Þjóðviljinn - 11.03.1983, Page 3

Þjóðviljinn - 11.03.1983, Page 3
Föstudagur 11. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Frá orðum til athafna: Verða aðlldarfélög sameinuð? Skiptar skoðanir á ráðstefnu sveitar- stjórnarmanna og ráðuneytis í gær Ríflega 100 sveitarstjórnarmenn víðs vegar að af landinu sátu í gær ráðstefnu á vegum Félagsmálaráðuneytisins og Sambands ísl. sveitarfc- laga. Umræðuefnið var gamalkunnugt: samcining sveitarfélaganna. Fremst á þessari mynd sitja Logi Kristjánsson, Neskaupstað, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, félagsmálaráðu- neyti og Baldur Andresson, Skipulagi ríkisins. Ljósm. -eik. Svavar Gestsson félagsmálaráð- herravsagði m.a. að verulegur hluti sveitarfélaganna í landinu væri of lítill til að geta veitt þá þjónustu sem talin er lágmarksþjónusta nú á dögum. Hann sagði að félagsmála- ráðuneytið leitaði nú eftir sam- starfi við sveitarstjórnarmenn um að frambúðarstefna yrði mörkuð í þessu efni. Nóg hefði verið talað og skoðað, nú yrðu menn að spyrja sig hvert ætti að vera næsta skrefið. Svavar lagði áherslu á að þunga- miðja umræðu um sameiningu sveitarfélaga væri maðurinn sjálf- ur, þjónusta við hann og umgengni hans við umhverfi sitt. Ráð- stefnunni væri ætlað að þoka okkur nær valddreifingu og lýðræði og því væri farið fram á ábendingar sveit- arstjórnarmanna og svör við til- teknum spurningum. Björn Friðfinnsson formaður Sambands ísl. sveitarfélaga minnti á að í Grágás er gert ráð fyrir því að í hverjum hreppi skyldu fæst vera 20 þingfararkaupsgildir bændur, sem jafngildir að mati fræðimanna um 400 íbúum hið fæsta. Þessi ákvæði eru um 1000 ára gömul og voru áréttuð 1583 þegar sýslu- mönnum var heimilað að sameina hreppi til að ná þessu marki. Arið 1703 voru 163 sveitarfélög í landinu en í dag eru þau 224. 166 sveitarfé- lög hafa 400 íbúa eða færri, - 118 hafa færri en 200 og 16 hreppar hafa færri en 50 íbúa. Nefnd sem skipuð var 1966 lagði til að sveitarfélögunum yrði fækk- að í 66 með frjálsum samningum þeirra í milli. Björn sagði að þrúnin síðan hefði verið ákaflega hæg, - aðeins Hnífsdalur hefur sameinast ísafjarðarkaupstað og nýlega sam- þykktu íbúar að sameina Dyrhóla- hrepp og Hvammshrepp í V-Skaf taf ellssýslu. Ömtin tekin upp á ný? Björn benti á að hér á landi örl- aði nú þegar á þróun til þriðja stjórnsýslustigsins, þ.e. settar hafa verið á stofn svæðisnefndir t.d. í málefnum þroskaheftra og heil- brigðiseftirlits. Hann sagðist telja þetta varhugaverða þróun sem aðeins mætti komast hjá eftir tveimurleiðum: með því að styrkja sveitarfélögin með sameiningu eða með því að taka upp þriðja stjórn- sýslustigið með lýðræðislega kjörn- um fulltrúum og eigin tekjustofn- um. Hér kæmi til greina að styrkja sýslurnar eða lögfesta landshluta- samtökin en einnig mætti athuga þann möguleika að ömtin yrðu tekin upp á nýjan leik, en saga þeirra hófst 1688 og þau voru lögð niður 1907. Björn sagðist sjálfur vera hlynn t - ur tveimur stjórnsýslustigum, - ríki og sveifarfélögum, en slíkt væri ekki mögulegt nema með styrkingu sveitarfélaganna, og sameiningu þeirra. Umræður voru mjög líflegar og lauk ráðstefnunni á sjötta tímanum í gær. Fjallað var um 16 tilteknar spurningar í umræðuhópum og mun fulltrúaráð Sambands ísl. sveitarfélaga fjalla um niðurstöður og ábendingar sem fram komu á næsta fundi sínum. M.a. var spurt hver lágmarksíbúafjöldi svietarfé- lags þurfi að vera til að það geti veitt eðlilega þjónustu, - hvort samvinna geti kornið í stað samein- ingar, - hvort binda eigi í lögum að tiltekin sveitarfélög skuli samein- uð, t.d. innan 10 ára, - hvaða stuðningur sé nauðsynlegur af ríkisins hálfu til að auðvelda sam- einingu sveitarfélaga, - hvort þriðja stjórnsýslustigið eða „svæðafyrirkomulag” geti komið í hennar stað. Sýslumannsembættið á ísafirði 9 sóttu um Umsóknarfrestur um embætti sýslumanns og bæjarfógeta á ísa- firði rann út fyrir skömmu. Um- sækjendur voru þessir: Barði Þórhallsson, bæjarfógeti, Finnbogi Alexandersson, fulltrúi, Freyr Ófeigsson, héraðsdómari, Guðmundur Kristjánsson, aðal- fulltrúi, Guðmundur Sigurjóns- son, aðalfulltrúi, Hlöðver Kjart- ansson, fulltrúi, Ingvar Björnsson, héraðsdómslögmaður, Már Pét- ursson, héraðsdómari og Pétur Kr. Hafstein, fulltrúi. Konur ráða ríkjum í Samvinnubankanum / á Artúnshöfða Það hefur vakið athygli og ánægju að í nýju útibúi Samvinnu- bankans á Ártúnshöfða eru starfs- mennirnir eingöngu konur. Er þetta þriðja útibú bankans í Reykjavík og er til húsa að Höfða- bakka 9. Útibússtjóri er Ingileif Örnólfsdóttir en hún hefur starfað hjá aðalbankanum sl. 8 ár og er fyrsta konan, sem tekur við útibús- stjórastarfi hjá Samvinnubankan- um. Aðrirstarfsmenn útibúsinseru Kristbjörg Sigurfinnsdóttir og Guðrún Yrsa Sigurðardóttir. Þetta nýja útibú er fyrst og fremst ætlað til hagræðis þeim viðskiptavinum bankans, sem búa og starfa á Ártúnshöfða, í Árbæj- arhverfi og í Mosfellssveit. Símar útibúsins eru 82020 og 82021. -mhg Ljúkum framkvæmdum við flokksmiðstöðina: Nýtt átak í fjársöfnun Gerum klárt fyrir kosningar Haukur Már Haraldsson mun fara um landið og tala við þá sem enn hafa ekki fengið tækifæri til að vera með í að Ijúka góðu verki Haukur Már Haraldsson, fyrr- um blaðafulltrúi ASÍ hefur verið ráðinn til þess að fara í fjársöfnun á vegum Sigfúsarsjóðs vegna upp- byggingar flokksmiðstöðvar Al- þýðubandalagsins við Hverfisgötu. Sigurjón Pétursson, sem hefur umsjón með framkvæmdum að Hverfisgötu 105 sagði í gær að smám sanran væri öll starfsemi flokksins að flytja þar inn. Fyrsti fundurinn var haldinn þar í gær- kvöld en enn vantar nrikið uppá að húsnæðið sé fullgert og fullbúið nauðsynlegum húsbúnaði. Sigurjón sagði að fjársöfnunin hefði gengið vel. Gerð hefði verið áætlun unt söfnun í kjördæmunum og þar sem farið hefði verið um, hefði safnast ívið meira en sú áætl- un gerði ráð fyrir. Menn væru því bjartsýnir á að takast myndi að ná endum saman og ljúka fram- kvæmdum á sex vikum. Ekki hefði verið leitað til manna á mörgum landssvæðum og hefði Haukur Már nú verið fenginn til þess verks. Hvatti hann til þess að menn tækju honum vel þannig að þessi marki yrði náð. -ÁI 1. Helgi Seljan alþingismaður 2. Hjörleifur Guttormsson ráð- 3. Sveinn Jónsson verkfræðingur herra Alþýðubandalagið Austurlandi 4. Þorbjörg Arnórsdóttir kennari Framboðslistinn ákveðinn Framboðsliti Alþýðubandalagsins í Austurlandskjör- dæmi hefur verið ákveðinn. Skýrir málgagn flokksins Austuriand svo frá að listinn hafl verið samþykktur á kjördæmisráðsfundi á Egilsstöðum sl. sunnudag. List- inn er skipaður þessu fólki: 1. Helgi Seljan alþingismaður Reyðarfirði, 2. Hjör- leifur Guttormsson ráðherra, Neskaupstað, 3. Sveinn Jónsson verkfræðingur Egilsstöðum, 4. Þorbjörg Arn- órsdóttir kennari, Hala Suðursveit, 5. Guðrún Gunn- laugsdóttir húsmóðir, Eskifirði, 6. Guðmundur Wium bóndi, Vopnafirði, 7. Guðrún Kristjánsdóttir læknir, Djúpavogi, 8. Anna Þóra Pétursdóttir póstaf- greiðslumaður, Fáskrúðsfirði, 9. Jóhanna Gísladóttir húsmóðir, Seyðisfirði og 10. Magni Kristjánsson, skip- stjóri Neskaupstað. -v.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.