Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.—27. mars 1983 stjornmal a sunnudegi im Steingrímur J. Sigfússon skrifar Viljum viö byggja landið? Hvað er byggðastefna Sjálfsagt hefur hugtakið byggða- stefna óljósa merkingu í hugum margra, ekki síst íbúa þéttbýlisins. Þeir tengja orðið e.t.v. fyrst og fremst við „fjáraustur út á land“, Framkvæmdastofnun ríkisins, at- kvæðaveiðar stjórnmálamanna og sjálfa höfuðsyndina - „fyrir- greiðslupólitík". Hér á eftir mun ég setja fram þá skoðun mína að enn sé margt ógert af því sem lýtur að eðlilegri jöfnun lífskjara þess fólks, sem landsbyggðina byggir, og íbúa þéttbýlisins, og þörfin fyrir skynsamlega byggðastefnu sé því enn fyrir hendi. Með þessu er ekki verið að leggja blessun yfir allt sem gert hefur verið í þessum efnum hingaðtil, þar hefði eflaust mátt standa betur að ýmsu, en þó tókst um alllangt árabil að stöðva að mestu fólksflóttann af lands- byggðinni til Reykjavíkursvæðis- ins. Og hvaða gagn er að því? spyr nú e.t.v. einhver. Jú-því er nú ein- mitt ætlunin að svara hér á eftir. Viljum við byggja landið? Því heyrist oft haldið fram að það svari hreinlega ekki kostnaði fyrir þjóðarbúið að halda þessum eða hinum staðnum í byggð. Gott og vel - við skulum skoða lítið dæmi frá sjávarplássi úti á landi með nokkurt bakland. Þar búa um 500 manns og þaðan er gerður út einn skuttogari og nokkrir meðal- stórir bátar auk smábáta. Á þessu ári er áætlað aflamagn um 5000 tonn og heildarverðmæti aflans 80- 100 milljónir króna, eða 160 til 200 þúsund krónur á hvert mannsbarn í byggðarlaginu. Auðvitað kostar nokkra fjármuni að afla þessara verðmæta en það yrði ekki gert á ódýrari hátt annars staðar frá a.m.k. ekki hvað afla bátanna á grunnslóð varðar. Ef ég nú segi ykkur frá því til viðbótar, að á sama stað sé slátrað 15 þúsund fjár og unnið verulegt magn af mjólk, þannig að þar sé einnig um verulega verðmæta- sköpun að ræða, er það þá svo víst að ekki borgi sig að byggja þennan stað? En á þessu máli eru einnig fleiri ihliðar en hagkvæmnissjónarmiðin ein. Það er spurningin um nýtingu náttúrugæða, sjávarafla, grasvaxt- ar og hlunninda til matvælafram- leiðslu f sveltandi heimi. Það eru menningarlegar og félagslegar ástæður. Og það er spurningin um mannréttindi þess fólks sem fyrir býr á þessum svæðum og á þar sínar rætur og sitt samfélag. Sennilega dettur fáum í hug að segja um staði eins og Neskaupstað og Blönduós að byggðin þar svari ekki kostnaði fyrir þjóðarbúið, en spurningin er hversu ólíkir eru þeir staðir, sem nú er deilt um, Blöndu- ósi og Neskaupstað eins og þar var umhorfs fyrir nokkrum áratugum. Nei það þarf einfaldlega að stuðla að því að byggðin eflist og dafni sem víðast og verði að sterkri heild. Þá munu raddir úrtölu- manna hljóðna. Hvað þarf að gera? Ég þykist hafa sýnt fram á að til nokkurs sé að vinna að haida landinu sem víðast í byggð. En hvað þarf þá að koma til svo lands- byggðin tapi ekki sífellt fólki inn á Stór-Reykjavíkursvæðið; til þess að byggðin gisni ekki sífellt á jaðar- svæðunum þangað til heilu samfé- lögin hrynja saman? um. Það þarf því kjark og trú á framtíð byggðar í dreifbýlinu til að festa fjármuni í fasteign úti á landi og ég ber virðingu fyrir því fólki sem það hefur gert á undanförnum árum. Angi á sama meiði er svo ástand- ið á húsnaíðismarkaðnum á höfuð- borgarsvæðinu, ef markað skyldi kalla. Það má reyna að lýsa þessu- ástandi þannig að það sé of lítið framboð, uppsprengt verð, óhóf- legar fyrirframgreiðslur og öryggis- leysi. Af gefnu tilefni tek ég þó fram að þetta er ekki mín persónu- lega reynsla. Þetta ástand bitnar ekki hvað síst á námsfólki og far- andverkafólki utan af lands- byggðinni sem kemur til höfuð- borgarsvæðisins til tímabundinnar dvalar. Mín skoðun er sú að þetta ástand lagist ekki nema með stór- auknu framboði á ódýru og tryggu leiguhúsnæði og áframhaldandi átaki í byggingu félagslegra íbúða til leigu eða kaupleigu. Hér þarf sem sagt að berjast fyrir jöfnuði - jöfnuði lífskjara og jöfn- um rétti okkar allra til að þroska okkur og lifa góðu mannlífi. Jöfnuður og mannréttindi í þeirri umræðu sem fárið hefur fram undanfarið hefur orðið „mannréttindi“ stundum verið not- að um kröfuna „einn maður eitt atkvæði". Ég vil í því sambandi benda á að fleira er nú mannrétt- indi en þetta eitt og ekki nema skiljanlegt að landsbyggðin horfi með nokkrum kvíða á áhrif sín minnka á sama tíma og j afn langt er í land með eðlilegan jöfnuð á ýms- um öðrum sviðum. Aðalatriðið í mínum huga er að á Alþingi á hverjum tíma sitji fulltrúar sem flestra sjónarmiða og stétta. Ég fæ ekki séð að það skipti höfuðmáli hvort Reykjavík hefur sex eða átta lögfræðinga á þingi, svo dæmi sé tekið og með fullri virðingu fyrir þeim. Það er hins vegar alvarlegur hlutur ef á löggjafarsamkundu þjóðarinnar vantar fulltrúa heilla landssvæða eða stétta. Störf á þingi eru nefnilega meira en atkvæða- greiðslur einar, og fjarlægðir og að- stæður allar úti á landsbyggðinni mega ekki gleymast í því sam- bandi. Blikur á lofti Því miður sýna nýjustu tölur um fólksfjölda svo ekki verður um villst að landsbyggðin er nú aftur tekin að tapa fólki í stórum stíl til Stór-Reykj avíkursvæðisins. Spyrj a má hvort því tímabili uppbyggingar og athafna á landsbyggðinni, sem hófst með togarakaupum og upp- byggingu fiskverkunarinnar í landi í ráðherratíð Lúðvíks Jósepssonar 1971-1974, sé nú lokið. Reyna má að hugga sig við að hér sé um tíma- bundið ástand að ræða og að hluta til getur skýringin legið í hertum reglum um tilkynningu aðseturs- skipta sem þá dreifir fjöldanum á lengra tímabil. En hvað sem þessu líður er aðgerða þörf á mörgum sviðum til jöfnuðar í þjóðfélaginu og þar ganga ekki aðrir undir merkinu af fullri einurð en Alþýðu- bandalagið. Þeir flokkar sem boða erlenda stóriðju og hermangsvinnu til lausnar öllum vandamálum gera það ekki með hagsmuni dreifbýlis- ins í huga. Stóriðja yrði bundin við stærstu kaupstaðina og allir vita hvar herinn er ennþá, því miður. Að síðustu bið ég menn að skilja ekki orð mín svo að ég sé með öllu á móti því að jafna vægi atkvæða í kjördæmum landsins. Ég vil hins vegar að málið sé skoðað í víðara samhengi og af skynsemi og yfír- vegun. Samskipti dreifbýlis og þéttbýlis eru flókin og margþætt og til viðbótar kemur að aðstæður og lífsmáti fólksins er með nokkuð mismunandi blæ. Við þurfum því á skilningi og vinsemd að halda fremur en að ala á skaðlegum hags- munaríg milli þessara aðila. Gegn stóriðjuhugmyndum ál- flokkanna býður Alþýðubandalag- ið fram sína íslensku atvinnu- stefnu: Leið íslenskrar atvinnuupp- byggingar og forræðis sem bygglst á eflingu okkar hefðbundnu atvinnu- vega, á íslensku hugviti og tækni- þekkingu og ofar öðru trú á þjóðina og tilveru hennar í landinu. Af mínum sjónarhóli er valið við þessar kosningar því létt. Það fólk sem vill sjálfstæða íslenska þjóð, íslcnska framtíð í vel byggðu og blómlegu landi, hlutlausu og frið- sæiu, veitir Alþýðubandalaginu at- kvæði sitt við næstu kosningar. Frá Vopnafirði Melar í Árneshreppi í fyrsta, öðru og þriðja lagi þarf að búa þannig að atvinnuvegunum að full atvinna haldist allt árið og að þeir geti greitt því fólki, sem við framleiðsluna vinnur, mannsæm- andi laun. Dreifbýlið má ekki fest- ast í sessi sem lágtekjusvæði, þvert á móti er með gildum rökum hægt að sýna fram á að þar þarf fólk á góðum launum að halda til að kom- ast af og á þau enda öðrum fremur skilið. Vinna þarf að því að jafna þann mikla mun sem er á lífskjörum og allri aðstöðu fólks á lands- byggðinni borið saman við íbúa þéttbýlisins. Til að skýra hvað hér er átt við kemur smá upptalning: - Alla opinbera þjónustu þarf að sækja um langan veg með ærnum tilkostnaði. - Fyrr eða síðar þurfa nemendur í framhaldsnámi að sækja r.ám í önnur byggðarlög eða lands- fjórðunga. - Vöruverð úti á landsbyggðinni er almennt séð hærra sem nemur flutningskostnaði og hærri álagn- ingu og söluskatti þar af leiðandi í krónutölu. - Félagslíf og hvers kyns mannleg samskipti útheimta ferðalög og tilkostnað af annarri stærðar- gráðu en í þéttbýli. - Að síðustu má nefna víðfræg dæmi um hinn gífurlega símkostnað einstaklinga og fyrir- tækja utan Stór-Reykjavíkur og okurverð á raforku á mörgum veitusvæðum úti á lands- byggðinni. Enn er þó einn þáttur af mörgum ótöldum, sem ég kemst ekki hjá að nefna í þessu sambandi. Þ. e. verðmismunur eða öllu heldur verðleysi þeirra fasteigna sem sitja á grunni sínum úti í dreifbýlinu. Eigendur rúmgóðra einbýlishúsa úti á landi mega kallast góðir að sleppa inní 3ja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi á Reykjavíkur- svæðinu þurfi þeir að flytja búferl-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.