lúta að því að setja viðræður við Alusuisse í sama farveg og áður. Aðvaranir iðnaðarráðherra voru því að marg- gefnu tilefni, og greinargerðin frá Jóhannesi Nordal, sem svo lengi hefur verið beðið eftir, staðfestir í einu og öllu þau viðvörunarorð. Birt verða fleiri atriði úr greinar- gerð þeirra þremenninga síðar, en lítil ástæða er sýnilega til að elta ólar við málsvörn þeirra, sem engu hnekkir af upplýsingum Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra. LEIÐRÉTTIN G: Mjög meinleg villa, sem brpytir merkingarmun, slæddist inní grein Magna Kristjánssonar skipstjóra í blaðinu í gær. í kaflanum um toga- rana segir að útkoma skipanna verði - jöfn - en á að vera ójöfn. Rétt er þá málsgreinin svona: - En ljóst er að útkoma skipanna varð býsna ójöfn miðað við fyrri árangur. Er Magni beðinn velvirðingar á þessum mistökum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.