Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. mars 1983
UOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir.
i Ritstjorar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, .
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson,
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúía 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
r itst jór nargrci n
úr aimanakinu
Stjörnustríð
Reagans
• Morgunblaðið slær því upp með allmiklum fögnuði í
gær, að Reagan Bandaríkjaforseti hefur haldið ræðu
þar sem hann boðar vígvæðingu geimsins. Stórtækur
maður Reagan - og nægja honum ekki lengur
heimshöfin, þurrlendið né heldur andrúmsloftið.
Áform forsetans eru næsta reyfaraleg enda kennd við
vísindaskáldsögu í ýmsum viðbrögðum manna. Pau
lúta að því að koma upp í geimnum vopnakerfum,
byggðum á örgeislatækni, og eiga þau að geta skotið
niður á flugi eldflaugar andstæðingsins. Reagan segir
kampakátur, að slík kerfi muni gera kjarnorkuvopn
úrelt.
• Það væri kannski dulítil ljósglæta í ræðu þessari ef
þetta væri satt: að kjarnorkuvopn yrðu úrelt. En í fyrsta
lagi er hér um framtíðarsöng að ræða um óendanlega
flókna tækni og munu fáir treysta sér til að spá um
framkvæmdir. I annan stað hefur það ekki gerst til
þessa, að stórvirk vopn séu leyst af hólmi með vopnum
sem séu hættuminni. í þriðja lagi og það skiptir mestu
fyrir samtíðina - áætlanir Reagans í þessum málum eru
ekki til neins annars fallnar en herða enn vígbúnaðar-
kapphlaupið. Því fáir munu búast við því, að hitt risa-
veldið leggi niður hernaðarskottið andspænis vísinda-
og hrollvekju Reagans - eins og fyrri daginn mun það
vitna til hennar sem röksemdar fyrir því að Sovétmenn
að sínu leyti fjölgi eldflaugum og verji miklu fé og
mannafla til að elta Bandaríkjamenn í vígbúnaði í
geimnum.
• Sá vítahringur sem í dag er í tengdur við meðaldrægar
eldflaugar og skyld vopnakerfi mun endurtekinn „á
hærra plani“ eins og það heitir. Allra síst eru slík áform
til þess fallin að greiða fyrir starfi þeirra samninga-
manna, sem falið hefur verið að reyna að grisja eld-
flaugaskóginn eða að minnsta kosti koma í veg fyrir að
hann þéttist.
• Sem betur fer sýnast flestir minna hrifnir en Morgun-
blaðið af stjörnustríðsáformum Reagans - vísinda-
menn og stjórnmálamenn tala um þau sem gagnslaus og
hættuleg. En þau eru því miður í takt við margt annað í
málflutningi núverandi Bandaríkjastjórnar, sem hefur
lagt allt kapp á að halda áfram þeirri meinloku að til
þess að afvopnast þurfi menn fyrst að vígbúast enn
rækilegar. _áb.
Spurt eftir
samstöðu
• Svo getur virst sem óralangt sé frá geimvígbúnaði til
kosningaplaggs vinstriflokks hér á landi. En allir hlutir
eru með nokkrum hætti tengdir saman.
• í samstarfsgrundvelli þeim sem Alþýðubandalagið
hefur sent frá sér, eru til tekin þau atriði sem flokkurinn
telur brýnt að ná lágmarkssamstöðu um einmitt við þær
aðstæður, þegar vopn eru skekin af meiri móð en oft
áður. Það er boðið upp á samstöðu við önnur stjórn-
málaöfl um frystingu vígbúnaðar sem við íslenskar að-
stæður þýðir, að stöðvuð verði öll endurnýjun á vígbún-
aði, tæknibúnaði og annarri hernaðaraðstöðu Nató á
íslandi og hætt við framkvæmdir í Helguvík. Ennfrem-
ur að bannað verði með lögum að geyma og flytja
kjarnorkuvopn um ísland, lofthelgi landsins og fisk-
veiðilögsögu um leið og Alþingi álykti um aðild Islands
að kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum.
• Þetta er, eins og fram er tekið, samstarfsgrundvöllur
en ekki sjálf stefna Alþýðubandalagsins. Sem mun að
sjálfsögðu fagna sérhverjum þeim sem vill ganga lengra
og leggja niður þá herstöð sem hér er og þau umsvif,
sem á dögunum höfðu m.a. nærri því valdið stórslysi á
íslenskri farþegaflugvél. -áb.
En það er meira blóð í kúnni. í
bæklingi, sem SÁÁ dreifði með
gjafabréfunum, er því heitið að
skilvísum styrktarmönnum verði
sýnt þakklæti með því að draga út
10 bréf í hvert sinn og afhenda
eiganda hvers um sig verðlaun að
verðmæti 100.000 krónur. Þetta
verði gert fimm sinnum fyrir
hvert bréf þannig að 5 miljónir
króna geta þannig runnið til
„skilvísra þátttakenda í þessu
þjóðarátaki með SÁÁ gegn
meininu mesta“, eins og segir í
kynningarpésanum.
Hvað fer þá til sjúkrastöðvar-
Atak íþágu hverra?
Frjáls féiagasamtök hafa fyrir
löngu sýnt það og sannað hér á
landi sem annars staðar að þau
eru þess megnug að lyfta Grettis-
taki ef vel er að verki staðið.
Líknarfélögin, sem hér hafa starf-
að um áratugskeið eru óbrotgjarn
minnisvarði um mátt hinna
mörgu og hverju hann getur
áorkað. ÖII byggja þessi samtök á
samvinnu þúsundanna; samhjálp
og sjálfboðaliðastörf eru ein-
kunnarorðin í starfi þeirra.
Eitt slíkra kraftaverkafélaga
eru Samtök áhugamanna um á-
fengisvandamálið - SÁÁ. Þar eru
nú um 10.000 félagsmenn úr öll-
um starfsstéttum þjóðfélagsins
og ótölulegur fjöidi manna hefur
allt frá því samtökin voru stofnuð
af framsýni og stórhug fyrir 5
árum, lagt hönd á plóginn og orð-
ið mörgum áfengissjúklingnum
að liði. Þessar þúsundir einstak-
linga hafa lagt lið með fjár-
stuðningi og ómældri vinnu þar
sem að verkalokum hefur einung-
is verið spurt urn árangur en ekki
umbun. Nú virðist hins vegar
hafa orðið breyting á.
Fyrir skömmu hleypti SÁÁ af
stokkunum umfangsmestu fjár-
söfnun sem ráðist hefur verið í
hér á landi. Ætlunin er að byggja
glæsilega sjúkrastöð að Stór-
höfða við Grafarvog í Reykjavík
og til þess að endar nái saman
vilja forráðamenn söfnunarinnar
ná í sjóðinn um 25 miljónum
króna. Til samanburðar má geta
þess að 13.7 miljónir söfnuðust í
„Þjóðarátaki gegn krabba-
meini“, en það var stærsta átakið
sem gert hafði verið í þessum efn-
um þangað til.
Allir góðir menn vona einlæg-
lega að þetta framtak SÁÁ gangi
að óskum en það eru dimmuský á
himni sem óneitanlega varpa
skugga á vettvanginn. Samkvæmt
upplýsingum framkvæmdastjóra
söfnunarinnar nýlega hefur hún
gengið vel, að hans mati, og þeg-
ar safnast rúmlega 12 miljónir-
Valþór
Hlöðverssori^
skrifar
króna. En hvað skyldi SAA fá í
sinn hlut? Hvað mikið af þessum
miklu fjármunum, sem jafngilda
um 100 árslaunum Dagsbrúnar-
verkamanna, koma til með að
renna til byggingarinnar inn við
Grafarvog? Hvert fara peningar
þeirra 6-700 einstaklinga, sem
hingað til hafa gefið í söfnunina?
Svarið er því miður hrollvekj-
andi. Þjóðviljinn vakti á því at-
hygli fyrstur íslenskra blaða fyrir
nokkrum vikum að Frjálst fram-
tak hf. hefði tekið að sér að skipu-
leggja og stýra fjársöfnun SÁÁ.
Þar kom fram, sem síðar hefur
verið staðfest annars staðar einn-
ig, að 5 miljónir króna færu í til-
kostnað. Þar með.er tæpur helm-
ingur þess fjár sem fólk hefur
þegar látið af hendi rakna, runnið
í vasa bísnissmanna og annarra,
sem hafa framfæri sitt af þéssu
líknarstarfi. Frjálst framtak hf.
fær í sinn hlut amk 1 miljón
króna, en samningurinn við fyrir-
tækið var á þann veg að það fékk
ákveðna greiðslu strax og síðan
8% af öllu sem safnaðist inn þeg-
ar komið væri yfir 12 miljón
króna markið. Það þýðir að
Magnús Hreggviðsson fram-
kvæmdastjóri Frjáls framtaks
tekur í sinn bfsnissvasa 80.000
krónur af hverri þeirri miljón sem
launamenn í landinu koma til
með að láta af hendi rakna í söfn-
un SÁÁ næstu vikur og mánuði.
Þetta heitir víst að gera „góðan
díl“ á mállísku viðskipta-
heimsins.
innar? Lunginn af söfnunarfénu,
sem þúsundir manna hafa staðið í
trú um að væri til hjálpar áfengis-
sjúklingum, rennur í kostnaðar-
hítina. Af viðtölum við fram-
kvæmdastjóra hinna ýmsu fjár-
safnana á liðnum misserum, og
birtust í Tímanum nú í vikunni,
kemur sú athyglisverða
staðreynd upp á yfirborðið að
kostnaður við SÁÁ söfnunina fer
margfalt fram úr því sem nokkru
sinni hefur tíðkast. Rúmlega
20% söfnunarfjár SÁÁ fer í
kostnað, en til viðbótar koma svo
þær 5 miljónir í happdrættinu,
sem áður var minnst á. Tilkostn-
aður Þjóðarátaksins gegn
krabbameininu reyndist vera
innan við 4% og kostnaður við
safnanir Hjálparstofnunar kirkj-
unnar hefur verið á bilinu 2-13%
og afar sjaldan farið yfir 7% af
söfnunarfé.
Hvað er að gerast hér? SÁÁ
telur um 10.000 félaga. Var ekki
hægt að virkja þennan hóp, tí-
unda hvern vinnandi mann í
landinu? Eða er ef til vill hér að
unnið í anda þeirrar hugsjónar
tiltekins stjórnmálaflokks • í
landinu að enginn árangur náist í
starfi nema aur komi fyrir? Að
peningarnir séu sá eini prímus
mótor, sem geti knúið gull-
kvörnina?
Með þessari fjársöfnun SÁÁ,
sem er hrundið af stað í góðri
meiningu til styrktar góðum mál-
stað, hafa orðið vatnaskil í þróun
hinna frjálsu líknarsamtaka, sem
á var minnst í upphafi þessa
greinarkorns. í stað þess að
byggja á frjálsum framlögum
sjálfboðaliða eru harðsvíraðir
bísnissmenn ráðnir í það þokka-
verk að hafa fé af fólki undir yfir-
skini líknar við þraut, en fáránlega
stór hluti þess fjár sem menn láta
af hendi rakna lendir í kostnaðar-
hítinni.
Var þetta nauðsynlegt? - Spyr
sá sem ekki veit.
-v.