Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 3
Úr fjölskyldu- albúminu Starfsmenn í ketil- og plötusmíði í Landsmiðjunni um 1947. í fremri röð eru þessir: Jón Halldórsson, Hermann Jónsson, Baldur Ólafs- son, Jón Jóhannsson, Sveinn Ólafsson verkstjóri, Þórður Guð- laugsson, Óskar Pálsson, Markús Guðjónsson og Gunnar Ólafsson. í efri röð f.v.: Petersen (norskur) Guðmundur í. Guðmundsson, ónafngreindur, Guðmundur Sig- urþórsson, ónafngreindur, Ásgeir Jónsson, Jón Einarsson, Hörður Steinþórsson, Jen Hansson, Hall- dór Guðmundsson og Björgvin Ólafsson. .’» ,-v ; ■ Helgin 26.-27. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Selvogsbanki: Friðaða svæðinu breytt Sjávarútvegsráðuneytið hefur með reglugerð útgefínni í dag breytt syðri mörkun friðaða hól- fsins á Seivogsbanka þannig að það miðast við 63° ÍO’O í stað 63° 00’ N. Þessi breyting er gerð vegna til- mæla fjölmargra togaraskipstjóra og að fengnum umsögnum Fiskifé- lags íslands og Hafrannsókna- stofnunar, en báðar þessar stofn- anir voru þessari breytingu meðmæltar. í umsögn Hafrann- sóknastofnunar segir m.a.: „Til eru nokkrar athuganir rannsóknaskipa í því svæði sem um getur í skeyti skipstjóranna, Samkvæmt þeim upplýsingum hefur yfirleitt fengist sáralítill þorskafli á þessu svæði á þeim tíma, sem hólfið er lokað, en aftur á móti þó nokkur karfaafli". Breyting þessi á svæðinu tekur gildi frá og með 26. mars n.k. Bókstafir listanna Samkvæmt tilkynningum yfír- kjörstjórna verða þessir listar í kjöri í öllum kjördæmum landsins við alþingiskosningarnar laugar- daginn 23. aprfl n.k. A-listi Alþýðuflokksins, B-listi Framsóknarflokksins, C-listi Bandalags jafnaðarmanna, D-listi Sjálfstæðisflokksins, G-listi Al- þýðubandalagsins. í fimm kjördæmum verð auk þess eftirfarandi listar í kjöri; í Reykjavíkurkjördæmi: V-listi Samtaka um kvennalista. í Reykjaneskjördæmi: V-listi Sam- taka um kvennalista. í Norður- landskjördæmi eystra: V-listi Sam- taka um kvennalista. í Norður- landskjördæmi vestra: BB-listi sérframboð framsóknarmanna. í Vestfjarðakjördæmi: T-listi utan flokka, séíframboð sjálfstæðra. BEINN I BAKI - BELTIÐ SPENNT ||UMFERÐAR XEROX' sýning á Hótel Loftleiðum helgina 26/27 mars kl. 11-18. XEROX 9500 heimsins stærsta ljósritunarvéí XEROX tölvur XEROX ljósritunarvélar margar gerðir XEROX elctronisk ritvél XEROX prentarar XEROX Facimile tæki ALLIB VELKOMNIR / ÓKEYPIS AÐGANGUR NÓN HF. XEROX UMBOÐIÐ Síöumúla 6, S:84209 - 84295

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.