Þjóðviljinn - 11.03.1983, Page 15

Þjóðviljinn - 11.03.1983, Page 15
I Föstudagur 11. mars 19831 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Málfríður Finnbogadóttir talar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Vefurinn hennar Karlottu“ eftir E.B. White Ragnar Þorsteinsson þýddi. Geirlaug Þorvaldsdóttir les (16). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þáttinn (RÚVAK). 11.00 íslensk kór- og einsöngslög. 11.30 Frá Norðurlöndum Umsjónarmað- ur: Borgþór Kjærnested. 13.00 Á frívaktinni Margrét Guðmunds- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Vegurinn að brúnni“ eftir Stefán Jónsson Þórhallur Sigurðsson les (20). 15.00 Miðdegistónleikar Lamoureux- hljómsveitin í París leikur Ungverska rapsódíu nr. 2 eftir Franz Liszt; Roberto Benzi stj. / Itzhak Perlman og Fílharm- óníusveitin í Lundúnum leika Fiðlu- konsert nr. 1 í fís-moll op. 14 eftir Hen- ryk Wieniawski; Seiji Ozawa stj. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Hvítu skipin“ eftir Johannes Heggland Ingólf- ur Jónsson frá Prestbakka þýddi. Anna Margrét Björnsdóttir byrjar lesturinn. 16.40 Litli barnatíminn Stjórnandi: Dóm- hildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 17.00 Með á nótunum Létt tónlist og leiðbeiningar til vegfarenda. Umsjónar- maður: Ragnheiður Davíðsdóttir og Tryggvi Jakobsson. 17.30 Nýtt undir nálinni Kristín Björg Þor- steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljóm- plötur. Tilkynningar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Kvöldtónleikar: Norsk tónlist a. Pí- anósónata op. 91 eftir Christian Sind- ing. Kjell Bækkelund leikur. b. Oktet op. 3 eftir Johan Svendsen. Arve Tell- efsen, Leif Jörgensen, Trond Öyen, Peter Hindar, Johannes Hindar, Sven Nyhus, Levi Hindar og Hans Christian Hauge leika. 21.40 Viðtal Þórarinn Björnsson ræðir við Ragnar Helgason á Kópaskeri; síðari hluti. (Áður útv. í júlí 1982). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passíusálma (35). 22.40 „Um vináttu“ eftir Cicero Kjartan Ragnarsson lýkur lestri þýðingar sinnar (6). 23.05 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónas- sonar. 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 A næturvaktinni Sigmar B. Hauks- son - Ása Jóhannesdóttir. RUV Ó, þetta er dýrlegt mál (eöa hitt þó heldur) Einar Örn Stefánsson, fréttamaður hjá útvarpinu, er enn að senda mér tilskipanir um notkun á íslensku máli, sjá Þjv. 8. mars sl. Þótt mér sé meinilla við að eyða dýrmætu plássi lesenda, finnst mér ég ekki komast hjá því að láta eftirfarandi lítilræði frá mér fara. Helst í þeirri von að fá ekki fleiri sendingar. Einar Örn spyr mig hvort ég hafi hugleitt hvar hún endi sú viðleitni mín að kalla hlutina sínum rétfu nöfnum. Ég held, að viðleitnin endi í málfari, sem sé bæði málfræðilega rétt og lýsi veruleikanum vel. Það er hvorki málfræðilega rétt að segja „hún“ um blaðamann né lýsir orðið blaðamaður konu. Ég er alin upp við stranga mál- fræðigæslu og því finnst mér í hæsta máta óviðkunnanlegt að segja „hún“ um hann. Eg aðhyllist þó fremur málgæslu sem miðar að rökréttu málfari en hinu að standa eilífan vörð um „rétt“ tungutak. Þannig finnst mér miklu voðalegra að segja „Lokaðu hurðinni“ .eða „Eg var boðin í veisluna" heldur en að lauma út úr sér þágufallssýki, t.d. mér hlakk- ar til. Og af því að hið rökræna í málinu er mér ofarlega í sinni get ég vart annað en gapað af undrun yfir þessari setningu þinni: „Ef til vill sérðu af þess- um dæmum, hvílíkar ógöngur þú kemst í, ef þú ætlar að halda uppteknum hætti - og vera jafnframt sjálfri þér sam- kvæm í skrifum." Einar Örn. Tungumálið okkar er lifandi, frjósamt og eilífum breytingum undirorp- ið. Ég held að það geti aldrei komist í ógöngur. Tungumál- ið er það sem við tölum hverju sinni - og ekkert annað. Það er tæki til þess að tjá hugar- heirn okkar. eins og hann er hverju sinni. Ef eitthvað kernst í ógöngur, þá erum það við - aldrei tungumálið. Jafnréttiskonur tóku upp á því fyrir svona 10 áruin að karlkenna sig. Ég lield, að það hafi verið nauðsynlegt þá, raunar bráðnauðsynlegt. Fyrir þeirra baráttu verð ég ævinlega þakklát, því ég veit að ég hef meiri möguleika en þær vegna þeirra baráttu. En ekkert stendur i stað. Og nú finnst mér kominn tími til að konur tygi sig á enn einn brattann og það er menningin sjálf sem klifið er á í þetta sinnið. Það sem var jafnréttis- spor í gær kann að vera mis- vísandi í dag. En þótt við breygjum af leið lendurn við aldrei á sama stað. Sem betur fer. Ég vil skjóta því að þér, að þú ættir að kynna þér betur enska tungu. Énskan er nefni- lega þannig uppbyggð að hún er kynlaus að kalla. Orðin „She is a journalist" þurfa því alls ekki að þýða „Hún er blaðamaður", eins og þú vilt vera láta. Journalisti er kyn- laust heiti og getur því allt eins þýtt „blaðakona". Það fer bara eftir viðtakandanum og málinu sem þýtt er á. Og svona í lokin vil ég geta ,þess, að mér finnst orð eins og ráðfrú, háseta, skólastýra, forseta og fleira í þeim dúr hreint ekki ljót. Ekki ætla ég þó að taka það að mér að hreinsa tungutak annarra. Þar skilur á með okkur.En blaða- kona mun ég kalla mig áfram,. hvað sem aðrir gera. Auður Styrkársdóttir, blaðakona. barnahorn Kannski er snjórinn búinn í bili í Stykkishólmi en hún Óla 5 ára og Nönnu sem er 7 ára, þar sem þau eru að spjalla Jenný sem á heima að Áskinn 3 þar í bæ teiknar þessa mynd við snjókarlinn og eru bæði með þessa líka fínu sleða í, af snjókarlinum. Jenný er 8 ára. Svo hefur hún líka teiknað eftirdragi.Takk fyrir, Jenný. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Skonrokk Dægurlagaþáttur í umsjón Þorgeirs Ástvaldssonar. 21.20 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Margrét Heinreksdóttir og Sigurveig Jónsdóttir. 22.20 Örlagabraut (Zwischengleis) Ný þýsk bíómynd. Leikstjóri Wolfgang Staudte. Aðalhlutverk: Mel Ferrer, Pola Kinski og Martin Lútge. Vetrardag einn árið 1961 gengur þrítug kona út af brú í grennd við Múnchen. Hún hefur afráðið að stytta sér aldur. Að baki þess- arar ákvörðunar liggur raunasaga sem myndin rekur. Hún hefst árið 1945 þeg- ar söguhetjan, þá 15 ára aðaldri, flýr ásamt móður sinni og bróður undan sókn Rauða hersins til Vestur- Þýskalands. Þýðandi Veturliði Guðnason. 00.10 Dagskrárlok Skrýtlur frá Þórdísi Siggi: Ósköp er bróðir þinn lítill. Óli. Já, en hann er nú bara hálfbróður minn. Veistu hvers vegna Akurnesingar hafa alltaf háa fætur á barnarúmunum? Já, þeir heyra betur ef börnin detta framúr þeim. Elín Helena 6 ára gerði þessa mynd, sem auðvitað er af stígvélaða kettin- um og kónginum í ævintýrinu sem þið öll þekkið. Og við í Barnahorninu þökkum Elínu Helenu kærlega fyrir. Snjókarl í Stykkishólmi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.